Nýja dagblaðið - 02.07.1935, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 02.07.1935, Blaðsíða 3
I ■ 0 NtJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: „BUSaútcáfui hJ.“ Ritotjónu*: Giali Guðmundaaon, Sigfús Halldón frá Höfnum. Ritstjórnankiifatofunuur Laugv. 10. Sim&r 4373 og 23&S. Afgr. og auglýaing&akrifatofa Austurstr. 12. Simi 2323. Áskrlftargjaid kr. 2,00 á mán. f lausasölu 10 aura eint Prentsmlðjan Acta. Morgunblaðið og Jðn Sígurðsson Er aamvinnuverzlun ein- okun? Mbl. í fyrradag reynir að vanda, að umskapa og rang- færa staðreyndir. í þetta sinn reynir það að afflytja orð merkasta stjómmálaleiðtogans, sem Island hefir átt, Jóns Sig- urðssonar forseta. Morgunbl. segir að Jón Sig- urðsson hafi viljað frjálsa verzluh. Alveg rétt. En svo kemur Morgunblaðið með sína athugasemd. Kaupfélögin eru ófrjáls verziun og einokun, segir Morgunblaðið, og því hef_ ir Jón Sigurðsson hlotið að vera á móti þeimt En það liggja fyrir ummæli Jóns Sigurðssonar um það, hvort hann álíti kaupfélags- skapinn einokunarfyrirtæki. — Andstæðingar hixma fyrstu verzlunarfélaga héldu einmitt fram þeirri meinloku í tíð Jóns Sigurðssonar. Og Jón gerir hana að umtalsefni í hinni merkilegui ritgerð sinni um vetzlun og verzlunarsamtök. „Vér verðum enn að fara nokkrum: orðum um þann ótta“, segir Jón, „semj sumir þykjast hafa, að ef verzluhar- félögin yrði drottnandi, þá mundu þau! einoka verzlunina miklu ver en nokkur kaupmað- ur gerir nú“. Þessum röksemd- um kaupfélagsandstæðinga svarar Jón í svohljóðandi greinarkafla: „Þegar félögin væru í fullu fjöri og nálega hver maður í héraðinu ætti þátt í þeim, meiri eða minni, þá gætu! slík félög aldrei orðið einokunarfé- lög, vegna þess beinlínis, að þau gætu' engan einokað nesna sjálf sig. Gjörum við, að allir Húnvetningar t. d. væri í einu félagi, þá réðu þeir sjálfir fé- lagsstjóm sinni, þeir veldu menn til að skoða reikningana og bækumar, þeir vissi vun öll viðskipti félagsins, um! öll kaup þess og sölur, kaupstjórinn og allir þeir, sem væru við verzl- un félagsins, væri þjónar þess og stæði til ábyrgðar fyrir fé- lagsmjönnum, félagið sjálft réði eiginlega prísunum á allri vöru, í hönd og úr; hvemig ætti þá þetta félag að geta ein- okað Húnvetninga? Það væri sam'a eins og að ímynda sér, að félagið einokaði sig sjálft. Já, það gæti einokað sig að því leyti, að það bindi sig við reglur, sem það sjálft sam- þykkti, en vér getuih varla ætl- Fornriiaúigáfan ISLENZK FORNRIT IV. EYRBYGGJA SAGA. GRÆNLENDINGASÖGUR. Innllegar þakklx vottum vlS öllum þeim Borgnedngnm, sem auðsýndu okkur dxengllega hlutteknlngu og mannúS i velk- indum sonar okkar. Borgjamesi 1. Júlí 1935. Elisabet pórðardóttir. Helgi porstelnsson. Hvei-t nýtt bindi af fomrita- útgáfunni nýju er ný sönnun þess, að sú útgáfa verður öll hin veglegasta. Allur ytri frá- gangur er prýðilegur, svo að eigi eru gefnar út hér á landi fegurri bækur. Formálar og skýringar eru með ágætum, og meg textann farið sem vísinda- mönnum sæmir. Mun lengi verða vísað til þessarar útgáfu sem vitnisburðar um, hvað langt nútímakynslóðin íslenzka hefir komizt í menningu og sm'ekk um útgáfu bóka. Hún er höfuð- prýði í bókaskáp hvers Is- lendings, bæði vegna fegurðar og þess, að hún er bezti vitnis- burðurinn, sem! enn er til um menningu þjóðarinnar bæði í nútíð — og um liðnar aldir. En um leið og menn dást að þessari útgáfu, hljóta þeir að spyrja: Getur hún orðið al- ' menningseign þessarar kyn- slóðar? Hér skal fyrst litið á efnis- lega hlið þessa máls, og þá eru þar þegar nokkur tormerki á. Fyrst er nú það, að útgáf- an gengur allt of seint. Fyrsta bindið kom þremúr árum! síðar en verða átti, og hin koma dræmt eftir — aðeins eitt bindi á ári. Alls verða bindin varla færri en 50, og er þá eigi gert ráð fyrir, að annað verði út gefið en það, sem mark- verðast er fomritanna, þ. e. Islendingasögur, Eddur, mál- fræðiritgerðimar, Sturlunga, Biskupasögur, lögbækumar, Fornaldarsögur Norðurlanda, Noregskonunga sögur, Færey- ingasaga, sögur Orkneyja jarla og Knytlinga og úrval riddara- sagna og helgisagna. Eru því horfur á, að hvomgt megi verða, að þessari kynslóð end- ist tími til útgáfunnar né til að eignast hana. 1 annan stað er útgáfan öllum þorra almenn- ings of dýr. Kostar hvert bindi . 9 krónur óbundið. Það er að ’ vísu ekki mikið verð eftir stærð og frágangi, ef borið er saman vig aðrar bækur, sem nú eru út gefnar hér á landi. En við það er ekki rétt að míða, ef útgáfan á að'verða almenn- ings eign, heldur við fjárhags- lega getu manna til þess að svo megi verða. Er og rétt að minnast þess, að ríkissjóður veitir styrk til útgáfunnar, og fer þá betur á því, að sá styrkur verði enn lítið eitt hækkaður, en að bækurnar verði almenningi of dýrar. Og ekki er víst, að mikið tjón yrði fyrir útgáfuna, að lækka bæk- urnar nokkuð í verði, því að þá er von aukixmar sölu. Helzt j þyrftu þær að lækka í verði um 1 þriðjung, úr 9 kr. í 6 kr. En þá ætti það líka að verða metnað- 1 ur hvers gáfaðs Islendings að eignast fomritin öll og njóta þeirra sem1 bezt! En eftir á að hyggja: Falla fornritin svo í smekk nútíma- kynslóðarinnar, að þau geti orðið almenningseign þess vegna? Sumir efast um það, og telja lestur fomritanna fara alltaf þverrandi, nútímakyn- slóðin horfi fram og eigi aftur og hafi engan áhuga á gömlum skræðum. Þetta hefir oft heyrzt áður, og er lítið mark á því takandi. Fer þetta og mjög etfir því hvað fólkinú er kennt að meta. Og um fomrit okkar er þess að geta, að þau eni nær eingöngú um efni, sem aldrei fyrnist: um1 mannfræði. Við mætum þar i glöggri lýsingú mönnum og konum af uppmúa- legri gerð, heitum í ástríðxún og míklum í skapi, svo lík okk- ur, að við skiljúm þaú, og þó svo ólík, að við samanburðinn fæst það sjónarhom, semj er nauðsynlegt til að hvessa at- hyglina. Því er alltaf í gildi það, sem Páll Vídalín sagði um að, að menn þyrftu að óttast, að þær reglur kynni að verða svo heimskulegar og skaðlegar félaginu, að þær yrði því til eyðileggingar; ef svo væri, þá yrði manni víst óhætt að hugga sig við, að það væri á valdi félagsmanna sjálfra að breyta þeim, og taka stjómina af þeim mönnum1, sem hefðu verið upphafsmenn til þeirra. Enn fremúr gæti maður hugs- að sér, að verzlunarfélag í einni sýslu drottnaði yfir ann- ari sýslu, ,af því þar væri færri félagsmenn, en úr þessu væri hægt að bæta, því ekki þyrfti annað, en að fleiri gengi í fé- lagið úr þeirri sýslu, þar til þeir yrði eins aflmiklir eins og hinir, og þá myndi allt jafna sig. Yfirdrotnan félagsmanna úr einni sýslu yfir annari gæti ekki heldur nokkru sinni komið fram í einokun verzlunarinnar, því þag segir sig sjálft, að allir félagsmenn sætti jöfnúm kaupum, yfirráðin yrðú iirni- falin í því, að þeir sýslubúar, sem fleiri væri saman, gæti neytt sín betur í kosningu for- stöðumanna, en engin líkindi eru til að neinn flokkur félags- manna múndi neyta sín til að kjósa aðra en þá, sem gæti orðið nýtir liðsmenn fyrir fé- lagið“. Hver treystir sér til, seml les þessi ummæli Jóns Sigurðsson- ar, að haida því fram, að hann hafi talig verzlúnarstefnu sína öndverða kaupfélögunum, eins og Morgunblaðið segir. Nei, Jón Sigurðsson hefir þvert á móti með þeirri skarp- skyggni, sem honum var manna mest lagin, leitt að því óyggjandi rök, að kaupfélögin eni ekki og geta ekki orðið einokunarfélög. Þá kröfu ætti að mega gera til Morgunblaðsritstjóranna, þó að sjálfsrýni þeirra sé eðli- lega dálítið gláxúskyggnt á eig- in gáfur og eigin stefnu, að þá villist þeir ekki á því og at- gervi og stefnu Jóns Sigurðs- sonar. íslendingasögur: „Viljirðu vit- ur verða, þá lestu sögur“. Af engum lestri öðrum verðum við þess vísari, hvað við erum sjálf, en hvað eru klæði okkar, menning, siður, tízíka, trú eða annar búnaður. Auðvitað eiga ekki öll okkar fornrit jafnt erindi til allra. Þau eru misjöfn að listargildi, þau eru og misjafnlega fróðleg fyrir alla alþýðu manna. En þau þrjú bindi, sem út eru komin, eiga öll erindi við mjög marga gáfaða menn og konur, og hefir þó hvert þeirra sitt ágæti. 1 Egilssögu eru beztar lýsingar, sem til eru á íslenzku mali, af ástríðumiklum skaps- munum. 1 Laxdælasögu eru merkilegastar lýsingar, sem enn hafa verið gerðar af íslenzkum konum. 1 Eyrbyggjasögu er hin merkilegasta lýsing af bar- áttunni milli skapsmuna og vitsmuna, bæði í þjóðlífinu manna meðal og í sálarlífi ein- stakra mjanna (einkum Snorra goða). Þar er og lýsing á hin- um römmústu, óskildu, dular- fullu undrum, sem! maðurinn spyr sig um, án þess að geta nokkru svarað. — í fylgd með Eyrbyggjasögu eru svo Græn- lendingasögurnar, sem skýra frá mestum úrkostum, sem við íslenzka kynkvistinum hafa blasað og um leið frá mesta ósigrinúml sem þjóði'n hefir beðið — þegar henni opnaðist vegur til að vinna hálfan heim. inn, lét færið ónotað og varð kotþjóð. Sú saga vekur örast drauma og athugun, að lokn- um lestri Eyrbyggjasögu. Skapsmunir Eiríks rauða og Leifs sonar hans vísa leið til nýrra landa, en ráðkænskú og vit Snorra goða hefði þurft til að koma upp því ríki, sem var- anlegt mátti verða. Arnór Sigwjónsaon. Julius Nielsen (Eigandi: H. O. Hansen) Stofnað 1894 Bornholmegade 2A Köbenhavn K. Erindrekstur og umboðssala Annast kaup og sölu allra ísl. afurða Tilboð óskast Telegr.adr.: Foeringur Coder: Bentley’s og A.B.C. 6th

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.