Nýja dagblaðið - 23.07.1935, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 23.07.1935, Blaðsíða 1
DAGBIAÐIÐ Reykjavík, þríðjudaginn 23. júlí 1935. 167. blað NYJA 3. ár. Ríkisfangelsið í Reykjavík Bærinn þarf sjálfur að eígnast fangahús Eftir Jóu Sigtryggsion, fangaYörð Tvö börn drukkna í Alftavatni I. Tvö skref. Refsimálin og fangelsismál- in um leið, eru orðin — fyrir löngu — meðal stórmála þjóð- anna. Það hefir víða verið keppt að því um alllangt skeið, að gera fangelsin sem vistleg- ust: björt, loftgóð og hlý. Er þetta. gert í þeim tvennum til- gangi aðallega, að vernda heilsu fanganna, og einnig til þess að það hafi bætandi áhrif á þá, sálfræðilega séð. Hér á landi virðist áhugi fyr- ir þessum málum mjög lítill ennþá. Þau tvö skref, sem um áratugi hafa verið stigin, þess- um málum til framgangs, hafa verið stigin af þeim eina manni — Jónasi Jónssyni — sem hefir sýnt verulegan áhuga fyrir þessum málum, en þar á ég við byggingu vinnu- hælisins á LitlarHrauni, (sem' hann fékk mikla óþökk fyrir frá andstæðingum! sínum, en sem nú er af öllum viðurkennt nauðsynlegt), og svo endur- bæturnar á hegningarhúsinu í Reykjavík, gerðar 1929, sem voru löngu fyr alveg nauðsyn- legar og voru mjög góðar, það sem þær náðu. II. Hegningarhúsið of lítíð. Fyrir rúmum 60 árum var lokið við byggingú hegningar- hússins í Reykjavík. Á þeim tíma hefir bygging þessi getað talizt voldug og stór. — En tímarnir breytast. Fyrir 60 ár- um voru íbúar Reykjavíkur rúmlega 2 þúsund, en nú eru þeir yfir 30 þúsund. Þessi öri Fær fslenzkt skáld Nobelsverðlaun? Kaupm.höfn 22./7. FÚ. Dagens Nyheder í Kaup. mannahöfn skýrir frá því, að nefnd sú, sem á að úthluta Nobelsverðlaunum fyrir bók- menntaafrek, hafi lagt það til, að þeim yrði að þessu sinni skift milli færeyska skáldsins Djurhus og íslenzks skálds, sem þó ekki er nefnt. vöxtur bæjarins gerir víða vart við sig, og ekki sízt inn- an múra fangelsisins, en í fangelsinu hefir ekkert víkkað milli veggja, frá því það fyrst var byggt. Og af því ríkisfang- elsið var byggt í þessum' bæ, sem ekkert fangelsi á og aldrei hefir átt fangelsi (sjálfsagt af því að ríkisfangelsið stóð þar), þá hefir ríkisfangelsið verið notað jafnframt sem bæjar- fangelsi Reykjavíkurbæjar. Af þessu leiðir, að það hefir orðið æ því meir ófullnægjandi sem aukning bæjarins varð meiri. Fangatalan utan af landi er að vísu nokkru hærri nú en áður, en er þó hverfandi lítil, miðað við fangatöluna úr Reykjavík- urbæ. in. Fangelsin og menningin. Það virðist svo I fljótu bragði, að aukin ménning þjóð- anna ætti að draga úr þörfinni fyrir fangelsi, en reynslan sýn- ir annað. Glæpir og hverskonar afbrot virðast litlu fátíðari, meðal hinna meiri menningar- þjóða en þeirra, er lakari eru í menningarlegu tilliti. En því meiri sem menningin er, því hærri kröfur gera borgararnir til hlutaðeigandi yfirvalda, um tryggingu fyrir fé sitt og fjör gegn glæpamönnum. Og þá er gripið til þess, að taka frelsið af afbrotamönnunum — loka þá inni. Fangelsin verða því að stækka, með aukinni fólkstölu landanna, og auknum kröfum Framh. á 8. síðu. 0ryggi flugferða, London kl. 16, 22./7. FÚ. Flugmálaráðherra Bretlands skýrði opinberlega frá því í dag, að á síðastliðnu ári hefðu engin slys orðið á vegum flug- félagsins Imperial Airways og hefðu þó vélar félagsins flogið vegalengd, sem alls næmi 2 milj. 315 þús. enskra mílna. Skólabörn f heimboði hjá K.E.A. Menningarsj óður Kaupfélags Eyfirðinga bauð fullnaðarprófs börnum úr héraðinu, ásamt kennurum þeirra, til Akureyrar síðastliðinn föstudag. Var þeim sýnd Iðnsýningin, gróðrarstöð- in, listigarðurinn, verksmiðjur kaupfélagsins og Sambands ísl. samvinnufélaga, og kvikmynd í Nýja bíó. Börnin, sem voru 112 að tölu, voru flutt í bifreið. um að heiman og heim og veitt. ur beini. Snorri Sigfússon skóla stjóri leiðbeindi börnunum um bæinn. Tólf menn drukkna London kl. 16, 22./7. FÚ. Nálægt Allenstein í Austur- Prússlandi vildi í gær það slys til, að 12 manns drukknuðu af vélbát. Vélbáturinn var aðeins ætl- aður fyrir 16 manns, en þegar hann var að leggja af stað frá bryggjunni, tróðust 6 farþegar i hann í viðbót, svo að vatnið náði næstum því upp að borð- stokk. Á leiðinni yfir um vatnið skall á hvassviðri, farþegarnir sentust öðrumegin í bátinn og hvolfdj honum. Nokkrir bátar voru þarna nálægt og tókst þeim að bjarga 9 m'anns. Síðastliðinn sunnudag hélt slysavamadeildin á Akranesi ; skemmtun fyrir ofan þorpið, í ■ svonefndum Holtum. Var fólk flutt þangað á vöruflutninga- bifreiðum og var komið fyrir á þeim skýli og bekkjum, eins og venja er, þegar slíkar bif- reiðar eru hafðar til fólksflutn- inga. Seint um kvöldið var ein slík bifreið, MB 57, að flytja fólk í þorpið. Voru m!eð henni 20 farþegar, aðallega börn og unglingar. Bílstjóri var Sigur- jón Sigurðsson, miðaldra mað- ur, búsettur á Akranesi. Hraði bifreiðarinnar var ekki sérstaklega mikill, en þegar komið var á vegamót Óðinsgötu og Sleipnisvegar, virtist bif- reiðarstjórinn missa vald á bif- reiðinni; fór hún út af vegin- um hægramegin, rann á grjót- vegg og eftir honum langan spöl, unz hún lenti á þungum Á sunnudaginn var vildi það hörmulega slys til, að tvö börn Sveins Jóhannssonar kaup- mánns á Bergstaðastræti 14, drukknuðu í Álftavatni. Þennan dag var Sveinn staddur á sumarbústað sínum við Álftavatn, ásamt fjölskyldu sinni og fleira fólki. Veður var fagurt og vatnið kyrrt. Fór því Sveinn ásamt börnum sínum þremur, telpu, sem heitir Guðrún Matthías- dóttir, Traðarkotssundi 6, sem er hjá Sveini í sumar, af- greiðslumanni í búð sinni og sendisveini, á bát fram á vatn- ið. Þegar þau voru á heimleið laust eftir hádegi hvessti nokk- uð og þegar þau; voru komin fyrir tang'a einn lítinn og á vílc fyrir framan bústað Sveins, fyllti bátinn. Varð fólkið þá laust við bátinn, nema annar piltanna. Sveini tókst að ná i yngsta barn sitt og synti með það til lands. Guðrún litla synti sjálf einnig til lands, afgreiðslu! mánninum og sendisveininum var bjargað af bátum, sem voru á vatninu og sáu, er slysið varð og komu á vettvang litlu síðar. En tvö elztu börn Sveins, Kort valtara, sparn honum áfram um V/2 metra og kollsteyptist yfir hann að lokum. Skýlið, bekkirnar, fólkið og annað laus- legt, tættist í allar áttir og sjálf var bifreiðin gereyðilögð. Af farþegunum sluppu níu ó- meiddir, eða þeir, sem sátu aft- ast í bílnum. Hinir voru meira og minna meiddir. Stúlka, innan við fermingu, Ragnheiður Ingólfsdóttir, fékk stórt sár á höfuðið og var hún flutt til Reykjavíkur um kvöld- ið með Laxfossi. Leið henni eft_ ir vonum í gær. Daníel Vigfússon, trésmiður, meiddist mikið. Brotnuðu a. m. k. tvö rif, en vafi mun um hið þriðja. Var hann þungt hald- inn í gær. Hjörleifur Guðmundsson og Katrín Gísladóttir, 14 ára göm- ul. viðbeinsbrotnuðu. Ásgrímur Sigurðsson, bróðir bif reiðarst j órans varð einnig fyrir allmiklum meiðslum á Sævar, 8 ára, og Stella, 10 ára, sukku þegar og varð ekki náð fyr en eftir nær þrjá stúndar- fjórðunga. Strax og börnin náðust, var> brugðið við og sent niður að Þrastarlundi til að síma eftir Lúðvik Nordal, lækni á Eyrar- bakka. Hann var ekki heima, en Ólafur Thorlacius, læknir úr Reykjavík, sem var gestkom- andi í Þrastarlundi, brá þegar við og fór uppeftir. Stóðu lífg- unartilraunir yfir í fullar fjór- ar klukkustundir, eða frá kl. tæplega 1 til kl. að ganga sex, en reyndust, því miður, árang- urslausar. Mikill og sár harmur er kveðinn að foreldrum barnanna, er fórust með svo voveiflegum og sviplegum hætti. Og slíkir at burðir, sem þessi, setja sorg- arblæ á sumargleði þeirra, sem til frétta. Þannig var það á sunnudaginn með flesta þá, sem um slys þetta fréttu eystra, að mitt í gleðinni urðu menn hljóð- ir við fregnina. Heimsmet ikappgÖDgn Fregn frá London hermir, að nýl. hafi enskur maður, Coep- er, sett heimsmet á 3000 metra göngu. Var hann 12 mín. 38,2 sek. á leiðinni. Hefir hann þann- ig hnekkt meti Danans Rass- mussen, er hann setti í júlí 1918 með 12 mín. 53,6 sek. FÚ. Laxarækt á Vestfjörðum Nýlega var 100 þús. laxaseið- um sleppt í Ósinn í Bolungavík og 20 þús. seiðum í Sandá í Dýrafirði. Seiði, sem fara áttu til önundarfjarðar ónýttust en ný sending er væntanleg þang- að aftur. Ætlunin er að setja 60 þús. seiði í árnar þar. höndum og bifreiðarstjórinn sjálfur meiddist talsvert á höfði. Auk þessa fengu fimm stúlk- ur nokkur meiðsli, en þó ekki alvarleg. Enn er ekki fullvíst um or- sök slyssins. Getið er til, að stýrisumbúnaður hafi bilað, en ekki er það sannað. Upplýst þykir, að bílstjórinn muni ekki hafa verið ölvaður. Bifreiðaslys Ellefu menn verða fyrir meiðslum

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.