Nýja dagblaðið - 23.07.1935, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 23.07.1935, Blaðsíða 2
2 NÝJA DAGBLAÐIÐ Öll fjölskyldan notar eingöngu Sjafnarsápu, og reynzlan hefir sann- fært hana um að Sjafnarsápan sé bezt. Nonni: Mamma, voða er gaman að þvo sér úr þessari sápu. Mamma: Já, Nonni minn, þetta er líka SJAFNARSÁPA. Isleozk framleidsla. Sjafnarvörur Baðsápa Gólfáburður Handsápa Skóáburður Sólsápa Tannknem Stangasápa Næturkrem Krystalsápa Dagkrem o. fl. t Sjafnaruörur eru goöar! — eru ódýrar! — eru SinFNHRUORUR framleiða neytendurnir sjálfir! Vér notum þvi eingöngu SJafnarvörur. A tveim dögum: Alla þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og annan hvern sunnudag. A einum degi: (hraðferðir) um Borgarnes, alla þriðjudaga og föstu- daga. Frá Akureyri áframhaldandi ferðir til Austfjarða. Afgreiðsla í Reykjavík Bifreiðastöð íslands. Sími 1540. Bííreíðastöð Akureyrar. rAT l-H «T^.Tirt 4 :»J3 rrrm*jPTTO Skaftfellingur hleður til Víkur og öræfa miðvikudaginn 27. þ. m. Verður þetta síðasta ferð skipsins til Öræfa á þessu sumri. í. S. í. S. R. R. Múr Nýkomlð. Enntremur skarazir, Máluing & Járnvörnr, Laugevegi 25. hamrar skeiðar bret'i filt Máttur augfýsínga er míkíll Sundmeistaramótið 1935 verður haldið að Álafossi dag- ana 18!, 20. og 22. ágúst. Keppt verður í þessum sundum: 4x50 m. boðsund, karlar 100 — frjáls aðferð — 200 — bringusund — 100 — frjáls aðferð, konur 400 — — — karlar 100 — baksund, — 200 — bringusund, konur 1500 — frjáls aðferð, karlar 400 — bringusund, — 50 — frjáls aðferð, konur Sundráð Reykjavíkur. Kappleikurinn í fyrrakvöld I fyrrakvöld kepptu úrvals- | lið úr K. R. og Val við Þjóð- verjana. Var veður ágætt og á- horfendur mjög margir. Auk þess sem Reykvíkingar fjöl- menntu, kom fjöldi fólks víðs- vegar að, úr Hafnarfirði og nærliggjandi kaupstöðum. Hófst leikurinn af fjöri miklu. Skorti nú hvorki eggj- unarorð áhorfendanna né til- þrifaríkan leik. Gerðu báðir flokkarnir skarpleg upphlaup og Þjóðverjar þó fleiri. En alR kom fyrir ekki, því vörn Is- iendinganna var sterk og Her- mann tók knöttinn höndum í hvert sinn, er hann kom að marki. Þegar leið á hálfleikinn, fóru Islendingar að sækja sig. Þegar 15 mín. voru eftir, gerðu þeir, sem oftar, vasklegt upp- hlaup. Hans Kragh sendi knött- inn fallega til Þorsteins, sem náði honum fyrir opnu marki. Virtist nú gefið mark, en í því hleypur einn Þjóðverjinn á Þor- stein og hratt honum. Er dæmd á Þjóðverjana vítaspyrna og spyrnir Björgvin á mark. Mark. vörður Þjóðverja kemur við knöttinn, en nær ekki að höndla hann og hrekkur hann frá marki. Hleypur Björgvin þá fram og spymir honum í mark. Fyrsta markið, sem skorað er hjá Þjóðverjum! Kveða nú við óhemju fagnaðarlæti þeirra þúsunda áhorfenda, sem mættar voru á vellinum. Sækja nú Þjóðverjar fast á, en vörn Is- lendinga og leikur allur er nú jafnvel enn betri en áður og tekst þeim jafnframt að ná all- mörgum upphlaupum og að verja mark sitt fyrir öllum skakkaföllum. Lauk svo fyrri hálfleik, að íslendingar hafa 1 mark á móti 0. Þegar síðari hálfleikur hefst, er orðin sú breyting, að Rass- elnberg, vinstri innframherji hefir orðið frá að hverfa og er annar maður kominn í hans stað. Keppa bæði liðin djarflega þó eru upphlaup Þjóðverja fleiri og meiri hraði í leik þeirra, en íslendingar verjast af kappi miklu og leggja nú bak- verðirnir og Hermann mikið í leik sinn. Þó kom svo, er nokk- uð var liðið á leikinn, að Þjóð- verjar gera hart upphlaup og nær vinstri útframherji að skora mark og mátti ekki við gera. Skönmiu síðar skorar hægri útframherji annað mark. Leggja Islendingar sig nú mjög fram við vörnina, og þótt Þjóð- verjar sæktu fast á til leiks- loka, tókst þeim ekki að skora fleiri mörk og lauk leiknum þvi þannig, að Þjóðverjar sigruðu með 2:1. Þessi leikur er eflaust sá glæsilegasti kappleikur, sem hér hefir verið háður. Þjóðverjar léku af kunnáttu og hraða, sem vænta mátti. Aftur á móti var dugnaður Islendinganna mikill, þótt þá skorti nokkuð til jafns við Þjóðverjana hvað snertir leikni með knöttinn og samleik. Sérstaklega var vörn íslendinga með ágætum sterk. Hermann stóð sig prýðilega í markinu og var sem auga væri á hverjum fingri. Frímann lék vel, sem oft áður og eins Gísli. Björgvin var ágætur og af framherjunum léku þeir bezt Hans og Jó- hannes. Allir liðsmenn Þjóðverjanna léku ágætlega, en sér í lagi var leikur Langenbein og Pickartz mjög sftirtektarverður. Dómari var Guðjón Einars- son og fórst honum þetta vanda verk vel úr hendi. Leikur þessi var að öllu hinn drengilegasti. Mega íslenzkir knattspymumenn vera glaðir yfir frammistöðu knattspymu- manna úr tveimur tiltölulega fámennum félögum, sem keppa með þvílíkum árangri við valið lið stórþjóðar, og marka þann- ig merkan þátt í íslenzkri knattspyrnusögu. E*ra,staliixiduia - - Laugarvatn Ferðir alla daga frá Reykjavík kl. 10 árd. Eifreiðastöð Islands Sími 1540 Trúlofunarhringar - Tækifærísgjaflr Haraldur Hagan - Austurstrat. 13 FREYJIJ kaffibætisduftið — nýtilbúið — inniheldur aðeine ilmandi kafflbaeti, ekkert vatn eða önnur efni til uppfyllingar. Þess vegna er Freyju kafflbœtia- duftið drýgst, heilnæmast og bezt. Og þó er það ódýrara en kaffl- bætir í stöngum. Notið það bezta, seei nnnið er í landinu

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.