Nýja dagblaðið - 23.07.1935, Page 4

Nýja dagblaðið - 23.07.1935, Page 4
4 NtJA DAGBLAÐIÐ Yinnustöðvun I DAG Sólarupprás kl. 3.06. Sólarlag kl. 10.00. Flóð árdegis kl. 10.40. Flóð síðdegis kl. 11.20. Ljósatími hjóla og bifreiOa kl. 9.45—3,06. Veðurspá: Sunnan og suðvestan kaldi. Úrkomulaust Söín og skrilstotur: Alþýðubókasafnið ... 10-12 og 1-10 þjóðskjalasafnið ............. 1-4 þjóðminjasafnið .............. 1-3 Náttúrugripasafnið ........... 2-3 Landsbankinn .................. 10-3 Búnaðarbankinn .... 10-12 og 1-3 Útvegsbankinn ....... 10-12 og 1-4 Litbú Landsb., Klapparst......2-7 Pósthúsið: Bréfapóststofan .. 10-6 Bögglapóststofan ............ 10-5 Skrifstofa útvarpsins ■.. 10-12 og 1-6 Landssíminn ................... 8-9 Búnaðarfélagið ...... 10-12 og 1-4 Fiskifélagið (skrifst.t. 10-12 og 1-5 Skipaútgerð rikisins .. 9-12 og 1-6 Eimskip ..................... 9-6 Stjórnarráðsskrifst. .. 10-12 og 1-4 Samb. ísl. samv.fél....9-12 og 1-6 Sölus.b. ísl. fiskfrl. .. 10-12 og 1-6 Skrifstofur bæjarins .. 9-12 og 1-4 Skrifst. tollstjóra .... 10-12 og 1-4 Skrifst. lögmanns .... 10-12 og 1-4 Ilafnarskrifstofan ... 9-12 og 1-6 Skipa- og skrán.st. rík. 10-12 og 1-5 Tryggingarst. ríkisins 10-12 og 1-5 Tollpóststofan ................ 10-4 Skrifst. lögreglustjóra 10-12 og 1-4 Lögregluvarðst. opin allan sólaflhr. Heimsóknartimi sjúkrahúaa: Landsspítalinn ............... 3-4 Landakotsspítalinn ........... 3-5 Vífilstaðahælið . 12y2-iy2 og 3y2^Y2 Laugamesspítali ............ 12%-2 Sjúkrahús Hvítabandsin* .... 2-4 Fæðingarh., Eiríksg. 37 .. 1-3 og 8-9 Kleppur ...................... 1-6 Elliheimilið ................. 1-4 Næturvörður í Ingólfs Apóteki og Laugavegs Apóteki. Næturlæknir: Bjarni Bjarnason, Freyjugötu 49. Sími 2916. Skemmtanlr og samkomur: Gamla bíó: Næturflug kl. 9. Nýja bíó: Flóttinn frá byltingunni Dagakrá útvarpelns: Kl. 10.00 Veðurfregnir. 12.10 Há- degisútvarp. 15.00 og 19.10 Veður- fregnir. 19.20 Tónleikar: Danslög (plötur). 19.50 Auglýsingar. 20.00 Klukkusláttúr. Erindi: Heimssýn- ingin í Brússel, II. (Guðbr. Jóns- son). 20.30 Fréttir. 21.00 Tónleikar: a) Einleikur á celló (Jlórh. Árna- son); b) „Syngið með!“ (alkunn lög af plötum). Skipafréttir. Gullfoss fer vestur og norður í kvöld. Goðafoss er á leið til Hull frá Hamborg. Dettifoss var á Isafirði í gær. Brúarfoss kom fil Kaupmannahafnar í gær. Lag- arfoss var á Borðeyri í gærmorgun. Selfoss er á leið til Hamborgar. Skaitíellingur fer til Víkur og Öi-æfa á morgun. Er það seinasta ferð skipsins til Öræfa á þessu sumri. „Berlín“, þýzkt skemmtiferðaskip ei' væntanlegt hingað í dag. „Milwaukee“, þýzkt skemmti- ferðaskip kom hingað í fyrrinótt og fór aftur í gærkveldi. Lyra kom í gærmorgun frá Nor- egi. Var hún degi á undan áætlun. JjGamia Bíó||| sýnir kl. 9: Næturflag Listavel leikin og spennandi talmynd, leikin af: Clark Gable og Holen Hayes. Sprenghlægil. gamanleikur. Síðasta sinn! AmnAll Veðrið. í gær rigndi á Suður- og Austurlandi og þingeyjarsýslu, en var þurrt á Vestur- og Norð- vesturlandi Iliti yfirleitt 8—13 stig. Trésmiðafélag Reykjavíkur fer skemmtiferð að Sogsfossum á sunnudaginn kemur, með viðkomu í þrastarlundi. Nánar auglýst síð- ar. Hallgrímur Jónasson kennari og frú lians komu heim með Lyru í gær. Hafa þau dvalið ytra síðan í aprílmánuði og verið lengst af í Svíþjóð og Danmörku. Hefir Hall- grímur heimsótt ýmsa þekkta kennaraskóla í þessum löndum og kynnt sér starfshætti þeirra. Súðin kom hingað í fyrrinótt úr ferð til Reykjarfjarðar með síldar- vinnufólk. Sundmeistaúamótið verður haldið að Álafossi að þessu sinni, dagana 18.—22. ágúst, sbr. auglýsingu í blaðinu í dag. í Borgarfirðinum hirtu menn al- mennt töður sínar fyrir síðustu helgi, það sem búið var að losa, en túnasláttur er ekki almennt búinn ennþá. Knattspymukappleiknum í fyrra kvöld var lýst í útvarpinu og mæltist það vel fyrir. Einnig var lýsing á honum send í gegn um stuttbylgjustöðina á þýzku og end- urvarpað í Berlín. Hefir því fjöldi hlustenda hér og erlendis fylgst með því, hvernig leikurinn fór fram. Er þetta vinsælt af hlustend- um og vel til þess fallið að vekja áhuga manna fyrir íþróttinni. „Pourquoi-pas?“ kom til Færeyja í fyrrakvöld. Er það á leið til ís- lands. Dr. Carcot, hinn alkunni visindamaður, er með skipinu og hefir hann ráðgert, að þetta verði síðasta ferð hans til íslands. Fyrsta mjatésíldin var söltuð á Ákureyri á sunnudaginn hjá Stef- áni Jónssyni. Síldin var af mótor- skipinu „þingey", og er söltuð samkv. undanþágu um söltun á reynslusendingu, saltaðri fyrir 25. júlí. Voru saltaðar um. 40 tn. Ásmundur P. Jóhnnnsson, bygg- ingameistari frá Winnipeg, og Kári sonur Haus, komu á laugar- dagskvöldið úr Norðurlandsferð. Höfðu þeir ferðast þar um í mán- uð og létu hið bezta af ferðalag- inu og útlitinu yfirleitt þar nyrðra. í orðsendingu frá Guðmundi Ein- arssyni og félögum hans, dr. Leut- elt og Schmid stúdent, er þeir sendu frá sér kl. 8.20 á laugardags- kvöld, segir, að þá hafi þeir verið staddir við Góðaborg, ofan Lamba- tungujökuls, með allan farangur sinn. Ferðin upp á jökulinn gekk vcl, með aðstoð Hoffellsmanna. — Við Góðaborg var um kvöldið 25 cm. djúp nýfallin mjöll og færi því ágætt. Veðurútlit var þá gott og á sunnudaginn ætluðu þeir félagar að halda áfram til Snæfells, yfir Eyjabakkajökul, ef veður yrði þá enn gott. FÚ. hjá Héðni 1 g-ær var stöðvuð vinna hjá vélsmiðjunum Héðni og Hamri. Blaðið átti í gær tal við for- stjóra Hamars og sagði hann að vinna hefði verið stöðvuð þar um morguninn að öðru leyti en því, að verkstjórar og lærling- ar héldu áfram vinnu. Sama væri í Héðni. Einnig væri stöðv uð vinna hjá Slippfélaginu. Ástæðan til þessarar vinnu- stöðvunar, sagði framkvæmda- stjórinn, er Andradeilan. í byrj- un þessa mánaðar var togarinn Andri dreginn upp í Slippinn og hafin á honum viðgerð. Voru dregnir naglar úr skipinu til að byrja með og það gert ósjó- fært. En þegar vinnan var kom- in það langt, lögðu járnsmiðir niður vinnu og báru fram, sem ástæðu, að þeir hefðu heyrt að fullnaðgrviðgerð ætti að gerast ytra. Teldu þeir óforsvaranlegt flytja slíka vinnu úr land- inu og hefðu því gripið til þess_ ara ráðstafana. Reyndum við að ná sam- komulagi, en þegar það tókst ekki, snerum við okkur til Vinnuveitendafélags fslands, sem nú hefir tekið að sér deil- una. Hér er ekki deila um kaup, heldur hvort þessi vinna eigi að vera framkvæmd hér á landi eða ekki. Þó við teljum það sjálfsagt, getum við ekki fallizt á þá aðferð, sem þarna er við- höfð, til að ná því marki. Rök járnsrtiiðanna. í skýrslu, sem blaðinu hefir Snorrasafn Þegar Reykholtsskólinn tók til starfa haustið 1931, var á- kveðið að stofna við skólann sérstakt bókasafn til minning- ar um Snorra Sturluson og skyldi safnið heita Snorrasafn. í safninu skyldi vera: Allar út- gáfur af ritum Snorra, Heims- kringlu og Eddu ásamt ólafs- sögu hinni sérstöku, íslenzkar og erlendar. Ennfremur rit og ritgerðir um Snorra Sturluson og rit hans. Skyldi safnið verða, þegar tímar liðu, full- fullkomið bókasafn ud Snorra- bókmenntir. Þessi hugmynd hefir verið borin undir ýmsa erlenda fræðimenn, einkum norræna, og hafa þeir tekið henni ágæt- lega og heitið safninu stuðn- ingi sínum. Nú mun vera í safninu rösklega 100 bindi, og eru það mestmegnis gjafir er- lendra manna. Meðal þeirra, sem sent hafa safninu gjafir, má nefna próf. Finn Jónsson, félagið Sverige—Island, Miss Morris, dóttur William Morris, íslandsvinarins góðkunna, Ein. og Hamri borizt frá Félagi járniðnaðar- manna, segir, að félagið hafi gripið til þessarar ráðstöfunar til þess, að hindra vinnuflutn- ing úr landinu. Kaup járniðnað. armanna sé ekki hærra hér en ytra og geti það ekki verið á- stæða til að vinna sé hér dýr- ari. Öll tæki séu hér fyrir hendi til að framkvæmá slíka vinnu, og á tímum atvinnuleys- is og gjaldeyrisvandræða megi þjóðin ekki kaupa erlenda vinnu að óþörfu. Afstaðu Alþýðusam- bandsins. Þegar Vinnuveitendafélag ís- lands tók að sér deiluna, skip- aði það-Alþýðusambandinu, og óskaði að það gengist fyrir að ná samkomulagi, þar sem Fé- lag jámiðnaðarmanna væri einn méðlimur þess. Stjórn Alþýðusambandsins svaraði með ályktun, þar sem segir, „að stjóm Alþýðusam- bandsins muni ekki að svo stöddu veita Félagi járniðnaðar. manna aðstoð við stöðvun e.s. Andra, þar sen; deilumálið er ekki full upplýst og vinnustöðv. un hæpin, enda hefir félagið ekki leitað álits og aðstoðar Al. þýðusambandsins áður en í deil- una var ráðist, eins og tilskilið var á seinasta sambandsþingi“. Á bréfaskiptum,, sem síðar hafa farið milli Alþýðusam- bandsins og Vinnuveitendafé- lagsins, verður ekki annað séð, en afstaða Alþýðusambandsins til deilunnar sé óbreytt. í Reykholti ar Hilsen, rithöfund o. fl. Þá hefir próf. Paascke í Oslo lof- að að senda safninu nokkuð af bókum, sem gefnar hafa verið út í Noregi og. heima eiga í safninu. ; Frá Islendingum, búsettum! á Islandi, hefir engin bókagjöf borizt enn. Hinsvegar hefir bæði Alþingi og ríkisstjórn sýnt þessari hugmynd skilning og stuðning. Alþingi veitti safninu eitt árið nokkurn fjár- styrk og nú hefir kennslumála- ráðherra falið landsbókaverði að láta gera bókskrá yfir allar þær bækur og rit, íslenzk og erlend, sem eiga að vera í safn. inu. Vonandi eiga Islendingar eft- ir að hlúa að þessu safni með því að útvega því eldri og yngri útgáfur af ritum Snorra eða ritum um Snorra og rit hans. Betur verður eigi unnt að varðveita minningu frægasta sagnfræðings Islendinga og mesta ritsnillings, en með því, að koma sem fyrst upp í Reyk- iMHiNfia B&ó BMBH Flóttinn frá byltíngunni Mikilfengleg areísk tal- og tónmynd. — Aðalhlutverkin leika: Nancy Carroll og Douglas Fairbanks (yngri) Aukamynd: Konungur riddaranna Spennandi tal- og tóncawboy mynd. Aðalhlutverkið leik- ur Cowboyhetjan John Wayne Börn fá ekki aðgang. Hárfléttur við íslenzkan búning. Unn_ ið úr hári. Kaupum af- klippt hár. — Hárgreiðalu stofan Perla. Sími 3695 Bergstaðastræti 1. K a u p i ð Fyrírspurn til Steindórs Einarssonar Þar sem taxtinn á bílsæti frá Varmahlíð til Borgarness er ekki hærri en 15 krónur en þér seljið sætið þessa leið á 18 kr. fyrir manninn, þá spyr ég: — Samkvæmt hvaða regluml er þetta, eða er það aðeins eitt af yðar okri? ó. A. Ekki unnið fyrir gýg. Bókafor- lagið Methuen & Co. í London hefir nú um nokkurra ára skeið verið að gefa út leiðsögubækur fyrir ferðamenn, sem allar hafa titilinn „So You’re Going to (Eng- land, France, Switzerland, etc.)“, þ. e. „Svo þú ætlar til (Englands, Frakklands, o. s. frv.)“. — þessar hækur hafa náð svo mikilli hylli, að fádæmum sætir, og höfundur- inn, stúlka að nafni Clara E. l.aughlin, hefir hlotið frægð á við vinsælan skáldsagnahöfund. Orðs- tír hennar hefir orðið meiri en nokkúr líkindi eru til að hana hafi órað fyrir, því nú hafa Frakk- ,ar gert hana að riddara í heiðurs- fylkingúnni fyrir bók hennar um Frakkland. þetta hefir sem vaanta mátti, vakið ekki all-litla athygli og samfagnaðarskeytum hefir rignt yfir Miss Laughlin úr öllum áttum. Frakkar hafa enn einu sinni minnt á það, að þeir láta ekki á sér standa að meta þáð, sem þeim er gert til gagns eða sæmdar. , holti fullkomnu safni um Snorrabókmenntir. Virðulegri og óbrotgjamari minnisvarða geta Islendingar ekki reist Snorra Sturlusyni.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.