Nýja dagblaðið - 16.08.1935, Blaðsíða 1
3. ár.
Reykjavflc, föstudaginn 16. ágúst 1935.
1M. «að
öíldarlevsið tvrir Norðurlandi
Sfldarsðltun hafin *u Faxaflóa
Veiði sanileg
Síldarvinnufólkíð er að búast frá Siglufirðí. Togararnir
og línuveiðararnir hœtta sennilega núna um helgina.
Hæsta kaup síldarvinnustúlkna er 60 krónur. Margar
hafa fengið sama og ekkert kaup.
Viðtal við Þormóð Eyjöltssou
Fátt er nú meira rætt
manna á milli en síldarleysið
fyrir Norðurlandi.
Undanfarið hefir veðrátta
verið góð nyrðra. Síldveiðiflot-
inn, einn hinn stærsti, sem
gerður hefir verið út af Islend-
ingum, hefir ieitað eftir síld á
svæðinu milli Hornbjargs og
Langaness — árangurslausri
ieit. Á útgerðarstöðvunum
hafa þúsundir manna og kvenna
beðið eftir síld og atvitmu. en
allar vonir hafa bi ugðist
Slík tíðindi eru svo stv: og
alvarleg, að það er ekki undar-
Jegt, þó þau itu nú helzta um-
tals- og hugsunarefni allra
þeirra, sem fylgjast með mál-
um í landinu.
Síldaraflinn.
Nýja dagblaðið átti í gær
viðtal við Þormóð Eyjólfsson
f ormann st j órnar síldarverk-
smiðja ríkisins.
Spurði blaðið fyrst eftir síld-
araflanum, ] vað mikið væri
komið í bræðslu, og hvað væri
búið að salta mikið.
— Hjá ríkisverksmiðjunum
þremur á Siglufirði, sagði Þor-
móður, er búið að bræða 155
þús. mál, Raufarhafnarverk-
smíðjunni 22 þús. mál og Sól-
bakkaverksmiðjunni 20 þús.
mál. Hjá verksmiðju Snorra
Stefánssonar hafa verið brædd
25 þús. mál.
Á öllu landinu er búið að
salta 30 þús. tn., þar af 17
þús. tn. á Siglufirði.
Aflaleyslð.
— Hef ir nokkuð verulega orð-
ið síldarvart undanfarið?
— Það getur ekki kallast,
segir 1 ormóður. Mestur ail' á
bát hefii undaníarið ver 5 20—
40 tn., sem þeir hafa veitt í
reknet hér út af firðinum. I
dag hefir verið ágætt veður og
allur flotinn úti, dreifður á
.'Væðið milli Hornbjargs og
Langanes. t.iórinn hefir verið
næstum eins sléttur og fagur
og framast getur orðið, svo
ekki er hægt að koma sökinni
á veðurfarið. En hvergi hefir
orðið vart síldar. Skipin hafa
skiptzt á skeytum og hafa m.
a. látið þau orð falla, að það
væri líkast því, að þau væri að
leita síldar á stöðuvatni inni til
heiða.
ískyggilegar horlur. —
Síldarvinnufóikið á
förum frá Siglufirði.
— Eru ekki horfur og á-
'tandið meðal síldarvinnufólks-
Þormóður Eyjólfsson.
ins mjög ískyggilegt?
— Því er óhætt að svara
játandi. Enn hafa t. d. ekki
tveir síldarsaltendur hér feng-
ið síld í eina einustu tunnu, og
þar sem mest hefir verið salt-
að eru duglegustu stúlkurnar
búnar að fá 60 kr. í kaup. Síld-
— Ég get bætt því við, að
endingu, segir Þormóður, að
stjórn síldarverksmiðja ríkis-
ins ákvað á fundi sínum í dag,
ag gera togarann Sindra út á
karfaveiðar fram til mánaða-
móta. Verður karfinn bræddur í
Sólbakkaverksmiðjunni, lifrin
Á fundi kjötverðlagsnefndar
í fyrradag lágu fyrir beiðnir
um slátrunarleyfi frá nokkrum
verzlunum hér í bænum.
Ákvað nefndin að veita þeim
leyfi nú þegar og hófst slátr-
un á dilkum í gær hjá Slátur-
félagi Suðurlands.
arvinnufólkið ráðgerir að fara
héðan næstu daga, ætlar t. d.
margt með Dettifossi til Ak-
ureyrar, og svo suður með
honum í bakaleið. Eins og gef-
ur að skilja vantar márgar
stúlkurnar fyrir fargjaldinu og
mun landsstjórnin hafa ein-
hvern undirbúning um það
að hjálpa þeim til að komast
heim.
Talið er að togararnir og
línuveiðararnir hætti um næstu
helgi, ef ekkert glæðist með
afla.
Þykir mörgum bklegt. að
síldar verði ekki vart, að neinu
ráði, úr þessu.
Útgerðarmenn, sem miklu
liafa kostað til bæði í útbúnað
skipa, veiðaií'æri. tunnur, salt
o. fl., verða fyrir miklu fjár-
hagslegu tjóni, og er næsta
ósýnt um, hvaða afleiðingar
það getur haft fyrir þá.
Síldaraíli útlendinga
er lítin. ,
— Hvað hefir frétzt um veiði
útlendinga?
— Samkvæmt þeim fréttum,
sem hingað hafa borizt, er hún
mjög lítil, sízt meiri en Is-
lendinga. Móðurskipin munu
enn vera svo að segja tóm.
tekin úr honum og kæld, en
ekki brædd með. Er þetta gert
með það tvennt fyrir augurn,
að skapa atvinnu fyrir fólkið,
sem vinnur við verksmiðiuna,
og gera tilraun míeð karfaveiði,
sem ekki hefir tíðkast hér áður.
Verður slátrað meiru hjá fé-
laginu í dag og á morgun og
einnig hjá þeim verzlunum,
sem fengið hafa slátrunarleyfi.
Verð á súpukjöti í smásölu
verður sennilega fyrst um sinn
kr. 1,95. kg.
Ný og merkileg tilraun
Sumarslátrunin höfst í gær
Eins og áður hefir verið
skýrt frá í blaðinu, hefir sOd-
veiði verið óvenju mikil í
Faxaflóa í sumar, og sam-
kvæmt rannsóknum Árna, Frið-
rikssonar fiskifræðings er síld-
in stæni og íeitari en sú, sem
áður hefír veiðst þar.
Bátar, sem stundað hafa
\ eiðina frá Akranesi, Sandgerði
og Keflavík hafa undanfarið
fengið frá 50—100 tn. í róðri.
Lpphaflega var gert ráð
fyrir, að ekki myndi veiðast
meira en það, sem frysta þyrfti
til beitu. En vegna þess, hvað
veiðin var mikil, sýndi það sig
skjótt, að annaðhvort varð að
gera, hætta veiðunum, eða
koma síldinni í verð á annan
hátt.
Var hnigið að því ráði, að
salta síldina og er síldarsöltun
þegar byrjuð á Akranesi, í
, Keflavík, Sandgerði og eins lít-
! iisháttar hér í bænum.
! Samkvæmt viðtali við frétta-
ritara blaðsins á Akranesi,
, hófst síldarsöltunin þar síðastl.
I sunnudag hjá Gísla Vilhjálms-
j syni, en síðan hafa fleiri bætzt
j við. Síldarverð til söltunar er
! 10 kr. tn. og er síldin feit og
: stór, og telja kunnugii- menn
hana góða til söltunar.
E.s. Katla kom nýlega frá
Siglufirði með tunnur, salt og
•krydd til síldarverkunarinnar á
Akranesi. Ilafa allmargir menn
atvinnu þar við söltunina.
Netaskortur er tilfinnanleg-
ur og hamlar aukinni veiði.
; Ekki er talið ólíldegt, að
sumir bátarnir, sem fóru til
Siglufjarðar, fari að koma heim
og- stunda síldveiði frá Akra-
nesi.
Merkileg sýning
300 gamlar Keykjavíkurmyndir sýndar í Mið
bæjarskólanum. 100 myndir eftir einn menn
p« ,
Fyrir nokkru var opnuð í
Miðbæjarskólanum sýning á
gömlum Reykjavíkui'myndum.
Er það félagið Ingólfur, sem
fyrir henni gengst, en tilgang-
ur þess félagskapar er að halda
saman sögufróðleik og ýmis-
konar minjum, ,sem varða
Reykjavík.
Sýningarmyndimar eru rúm-
lega 300, frá ýmlsum stöðum
bæjarins og flestar frá 19. öld.
Sögulegt gildi þeirra er mis-
munandi, en þó eru margar,
sem geyma merkilegan fróð-
leik um liðna tíð.
I einni stofunni eru um 100
myndir, málaðar af einum
manni, dr. Jóni Helgasyni
biskupi. Er það mikið verk.
Hann mun líka hafa verið
helzti hvatamaður sýningarinn-
ar.
Sýninguna munu nú þegar
hafa sótt nokkuð á annað þús-
und manns. Hún verður enn
opin í þrjá daga, í dag, á laug-
ardaginn og á sannudaginn.
I gærkveldi, þegar tíðinda-
maður blaðsins kom á sýning-
una, var þar töluvert margt af
íólki, einkum bar þar á eldra
fólki. Mátti heyra á tali sumra,
að myndimar minntu á
bemskuárin. Það er vel skilj-
anlegt. Nú eru æskuleikvellirn-
ir burtu, gömlu húsin rifin,
í'ornu götutroðningarnir horfn-
ir, umhverfið nýtt og ó-
líkt því, sem áður var. En
myndirnar rifja upp gamlai-
línur og liti. Þær gefa aftur líf
hálfgleymdu umhverfi og
tengja fastar böndin mllli þess,
sem er og var.
En unga fólkinu eru mynd-
irnar einnig lærdómsríkar. Þær
sýna furðuglöggt. kjör æsku 'n-
ar í þessum bæ fyrir manns-
aldri síðan. Þröng vom kjörin,
lítil þægindin. En örðugleikarn-
ir voru ekki hlekkir um fót
æskunnar, sem þá óx í landinu
heldur styrkur til átaka og
dáða. Þess sjást merki um
landið allt. Sú kynslóð skilaði
afkomendunum márgfalt meiri
arfi heldur en hún tók við.
Slíkar minningar skapa þrótt
og kjark til c-nn’á meiri dáói.
Gullframleíðsla
í Kanada
Gullframleiðslan í Kanada
hefir verið meiri fyrri helming
þessa árs, en hún var á samá
tíma í fyrra. Hafa í ár verið
i'ramleidd 1,53 milj. uns, en
voru í fyrra 1,39 milj. uns.
Verðið á einni uns er nú ca.
135 kr. og lætur því nærri að
verðmæti framleiðslunnar í ár
sé 225 milj. kr.
Til samanburðar má geta
bess, að verðmæti gullfram-
leiðslunnar úr námunni 1 Boli-
den í Svíþjóð nemur 85 nálj.
króna.