Nýja dagblaðið - 16.08.1935, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 16.08.1935, Blaðsíða 3
N * J A NAGILABIB 8 NÝJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: „Blaðaútgáfaa h.f." Ritatjórar: Gísli Guðmundaaoa, Sigfús H&lldórs frá Höfnum. Ri tstj órnarskrifstofumar Laugv. 10. Símar 4379 og 2963. Afgr. og auglýaingaakrifatofa Austurstr. 12. Simi 2329. Áskriftargjald kr. 2,00 á mán. í lausasölu 10 aura mdI Prentamiðjaa Aeta. Víslndamað- ur I MbLstíl Oddur Guðjónsson skrif- stofumaður hjá Verzlunarráð- iriu hefir fyllt eina síðu í Morg- unblaðinu á dag, þessa viku, með leiðirdegu og illa samsettu orðagjálfri um gjaldeyris- nefndina og innflutning og út- flutning íslenzkra vara á þessu ári. Fylgir hverjunr greinar- hluta dálítil frásögn frá blað- inu, þar sern lesendum er skýrt frá, hvað í greininni standi. Sýnir þetta talsverðan skilning lijá ritstjórunum, því meining- in í þessari ritsmíð er víða svo „óklár“ og hugsanaþráð- urinn svo loðinn, að engin van- þörf er á skýringum. Oddur þessi Guðjónsson er hagfræðidoktor að nafnbót frá þýzkum skóla, og mun af ýms- um hafa verið taliirn óheimsk- ur maður á námsárum sínum. Aiætti því ætla, að hann myndi, þegar hann ritar um svo alvarlegt efni, sem gjald- eyrismálin eru, hafa eitthvað til brunns að bera fram yfir ó- sérfróða ménn, sem um þessi mál rita í blöðin hversdags- lega, og verða að bjargast við brjóstvit og reynslu, sem hægt er að afla sér viðkynningu af þessum málum hér á landi. Það hefði mátt búast við, að dokt- orinn hefði einhverja fræðslu getað veitt um gjaldeyrisráð- stafanir annarra landa, sem víðast eru nú gerðar meiri og minni. Myndu slíkar upplýsing- ar áreiðanlega með þökkum þegnar af flestum, þó á milli kunni að bera um skoðanir umj það, hver sé hin rétta lausn í þessu efni. Að vísu er í grein- inni talsvert af vísindaremb- ingi og tilvitnunum í hagfræði- legar kennisetningar, sem! eiga víst að gefa til kynna, að hér tali sá, sem vald hafi. Er því- líkur uppskafningsháttur freml ur hvimleiður. Að öðru leyti er greinin full af persónuleg- um ónotum í garð nefndar- mannanna í gjaldeyrisnefnd, og þeim brugðið um flest það, er til óprýði mætti vera í slíku starfi. Mun þó fæstum komja í hug, að þeir Skúli Guðmunds- son, Jón Baldvinsson, L. Kaab- er, Bjöm Ólafsson og Kjartan Ólafsson, séu nein börn í praktiskri þekkingu á við- skiptamálum í samanburði við Odd þennan, þótt lærður kunni að vera! Annars er greinin skrifuð af svo mikilli illgirni viðvíkj- andi tilgangi innflutningstak- markananna og svo mikilli ó- ráðvendni í frásög-n um fram- Vestan hafs og austan Framh. af 2. síðu. í Reykjavík sáum við, þegar við komum, hóp af skólapilt- um, sem þá voru enn ófarnir í sumarleyfi sitt. Ég minnist eldvi að hafa nokkursstaðar séð eins ásjálegan hóp ungra manna saman kominn og spáir það góðu um framtíðina. En nú sér á að ég gjörist gaml- aður, því náttúrlega áttu stúlk- urnar rétt á því, samkvæmt öll- um viðteknum reglum siðaðra manna., að þeirra væri getið fyrst. Skal nú fúslega játað, að ég fer héðan, ekki með öllu ósnortinn af fegurð þeirra, þó gamall sé. Og það get ég sagt þeim til huggunar, að það á fyrir þeim að Uggja, að eign- ast alla þessa myndarlegu pilta. Þettað er eins víst eins og það, að sólin kemur upp í austri. Og það hlæir huga minn, að sjá í anda þá kynslóð, sem landið á að erfa. Af öllum stéttum landsins lízt mér bezt á tvær: prestana og sjómenn- ina. Prestarnir — eða þeir sem ég hefi kynnst — eru víðsýn- ustu, sannfrjálslyndustu og velviljuðustu menn landsins. Þess má geta, í þessu sam- bandi, að það eru allt yngri raenn þessarar stéttar, sem ég hefi kynnst. Ég vil kannast við, að ég hefi oft verið með í því, sem er almenn dægrastytt- ing í öllum löndum nú á tím- um, að henda gaman að prest- unum og finna þeim margt til foráttu. En þó ég sé einn þeirra, sé ég ekkert á móti því að láta þá njóta sannmjælis, þegar þeir eiga hrós skilið. Þjóðinni hefir aldrei verið meiri þörf á slíkum mönnum en einmitt nú. Um sjómennina er það að segja, að þeir eru, eins og þeir hafa alltaf verið, sú stétt, sem öllum öðrum fremur, bera uppi baráttuna fyrir lífinu. Þeir skipa fylking- arbrjóstið. Þar er enn hættan og mannfailið mest, og enn er því mætt, eins og til forna, með þreki og þögulli ró. Þessir mtenn eiga, máske öðrum frem- ur, heimting á umhyggjusemi þjóðarinnar fyrir kjörum! þeirra. Nú var það ekki til- gangur minn að gjöra upp á milli manna og stétta, þó á þessar tvær hafi verið sérstak- lega minnst. Meðal allra stétta hefi ég fundið piýðilegt fólk. Og ekki get ég annað sagt en mér virðist þjóðin yfirleitt, enn bera „ættarbragð frá fyrri tíðum“, og að þrátt fyrir kvæmd þeirra, að raun er til þess að vita, að ungur maður, nýkominn frá vísindanámi, skuli bera svo litla virðingu fyrir fræðum sínum. Mestu vitleysunum í þessari löngu ritsmíð, verður svarað hér í blaðinu innan skamms. Munu þá færð nánari rök fyrir því, að sá dómur er réttur, sem um hana er felldur hér að framan. noklcrar sýnilegar leifar frá niðurlægingartímabili hennar, í háttum og hugsun, er hún enn í raun og veru glæsileg þjóð. Mun þetta verða öllum ljóst þegar hún hefir að fullu kastað álagahamnum. En hvernig lízt þér á at- hafnalífið og allar framfarirn- ar? Framfarirnar á þessu sviði eru næstum ótrúlega miklav, þegar á það er litið, að hér eru að verki aðeins liðug 100,000 manna í erfiðu landi, þar sem byggðin er dreifð og strjál. Á fáum árum hefir veiið komið upp vegakerfi, símakerfi og skipastól. Nýjar og betri bygg- ingar hafa v’erið reistar, bæði í sveitum og bæjum. Töluvert hefir verið gjört að nýrækt og búskaparlag gjörbreytzt. Raf- virkjun og innlendur iðnaður er komið á góðan rekspöl, og margt fleira mætti telja. Þetta lízt mér allt vel á í sjálfu sér og dáist að því hve roikið hef- ir unnizt undir kringumstæð- unum, sem fyrir hendi eru. Ým- islegt hefi ég þó séð í þessu sambandi, sem mér finnst að betur mætti fara. Er hér eng- inn tími tif að taka það til í- hugunar. Ég get samt ekki varizt því, að benda á visst við- horf, sem getur orðið dálítið kátbroslegt fyrir ókunnan ferðamann. Menn eru hér yfir- leitt upp með sér af öllum þessum framförum, og þeir mega vera það. En þá skortir samanburð og rétt hlutföll. Þeir ætlast til að ferðamaður- inn falli í stafi af undrun yfir stórum mannvirkjum. Ég hefi átt í hálfgjörðum vanda með þetta. Til dæmis var mér bent á brúna yfir Hvítá í Borgar- firði, sem „afskaplegt mann- virki“, og þegar mér gekk illa að sýna nokkurn undrunarsvip, varð fólkið óánægt við mig. En þegar ég svo bætti gráu ofan á isvart með því að gefa í skyn, að ég hefði séð eins mikla eða jafnvel meiri brú, snéru menn alveg baki við mér og vildu fekki hlusta á mig. Nú var minn eini tilgangur sá, að veita þessu fólki þann samanburð, sem það skorti, svo það yrði ekki fyrir kýmni annara ferða- manna. Ferðamenn frá öðrum löndum komá ekki hingað til að sjá stór mánnvirki. Þeir komá til að sjá sérkennilegt land og sögufræga þjóð. Þar eigið þið að vera sem bezt við því búnir að svara spurningum þeirra og sýna þeim landið og þjóðina í sem beztu ljósi. Og svo er annað, sem! ég tel mikils um vert. Fyrirmyndir ykkar í verklegum framkvæmdum haf- ið þið að mestu sótt til Ev- rópulandanna. Ég er sann- færður um, að þetta veldur ykkur tafar og skaða. Ég hefi séð hér mörg sýnishorn af úr- eltum' vinnubrögðum, sem menn mundu vera hæddir fyrir í Ameríku, en sem við könn- umst þar við hjá nýjum inn- flytjendum frá Evrópu. Hvað sem þið annars kunnið að hugsa um ameríska menningu (og hér hefi ég orðið var við hinar fáránlegusu hugmyndir um það, þó út í það sé ekki tími til að fara), þá er það að minnsta kosti víst, að tækni og vinnubrögð er ykkur hagur í að sækja þangað fremur cn til nokkurs annars lands í heiminum. Þetta skildi Sovét- Rússland, og hvers vegna, ekki ísland. Mér er þetta áhuga- nvál, því þið rnegið ekki við því, að eyða ki'öftum ykkar til ó- nýtis í hinu mikla staríi, sem íyrir ykkur liggur, meðan þið eruð að nema þetta land á ný. En hvað er þá að segja um menningu þjóðarinnar yfir- leitt ? Þessi spurning felur einnig margt í sér, svo sem: uppeldis- og fræðslumál, stjórnmál, kirkjumál, almenna siðfágun o. fl. Sú skoðun er ríkjandi hjá þeim útlendingum sem til fslands þekkja, að ai- þýðan þar sé betur menntuð en alþýða nokkurs annars lands. Benda þeir á ýmislegt í því sambandi, svo sem það, að hér sé enginn, sem ekki er læs og skrifandi, meiri og minni bóka- kostur á svo að segja hverju heimili, merkileg bókasöfn á heimilum bænda og annarra ai- þýðumanna, bóka- og blaðaút- gáfur langt fram yfir vonir, þegar gætt er fólksfæðarinn- aif o. s. frv. Nú eru vitanlega rýjai' og meiri kröfur gerðar í þessu efni. En mér sýnist að Islendingar séu vel vakandi á þessu sviði. Um það bera vott: barnaskólar, lýðskólar, gagn- fræðaskólar, menntaskólar og háskóli. Sjálfsagt eru þessar stofnanir ekki fullkomnar, en ég hefi líka orðið var við vak- andf áhuga í því að bæta þær. Einstöku menn hefi ég heyrt fást um það, að skólarn- ir væru orðnir of margir, en þeir eru, sem betur fer, und- antekningar. Annars lízt mér yfirleitt vel á, ? þessu efni. En einmitt á þessu sviði liggur framtíðarframi íslendinga, eins og líka þeirra fortíðar frægð. Þessu má aldrei gleyma og þetta verður ætíð að skipa öndvegissessinn, þegar um hag þjóðarinnar er hugsað, rætt eða ritað. f stjómmálunum er allt í öngþveiti eins og víðar, á þessum síðustu og verstu tímum. Þetta kemur öllum saman um, sem ég hefi heyrt á það minnast, en þar endar lika samkomulagið. Ekkert er nú við það að athuga, þó menn greini á um þessi mál og þó þeir skiptist í flokka um þau. Það er eðlilegt. En það er ekki eðlilegt að finna hjá jafn lítilli þjóð, sem þar að auki er mynduð af einum þjóð- stofni, og þar sem allir menn í landinu eru iíklega meir og minna skyldir hver öðrum, jafn illvíga flokkapóhtík, eins og hér á sér stað. Það er íreistandi að fara frekar út í þetta, en það á ekki hér við. Enda hefi ég þá trú, að þetta fyrirbrigði vari ekki lengi, en að það sé eðlileg afleiðing af nýlega fengnu frelsi og því róti, sem nú er á þessum mál- um í öllum löndum. Ég ætla því aðeins að biðja ykkur að vernda þrennt í lengstu lög: fengið frelsi, lýðræðið og sam- vinnuna. En allt þetta verður nú að heyja baráttu fyrir til- veiu sinni um gjörvallan heim. Látið það aldrei bíða ósigur á fslandi. Því eftir þessum vit- um einum verður að lokum ' stýrt fram hjá þeim skerjurh ! og boðum, sem mannkynið nú i siglir um. Hvernig lízt þér svo á kirkjumálin? Ýmsir vestra, sem hingað hafa ferðast, virðast vera áhyggj ufullir út af hnignun trúarlífsins hér á landi. Engum! svefni tapa ég fyrir slíkar áhyggjur. Ég veit að íslendingar hafa verið, eru og verða trúmenn — á sína vísu. En þeim er ekki eðlilegt að vera eldheitir ofsatrúar- menn, eða láta ýmsum fárán- legum látum í sambandi við trúrækni sína. Þeir bera meiri virðingu fyrir sjálfum sér og helgidómi sínum en svo. Og þeir heimta yfirleitt að trúar- kennd þeirra sé upplýst og leidd af heilbrigðu viti. Það er kvartað um, að þeir sæki ekki kirkjurnar nógu vel. Sé það rétt, þá er að finna orsakimar til þess. Hverjar sem þær kunna að vera, þá er þeirra ekki að leita í verulegu trú- leysi. Mér finnst að það, sem hér er að gjörast sé eðlileg og yfirleitt æskileg þroskun trú- arlífsins, og mér lízt vel á það. Ég hefi nú tæpt á ýmsu, en engu gjört nein veruleg skil, og vil ég nú enda með því að flytja einlæga þökk öllum þeim, sem hjálpað hafa til að gera þessa ferð okkar bræðranna skemmtilega og eftirminnilega, Við komum hingað í þeim ein- falda tilgangi, að sjá aftur æskustöðvamar. Erindinu er lokið. Það hefir tekizt miklu betur en við þorðum að vona. Við höfum verið velkomnir Frttmh. á 4. síðu. Arnesingafélagið fer skemmtiferð að Sogsfossum og Ölfusárbrú næstk. sunnu- dag 18. þ. m. Lagt af stað frá Steindórsstöð kl. 9 árdegis. Nesti tekið upp við Álftavatn. Komlð að Ölfusá ca. kl. 3. Þar vonum við að sem flestir Árnesingar búsettir austanfjalJs komi til móts við okkur. Ræðuhöld o. fl. til skemmtunar. Dans að lokum. Verði veður óhagstætt, verður ekki farið lengra, en að ölfusá. Fargjald 7,00 fram og til baka. — Þátttaka heimil öllum Ár- nesingum (þó ekki séu þeir meðlimir félagsins) og gestum þeirra, — og tilkynnist hún Guðmundu Nielsen, Tjamargötu 3 (sími 2477) fyrir kl. 7 á laugardagskvöld. Skemmtinefndin.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.