Nýja dagblaðið - 01.09.1935, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 01.09.1935, Blaðsíða 1
YfirlHssýning á myndum Kjarvals vevður opnuð í dag Abessiniukeisari leikur á Mussolini 1 dag- verður opnuð sýning á myndum Kjarvals í Mennta- skólahúsinu. Er sýning þessi haldin í til- efni af fimmtugsafmæli Kjar- vals. Er hann að vísu ekki fimmtugur fyr en 15. október n. k., en á þeim tíma. var ekki hægt a.ð fá nægilegt hús- }ými, og var því tekið það ráð, að halda sýninguna nú. Hafa þrír af góðkunningjum Kjarvals, þeir Guðbrandur Magnússon forstjóri, Jón Kal- dal ljósmyndari og Magnús Kjaran kaupmaður aðallega gengist fyrir sýningunni og starfað að undirbúningi henn- ar með miklum1 ötulleik. Var í gær búið að koma upp málverkum eftir Kjarval í fimm stofum á neðri hæð Menntaskólahússins og á öllum göngum á sömu hæð. Eru þar samankomin nokkuð á fimmta. hundrað málverk. öll þau málverk eru í eigu einstakra manna eða ríkisins. Verða einnig á sýningunni sýndar nýjar mýndir eftir Kjarval í hátíðasal Mennta- skólans. Sýningin verður opnuð kl.. 2 eftir hádegi með ræðu, sem1 Hermann Jónasson forsætisráð- mæld Reykjavík, 31. ágúst. FÚ. Geysir í Haukadal gaus í dag. — Gosið mældist 45 m|etra liátt. Tíðindamaður útvarpsins var meðal annara viðstaddur gosið og lýsir því á þessa leið: Um kl. 14,15 kom lítið vatns- gos um 11 metra hátt og stóð 1—2 mínútur. Kl. 14,30 var 50 kg. sápu kastað í hverinn og tók þá von bráðar fyrir gufu þá, sem stígur jafnan upp af hvernum. Kl. 14,45 hófst aðal- gosið. Var það aðallega vatns- gos og steig um 30 metra í loft upp. Gekk á því um stund, en þá breyttist gosið snögglega í gufugos og fylgdi því mikill þytur og köstuðust vatnsstrók- ar allt upp í 45 m'etra hæð. Kl. 15,05 var gosinu að mestu lokið. Jóhannes Kjarval >herra flytur. Síðan talar Guð- n.undur Finnbogason lands- bókavörður og segir nokkuð frá sýningunni, — en Karla- kór Reykjavíkur og Lúðra- sveit Reykjavíkur aðstoða. Verður athöfninni útvarpað. Er þetta ein stærsta og veg- legasta málverkasýning, sem hér hefir enn verið haldin, og má telja víst, að hún verði rnjög fjölsótt, og það því frem- ur sem vinsældir og hróður Kjarvals fer alltaf vaxandi. i gær Gosið þótti mjög tilkomu- mikið, og roskið fólk, sem hef- ir séð eldri gos, taldi þetta ekki standa þeim neitt að baki. Vindur var allhvass af norb- austri og svignaði gossúlan lít- ið eitt undan vindinum. Ríkisútvai-pið kom fyrir óbrotnum mælitækjum skammt frá hvernum, og eru áður- greindar tölur um hæð gosanna niðurstöður þeirra mælinga. Fimmtíu og sex bílar voru taldir við Geysi, þegar flest var í dag, þar á méðal nokkrir stórbílar, og gizka menn á að 500—600 manns hafi horft á gosið. London, kl. 16 31./8. FÚ. Víðkunnur enskur blaðamað ur skýrir frá því í enska blað- inu Daily Telegraph í dag, að Abessiníukeisari hafi nýlega veitt brezk-amérísku félagi, sem hefir heimilisfang- í Dela- waré og' London, sérleyfi 4 stórum landsvæðum í Abess- iníu. Landsvæði þessi eru tajin auðug af steinolíu, gulli og öðr um dýrmætum efnum. Talið er að höfuðstóll þessa félags, sem tekið hefir sérleyfi á- land- inu, nefni tugum miljóna 'ster- lingspunda. Ókunnugt er um ]-að að svo stöddu, hversu mik- ið ætlazt er til að félagiö greiði Abessiníukeisara í sérleyfis- gjald. Samningar um sérleyfisveit- ingu þessa hafa farið fram méð hinni mestu leynd. Sendi- herra Breta í Addis Abeba segir, að sér hafi verið með öllu ókunnugt um þá, og hefir fregnin um þessa sérleyfisveit- ingu hvarvetna komið á ávart, bæði í Washington, Paris og London. Þess er minnst í þessu sambandi, að 9. júlí síðastlið- inn hefði Anthony Eden skýrt frá því í brezka þinginu, að brezka stjórnin hefði tilkynnt Abessiníu-keisara, að hún mundi ekki geta látið það óá- talið eða afskiptalaust, ef Ab- essiníukeisari veitti þegnum annara ríkja ný forréttindi eða sérleyfi umfram brezka þegna. Mikið er um mál þetta ritað í frönskum blöðum í dag, og sýnist fregnin hafa komið rnjög á óvart í Frakklandi. Echo de París, telur að hér sé um viðskiptalegt herbragð að ræða af hálfu Breta., og segir meðal annars: „Brezka ljónið hefir lagt hramminn á Abess- iníu, og er ekki þesslegt að sleppa taki sínu aftur“. Mikið er um mál þetta ritað í amerískum blöðum í dag, og líta þau almennt svo á, að Ab- essiníukeisari hafi reynzt réð- ]-:ænn í því að veita hinu brezk- ameríska félagi þessi forrétt- indi. — Öldungadeildarmaður- inn Borah hefir látið svo um mælt í þessu sambandi, að úr því svona sé komið, sé Banda- ríkjastjórn jafnskylt að gæta þessara amerísku hagsmuna eins og hverra annara. Nýtt útboð Itala London, kl. 16 31./8. FÚ. ítalska stjórnin hefir ákveð- ið að kveðja 200.000 hermanna til vopna í næsta mánuði. Þeg- ar því er lokið nemur herafli sá, sem Italía hefir nú undir vopnum 1 miljón manna. Er ]>að eins mikið eins og mest var fyrir stríð. Um þessa ákvörðun hefir Mussolini látið svo umhiælt, að þessir 200.000 hermenn, séu ekki aðrir en þeir, sem lögum samkvæmt eigi að vera undir vopnum. Að af- loknum heræfingum hafi þeim árgöngum undanfarið verið gefið frí, en slíkt geti ekki komið tii mála nú. Björgunin úr isnnm Samtðk gegn ófriði FRÁ FRÉTTARITARA NÝJA DAGBLAÐSINS Kaupm.höfn í ágúst. í fregnum frá Stokkhólmi er þess getið, að á norræna kenn- aramótinu hafi almennt komið fram ósk um það, að mótið samþykkti álit í tilefni af hinu ískyggilega viðhorfi heims- málanna. Sökum þess,, að svo langt var liðið á mótið, að eigi var mögulegt að ganga, frá áliti þessu með venjuleg- um hætti, var samin áskorun til þjóðabandalagsins og lögð fram til undirskriftar á síðasta degi mótsins. Mörg hundruð manna skrifuðu undir áskor- unina og er búið að senda hana til aðalskrifstofu þjóðabanda- lagsins. Sænska utanríkismála- ráðherranum var samtímis sent eftirrit af skjali þessu. M. a. er sagt í áskoruninni, Framh. á 4. síðu. 31./8. FU. Samkvæmt símskeyti frr. útv. á ísafirði kom Grænlands- farið Godthaab til ísafjarðar í dag, eftir að hafa legið um tvo mánuði í ísnum við austur- strönd Grænlands, þar sem mjög mikið er af ís í sumar. Skipstjórinn á Godthaab er Or- logskaptejn Vendel. Eitt af hlutverkum' skipsins var að sækja veiðimenn og flytja aðra til Grænlands. Þetta er gert með flugvél þeirri, sem skipið hefir um borð. Með því að setja ílugvélina í sjóinn utan við ísröndina tókst að ná fimm af þeim sjö mönnum, sem sækja átti. Þeir tveir, sem eft- ir voru, lögðu af stað í mótor- bát til Eskimóaness, en hrepptu illviðri á leiðinni og komúst i háska. Var þeim loks bjargað af norska skipinu Buskö, sem' er leiðangursskip. Veitti það fljóta og prýðilega hjálp. Leið- angursforinginn á Buskö heitir Framnæs, en skipstjórinn Myklebust. Godthaab fer vænt- anlega frá ísafirði um miðja næstu viku, eftir að ketil- hreinsun og fleiri smáviðgerðir hafa farið fram.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.