Nýja dagblaðið - 01.09.1935, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 01.09.1935, Blaðsíða 3
NÝJA DAGBLAÐIÐ 8 M j ólkursamsalan w og frú Cruðrún í Asi Hóiel Borg Sunnud&g'iim 1. september frá kl. 3,30—5 ALÞJÚÐAHLJÓMLEIKAR 1. þáttur: Grænland „Greenland Suite“ Emil Juit-Frederickaen ísland „Rósin“ Árni Thorsteinaaon Cello sóló Þórhallur Árnason. Skotland „Annie Laurie“ Piano aóló A. Roaebery. England „Sullivan Selection“ Gilbert-Sullivan Frakkland „Parlez Moi D’Amour“ Ítalía „Ritorna-Seranade“ Carogi Spánn „Ay Ay Ay“ Gusman Perez Freire Hawaii „Hawaiian Memories Jos4 Armandola 2. þáttur Kína „In a Cliinese Temple Garden“ A.W. Ketelby Rúsaland „Russian Pedlar“ A. Ferraris Ungverjaland „Brahms Dances No. 5— 6 Þýzkaland „Alte Kameraden“ C. Teike Irland „Londonderry Air“ Old Irish Air Harp sóló Miss E. Perress Ameríka „Lullaby of Bryadway11 Frú Guðrúnu í Ási hefir 3’ótt við eiga að nota þá fáu isólskinsdaga, sem náttúran Jiefir gefið bæjarbúum, til að hefja nýtt framhald á myrkra- verkum sínum í mjólkurmál- inu. Ekki er að sjá á þessu, að blessuð sólin hafi bætandi áhrif á hina trúuðu. Eða kennske hin sé orsökin, að réttarfríið er nú að renna út, og að frúin góða í Ási hefir lent í því óhappi að eiga dá- lítið vantalað við dómstólana, l’egar þessu réttarfríi lýkur. Þó verður að viðurkenna það, að allar eru athugasemd- ir frúarinnar við starfsemi samsölunnar af minna forsi og ósanngirni fram settar nú en þær voru á sl. vetri. Og sum- part stafa þær vafalaust af því, að sú góða kona skilur ekki til hlítar það mál, sem hún er að tala um, og vorður henni ekki reiknað pað til syndar. En út af nokkrum at- riðum, sem máli skipta í grein frú G. L. hel'ir Nýja. Dagblað- ið snúið sér til framkvæmda- stjói-a Samsölunnar og sum- part aflað sér upplýsinga úr öðrum áttum. Sízt vill Nýja Dagbl. standa gegn því, að lillit sé tekið til leiðbéininga eða athugasemda við rekstur Samsölunnar, ef til bóta má verða, hvaðan, sem þær koma. Hinsvegar er óþarfi, að líða fólki, sem ábyrgðar hefir að gæta, að hafa í frammi ómót- mælt, markleysuhjal og fleipur í þessum efnum, sem við lítið eða ekkert hefir að styðjast. Um einstök atriði í grein G. L. vill blaðið, að fengnum upp- lýsingum, taka þetta fram: Þegar byrjað var að selja ó- gerilsneydda mjólk í búðum Samsölunnar, var fyrst í ráði að selja hana hærra verði en gerilsneydda mjólk, vegna þeirra sérstöku ráðstafana, sem gera þurfti til öryggis hennar vegna. En hinn kost- urinn vai* heldur tekinn, að selja hana sama verði og senda hana ekki heim. Ef ó- gerilsneydda mjólkin ætti að sendast heim, þýðir það mik- inn aukakostnað fyrir Samsöl- una. Það fyrirkomulag, að senda ekki heim, var upp tek- ið m. a. vegna mjög eindreg- innar tillögu Eyjólfs Jóhanns- sonar, og hafði hann þá, eftir því sem blaðið hefir heyrt, m. a. talað um það við konur úr stjórn hins svokallaða Hús- mæðrafélags, og þær lýst sig þessu samþykkar. Um það, hvort ógerilsneydda mjólkin hafi súrnað óþægilega íljótt á heimilunum, þýðir náttúrlega ekki að deila. En til þess að komast hjá súr, er þá alltaf það ráð fyrir hendi, að kaupa. heldur gerilsrteydda mjólk, enda er yfirleitt á slíkri vöru meiri menningarbragur. Iíitt, hversu fljótt mjólkin súrnar, er náttúrlega mikið undir því komið, hvernig hún er geymd. Ekki þarf frú G. L. að halda, að mjólk sú, sem var „þrí- og fjórdægruð“ á sveitaheimilum í gamla daga, hafi verið geymd á hlóðar- steininum, eins og nærri mun láta, að sé sumstaðar hér, og þó var sú þrí- og fjórdægraða mjólk oft á tíðum orðin til numa súr, þegar rennt var úr bölunum. Annars ber ekki að snúa sér til Samsölunnar við- víkjandi uppruna ]?essarar ó- gerilsneyddu mjólkur, heldur M j ólkurf élags Reykj avíkui*, því að það hefir af framleiðslu -hennar allan veg og vanda. Frú G. L. kvartar um, að ó- gerilsneydda mjólkin fáist ekki á hálfflöskum. Ekki getur þó verið almenn óánægja með þetta, því að eftir því sem f ramkvæmdast j óri Samsölunn- ar tjáir blaðinu, hefir aðeins cin kona talað við -hann um ]æssa hálfflöskumjólk — í síma — og sú kona vildi ekki segja til nafns síns. Og ekki var hin margumtalaða, „kald- hreinsaða“ mjólk frá Korpúlfs- stöðum seld öðruvísi en á heil- flöskum. Frú G. L. kvartar um, að ekki sé dagsetning á flöskun- um. Þetta er misskilningur. Dagsetning er ávalt tilgreind. Annars er alveg óskiljanlegt þetta sífellda kvein og kvört- un út af hinni ógerilsneyddu mjólk. 20 mjólkurframleiðend- ur hér á bæjarlandinu hafa leyfi til að selja úr fjósum sínum beint til neytenda. Það eitt ætti að nægja handa sjúklingum og því fólki, sem illa kann við að út- rýma alveg sóttkveikjuni úr mat sínum. Þá kryddar frúin í Ási frá- sögn sína með einstáklega á- takanlegri sögu um konu, sem hafi þurft að eyða langri og mikilli fyrirhöfn í það að fá „nýmjólk beint úr kýrspenan- um“ handa nýfæddu bami sínu, og hafi „mjólkursölu- nefnd“ seint og síðarmeir veitt þetta leyfi. N. Dbl. hefir spurt samsölustjórann um þetta, og segizt hann muna eftir einni konu, sem um þetta hefði beð- ið, og frásögn G. L. gæti helzt átt við, (Guðrúnu Árnadóttur á Ránargötu 10). Kveðst hann strax hafa bent ihenni á nokk- ur heimili, sem seldu beint, en þegar hún hafi ekki tjáð sig geta fengið mjólkina þar, hafi hann upp á sitt eindæmi og án þess að spyrja mjólkursölu- nefnd, af því að sérstaklega stóð á, leyft henni að fá einn lítra daglega frá Birni Cyrus- syni á Meistaravöllum. Um meira kvað hann ekki hafa verið beðið. En læknisvottorð lá fyrir frá Jóni Nikulássyni lækni um, að barnið þyrfti að fá nýmjólk daglega úr sömu kúnni, og þessvegna var und- anþágan veitt strax og á þenn- NÝJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: ,Blaðaútgáfan h.f.‘ Ritstjóri: Sigfús Halldórs frá Höfnum. Ritstjórnarskrifstofurnar: Laugv. 10. Símar 4378 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa Austurstr. 12. Simi 2323. Áskriftargjald kr. 2,00 á mán. í lausastölu 10 aura eint. Prentsmiðjan Acta. ■Ii il l ■ Iil llllllM ■■■lll—■ an hátt. Frú G. L. virðist hins- vegar hafa snúið málinu nokk- uð vendilega við. Um kvartanir yfir skyri og rjóma er það að segja, að þær eru sjálfsagt á einhverjum rökum byggðar, enda er nú unnið kappsamlega að því að bæta skyrgerðina. Og eins og allir vita er skyrið ekki búið ti! hjá Samsölunni heldur hinum einstöku mjólkurbúum. Rjóma- kvartanir hafa alltaf verið miklar hér í bænum og sízt niinni áður en Samsalan tók til starfa, en þrátt fyrir það ber Samsölunni vitanlega, að gera allt, sem í hennar -valdi stend- ur til að bæta rjómann, eftir því sem unnt er í núverandi mjólkurstöð. Um það hvort sala á skyri og rjóma hafi minnkað vegna Samsölunnar, veit frú G. L. vitanlega ekki neitt. Og ekkert bendir á, að svo sé. Samsalan er á þessu ári búin að selja 136 tonn af skyri, og verður það engan veginn talið lítið. Hinsvegar þarf engan að furða á því, þö að sala mjólkur og mjólkuraf- urða í bænum minnki nokkuð yfir sumarmánuðina, vegna þess mikla mannfjölda, sem þá fer úr bænum. Og að endingu: Það er engan veginn kristilegur hugsunar- háttur hjá frú G. L. að ímynda sér, að þeim mönnum, sem lagt hafa á sig mikla fyrirhöfn, og setið undir sífelldum skömmum og brigslyrðum, fyrir að reyna að koma aðalframleiðsluvöru sunnlenzkra bænda í viðunandi verð og tryggja hollustuhætti í bænum, gangi til þess fúl- mennska og illt eitt. Frúin ætti að gæta sín betur eftirleiðis, að láta ekki sambúðina við Mbl. hafa óholl áhrif á sinn innra mann. Ferð um Dall Framh. af 2. síðu. Er þar mikið afdrep fyrir norðanáttinni, en sennilega leggur þar mikinn snjó í þeirri átt. Ekki vorum við fyrr komnir að Staðarfelli, en skólastýran kom á móti okkur og bauð okkur þar að vera. Kom hún mér þann veg fyrir sjónir, að betur væri borgið hverju því máli er hún tæki að sér. Er þar góð stjórn og hinn mesti myndarskapur á öllum hlutum utanhúss og innan. Hefi ég aldrei fyrr séð skólahús svo framúrskai*andi vel um geng- ið, þann tíma, sem skóli liggur niðri. Þar er trjálundur og blómarækt mikil. Ber garður- inn það með sér, að honunr er mikill sómi sýndur, þótt nú væru þar ekki námsmeyj ar, mátti vel heyra umhyggju þá sem skólastýran ber fyrir nemendum sínum. Ekki aðeins meðan skólinn stendur yfir, heldur líka eftir að þær eru farnar þaðan fyrir fullt og allt. Er nemendum það mikill fengur, að geta haldið slíku sambandi við góða kennara. Ég býst við að segja megi, að frk. Sigurborg sé nem'endum sínum sem bezta móðir, og er þar með allt sagt. Þar var messað þennan dag miðvikudag. En á eftir bauð frk. Sigurborg öllum kirkju- gestum til sameiginlegrar kaffidrykkju í skólanum, og* var veitt af mikilli rausn. Þar á eftir töluðum við svo við nefndirnar eins og áður. Þar var og nieð form. Ungmenna- félagsins, Sigmundur Jóhann- esson og systir hans, Guðbjörg, sem líka er ungmennafélagi. 1 kirkjunni er ekki orgel. En hún á 100 kr. í orgelsjóði. Eftir undirtektunt að dæma, tel- ég víst að orgel komi fljótlega í Staðarf ellskirk j u. Á Fellsströndinni er bæði ungmennafélag og kvenfélag. Um 15 manns í hvoru, og þó að nokkru sama fólkið. Hafa þessi félög byggt sér prýðilegt samkomuhús úr steinsteypu. Hefir hreppurinn lagt í það með þeim, og notai* það fyrir þinghús. Er það þrekvirki fyi*- ir svo fámenn félög. Og er enn eitt ljóst dæmi þess, hvert undra afl samtök og samvinna er, þegar allir eru eitt. Kven- félögin eru nú löngu orðin fræg. En ungmennafélögin gerðu líka. margvíslegt gagn hér á árunum, þó að starfið hafi víða látið nokkuð á sjá á síðustu árum. Þó margt sé bú- ið að gera. Bíða æsku þessa lands mörg verkefni og mikil. Öll eiga þau hljómgrunn í stefnu og starfi ungmennafé- lagsskaparins eins og haxm vai* í upphafi hugsaður. Æska ls- lands: „Rís upp með fjöri, stíg á stokk .. Frá Staðarfelli riðum við að Dagverðarnesi og gistum þar hjá Pétri hreppstjói’a Jónssyni cg konu hans. í Dagverðamesi var messað á fimmtudag. Kom þangað margt fólk. Á sókn þangað fólk úr mörgum eyj- um á Breiðafirði. Söfnuðurinn hefir nýlega, byggt sér prýði- lega snotra litla kirkju. Fannst mér hún óvanalega snotur. Hafa. innansóknarmenn byggt hana að öllu leyti, er það sókn- inni og þeim til hins mesta sóma. Nú ætluðu þeir og að fara að gera við kirkjugarðinn. Er þeim auðsjáanlega ekki í hug að fella niður 'kirkjulegt starf. Framh. Amatörar Hafið þér reynt framköllun og kópíeringu frá Ljósmyndastotu Sig*. Guömundssonar Lækjargötu 2.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.