Nýja dagblaðið - 20.09.1935, Side 3

Nýja dagblaðið - 20.09.1935, Side 3
NtJA DAGBLAÐIÐ 8 „Luxusflakkarar<6 íhaldsins Stó? brag'g'unarstöd NÝJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: .Blaðaútgáfan h.f.‘ Ritstjóri: Sigfús Halldórs frá Höfnum. Ritstjómarskrifstofumar: Laugv. 10. Símar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa Austurstr. 12. Simi 2323. Áskriftargjald kr. 2,00 á mán. í lausastölu 10 aura eint. Prentsmiðjan Acta. swa .....——— LaadnámsmOgu- lelkar Itala Höfuðtilgangur Mussolini með því að stofna til árásar- stríðs í Afríku, er sá, að skapa möguleika fyrir ítalskt land- nám þar syðra, jafnframt því sem hann vill sýna styrkleika fasistahersins og hefna fyrir ófarirnar við Adua, 1896. Fólksfjöldi Italíu er of mik- ill í hlutfalli við stærð lands- ins. Síðastl. ár var íbúatalan 43,2 milj. og árleg fólksfjölgun hefir verið til jafnaðar sein- ustu árin 400—450 þús. Áður en kreppan skall á, fluttust um 200 þús. manna árlega úr landi, en þann straumj útflytjanda hefir kreppan stöðvað. Þessvegna er vel skiljanlegt, að Italía sækist eftir meira landrými til þess að beina þangað fólksfjölguninni. En hefir Abessinia þau skil- yrði að bjóða, að hún geti upp- fyllt slíkar þarfir Itala? Mikill hluti Abessiníu er ó- girnilegur til nýlendustofnunar — ræktunarskilyrði erfið og landið víða hálfgerð eyðimörk. Á hásléttunum eru skilyrði góð til ræktunar, en þær eru ekki nema 150 þús. ferkm., en Ab- essinia öll er 1 miljón ferkm. En á hásléttunum býr líka meginþorri íbúanna, sem eru um 10 millj. Er það ætlun Mussolini að reka þá úr land- inu? Sé það ekki, verða land- námsörðugleikar Itala æði- miklir. Abessiníumenn myndu sætta sig við erfiðari lífskjör og lægra kaupgjald en ítalir gætu gert. Þeir myndu bjóða kaup- gjaldið niður fyrir þeim að- fluttu. Samskonar hætta stafar líka utan frá. I Nílárdalnum skammt í burtu vinna blökku- menn á bómullarekrum Eng- lendinga fyrir mjög lágt kaup- gjald. Haldi Italir kaupgjald- inu innan Abessiníu nægilega háu, eiga þeir á hættu, að framleiða vöruna of dýrt til þess að hún verði samkeppnis- fær á erlendum mörkuðum. Og enn er eitt: Verða flutn- ingamir til Abessiníu nokkum tímia vinsælir í Italíu? Útflytj- endur sækja naumast nema þangað, sem þeir vonast eftir, að kjör þeirra geti orðið betri. Geta þeir gert sér slíkar vonir um Abessiníu? örðugleikamir við fyrirhug- að landnám ítala í Abessiníu eru margvíslegir og torunnir. Þó þeim takist að vinna styrj- öld við Abessiníumenn, er eng- an veginn tryggt, að hinar stór- Morgunblaðið er sjaldan orð- heppið. En í eitt skipti bregð- ur nú út af þessari venju, því að í gær hefir blaðið fundið upp hið ágætasta snjallyrði, sem líklegt er að muni lengi uppi vera og festast við vissa tegund af mannflokki þeim, er Morgunblaðið styður. Það er orðið ,,luxus-flakkari“! Því að ekki þurfa moðhaus arnir, þótt einfaldir séu, að ímynda sér, að slíkt viðumefni ! sé hægt að tengja við mann ] eins og Jónas Jónsson. Til þess þekkir þjóðin þann mann of vel. Jafnvel andstæðingar vita og viðurkenna, að J. J. er eng- inn óhófsmaður og hefir aldrei verið, og yfirleitt ekki gefinn fyrir skemintanir eða annan „luxus“. Og þó að hann hafi dvalið erlendis í sumar um hríð nokkru lengur en nefnd- arstörf hans þar útheim'ta — vegna veikinda í fjölskyldu sinni — er ekki líklegt, að neinir, að fráteknum þeim Mbl.-piltum, verði til þess að álasa honum af þeim ástæð- um*). En snjallyrðið „luxus-flakk- ari“, sem þama hefir á undur- samlegan hátt barizt út úr sljó um kvörnum moðhausanna, er skemmtilega ljóslifandi lýsing á þeim annálaða „flottræfla“- og landeyðulýð, sem alla tíð, síðan á blómaöld Islandsbanka hefir verið að flækjast milli landa, með hverri einustu skipsferð, býr á dýrustu er- lendum hótelum, slær um sig méð brjálæðisfullu yfirlæti með lánstrausti fátækrar þjóðar, og þykist vera að „gera for- retningar“, til að verða ríkir ménn. Þessir „luxusflakkarar", semi rétt að segja undantekn- ingarlaust hafa verið úr liði Mbl., hafa sett smánarblett á þjóðina í augum erlendra manna. Og því miður er það auð- sætt, þótt ekki sé annað gert en líta yfir farþegalista. milli- landaskipanna, að „luxusflakk“ „forretningsmannanna" í Mbl.- liðinu er hvergi nærri úr sög- unni ennþá, þrátt fyrir gjald- eyrishoftin. Og það er ekki nóg með það, að þetta fólk eyði peningum í „flakk“ sitt. Sumt af því stórskaðai’ þjóðina, einn- ig á annan hátt með því að koma á hinum og öðrum „sam- böndum“ með algerlega ónauð- synlegan varning og búa jafn- framt til „utan frá“ „pressu“ *) Mbl. segir í sömu grein, að Eysteinn Jónsson ráðherra hafi siglt með íjölskyldu sína til út- landa. þetta er alveg tilhæfulaust, og hefðu Mbl.-mennirnir vafalaust getað fengið að vita það, ef þeir hefðu birt um að spyrjast fyrir, í stað þess að láta kæruleysið og ó- ráðvendnina hlaupa með sig í gönur. íelldu ráðgerðir þeirra geti ekki beðið skipsbrot. á gjaldeyrisnefndina, ag leyfa innflutning, sem hægara hefði verið að standa á móti, ef „luxus-flakkararnir“ hefðu ekki verið á ferðinni. Síðar vinnst e. t. v. tækifæri til að gera nánari grein fyrir vinnubrögðum og forfrömun einstakra „luxusflakkara" nú upp á síðkastið. Það gæti ver- ið Mbl. til umþeinkingar nokkra daga, og vel verðskuldað end- urgjald fyrir að hafa fundið upp „brandarann“! Vegna Magnúsar? Umsögn próf. ólafs Lárus- sonar um umsækjendur dóm- araembættanna í hæstarétti, hefir að vonum vakið mikla athygli. Og menn leiða, ýmsum] getum að því, hvemig á því standi, að prófessorinn skuli ekki geta sagt álit sitt um þá Gissur Bergsteinsson og Magn- ús Guðmundsson, og telur að hann þekki þessa menn ekki nægilega til þess, enda þótt annar þeirra hafi verið læri- sveinn hans og samverkamáð- ur, og hinn — á vissan hátt — þjóðkunnur maður, — tvívegis yfirmaður dómstóla og réttar- fars í landinu. Skýringuna telja sumir þá, að ólafur Lárusson sé brjóst- góður maður. Og það var ó- neitanlega dálítið hart aðgöngu fyrir fyrverandi dómsmalaráð- herra, að vera settur skör neð- ar en menn, sem eru 20 árum yngri, og því gegnt minna áber- andi stöðum. Það var varla hægt að komast hjá því, að mæla með Þórði Eyjólfssyni, því að prófessorinn hefir sjálf- ur átt þátt í að veita honum doktorsnafnbót. Hinsvegar hafi ó. L. ekki kunnað við að mæla méð Magnúsi. Og þá var að- eins sú leiðin, sem farin var: Að „þekkja“ hvorki Gissur né Magnús! Af brjóstgæðum hefir þá prófessorinn fómað Gissuri vegna Magnúsar. En flokksmenn M. G„' Einar og Bjarni komust það langt til þjónustu við flokkinn að gera Gissur og Magnús jafna. Meira gátu þeir ekki. Díwanarfrá kr.35,00 Mest ■ Urval Lægst B Verð At ▼ Nýtízku STOFPUÐUM HUS6ÖONUM Húsgagnav. Kristjáns Siggeirssonar. Framh. af 1. síðu. ég óðar á stað þangáð, og fór Hannes Vilhjálmsson með okk- ur, því að hann kvaðst eiga það, sem hefði fundizt. Að sunnanverðu við Fitjá er svokallað Skíðafell, og var þar jarðhús mikið óyfirbyggt, og í því tvær ámur, er taka 560 lítra, ennfremur 40 1. suðu- brúsi með tveimur eimingar- pípum, kælivatnsstampur méð tveimur kælipípum, tvíhausað- ur prímus, trekt og fleiri áhöld tilheyrandi bruggunarstöðinni. Eftir að búið var að ná áhöld- um þessum, var það af þeim, sem ekki var flutningsfært, eyðilagt, Þegar komið var að Efstabæv aftur, var tekin skýrsla af Hannesi Vilhjálmssyni, og sagðist hann hafa byrjað að brugga þarna sumrið 1933 og haldið því síðan áfram á sum- rin, en ekkert gert að bruggun á veturna. Hann neitaði því, að Þorsteinn bróðir sinn ætti neitt í stöðinni, en hinsvegar hefði honum verið kunnugt um, að bruggun færi þama fram, og kvaðst hann oft hafa gefið Þorsteini af áfengi því, sem þarna var framleitt. Þorsteinn neitaði þessu fyrst í stað, en þegar honum var bent á ósamræmið í framburði þeirra bræðra, og að afleiðing þess væri sú, að taka yrði hann með til viðkomandi sýslu- manns, breytti hann framburði sínum þannig, að hann hefði grunað, að bróðir sinn fengist þarna við bruggun, og hann hefði fengið hjá honum áfengi, sem hann vissi ekki, hvaðan væri fengið. Að þessu loknu var lagt af stað frá Efstabæ. I leiðinni var komið við á símstöðinni á Fitj- um og 'spurst fyrir um áður- Bandarikln unni skákkeppnina I Varsjá FRÁ FRÉTTARITARA NÝJA DAGBLAÐSINS. Kaupm.höfn í sept. Tuttugu þjóðir tóku þátt í landakeppni í skák, sem fór fram í Varsjá. Var þetta ein skarpasta og kappfyllsta skák- keppni, sem háð hefir verið, því að lengi vel var fullt útlit fyrir, að Svíþjóð myndi vinna alþjóðamótið en ekki Banda- ríkin. Eftir að Svíar höfðu unn- ið Rúmena með 4:0 höfðu þeir alltaf flesta vinninga þar til síðast í keppninni að Banda- ríkjamenn fengu flesta vinn- inga og má um kenna að Svíar töpuðu óvænt nokkrum síðustu skákunum. Alls unnu Svíar 14 þjóðir, jafntefli við 3 og töp- uðu fyrir 2. Þeir sigruðu Bandaríkjamenn með 2%: IV2. Úrslit á skákþinginu: Banda- ríkin 54 vinninga, Svíþjóð 52V2, Pólland 52, Ungverjaland 51, Tékkoslovakia 49, Jugoslavia nefnt skeyti. Var skeytið þar enn, ósent. Þetta var kl. 10 um morguninn, en stöðin hafði móttekið það kl. 15.10 daginn áður. Hlutum við af þessari sleifarlegu afgreiðslu mikil ó- þægindi og mikla töf, eins og áður hefir verið sagt. — Það er víst æðimiklum eifiðleikum bundið að klófesta bruggarana? — Það eru ýmsar krókaleið- ir, sem maður þarf að fara til þess. Ég stend í sambandi við marga trúnaðarmenn, sem ég hefi orðið að afla mér úti um landið, til þess að geta fengið áreiðanlegar upplýsingar. En það, sem verst er og hefir stundum komið bruggurum undan handtöku, er það, að þurfa að fá húsrannsóknarúr- skurði hjá viðkomandi sýslu- mönnum. Þess vegna vill reyndin stundum verða sú, að bruggurunum hafa verið komn- ar fréttir af því, að ég væri á ferðinni. Björn Blöndal framkvæmdi rannsókn að Efstabæ 10. júlí í íyrra og fann m. a. tvo pela með vínlögg á. Var öllu vín- inu helt á annan pelann, hann innsiglaður og ^sendur |sýsílu- manninum í Borgarnes. Játaði Hannes, að vera eigandi þessa áfengis og sendi Björn sýslu- manninum skýrslu um yfir- heyrsluna. En sýslumaður hefir, sam- kvæmt frásögn þeirra bræðra, látið sig þessar upplýsingar engu skipta og ekkert gert til að framkvæma frekari rann- sókn í málinu. Brugguninni hafði því verið haldið áfram ó- hindrað. Er þetta í samræmi við fleira í embættisfærslu þessa sýslumanns. 45V2, Austurríki 43V2, Argen- tina 42, Lettland 40%, Frakk- land 38, Eistland 87%, Eng- land 37, Finnland 35, Lithauen 34, Palestina 32, Danmörk 31%, Rúmenia 27%, Italía 24, Sviss 21 og írland 12 vinninga. Fyrir hönd Bandaríkjanna tefldu: Marshall, Kaskdan, Dake og Fine. En fyrir hönd Svíþjóðar: Lundin, Stáhlberg, Stoltz og Danielsson. Skákkeppni kvenna um heimsmeistaratitilinn fór sam- tímis fram í Varsjá og varð frú Vera Mensjik frá Tékko- slovakiu hlutskörpust. Eins og á tveim fyrri mótum vann hún allar skákirnar. B. H.F. LAKJKRlSGERÐ REYKJAVlKUR. Sími 2870. E a n p i d

x

Nýja dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.