Nýja dagblaðið - 22.09.1935, Síða 1

Nýja dagblaðið - 22.09.1935, Síða 1
3. ár. Reykjavík. sunnudaginn 22. sept. 1935. 218. blafi r Ifalir hafa neitað sáttaboði Þjóðabandalagsins London kl. 16, 21/9. FÚ. j ísar á meðan ráðherrafunduv Ráðherrafundur var haldinn ! stóð þar ennþá yfir. Svo er í Róm í dag og á honum var ! sagt, að hinum frönsku ráð sú ákvörðun tekin, að hafna I herrum hafi allmjög brugðið f tillögum fimm manna nefndar- ; fyrstu er þeir heyrðu svar ít- iVIuooolini innar. Opinber tilkynning, sem | ölsku stjórnarinnar. En við Riddaralið Abessiniu á leið til landamæranna. gefin var út í dag að fundin- um loknum!, hljóðar á þessa leið. „Ráðherrafundur kom sam- an í morgun kl. 11 undir for- sæti Mussolini. 1 klukkustund- ar ræðu, sem stjómarforsetinn hélt, gerði hann ýtarlega grein fyrir stjómmálaástandi og hernaðarlegum afstöðum eins og hvorutveggja hefir orðið nú síðustu dagana. Því næst gaf hann skýrslu um álit fimm manna nefndarinnar, sem Senor Madariaga hefði afhent aðalfulltrúa Itala í Genf. Um nefndarálitið sam- þykkti fundurinn eftirfarandi ályktun: Ráðherrafundurinn hefir tek- ið til athugunar og nákvæmrar prófunar nefndarálit fimm manna nefndarinnar. Jafn- fraimt þvi sem fundurinn við- urkennir viðleitni nefndarinn- ar, til þess að finna friðsam- lega lausn, telur hann tillögur hennar óviðunandi, þar sem að þær gera ekki ráð fyrir því Iágmarki ráðstafana, sem full- nægja myndu rétti og þörfum ltalíu“. 1 hinni opinberu tilkynningu er erinfremur sagt frá því, að þetta mál muni verða tekið til endumýjaðrar umræðu á þriðjudaginn kemur. Fáum niínútum eftir að til- kynning þessi hafði verið birt í Róm, var búið að síma hana til Geni, París og London. Fregnin am hana kom til Par- nánari athugun komst fundur- inn að þeirri niðurstöðu, að tónninn í svarinu væri ekki mjög óvinsamlegur og gera mætti ráð fyrir að þetta væri ekki seinasta svar Mussolint. í Genf olli svar ítölsku stjómarinnar mjög miklum vonbrigðum. En hver a eftir öðrum létu stjórnmálamenn þá von í ljós, að hér væri ekki að ræða um úrslitasvar frá Mussolini. Þjóðabandalagsráð- ið kemur að öllum líkindum saman á mánudag næstkom- andi og gerir þá fimm manna nefndin grein fyrir því, að | Búnaðarsamband Kjalar- nessþings hefir gengizt fyrir húsmæðranámskeiði til að kenna mátargerð úr íslenzku grænmeti. Stóð námskeiðið að Álafossi síðastl. viku, og tóku þátt í því um 30 konur, en | kennari var ungfrú Kristín Thoroddsen. Námskeiðinu var slitið í gær og bauð stjórn Búnaðarsam- bandsins í tilefni af því blaðamönnum o. fl. til sam- sætis að Álafossi. Var komið saman til borðhalds kl. 6 síð- degis. Á borðum voru eingöngu réttir úr í»lenzku grænmeti, ' framleiddir á námskeiðinu. ekki hafi auðnazt að fá ítalíu, til þess að fallast á tillögur nefndarinnar. Nefndin heldur enn fund í kvöld. í Addis Abeba hefir svar ít- ölsku stjói-narinnar vakið imdrun og reiði. Ráðherrafundur hefir verið boðaður í brezku stjóminni næstkomandi þriðjudag. Kalundborg kl. 17, 21/9. FÚ- I Ítalíu og Abessiníu er hern aðarundirbúningnum haldið á- fram af kappi. I gær komu 5200 nýir hermenn til Addis Abeba og von á nýjum her- | sveitum þangað í dag. Á eftir var gestuni gefinn kostur á að bragða ýmsar brauðtegundir, blandaðar að V3 og V% með kairtöflum. Var þar framreitt rúgbrauð, franskbrauð, vlnarbrauð, jóla- kaka, kleinur, sódakökur 0. fl. allt blandað með kartöflum, og þó hið gómsætasta á bragðið. Er hér um mjög merkilega tilraun að ræða, í þeim gjaldeyrisvandræðum, sem nú eru, og ætti allur almenning ur að gefa þeim gætur. Undir borðum talaði for- maður Búnaðarsambandsins, Krigtinn Guðmundsson á Lága- Framh. á 4. síðu. Hnsmæðranámskeið Búuaðarsambsnds Ejalarnessþings Hundrað manns heiðruðu skáldkomma, Jakobínu Johmson, með kveðjusam- sæti i g-ærkveldi Vestur-íslenzku skáldkon- unni, frú Jakobinu Johnson, var haldið kveðjusamsæti í Oddfellow-húsinu í gærkvöldi. Sátu það um 100 mánns. Aðalræðuna fyrir minni heið- ursgestsins flutti Guðmundur Finnbogason landsbókavörður. Auk hans fluttu ræður Ind- riði Einarsson, frú Ragnhildur Pétursdóttir, frú Bríet Bjarn- héðinsdótti r, sr. Friðrik Frið- riksson í Húsavík, frú Laufey | Vilhjálmsdóttir, Bened. Sveins- son og sr. Sigurður Einarsson. Jón Magnússon skáld las upp lcvæði Matthíasar: „íslenzk tunga“ og Kjartan Ólafsson írumsamið kvæði. Skáldkonan svaraði með ræðu og las nokkur ljóð. Milli ræða voru sungin ætt- jarðarljóð. Kl. hálf eitt var staðið upp frá borðum og síðan stiginn | dans. Bráðafár hríðdrepur fé í Arness- og Rangárvallasýslum Bráðapest er farin að gera vart við isig í stórum stíl víðs- vegar um allt Suðurland. Þegar fyrir viku síðan var farið upp fyrir afi jttargirð- ingu Flóamanna til að sækja fé það, sem safnazt hafði að girðingunni, fundust milli 40 og 50 kindur dauðar úr bráðapest. Einnig hefir margt fé drepizt úr fárinu í Rangár- vallasýslu og m. a. eitthvað á ölluml bæjum í Fljótshlíðinni. Er vitað að þar hafi drepizt sex dilkar hjá einum bónda. Er næsta óvenjulegt, að bráðafár geri mikið vart við sig svo snemma á haustin. Er ófyrirsjáanlegt þvílíkur vá- •gestur pestin getur orðið sunn- lenzkum bændum, og það því fremur, sem slátrun er ekki hafin og það fé, sem til slátr- unar fer, verður ekki bólusett. Virðist því eigi annar vegur greiðari úr því sem komið er, en að hraða slátrun svo sem1 mögulegt er, til þess að skaði bænda af völdum bráðafársins verði semi minnstur. í vor, þegar Páll Zophónías- son ráðunautur var á ferða- lagi um Suðurlandsundirlendið í kúasýningaleiðangri, lagði hann fast að bændum að bólu- setja dilka sína strax við bráðapest. Gat hann þess, að ef lömb væru bólusett að vor- inu, yrðu þau ekki móttækileg fyrir bráðapest fyrr en seint á haustin. Kvað Páll sérstaka ástæðu til að bólusetja í vor, því að gróður hefði komið snemma og því fyrr sem greri, því fyrr sölnuðu grös, og þessvegna mætti vænta þeas, ag bráðafárið gerði vart við sig snemma í haust. Nokkrir bændur fóru að ráð- um Páls og bólusettu lömb sín áður en þeir ráku þau á af- rétti, en allflestir sinntu því miður ekki aðvörun hans. Eru nú fram komnar afleiðingar þess, en ekki er vitað að þeir bændur hafi orðið fyrir fjárskaða, sem bólusettu lömb sín í vor. Íþróíiamóíið í dag aö tilhlutun Olympiu- netndarinnar íþróttamÓt það, sem Olym- píunefndin hefir gengizt fyrir að haldið yrði hér, hefst í dag kl. 2 á íþróttavellinum. Verður keppt í eftirtöldum í- þróttagreinum: Langstökki, stangarstökki, þrístökki, 100 m„ 400 m., 800 m., og 1500 m. hlaupum, spjótkasti, kúlu- varpi og kringlukasti. Taka þátt í mótinu hinir fræknustu íþróttamenn hér hver í sinni grein. Gera menn sér því miklar vonir um það, að sett verði fleiri eða færri ný met, ef veður verður hag- stætt. Tilgangur Olympiunefndar- innar með móti þessu, mun vera sá, að þrautreyna hvort íslenzkir íþróttamenn séu svo fræknir, að líklegt megi telja, að þeir geti skapað sér rétt til að keppa á Olympiuleikun- um.

x

Nýja dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.