Nýja dagblaðið - 22.09.1935, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 22.09.1935, Blaðsíða 3
nYja dagblaðið 8 Viðtal við rithðfundinn Anker Larsen NÝJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: .Blaðaútgáían h.f.‘ Ritstjóri: Sigfús Halldórs frá Höfnum. Ritstjórnarskri fstofurnar: Laugv. 10. Sírnar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa Austurstr. 12. Simi 2323. Áskriftargjald lrr. 2,00 á mán. Ií lausastölu 10 aura eint. Prentsmiðjan Acta. mmmmmmKmmammmmmmammmmm Blað luxusrn flakkaranna Morgunblaðið ræðir áfram um „luxusflakkið“. Hafa þa:í skrif þess af tveimur ástæð um vakið sérstaka athygli. í fyrsta lagi, fyrir hinar raka- lausu og- fúlmannlegu svívirð- ingar þess um Jónas Jónsson, cg í öðru lagi fyrir það, að vekja eftirtekt Á máli, sem hffir verið vanrækt, en nauð- syn heimtar, að komið verði í lag. Það er að vísu engin furðu leg nýlunda, þó Morgunblaðið veitist að Jónasi Jónssyni með þeim stærstu svívirðingum, sem ritsnápum þess kemur til hugar í hvert sinn. Slík skrif eru löngu hætt að viera skað- leg, nema höfundunum sjálf- um. Jóiias Jónsson hefir tví- vegis þurft að fara til útlanda í sumar fyrir landsins hönd, en dvöl hans hefir orðið lengri þar í seinni ferðinni, vegna veikinda konu hans. Er það samboðið þeim lítilsigldu ó- mennum, sem við Mbl. starfa, að gera slíkt að umræðuefni á þann hátt, sem þeir hafa gert. Um þessa hlið málsins ger- ist því ekki þörf meiri um- í-æðna. Hitt atriðið er líka stórum athyglisvérðara: Þegar Morg- unblaðið vill gera Jónasi Jóns- syxii hina mestu smán og hneysu, getur það ekki fundið upp á öðru verra en að telja hann í flokki luxusflakkaira. Það er hart fyrir Morgun- blaðið, að kveða upp slíkan dóm. Það er eðlilegt, að það veki mikla athygli, þegar Morgunblaðið telur það hina mestu smán og ósæmd á ein- um manni, að hann sé luxus- flakkari. Því næstum allir luxus- flakkarar seinni ára hafa ver- ið Morgunblaðsmenn. Þeir hafa meira að segja verið máttar- stólpar íhaldsflokksins, „afla- klærnar“, sem fénuðust á súrum sveita alþýðunnar, of- metnuðust af auðlegð sinni og eyddu arðinum, sem raunveru- lega tilheyrði æskunni og um- bótastarfinu í landinu, í hóf- laust gjálífi suður í löndum með frúm sínum og börnum. En heima fyrir dró alþýðan úr þægindum sínum, fátæk þjóð jók skuldir sínar í útlöndum, og kaup voru spöruð á nauð- synlegum vörum til fram- færslu og framleiðslustarfa þjóðarinnar. FRÁ FRÉTTARITARA NÝJA DAGBLAÐSINS Kaupm.höfn í ágúst. — Nei, bókmenntaáhugi al- memiings er minni nú en áður fyrr, á tímum Björnsons og Ibsens, segir Anker Larsen, þegar ég ræði við hann um hlutverk bókmenntanna og áhrif þeirra á núlifandi kyn slóð. Það er kunnugt, að fyrir bók sína „Den vises Sten“, hlaut Anker Larsen fyrstu verðlaun (50.000 kr.) í skáldsagna- keppni Norðurlanda. Aðrar sögubækur hans og leikrit eru líka kunn víða um lönd. Hann hefir einnig fengizt mikið við leiklist, aðallega sem leiksviðs- stjóri, en er nú leikritadómari Konunglega leikhússins í Kaup- mannahöfn. — Nú er tíðin önnur, segir skáldið, en þegar Björnson og Ibsen voru andlegir höfðingjar Norðurlanda. Hið breytta við- horf má á mörgu mai'ka. Ég vil benda á eitt einkenni nútím- ans: Þegar kvikmyndamær eða íþróttagarpur, t. d. Greta Gar- bo eða. Max Baer, eru á ferð í ókunnu landi, rekur maður sig á merkilega staðreynd. Svo mikill grúi æstra aðdáenda flykkist að til að sjá þau, að stór slys hljótast af — þúsund- ir manna hætta. lífi sínu, ein- ungis til að fá að líta íþrótta- garp eða kvikmyndaleikkonu. Aldrei áttu Björnson og Ib- sen slíkri aðdáun að fagna. Vitanlega kom dálítill strjál- ingur af fólki til að sjá þá, þegar þeir voru á ferðalagi er- lendis. Menn voru fullir eftir- væntingar, þegar nýjar bækur eftir þá komu á m’arkaðinn, en nú er eftirvæntingin hálfu nieiri, þegar fram fara meiri- háttar slagsmálakappleikir. Ennfremur kemur breyting- in fram í því, a,ð það tilheyrir ekki lengur óhjákvæmilega góðri menntun að lesa hin mik- ilvægustu skáldrit — en með þessu á ég ekki við Islendinga, heldur þá þjóð, sem ég þekki bezt. — Áður var óhugsandi að Vinnandj stéttirnar í landinu bafa fyrir löngu mótmælt slíku atferli. Núverandi landstjórn hefir fengið vald sitt frá þeim, m. a. til að ráða bót á þessu meini. Morgunblaðið hefir vakið málið upp til nýrrar í- hugunar og aðgerða. Enn sem komið er, hefir ekki verið kom- ið á nægilega ströngu eftirliti. En það kemur og utanferðirn- ar verða stöðvaðar, nema þær séu farnar í brýnum við- skiptaerindum, af heilbrigðis- legum ástæðum, eða til nauð- synlegs námis. Og þá verður gaman að vita, hvort ekki breytist tónninn í Morgunðblaðinu. menntamaður hefði ekki kynnt sér verk hinna stærri skálda. En nokkur hluti hinna ungu menntamanna. veit ekki einu sinni nöfn hinna mestu and- Anker Larsen. ans manna! En sé unga fólkið spurt, hver leikið hafi aðalhlut- verkið í síðustu kvikmynd eða unnið heimsmeistaratignina í hnefaleik, stendur ekki á svör- um. — En hvað hefir valdið þess- ari breytingu? — Órólegir tímar og hinar miklu framkvæmdir — allt er í mótun. Hinar öru myndbreyt- ingar krefjast sívaxandi hraða. Fáir hafa tíma til að tileinka, sér orð skáldanna — það er fljótlegra að horfa, á kvikmynd eða hnefaleikakeppni. Trúarþörf, sem ekki er fullnægt, skapar upp- lausn. — Hefir heimsófriðurinn valdið umskiptunum ? — Nei, ekki sjálft stríðið, heldur þau áhrif, sem sigldu í kjölfar þess. Fyrst og fremst barátta margra þjóða gegn trúnni og trúartilfinningunni. Sagan endurtekur sig og sann- ar eins og t. d. í Róm til forna, að það er rangt að sviþta þjóð- ina, trúnni. Afleiðing þess er upplausn. Trúartilfinningunni verður ekki rutt úr vegi. Nú sjást þess mlerki víða um lönd, að stjóm- málastefnur og þjóðlífshreyf- ingar ýmsar verða trúarlegs eðlis. Vitanlega veita þeir, sem taka þátt í slíkum hreyfingum, þessu ekki eftirtekt, heldur þeir, sem eru óviðkomandi. Sérhver ný stefna á að frelsa heiminn. Minna má það ekki heita! Og í sömu átt stefnir íþróttahreyfingin. Aðdáun ungu kynslóðarinnar fyrir íþróttum má næstum telja trúarlegs eðlis. — En eru ekki ýmsar fleiri stefnur trúarlegs eðlis, sem sett hafa mark sitt á tíðarandann? — Jú, eftir heimsstyrjöldina var guðspeki og allskonar dul- arfræðum lyft í hásæti. Og nú kemur Oxfordhreyfingin, sem hefir það markmið að frelsa heiminn. Síðar mun sjást hve lengi hún varir. — Eftir mín- um skilningi er þetta hin hóf- lausa íþrótta- og kvikmynda- aðdáun, hinar öfgafullu stjórn- mála- og félagsmálahreyfingar, andatrú, Oxfordstefnan og fleira slíkt, allt afleiðing trú- arþarfar, sem ekki hefir verið fullnægt. Kirkja vorra tíma er ekki lengur í lífrænu sainbandi við þjóðirnar og nú sjást af- leiðingarnar. — Þér álítið þá, að ástandið myndi batna, ef fólkið sneri aftur til trúarbragðanna,? — Þessu vil ég svara á þá ieið, að mannkynið hefir alltaf búið til tvennskonar öfgar: Annaðhvort hefir efnishyggja eða andlegar stefnur ráðið lög- um og lofum. Hvorttveggja er jafn óheppilegt. Það tjáir ekki að yfirgefa hið efniskennda til að gefa sig algerlega á vald því andlega og engu frekar að gleyma því andlega vegna efn- isheimsins. Menn verða að sjá vferuleikann eiris og hann er. En geti maður samtímis því að lifa lífinu eins og það er — skygnzt lengra og fundið dýpt- ina að baki liins sýnilega — þá er hið eðlilega samræmi fundið. Þá skynjar maður lúð eilífa í liversdagslífinu. Þá er andi og efni runnið saman í eina dá- samlega heimsmynd. — Það er þetta, sem ég hefi reynt að skilgreina í „Den vises Sten“ og síðari bókum mínum. Ég liefi líka veitt því athygli, að margir líta þetta sömu augum og ég. Hlutverk rithöfundarins. Því miður veitir fjöldinn ekki athygli hinni tvíeinu tilveru — að hægt sé að skynja eilífðina í hversdagslífinu. Samræmið skortir og þess vegna verðum við vitni að öllum þeim öfgum, sem nú eiga sér stað. Athug- um t. d. Þýzkaland, Italíu og Rússland. Trúarbrögðin eru þar í hrörnun eða með öllu út- rýmt. En trúarþörfinni verður ekki útrýmt og þess vegna er nú litið með svo mikilh lotn- mgu til Hitlers, Mussolinis og Stalins, að það telst nú í þess- um löndum engu minni goðgá að gagnrýna verk þeirra, en áð- ur að efast um tilveru hinnar heilögu þrenningar. — En hafa ekki rithöfund- arnir einmitt mikið hlutverk af hendi að inna á slíkum tímum sem þessum ? — Margir rithöfundarnir líta á það sem hlutverk sitt, að \ inna að efling-u hinna stjórn- málalegu og félagslegu hrevf- inga. Skáldrit, sem samin eru til stuðnings einhverri stefnu, eiga eflaust rétt á sér, og eru bókmenntir í orðsins bezta skilningi, þegar þau eru skrif- uð af innri þörf rithöfundar, sem lifir og hrærist með yrkis- efni sínu. En æðsta hlutverk skáldanna finnst mér vera, það, að kenna mönnum að sjá sam- liengið milli eilífðarinnar og hins daglega lífs. Verði þau þess megnug, munu þau á nýj- an leik verða eins virkur þátt Ur þjóðlífsins og á dögum Björnsons og Ibsens. Alit Anker Lairsen á Islandi og íslenzkum bókmenntum. — Hvert er álit yðar um hinar nýju íslenzku bókmennt- ir? — íslenzk list er stórbrotin. Við Danir erum hæggerðari. Við eigum oft erfitt með að skilja þær sterku hræringar, sem eiga sér stað með þjóðum, sem eru miður rólyndar og kröftugri en við, eins og t. d. íslendingar. Stundum gremst okkur við íslendinga og Norð- menn. Oft að ástæðulausu, vegna, þess að við vitum ekki hið rétta. Danir hafa alltaf haft und- arlega tilfinningu gagnvart ís- lendingum. íslendingar eiga ýmislegt, sem okkur vantar. Og við eigum1 ýmislegt, sem þá vantar. Þessvegna berum við í brjósti „ulykkelig kærlighed“ til íslenzku þjóðarinnar, og er- um henni þó oft á tíðum bál- reiðir. Og eitthvað svipað hygg ég að megi segja um tilfinn- ingar Islendinga gagnvart Dönum. Og við skulum vona, að úr þessu leysist á þann hátt, að báðir aðilar læri að gleyma misklíðarefnunum og vakna til meiri skilnings hver á annars kostum. Þá verður samvinnan góð. — Finnst yður, að íslenzkar Framh. á 4. síðu. Auglýsingaaðferð hr. Lofts Gruðmundssonar ljósmyndara kpfl. gefur mér tilefni til að bjóða öllum, sem vilja gera saman- burð á 15-FOTO og venjulegum myndatökum mínum, að sitja fyrir næstu viku frá 23. þ. m. til 29. og fá fullgerða eina ljósmynd án nokkurs endurgjalds annars, en að afhenda mér til eignar og umráða tvo lappa af 15-FOTO spjaldi Lofts. Virðingarfyllst. Signrtur GuBmundsson ljösmyndari — Lækjargötu 2 Sími: 1980 og 4980,

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.