Nýja dagblaðið - 10.10.1935, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 10.10.1935, Blaðsíða 2
 H f j A DAGBLA»I» Þetía er merkið á spaðkjöíinu sem þeir vandláiu kaupa Panfið í sí malOSO A vestanveröu iandlnu er fóð vænst í ár. Við seljum daglega »ýslátraö dilkakjöt í heilum skrokkum frá Búðardal og Hvammstanga. Spaðsöltnm fyrir þá er þess óska. — Odýr lifur. — Agæt avid — Íshúsíd Herðnbreið Sími 2678. Góð vara. Bökunardropar Á. V. R. eru búnir til úr hin- um réttu efnum, með réttum hætti, undir yf- irstjórn efnafræðings. Þá eru glösin vandaðri og smekklegri en hér hefir tíðkast áður. öll glös með áskrúfaðri hettu, Smásöluverð er tilgreint á sérhverju glasi, Notið það, sem bezt ert Afengisverziun rikisins Bjarni BjSrnsson endurtekur hina ágætu skemmtun sína á föstu- dagskvöldið. Aðgöngumiðar verða seldir í Iðnó á morgun frá kl. 4—7 og á föstudaginn frá kl. 1. Siaiiai lauganesslti. Skólanefnd Reykjavíkur hefir ákveðið að þessar götur skuli ■kifta skólaumdæmum Austurbæjarskóla og Laugarnesskóla: Defensorvegur á Suðurlandsbraut og þaðan bein lína á Vatns geymi, þá Sogavegur á Seljalandsveg, Seljalandsvegur, Mómýrar vegur og Bústaðavegur. Hús, sem standa við þessa vegi eiga sókn í Laugarnesskóla ■vo og öll hús innan þeirra takmarka, sem götur þessar afmarka og byggðin innan við Elliðaár, sem er i uradæmi Reykjavíkur. Reykjavík, 9. október 1935. SIGURÐUR THORLRCIUS, skólasljópi. JÚN SIGURÐS50N, skólasfjóri. Hvernig á að auglýsa ís- land erlendis? Það er ekki næsta sjaldan að þess sjáizt getið í íslenzkimv blöðum, að grein um Island með þessari og þessari fyrir- sögn hafi birzt í þessu og- þessu erlendu blaði. Lengra, nær frá- sögnin venjulegast ekki svo við verðum þess ekki varir, að við séum miklu fróðari eftir en áð ur. Væri allt til tínt, mundi það sennilega sýna sig, að er- lendar blaðagreinar um Island skipta hundruðum árlega. — Langflestar eru þær ákaflega 1‘átæklegar. Sumar eru svo fá- ránlega vitlausar, að það gæti a. m. k. verið kátlegt að segja frá þeim, eins og t. d. grein, sem nafnkunnur máðar, New- man Flower, skrifaði í víðlesið enskt blað í sumar. Hann tjá- i?t hafa ferðast hér um, en eftir frásögn hans að dæma, freistast maður til að efa, að hann hafi verið algáður á því ferðalagi. Ekki vantar þó að hann sé okkur vinveittur og dáist að okkur. En það er vafa- mál hvort við gerðum ekki réttast í að biðja guð að varð- veita okkur fyrir þeirri vin- áttu, sem kemur fram í slíkri vegsömun. Ekki er því að neita, að stundum tekst þessumj greinar- höfundum að skrifa umí ísland fyrirtaks auglýsingar — jafn- vel þó að þekkingin sé í mol- um. Þetta er vitanlega þákk- arvert og það því fremur, sem við auglýsum það lítið sjálfir og stundum ekki sem höndu- legast. En nú mun svo komið, að varla sé sá búri, að hann skilji ekki, að auglýsing á land- inu er okkur hagsmunamjál og enda, nauðsynjamál. Meira að segja er maður nú farinn að sjá settar fram skynsemdarlausar öfgar um það, hvílík óþrotleg tekjulind ferðalöngun erlendra manna geti orðið okkur. Af þeim blaðagreinum, sem á þessu ári hafa auglýst Island erlendis, hygg ég að ein muni mega teljast rniklu markverð- ust. Hún hefir, svo að mér sé kunnugt, birzt í þrem blöðum: Spectator í London (21. júní), Berlingske Tidende í Kaupm.- höfn og Evening Transcript í Boston í Ameríku. Höfundur hennar er Stanley Unwin, áður forseti og nú varaforseti Bandalags brezkra útgefenda, afburða snjall rithöfundur og ræðumaður, kunnur og mikils metinn um gervallan hinn menntaða heim. Þegar hann lætur til sín heyra, er engin hætta á að ekki sé á hann hlustað. Það eru líka yfirgnæf- andi sannanir fyrir því, að þessi umrædda Islandsgrein hans hefir reynzt stórkostlega áhrifamikil auglýsing — og auglýsing var henni vafalaust ætlað að verða. Mr. Unwin dvaldi hér tímakorn í fyrra sumar og mun hafa verið tekið með gestrisni hvar sem hann kom, bæði uppi í Borgarfirði þar sem hann ferðaðist um, og söniuleiðis, eins og skyldugt var, .hjá menntamönnum hér í Reykjavik. Eitthvað mun rík- is.stjórnin líka hafa. greitt götu hans, og var það vel farið. Víst er um það, að þegar hann hvarf heim aftur, taldi hann sig í þakkarskuld við íslend inga, og það er ekki siður mætra Breta að gleyma jafnvel þeim skuldum, sem öðruvísi eru. Síðan þessa ferð, mtm hann ekki heldur hafa legið á liði sínu að tala okkar máli hjá þjóð sinni, og- mátti vart á betri talsmann kjósa. Ekki getur grein Mr. Un- wins merkileg heitið fyrir annað en það, hve snjallt hún er rituð og hve meistaralega á efninu er haldið til að gera ú því áhrifamikla auglýsingu — æra upp löngun lesandans 'til þess að kynnast af eigin reynd því, sem frá er sagt og vekja samúð hans með þjóð! inni. Um gagngerða, fræðslu er ekki að ræða, enda segir það sig sjálft, að svo getur ekki verið í stuttri blaðagrein, sem fyrst og fremst þarf að gera læsilega. Sá fróðleikur, sem hún inniheldur, er ósköp ein- hliða, aðeins sólskinshliðin sýnd, og þá jafnvel með nokk- uð sterkum litum. Aðeins er- lendur maður getur leyft sér að rita þannig um landið og þjóðina; af Islendingi væri það fullkomin ósvinna. Um okkur sjálfa segir hann t. d., að það sem maður sakni, sé það eitt, að við séum ekki nema hundr- að þúsund að tölu, svo aðlað- andi, gestrisnir og menntaðir séum við- Það er svo sem ekki klipið utan úr því, og svona er um’ fleira í greininni. En eins og vænta mátti af svo vitrum manni, gætir hann þó þess, að fara aldrei með þær fjarstæður, sem reknar verði ofan í hann eða geri okkur hlægilega. Þannig er t. d. um ofangreint dæmi alltaf hægt að segja, að svona hafi h&*nh kynnzt þjóðinni. Það er á einskis manns færi að meta það, hvers virði okkur kann að reynast vinátta slíkra m'anna á Englandi, sem Mr. Unwins. En því aðeins getum við glaðst yfir henni, að við reynumst hennar m'aklegir. I sjálfu sér er það vitanlega gott, að mætismenn erlendir ljái nöfn sín til auglýsingar tslandi meðal framandi þjóða, en þó hygg ég að nú fari margur að spyrja þeirrar spurningar, hvort við ættum ekki einnig að leggja þar hönd á plóginn sjálfir. Fyrir tólf árum eða, þar uvn bil hóf Helgi sál. Zoéga að gefa út á ensku bæklinga um Island og dreifði þeim út erlendis fyr- ir milligöngu erlendra ferðafé- laga. Til þessa. hafði hann nokkurn styrk frá ríkisstjórn- inni, og þó að ritlingar hans stæðu til bóta (enginn hafði meiri hug á þeim umbótum en Helgi sjálfur), þá er það þó vist, að þeir voru til mikillar nytsemdar. Fjöldi erlendra blaða. birti stvttri eða lengri greinar um þá og prentaði upp úr þeim. Eitt hinna stærstu blaða í Ameríku flutti rit- stjórnargrein um eitt þessara rita og var það með undrum, hve miklum fróðleik var sam- an komið í þeirri grein, fyrir utan þá hjartanlegu vinsem'd, sem hún lýsti. Það er líka mál manna,að Vilhjálmur Stefáns- son muni hafa verið höfundur- inn. Það er hörmulegt, að fyrir skilningsskort skyldi útgáfari leggjast niður, í stað þess a,ð henni væri haldið áfram og rit- in endurbætt ár frá ári, eins og Helgi vildi vera láta og Geir sonur hans eftir hann. En styrklaust var ekki von að nokkur maður vildi halda henni áfram. Þesskonar útgáfa upplýsingarits var án efa ódýr- asta aðferðin, sem við gátum fundið til þess að vekja á okk- ur athygli og dreifa út sönn- um fróðleik um land og þjðð. Fé það, sem í hana var lagt, hefir án efa borið góða vöxtu, frá almennu sjónarmiði skoð- að. Mundi nú ekki ráð að taka upp þessa útgáfu á ný og koma ritinu svo tímanlega út ár hvert, að það geti komið að fyllstu notum; en til þess þarf það að koma út í janúar. Ég held að það sé efni, sem vel mætti taka til athugunar. Sn. J. ídag til BÖlu kjöt af dilk- um og sauðum úr Laugardal Verið að slátra úr G r í m b n e b i Og á morgun verður slátr- að fé úr Gnúpverjahreppi. En um miðja næatu viku eraðal sauðfjárslátrun þessa árs lokið. Sláturfélag- Suðurlands Sími 1249 (3 linur).

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.