Nýja dagblaðið - 10.10.1935, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 10.10.1935, Blaðsíða 3
N Ý J A DAG BLAÐIÐ NÝJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: ,BlaÖaútgAfan h.f.‘ Ritstjóri: Sigfús Halldórs frá Höfnum. Ritstjórnarskrifstofumar: Laugv. 10. Símar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa Austurstr. 12. Sími 2323. Áskriftargjald kr. 2,00 á mán. í lausastölu 10 aura eint. Prentsmiðjan Acta. tJWKM——IIWl'IIIIITMIII. I —— Alþingi Alþingi kemur saman kl. 1 í dag til framhalds funda- halda. Verður nú áfram hald- ið þar sem frá var horfið sl. vetur við afgreiðslu þingmála þeirra, er þá lágu fyrir og ekki var að fullu lokið. Enn- fremur verða nokkur ný mál lögð fyrir þingið. Þegar þinginu var frestað, var það búið að vera 49 daga að störfum (en meðal þingtími síðustu 10 ára er um 100 dag- ar) og hafði afgreitt 34 lög og 6 þingsályktanir. En mörgum málum1 var þá enn ólokið. Þar sem þinginu var eigi slitið, heldur aðeins frestað, þarf eigi að leggja. þau fyrir nú, heldur verða þau upp tekin á því af- greiðslustigi, sem1 þau voru á í deildunum, þegar þinginu var frestað. Af þessum málum ber þá fyrst að nefna fjárlögin fyrir árið 1936. En eins og kunnugt er, var sú höfuðástæða þing- frestunarinnar, að ekki þótti fært að afgreiða fjárlög næsta árs, meðan allt væri í óvissu um afurðasölu landsmanna er- lendis og þar með tekjumögu- leika ríkissjóðs. En um leið og ákvörðun var tekin um' frest- unina, var jafnframt ákveðið, að fjárveitinganefndin yrði k.ölluð samian á undan þinginu, til þess að undirbúningsvinna hennar þyrfti ekki að tefja þingstörfin.*) Kallaði fjár- málaráðherra nefndina saman 25. sept., og hefir hún starfað síðan. Eysteinn Jónsson fjármála- ráðherra hefir nýlega hér í blaðinu gert nokkra grein fyr- ir því, hvernig hann telur fjár- hagsútlitið nú, og hvaða vinnu- brögðum hann ætlazt til að beitt verði við afgreiðslu fjár- laganna. En á það mun, af hans hálfu, verða lögð rík á- herzla, nú eins og sl. ár, að fjárlögin verði án greiðslu- halla. Af öðrum stórmálum, sem liggja fyrir þinginu, má nefna: Frv. um nýbýli og sam- vinnubyggðir, sem er eitt af þeim höfuð-stefnumálum Framsóknarflokksins, er tekin *) Einhverjir hafa e. t. v. tekið eftir því, að Mbl. þykist hafa átt uppástunguna að því að kalla nefndina saman. þó byrjaði blað- iö ekki að hreyfa því máli fyrr ftn um miðjan september. En þetta er aðeins lítið og broslegt dæmi um, hvað ritstjórar Mbl. fylgjast illa með gangi xnála! I gær ritar Bjarni í Vigur heillar siðu grein í Morgun- blaðið um kjötlögin og kjöt- verðlagsnefndina. Þó greinin sé löng er inni- haldið lítið. Annars vegar er það harmagrátur yfir þeim skaða, sem Norður-ísfirðingar verði fyrir vegna kjötlaganna og þess, að þeir fái ekki að slátra heima og að hann hafi misst 14 dilka úr pest í haust, en hinsvegar er það ofurlítið nart í mig, og yfirlýsing hans um það, að ég sé ekki fær um að vinna fyrir bændur. Síðara atriðinu — því sem snertir mig — skal ég engu svara. Það er annarra að dæma um það, enn er ég vinnumaður bændanna, og ég býst við því að svo verði enn um sinn. Og engin lömb hefðir þú misst úr pestinni í haust, Bjami minn, hefðir þú farið eftir ráðum mínum og bólusett þau í vor, er leið. Hinu atriði greinarinnar verð ég að svara nokkru. Bjarni heldur, að enginn hafi svarað grein hans í Morgunblaðinu frá 15. nóv. f. á., af því að þar hafi allt verið satt og rétt. Það er mdkið hvað menn geta stund- um dregið skakkar ályktanir voru upp í stjórnarmyndunar- samninginn í fyrra. Frv. um útgerðarsamvinnu- félög og frv. um breytingar á Fiskiveiðasjóði, sem flutt voru í neðri deild sl. vetur af þrem F ramsóknarmönnum, þ eim Bergi Jónssyni, Gísla Guð- mundssyni og Bjarna Ásgeirs- syni. Frv. Páls Zophóníassonar uml erfðafestumálið á opinberum jörðum. Og loks má svo nefna frum- vörp launamálanefndar, sem lcigð voru fram nokkru áður en þingi var frestað. Áf nýjumi málum, sem! nú munu verða lögð fyrir þingið, eru helzt: Frv. til nýrra framfærslu- laga. Frv. um alþýðutryggingar og Frv. um ríkisframfærslu sjúkra manna og örkumla. Eru þama stórmál á ferðum, og um hið fyrsta þeirra, fram!- færslulöggjöfina, er það að segja, a,ð breytingar á henni þola nú enga bið. Gera má og ráð fyrir, að frv. til nýrrar fræðslulöggjaf- ar verði flutt af menntamála- nefnd annarai' hvorrar deild- arinnar. En nú sem fyrr munu fjár- málin og atvinnumálin verða höfuð verkefnið. Er þess að vænta, að stj órnarandstæðing- ar sýni nú meira hóf og á- byrgðartilfinningu i þeim efn- um en þeir gerðu í fyrra, enda ætti nú að vera rokinn úr þeim mesti hitinn eftir kosn- ingamar í fyrra og ósigur þeirra þá. af gefnum forsendum. Sann- leikurinn er, að greinin þótti ekki svara verð. Sama má nú segja um greinina í Morgun- blaðinu í gær. En samt ætla ég að svara henni. Og það er af því, að hún er byggð á mis- skilningi og vanþekkingu. Það vil ég leiðrétta. Og ég geri það í °þeirri trú, að einhver, sem er sama sinnls og Bjarni, sjái þá sannieikann. Og mér er skylt að gera þetta leiðinda- verk, Bjarni minn, af því að ég er vinnumaður bændanna. Þegar ég var drengur, þá var „slátrað í kaupstað“ eins og það var kallað. Þegr. slátr- unin heima var búin, voru skrokkarnir bundnir í klyfjar, lagðir reiðingar á hestana, klyfjarnar látnar upp, og lagt svo af stað með kjötlestina til kaupstaðarins. Þetta kjöt var svo lagt inn hjá kaupmannin- um og þótti misjöfn vara. Það var ekki í miklu áliti hjá neyt- endum. Bogi sál. Melsteð fór þá að skrifa um stofnun slát- urhúsa. Hann og fleiri m'ætir menn fóru að vinna að því, að sláturhús væru reist, kjötið allt verkið eins, og metið, og hvert ílát merkt með sérmerki, sem segði til um innihaldið. Allt kom þetta smátt og smátt, og þó vantar enn nokk- uð á það, að matið sé eins og það ætti að vera innanlands. Enn eru nokkrir menn — að vísu sára fáir — á Vestfjörð- um, sem lifa í gamla tímanum. Þeim finnst, að þessar almennu kröfur, sem gerðar eru af öll- uia menningarþjóðum um það, að fylgt sé vissum heilbrigðis- reglum yið slátrun og meðferð á kjötinu, sé ofaukið, og að þær séu bara „óþarfa kostn- aður“. Forvígismaður þessara manna er Bjarni frá Vigur. Hann vill fá leyfi til að slátra heima, og tveir bændur aðrir í Norður-lsafjarðarsýslu hafa sótt um það. Aðrir bændur þar hafa ekki farið fram á slíkt. Þessir menn eru úr gamla tímanum. Þeir deyja með hon- um, og við þá er ekki eyðandi orðum um þetta mál. Bjarni talar um erfiðleika „eyjabændanna“ í Norður- ísafjarðarsýslu. Þeir eru þar tveir, „eyjabændurnir". Enginn eíar það, að þeir hafi við erfið- leika að stríða, og þó mundi margur landbóndinn vilja við þá skipta býli. En fjarstæða er það, að þeir eigi sérstaklega erfitt með að koma fé frú sér til slátrunar. Vigurmenn hafa sitt fé í Hestfirði. Þaðan er styttra til ísafjarðar en t. d. úr Rangárvallasýslu til Reykja- víkur, eða af Héraði niður á firði. Æðeyingar hafa sitt fé í Hlíðarhúsum á Snæfjalla- strönd og þaðan er styttra að reka til slátrunar að Amgerð- areyri, en margar þær rekstr- arleiðir eru, sem fjöldi bænda verður árlega að fara. En hjá báðum er sjóleiðin betri og oftar farin. Þeir hafa því þeim mun betri aðstöðu, en fjöldi bænda víðsvegar um landið, til að koma sláturfé frá sér, að þeir hafa ekki lengri landleið til sláturstaða, en geta valið milli hennar og sjóleiðarinnar, sem oft er betri, en sem aðrir geta ekki almennt. Annars er það sannleiknrinn í þessu máli, að aðrir í Norð- ur-lsafjarðarsýslu eiga miklu verri aðstöðu en „eyjabænd- urnir“. Eru það þá sérstaklega bændur í Sléttuhreppi og Grunnavíkurhreppi, sem eiga langt að sækja. Nú hafa þeir leyfi til að slátra á Hesteyri, en mér er sagt, að þeir muni ekki nota það. í Grunnavíkur- hreppi ætti að byggja slátur- hús á Dynjanda, í ögurhreppi að Ögri og í Reykjarfjarðar- hreppi í Vatnsfirði. 1 Ögri mun hús til, en í stað þess að sameinast um það og slátra þar að menningarhætti, þá er óskað eftir „að slátra heima“. Af því, sem hér er sagt, vona ég, að menn sjái hvílík fjarstæða það er, að hjá þess- um mönnum séu nokkuð verri skilyrði til að koma fé frá sér til slátrunar, en eru víða ann- arsstaðar. En þeir eru óvanir að þurfa að reka, að heiman. Það er mergurinn málsins. Og þeir skilja ekki þær auknu kröfur, seni nú eru gerðar til breinlætis og allrar méðferð- ar kjötsins. Þeim, sem ekki þekkja til annarsstaðar, er líka vorkunnarmál, þó þeim finnist allt erfiðast hjá sér. Það finnur hver skóinn, þar sem! hann kreppir að. Þá segir Bjarni, að kjöt- lögin hafi gert bændum skaða. Sér er hver fjarstæðan! Bjarni reynir þá ekki heldur með einu orði að rökstyðja þetta. Og hvernig verður það líka gert, þegai- sannleikurinn er hið gagnstæða. Frá því haustið 1933 til haustsins 1934 féll kjöt í verði. Þetta munaði því, að saltkjötsmarkaðurinn í Noregi og Danmörku gaf 4 aurum minna pr. kg. 1934 en 1933. Og freðkjötið í Englandi féll um 6V2 eyri. Samt heppnaðist að halda verðinu í landinu það uppi, að bændur fengu meira fyrir kjötið 1934 en 1933. Á Arngerðareyri munaði þetta 10 aurum á kílógrammi. Á ísafirði munaði það 8 aur- um á annars flokks kjöti og 10 aurum á fyrsta fiokks kjöti, hvorttveggja miðað við verð pr. kg. Af þessari staðreynd dregur svo Bjarni þá ályktun, að bændur hafi haft skaða af lögunum. Það má draga skakk- ar ályktanir af fleiru en þögn um ómerkar greinar. Ég sé ekki ástæðu til að hafa þetta lengra. Ég hefi sagt frá því, að það eru ekki nema þrír Norður-lsfirðingar, sem hafa sótt um heimíaslátrunar- leyfi. Af því dreg ég þá álykt- un, að Bjarni tali ekki fyrir munn margra, og er mér það ánægja að vita, að fjöldinn á Vestfjörðum skilur kröfur tím- ans og sér hið rétta. Ég hefi Framh. á 4. síðu. » Uianrikis* vevzlunin 1935 Samkvæmt skýrslu er Nýja Dagblaðið hefir aflað sér hjá íormanni gjaldeyrisnefndar, hafa. viðskiptin við útlönd í síðastliðnumi mánuði verið þau, að innflutningur nam 2 millj. 956 þús. kr. Á sama tíma í fyrra nam innflutningurinn 4 millj. 500 þús. krónum. — títflutningur í síðastliðnum mánuði nam 6 millj. 340 þús. kr., en á sama tíma í fyrra 6 millj. 686 þús. kr. En þegar litið er á heildar- tölur frá áramótum til síðustu mánaðamóta verða töluimai' þessar: Innflutningur frá 1/1.—30/9. 1935: 33 millj. 177 þús. kr. Frá þessu ber að draga efni til Sogsvirkjunarinnar, 590 þús. kr. og nemur þá raun- verulegur innflutningur það sem af er árinu 1935 alls 32 millj. 587 þús. krónunf. En frá 1/1.—30/9. 1934 nam innfl. 36 millj. 467 þús. krónum. Hefir þá innflutningur niu fyrstu mánuðina í ár lækkað um 3 millj. 880 þús. frá því á sama tíma í fyrra. Útflutningur frá 1/1.— 30/9. 1935: 29 millj. 748 þús. kr., en á sama tíma I fyrra 31 millj. 644 Þús. kr. Án þess að vert sé að orð- lengja mjög um þetta efni fyrr en fullnaðartölur þessa árs alls liggja fyrir hendi, sanna þessar tölur það, sem Nýja Dagbl. hefir jafnan hald- ið franl, að gjaldeyrisnefndin sé í kreppunni ómissandi stofn- un og að það sé rétt, að ekki bæri að dæma árangur haft- anna eftir fyrstu mánuðum ársins, þar sem leyfin frá fyrra ári hlutu, m. a., að hafa mikil áhrif á hann. Hefði sú nefnd ekki verið, þarf engum getum um það að leiða, að sept.mán- uður hefði ekki sýnt rúmlega 1V2 millj. kr. lægri innflutning en á saitija mánuði í fyrra, né heldur fengizt um 2 milljóna króna betri viðskiptajöfn- uður á fyrstu níu mánuðun- um en í fyrra á sama tíma, þótt óhagstæður sé enn að vísu. Apðvitað er útflutningurinn minni, en það stafar vitanlega af síldinni og líklega eitthvað af fiski líka. En afli og verð- lag þess útflutnings er ekki á valdi gjaldeyrisnefndarinnar. Það hefði hvorugt verið betra þótt hún hefði farið þangað sem óvinir hennar óska henni. En viðskiptajöfnuðurinn tví- mælalaust verið langt um óhag- stæðari, ef þeir hefðu allir fengið að þjóna lund sinni með innflutninginn. Píanókennsla HJttrtur Halldórssoik Grettiagötu 7, »ími 4166. Lœgra verð fyrix byrjendur.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.