Nýja dagblaðið - 23.11.1935, Blaðsíða 1
DAGBIAÐIÐ
3. ár.
Reykjavík, laugardaginn 23. nóvbr. 1935.
271. blað
Fullkomnasti íþróttaskóli landsms
opnaður til afnota í dag
Hinn myndarlegi Iþróttaskóli
Jóns Þorsteinssonar er nú að
mestu fullgerður og hefst
kennsla þar í dag.
íþróttaskóli J. Þ. Frá Iþ.sk. á
ÁÍafossi, 21./11. 1935.
Síðan var hrópað með fagn-
andi röddum ferfalt húrra fyrir
íþróttaskólinn.
1 gær var íulltrúum blaða
og útvarps, ríkis og bæj-
ar, stjóm í. S. 1., fulltrúum
þeirra félaga, sem not hafa af
húsinu o. m. fl. boðið að skoða
skólann.
Um kl. 11 f. h. var mætt
margt manna og bauð Jón Þor-
steinsson gesti sína velkomna.
Með byggingu skólans sagði
hann það hafa vakað fyrir sér
að bæta að nokkru úr vaxandi
húsnæðisskorti þeirra, sem
líkamsmennt stunda.
Að því loknu sýndi hann
gestunum skólann og að síð-
ustu var staðnæmst á svölun-
um, sem ganga fram í vegleg-
asta leikfimissal landsins. Þar
kvaddi Sigurjón Pétursson á
Álafossi sér hljóðs. Rakti hann
starfsferil Jóns Þorsteinssonar í
þágu líkamsmenntarinnar og
hinn óbilandi kjark og festu
við byggingu Iþróttaskólans.
Um leið og hann þakkaði Jóni,
afhenti hann honum silfur-
skjöld, sem á var letrað:
Jóni Þorsteinssyni og Iþrótta-
skólanum.
Næst hélt forseti I. S. t.
stutta tölu og færði Jóni Þor-
steinssyni merki í. S. I. og
tvær myndir frá leikfimissýn-
ingu á Þingvöllum 1930 með
þökk fyrir vel unnið starf á
Alþingishátíðinni.
Jón Þorsteinsson þakkaði vin-
semd í smn garð og gestum
komuna.
Stœrð skðlani og
hepbergjaskipun
Grunnflötur skólans er 424,81
m2. Húsið er byggt úr jám-
bentri steinsteypu. Gert er ráð
íyrir að byggja megi eina hæð
ofan á húsið ennþá. Húsið er
einangrað með 5 cm. þykkum
vikurplötum, nema fimleika-
salirnir, sem eru klæddir inn-
an með tré og á tréð eru sett-
ar „insulit“-plötur, og er þeim
ætlað að einangra salinn fyrir
hljóði.
1 kjallara er fimleikasalur
17,6 m. á lengd, 7,6 m. á
breidd, hæð á milli lofta 4,2
m. Herbergi til að hafa fata-
skipti í, eru 2 í kjallara til-
heyrandi salnum, annað er 8,3
-j-3,61 m. að stærð, en hitt
6,64+6,6 m. að stærð, stórt
baðherbergi liggur á milli
þessai-a herbergja til afnota
fyrir fólk úr báðum herbergj-
unum. í baðhúsinu eru 10
sturtur, 2 W.C., þessum her-
bergjum tilheyrandi, og her-
bergi fyrir áhöld. Ennfremur
er í kjallara gott herbergi fyr-
ir húsvörð, svo og hitunarher-
bergi, þvottahús og geymslur.
Á 1. hæð er aðalfimleikasal-
ui’ hússins, 20 m. langur, 11,35
m. breiður, lofthæð 6,20 m.
Herbergi fyrir áhöld, 2 her-
bergi til að skifta um föt í,
fylgja salnum, annað 12,72+
3,85 m., hitt 6,70+6,54 m.
Baðherbergi og W.C. fylgja
hverju herbergi.
Á annari hæð er íbúð hús-
Framh. A 4. sfðu.
Hefir JóhannF. Guðmundsson
Sogið fyrir rétti?
Eins og menn muna hefir
Alþýðublaðið og Jóhann F.
Guðmundsson verið að glósa
um það undanfarna daga, að
Þormóður Eyjólfsson, konsúll
hafi verið riðinn við vínsmygl-
unarmál, sem Jóhann þessi
lenti í fyrir þremur árum. Seg-
ist Jóhann þora að vinna eið að
því, að hafa gert þetta í sam-
ráði við Þormóð, þ. e. a. s. Þor-
móði hafi verið vel kunnugt
um þetta og haft loforð fyrir
emni flöskunni. Jafnframt seg-
ir Jóhann í sömu grein, að
fleiri menn hafi verið riðnir
við þetta mál, t. d. hafi fjórir
menn flutt áfengið í land.
Þetta er nokkuð ósamhljóða
framburði Jóhanns sjálfs fyrir
rétti, þegar málið var til rann-
sóknar. 1 lögreglurétti Siglu-
fjarðar 26. marz 1932 var færð
eftirfarandi bókun, sem tekur
af öll tvímæli í þeim efnum:
„Þá mætti aftur fyrir rétt-
inum Jóhann Guðmundsson.
Viðhorf íþróttakemmrans
Vidtal við Jón Þorsteinsson
Stórl leikllmissalurbw aB iunau.
I gær, eftir að tíðindamaður
blaðsins hafði skoðað Iþrótta-
skólann, hitti hann Jón Þor-
steinsson íþróttakennara heima
í íbúð sinni. Gjafir frá í. S. I.
og Álafossi lágu fyrir framan
hann, en sjálfur var hann að
lesa
— Ileillaóskaskeyti?
— Já, frá nemendum, H. og
D. — „Lengi lifi íþróttaskól-
inn“, svarar Jón brosandi. —
Áhuginn er alltaf lofsverður.
— Já, en hvenær fékkst þú
fyrst áhuga fyrir líkams-
mennt?
— Þegar bróðir minn gaf
mér „Mín aðferð“ eftir I. P.
Muller. Mér hefir varla verið
gefin betri gjöf. Ég fékk löng-
un til að verða hraustur. Jafn-
fram þessu varð ég fyrir mikl-
um áhrifum frá ungmennafé-
lögunum; sérstaklega hvað
snertir bindindi.
— Hvaða íþrótt lærðir þú
fyrst?
— Sund hjá Sigurði Sigurðs-
syni frá Arnarholti. Síðan
stundaði ég íslenzka glímu og
leikfimi á Hvítárbakka, fór til
Reykjavíkur 1919 og lagði þar
stund á íþróttir. Árið 1922 fór
ég utan til frekara náms og
dvaldi á Ollerup og víðar á
Norðurlöndum 1 hálft annað
ár. Þegar ég kom heim lagði
ég stund á kennslu og stofnaði
Mullersskólann 4. apríl 1924.
I-Iann var fyrst í Austurstræti
16, en nokkrum árum síðar
Jón porstelnsson.
fékk hann sæmilegt húsnæði í
Austurstræti 14 og hefir verið
þar síðan, þar til nú. Aðsókn
fór stöðugt vaxandi. Húsnæð-
ið varð of lítið. En einhvers-
staðar varð að veita útrás vax-
andi áhuga fyrir líkamsmennt-
inni. Ég komst að þeirri nið-
urstöðu að ég yrði að byggja
íþróttahús og framkvæma
margra ára fyrirætlanir.
— Hvemig verður vetrar-
starfseminni háttað ?
— Það er nú ekki fullráðið.
Leikfimi verður aðalnámsgrein
Framh. á 4. si6u.
Aðspurður skýrir hami frá að
aðrir séu eigi í vitorði um
áfengisbrot sitt og býðst hann
.til að greiða 300 króna sekt I
Menningarsjóð fyrir 15. ágúst
n. k. 240 krónur fyrir hið inn-
flutta áfengi, sem gerist upp-
tækt. Til vara sæti rnættur 15
daga einföldu fangelsi ef sektin
ekki verður greidd á réttum
tima“.
Það er því gx’einilegt, að frá-
sögn Jóhanns .í Alþýðublaðinu
og framburður hans í réttin-
um stangast verulega. I rétt-
inum „segir hann að aðrir séu
eigi í vitoi'ði um áfengisbi'ot
sitt“. í Alþýðublaðinu tilgrein-
ir hann Þormóð og fjóra menn
aðra, sem eigi að hafa verið í
vitorði með honum.
Annaðhvort segir Jóhann því
ósatt í Alþýðublaðinu, ellegar
hann hefir drýgt sömu syndina
og Alþýðublaðið bar á Thor
Jensen í fyrra, að hafa „logið
fyrir rétti“. Er fullkomin á-
stæða fyrir bæjarfógetann á
Siglufirði að taka þetta mál til
athugunar, þar sem Jóhann lýs-
ir því óbeint yfir í blaðagrein
að hafa sagt ósatt fyrir rétti
og fleiri séu sekir um þetta
brot en hann einn.
Báðir striðsaðilar
segjast vinna á
f Austur-ifrfku
Nýir samningar Breta
og- Frakka
London kl. 21 21./11. FÚ
Erindreki Abessiníukeisara,
sem skýrt var frá í gær að
lagður væri á stað til Frakk-
lands, hefir verið sendur vegna
þess að fyrir dyrum standa ný-
ir samningar milli stjórna Bret-
lands og Frakklands um sam-
eiginlega afstöðu þeirra til
Abessiníudeilunnar. Er talið að
erindrekinn eigi að tala máli
Abessiníu við frönsku stjói'n-
ina áður en til þeirrar i'áð-
stefnu kernur.
London kl. 17 22./11. FU.
Bæði ítalir og Abessiníu-
menn telja sig lxafa unnið sigra
í dag. Italir segjast hafa unnið
talsvert á á norðurvígstöðvun-
um, en Abessiníumenn segja
hinsvegar að orusta hafi orðið
við fjallið Amba-Salama. Hafi
Abessiníumenn komist beggja
vegna við hinn ítalska her og
hafi slegið þar í höggorustu og
ltalir beðið ósigur.