Nýja dagblaðið - 23.11.1935, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 23.11.1935, Blaðsíða 3
N Ý J A DAGBLAÐIÐ 8 NÝ.TA DAGBLAÐIÐ utg o(aiidi: .Bla&aútgáfou h.f.' Ritstjóri: Sigfús Halldórs frá Höfnum. Bitstjórnarskrifstofurnar: Laugv. 10. Símar <1373 og 2353. Aígr. og auglýsingaskrifstofa Austurstr. 12. Simi 2323. I lausasölu 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 2,00 A mán. I’rcntsmiðjan Acta. Saitiningfs- brot XSy|ólfs Hann tekur að sér mjólkurhreinsun ívrir Samsöluna, án þess að vita, hvort hann öetur ieyst það verk af hendi Pólitískt leivsskáld 1 umræðum á Alþingi í gær, vildi það til, að Sigurður Krist- jánsson vitnaði til Nýja Dag- blaðsins í ræðu sinni og til- færði þaðan setningu, er hon- um þótti vel sögð, viðvíkjandi máli, sem allmikið hefir verið á döfinni her í bæjarblöðun- um. ólafur Thors reis þá upp og veitti Sigurði áminningu fyrir að láta sig henda það að vitna þannig í blað andstæðinga. Mörgum þótti þetta kátlegt fyrirbrigði. En ólafi er vorkunn. Því að blöð íhaldsmanna eru þánnig á sig komin andlega, og hafa jafnan verið, að engum dettur í hug að tilfæra úr þeim ann- að en vitleysur til spotts og athlægis. Greindari menn í- haldsins segjast verða heimsk- ir af að skrifa í Mbl., hvað þá að lesa það. Jafnvel flokks- mennirnir hafa það sér til dægrastyttingar að tína upp úr því fjólurnar, — en aldrei finna þeir þar neitt, sem vert sé þess, að eftir því sé munað. Þess vegna tekur ólaf það sárt, þegar hann verður þess var, sem ósjaldan er, að um- mæli úr blöðum eða ræðum andstaéðinganna lifa á vörum almennings — og þegar flokks- menn hans geta ekki stillt sig um að hafa þau yfir. Árum saman hefir ólafur sjálfur á Alþingi streizt við að deila við formann Framsóknar- fiokksins, Jónas Jónsson. Við- ræður þeirra fylla sjálfsagt mörg hundruð dálka samtals í þingtíðindunum. En þar hefir verið ójafn leikur. Það mun ekki vera til nokk- ur sá maður innan þings né utan, sem man eina einustu setningu úr öllu því innantóma orðagjálfri, sem Ólafur hefir látið frá sér f ara í sennum þessum. En Jónas hefir hvað eftir annað hirt Ólaf svo að landfleygt hefir orðið. Einstök orðatiltæki hans úr þeim við- ræðum eru höfð að orðtaki, ekki aðeins í þingsölunum, lieldur út um allt land. ólafur hefir óljóst hugboð um, að hann sé vesall og ó- merkilegur flokksforingi, „lít- iil karl“, sem aldrei segir neitt, sem hægt er að muna. Honum svíður það. En á þessu verður aldrei bót ráðin. ólafur er eins og leir- skáldin. Einkenni leirskáldanna er það, að enginn getur lært Þegar Eyjólfur Jóhannsson fyrir hönd Mjólkurfél. Reykja- víkur tekur að sér að geril- sneyða alla mjólk Samsölunn- ar í mjólkurstöð M. R., þá liggur það í hlutarins eðli, að hann tekur á sig ábyrgð á því að mjólkin sé forsvaranlega gerilsneydd og hreinsuð. Hvemig hefir nú Eyjólfur Jóhannsson staðið við þessa á- byrgð ? Þegar E. J. var að taka að sér gerilsneyðinguna, þá full- jmti hann, að bæði hús og vél- ar stöðvarinnar væru fyrsta flokks og gæti afkastað hinu aukna mjólkurmagni. En brátt fóru almennar um- kvartanir að koma fram um gæði mjólkurinnar. Mu’n E. J. hafa tekið það óstinnt upp, þegar mjólkursölunefnd innti eftir því við hann, hvort þetta gæti ekki verið stöðinni að kenna. Og margir munu hafa litið þannig á, að ólagið á mjólkinni væri Mjólkursölu- nefnd að kenna, þótt það sam- kvæmt framanskráðu væri auðvitað á ábyrgð E. J. og mjólkurstöðvar félags hans hvernig mjólkin væri geril- sneydd og hvemig gæði henn- ar og geymsluþol reyndist. Að tilhlutun Mjólkursölu- nefndar eru svo þeir dr. Jón Vestdal og próf. Níels Dungal fengnir til þess að athuga stöðina og tæki hennar. Finna þeir ýmislegt að vélum og um- búðum og mun Eyjólfur hafa reynt að bæta úr þeim ágöllum eftir föngum. En þrátt fyrir það reynist mjólkin misjöfn að gæðum og geymsluþolið lítið. Mjólkursölunefnd sér að ekki má svo búið standa. Hún fær því Jónas Kristjánsson mjólk- urbússtjóra og Sigurð Péturs- son gerlafræðing til þess meðal annars að athuga gerilsneyð- inguna í mjólkurstöð M. R. Árangurinn af þeirri rannsókn varð sem kunnugt er, að önnur gerilsneyðingarvélin — plötu- pastör — sem gerilsneyddi meirihluta mjólkurinnar, reynd- ist alveg óhæf, og ekki var hægt að koma henni í lag þrátt íyrir ítrekaðar tilraunir. Er nú með öllu hætt að nota þenna plötupastör. En hvað um ábyrgð Eyjólfs Jóhannssonar á gerilsneyðing- unni? Hann tekur að sér að geril- sneyða mjólk Samsölunnar, án I t i I vísur þeirra. Þess vegna er þeim líka mörgum hverjum — eins og ólafi — raun að ljóð- um þeirra manna, er vel kveða. þess að vita nokkuð um afköst mjóikurstöðvarinnar, án þess að vita nokkuð um gæði vél- anna og án þess að gera minnstu tilraun til þess að láta athuga þetta og bæta úr þeim auðsæju göllum, sem kæmu fram á gerilsneyðingunni. Það er mjólkursölunefnd — sem ekki hefir aðstöðu til þess að geta borið ábyrgð á gerilsneyð- ingunni — sem verður að fram- kvæma þetta nauðsynjaverk og leita að göllunum á mjólkur- stöð M. R. og fræða E. J. um, í hverju að ólagið er fólgið. Sekt Eyjólfs Jóhannssonar er auðsæ. Hann tekur að sér að vinna verk, sem hann veit ekkert um, hvort hann hefir nokkra aðstöðu til þess að geta leyst sæmilega af hendí. Hann veit ekkert um það, hvemig mjólkurvélar stöðvarinnar vinna, hefir aldrei látið athuga það! Það eru tvær hliðar á þessu máli: önnur snýr að Samsöl- unni og Mjölkursölunefnd. E. J. hefir ekki getað staðið þar við gerðan samning. Hin snýr að félagsmönnum Mjólkurfélags Reykjavíkur. Eyjólfur hefir séð um byggingu á stöð, sem er óhentug og ekki getur fullnægt þeim skilyrðum, sem nú er kraf- ist af mjólkurvinnslustöð og hann veit sára lítið um hvem- ig vélar stöðvarinnar eru. Hann hefir aldrei látið reyna þær all- ar svo að gagn sé að! Sekt E. J. er auðsæ og stór í hvaða átt sem litið er. Ög ofan á allt þetta bætist svo, að Eyjólfur Jóhannsson hefir verið aðalmaður og ráðið langmestu um mjólkursölu í Reykjavík og Hafnarfirði, með þeirri fyrirhyggju og verzlun- arviti að sölukostnaður mjólk- urinnar var nálega helmingi hærri én nú er hjá Samsölunni, þrátt fyrir alla þá erfiðleika, sem hún verður að stríða við, meðal annars við óhæfilega hátt gerilsneyðingar- og flösku- gjald, auk ábyrgðarleysis Eyj- ólfs og óvandvirkni um geril- sneyðingu og hreinsun mjólk- urinnar. Flestum mun það nú ljóst, að gerilsneyðing og hreinsun mjólkurinnar verður að komast í hendur Samsölunnar, sem hvort sem er verður að svara til saka um framkvæmd verkn- aðarins, samkvæmt almennings- álitinu. Hefir þetta komið ljóst fram, að undanfömu. Það er Mjólkursölunefnd og Samsöl- unni, sem kennt hefir verið um ólagið á mjólkinni, þótt þessir aðilar hafi gert allt til þess að kippa hreinsuninni í lag. Fæst- Rannvernleiki Fóstbræðralag nr. 1: Jón Signrdsson — Sveinn Benediktsson , Hér í blaðinu í gær voru rifjuð upp hin fyrri viðskipti Álþýðuflokksins við Svein Benediktsson. Fyrir þremur ár- um fullyrti aðalmálgagn flokks- ins, að hann „hefði brenni- merkt sjálfan sig sem níðing“, liðsmenn flokksins neituðu honum um dvalarleyfi á Siglu- firði og stjóm flokksins mót- mælti skipun hans í stjórn síldarverksmiðja ríkisins. Spádómur Þannig var álit Alþýðu- flokksmanna á Sveini Bene- diktssyni fyrir þrem árum. Hver skyldi hafa trúað því þá, að Sveinn Benediktsson skyldi eiga eftir að vera 1 nánu samstarfi við trúnaðar- mann flokksins nokkrum árum síðar? Hver skyldi hafa trú- að því þá, að flokkurinn og ílokksblaðið legði blessun sína yfir það fóstbi-æðralag? Föatbræðralasr nr. 2: Rútur — Nú undaníarið hefir annai' maður, Eyjólfur Jóhannsson, hlotið svipaða dóma og um- mæli í Alþýðublaðinu og Sveinn Benediktsson forðum. Eyjólfur er sagður vera með allra mestu skaðræðismönnum, „hafa brennimerkt sjálfan sig sem níðing“, líkt og sagt var um Svein fyrir þremur árum. j En getur sagan ekki endur- tekið sig ? Getur ekki farið svo, að Eyjólfur eigi eftir að 1 sverjast í fóstbræðralag við Eyjóltur emhvem trúnaðarmann Al- þýðuflokksins ? Væri það nokk- uð kynlegra en fóstbræðralag Jóns Sigurðssonar og Sveins Benediktssonar? Er það nokkuð ótrúleg spá, með hliðsjón af eldri reynzlu, að telja það mjög líklegt, að jafngott vinfengi eigi eftir að takast með Rúti Valdimars- syni og Eyjólfi Jóhannssyni og nú er milli þeirra Jóns og Sveins ? Spámaður. ir kenna Eyjólfi og stöð M. R. ' um þetta, þótt það séu þessir aðilar, sem einir eiga að bera ábyrgðina á því verki, sem þeir hafa tekið að sér að fram- kvæma. En grátbroslegast af öllu er samt það, að E. J., þrátt fyrir hina óskaplegu fortíð og nútíð í mjólkurmálunum, álítur sig sjálfkjörinn leiðsögumann í mjólkurmálum. Hann er sí- skrifandi í blöðin — stöðugt að auglýsa sína eigin eymd og nú síðustu daga er hann að státa af því í Morgunblaðinu, að hann sé nú hættur að nota hinn ónýta plötupastör, eftir að mjólkursölunefnd hefir frætt hann um að vél þessi sé óhæf og því neitað að greiða hreins- unargjald fyrir þá mjólk, sem Eyjólfur lét renna gegnum hana. Og svo vel hefir Mjólk- ursölunefnd sannað fánýti þess- arar vélar, að Eyjólfi dettur ekki í hug að minnast á skaða- bótamál, þótt honum sé þröngv- að til þess að hætta að nota hana. Fullyrti hann þá, þegar hann var að taka að sér geril- sneyðinguna og þessi plötu- pastör væri ein af þeim vélum hans ágætu stöðvar, sem væri „tip-top modeme“! Eyjólfi verður að skiljast, að hann er dauður maður í mjólk- urmálum Sunnlendinga. Það er með hann eins og svarta hvolp- inn, sem strákurinn ætlaði að þvo hvítan undir lækjarbun- unni, að hann verður jafnsvart- ur og hvolpurinn, þrátt fyrir sinn eigin þvott og annara. Bálfarufélag íslands Innriton nýrra félaga i BúkarerxL Snœbjamar Jónssonar. Argjald kr. 3.00. ÆfitUVag 25.00. Gflriat fálagar. Óeining meöal norskra saltfiskútflytjenda Landssamband norskra salt- fiskútflytjenda hefir ákveðið að reka 11 verzlunarfyrirtæki úr sambandinu, og missa sum- ar stærstu fiskverzlanir Norð- manna þannig rétt til að flytja út saltfisk. Auk þessa hefir eitt \ ei-zlunarfélag sagt sig úr sam- bandinu. Þannig er mál með vexti, að í ákvæðum sambandsins er tek- ið fram, að hvert verzlunarfyr- irtæki skuli ekki flytja út minna en 100.000 kg. fiskjar ár hvert. en sökum þess, að áður- greind félög hafa ekki uppfyllt þetta skilyrði, verða þau frá að hverfa. Þessar fiskverzlanir hafa sent verzlunarráðuneytinu mót- mæli gegn þessum ráðstöfun- um. Hrífi það ekki, höfða þær mál gegn sambandinu. Að verzlanir þessar flytja ekki út tilskilið magn, kemur til af því, að þær telja minnkandi útflutn- ing hagkvæmastan í bili. Ingðlfur Jðnsson cand. juris, fyrv. bæjarstjóri. Allskonar lögfræðisstörf, m!ál- færsla, innheimta, samninga- gerðir, kaup og sala fasteigna. Bankastræti 7 (næstu hæð yfir Hljóðfærah.) Sími 8656. Viðtalstími ld. 5—7 síðdegis.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.