Nýja dagblaðið - 23.11.1935, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 23.11.1935, Blaðsíða 4
N Ý J A DAGB LAÐIÐ I DAG Sólarupprás kl. 9,23. Sólarlag kl. 3,10. Flóð árdegis kl. 3,20. Flóð síðdegis kl. 3,40. Veðurspá: Vestan og suðvestan golu. Úrkomulítið. I.jósatimi hjóla og bifreiða kl. 3,35—8,50. Heimeóluiartiinl sjúkrahúaa: Landsspítalinn ................ 3-4 Kieppur ....................... 1-5 Landakotsspítalinn ............ 3-5 VifilstaðahæliÖ . 12y2 iy2 «8 W2 W2 Lauganeaspitali ............. l2%-2 Sjúkrasamlag Reykjavíkur ... 3-5 Nieturvöröur í Reykjavíkur apóteki og lyfjabúðinni Iðunn. Næturlæknir Kristín Ólafsdóttir, Ing. 14. Sími 2161. Skemuitanir o« samkomur: Gamla Bíó: Strandið hamingja- sama, kl. 9. Nýja Bíó: Bjarteyg, kl. 9. Samgöngur og póstíerðir. Dr. Alexandrine til Akureyrar. Dagskrá ötvarpsins: Kl. 10,00 Veðurfregnir. 12,00 Há- degisútvarp. 15.00 Veðurfregnir 19,10 Veðurfregnir. 19,20 þingfrétt- ir. 19,40 Auglýsingar. 19,45 Fréttir. 20,15 Leikrit: Heimilisfriðurinn eftir Georges Courteline (Leikend- ur: Arndís Bjömsdóttir og Brynj- ólfur Jóhannesson). 21,00 Útvarps- tríóið leikur létt lög. 21,30 Danslög til kl. 24. eftir Matthías Jochumsson, Sýnlng kl. 8. ikvöld Kristrún i Kamravík og himnafafiirinn eftir Guðm. G. Hagalin Sýning á morgun kl. 8 í Iðnó. Lækkað verð Aðgöngumiðar seldir í Iðnó í dag kl. 4—7 og eftir kl. 1 á morgun. Sími 3191. Ríkharður Jónsson myndhöggv- ari opnar sýningu á morgun kl. 10 í Oddfellowhúsinu. Sýnir hann þar eingöngu andlitsmyndir, brjóst- líkneski og lágmyndir. Meðal ann- nrs brjóstlíkan af Asgeiri Sigurðs- ^yni fv. aðalræðismanni Breta hér á landi, Einari H. Kvaran rithöf., Jónasi Jónssyni alþm., Jóni Ólafs- syni bankastjóra, Joannesi Patur- syni stórbónda og Tryggva þór- liallssyni fv. bankastjóra. Mun alls verða á sýningunni um hálfur fjórði tugur rnynda og fæstar sýnd- ur óður. ■BIGainlaBíóHB Strandið hamingjusama Bráðskemmtilegur amer- ískur gamanleikur, sem gerist á eyðieyju í suður- höfum. í myndínni eru hrifandi lög eftir: H»rry Revel sungin af BING CSOSB7 Ennfremur leikur: CaroleLombard Axmá.11 Frumvarpið um erfðaábúð og óðalsrétt var samþykkt við 3. umr. i efri deild og afgreitt sem lög frá Alþingi. Skipafréttir. Gullioss var í Flat- ey í gærmorgun. Goðafoss er vænt- anlegur til Vestmannaeyja um há- dégi í dag. Brúarfoss fór frá Osló i gærmorgun áleiðis til Kaup- mannahafnar. Dettifoss fór frá Vestmannaeyjum í gær áleiðis til Hull. Lagarfoss var á Akureyri í gær. Selfoss var í gær í Aalborg. Víðhorf íþróttakennarans Framh. af 1. síðu. skólans. Ég kenni karlmönnum, óg einum kvennaflokki, en ung- frúmar Fríða Stefánsdóttir og Anna Sigurðardóttir kenna kvenfólki og bömum. Auk þess hefir Gagnfræðaskólinn í Reykjavík, Austurbæjar barna- skólinn, Glímufélagið Ármann, og fleiri húsnæði til leikfimis- og íþróttakennslu. Salimir verða notaðir frá kl. 8 f. h. til kl. 10 e. h. og daglega geta um 800,- manns stundað leikfimi í búsnæði skólans. — Hvað álítur þú höfuðskil- yrði þess, að allir læri að meta gildi íþróttanna? — Að menn kynnist því hve dásamlega vellíðan líkamsæf- ingar skapa. En menn þurfa að gæta þess vel, að það kostar langa og stöðuga þjálfun að fá notið slíkra áhrifa í fyllsta mæli, en það er líka veganesti, sem seint verður grandað. Og það er ekki nóg að stunda lík- amsæfingar; það þarf að gæta ítrustu reglusemi. Ég vil líka gera nokkum greinarmun á því, að stunda líkamsmennt sér til hressingar eða íþróttir til aireka. íþróttamaðurinn verð- ur að gera mennt sína að höf- uðáhugaefni sínu, næst dagleg- um störfum, þar dugir engin hálfvelgja eða seinagangur. Fullkomin reglusemi og slíkur áhugi, skapar sannan íþrótta- mann. Ágæti þjóðarinnar vex með hverjum slíkum þegn. 1 dag tekur Jón Þorsteinsson á móti fyrstu nemendum íþróttaskólans. Hann hefir unn- ið ágætt afrek 1 þágu líkams- menntarinnar og á eflaust mörg óunnin. Þess er óskandi að skóla hans takizt að auka á- gæti þjóðarinnar — móta af- reksmenn í mynd nýs og betri tíma. G. Pianó-Flygel sömuieiðis Orgel (stór og lítil) til sölu. Pálmar ísólfsson Hljóðlærayerkstædi. Simi 4926 Husqvarna s au m av élav eru vtðurkenndar fyrír ^æði Samband ísl. samvinnufélaga. íþróttaskólinn Framh. af 1. siðu. ciganda, ásamt skrifstofuher- bergi og svalir er ganga út í fimleikasalinn. Gólf í fimleika- sölunum er úr Oregonpin. — Hvað snertir byggingu og skipulag hússins að öðru leyti, vísast til ýtarlegs viðtals við Björn Rögnvaldsson bygginga- meistara, sem birtist í Nýja Dagbl. 2. okt. þ. á. — Skólahúsið er hið fegursta utan sem innan, en þó liggur engu síður í augum uppi að mikil áherzla hefir verið á það lögð, að spara hvergi til, að það yrði sem vandaðast og hagkvæmast. Mikið starf og stór hugsun er að baki og hefir vel tekizt. Sérstaklega er mikill myndarbragur yfir stóra leikfimissalnum. Er talið, að fáir betri leikfimissalir séu til á Norðurlöndum og alls enginn hérlendis. Fullkomin upphitun Skólinn er hitaður upp með venjulegri vatnsmiðstöð, að undanteknum leikfimissölun- um sem hitaðir eru með loft- hiturum, sem aftur fá hita sinn frá eimkatli í ketilhús- inu. Loftdælur soga loftið úr sölunum og blása því í gegn- um síur, sem taka úr því allt ryk og síðan í gegnum hitar- ana og inn í salina. Með því að opna lokur, er hægt að veita hreinu útilofti inn í sal- ina og endumýja loftið í þeim. I ketilhúsi er 1500 lítra bað- vatnsgeymir, sem hitaður er með gufu frá eimkatlinum, en einnig er hægt að hita hann með vatnsmiðstöðvarkatlinum, ef þess gerist þörf. Sjálfvirk- ur hitastillir heldur jöfnum hita á baðvátninu, sem fer frá geyminum. Er vatninu þaðan veitt um bygginguna og hjá leikfimissölunum eru baðklefar með 10 steypum' 1 hvorum klefa og er þeim stjómað með blöndunartæki, sem komið er fyrir á vegg fyrir utan hvem klefa. Loft- og gufubað I kjallara er baðstofa fyrir heitt loft- og gufubað. Er þar hægt að halda um 50° lofthita og ennfremur að rekja loftið með gufu. Er nú verið að vinna að því að fullgera bað- stofuna, sem gerð er eftir sænskri fyrirmynd. Mun þessi nýbreytni mælast vel fyrir, því að gufuböð eru afarholl. Þau þekktust hér til foma, en margar aldir em liðnar síðan þau féllu í gleymsku. Ahóldin að mestu innlend smíði Áhöld og allan útbúnað, sem liægt er að smíða hér í landi, hefir yfirbyggingarmeistari NYJA BÍÓ Bjarteyg (Bright Eyes). Gullíalleg og skemmtileg amerísk tal- og tónmynd. Aðalhlutverkið leikur eft- irlætisbarn allra kvik- myndavina, litla stúlkan Shtrley Temple. Aðrir leikarar eru: Jetneg Dnnn, o. fl. Lois Wilson, o Odýru £ aaglýslng&rnar Nýslátrað folaldakjöt, hesta- kjöt af ungu, buff, steik, kóte- lettur, gullash, rýreykt bjúgu, hakkað kjöt og kjötfars. Kjötbúðin Njálsgötu 23. Sími 3814. Frosin lambalifur. S. í. S .Sími 1080. Laugavegs Automat selur smárétti frá 50 aurum. Af- greiddir allan daginn. Sérstak- lega hentugir á kvöldborðið. miðdagar á 1,25. Sími 3228. Hárvötn. Ilmvötn. — Kaup félag Reykjavíkur. Niðursuðuglöíi fást í Kaup- félagi Reykjavílcur, Heiltunnur, hálftunnur og kvartel af úrvals spaðkjöti allt- af fyrirliggjandi. Samband ísl. samvinnufélaga. Sími 1080. I„SAMHLJÓMAR“ U Músíkvinir! Munið eftirffl að eignast nótnasafniðH „SAMHLJÓMAR“ Fiskbúðin í verkamannabú- stöðunum er vel birg af fiski. Sími 4956. Eanpið hússins, Bjöm Rögnvaldsson, smíðað. Er frágangur allur mjög vandaður. Jafnvægisslár, kaðlar og annar útbúnaður í leikfimissölunum er eftir fyllstu kröfum tímans. SigluIjarðarhneyksliS. Jón Sig- urðsson hefir nú scnt Pál por- björnsson á stað til þess að verja Síglufjarðarhneykslið. Er það löng greiii, sem Páll skriíar í Alþýðu- blaðið í gær og er ekki mikið um hana að segja annað en það, að mörgum mun koma til hugar gamlu setningin „umbúðirnar eru vætt en innihaldið lóð“.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.