Nýja dagblaðið - 22.12.1935, Síða 3

Nýja dagblaðið - 22.12.1935, Síða 3
N t J A DAGBLAÐIÐ S UppreisfartSlraui Framh. af 1. síöu. stýrðu bifreiðum sínum á veg- leysunum íslenzku. Undirróðursmenn í hópi bíl- stjóra og utan við bentu þeim á, að félagið væri of veikt til að geta hækkað taxta sína eins og svaraði skattinum. Bílstjór- unum var talin trú um, að ýmsir innan félagsins myndu svíkja heit sín, keppa hver við annan, lækka hver fyrir öðrum. Eina vonin væri að geta drepið benzínskattinn, þó að vegirnir yrðu jafnslæmir eða verri en áður. En þessir sömu undirróðurs- ! menn gleymdu því í málafylgju sinni, að ef bifreiðaeigendur ; væru of máttvana og of sund- ! urlausir til að geta flutt skatthækkunina yfir á aðra, i þá voru slíkir menn býsna ólík- ! legir til að geta gert sigursælt verkfall, hvað þá sigursæla ; uppreist. Ihaldið og kommúnistar ýttu félagsmönnum út í verkfall, sem er uppreist. Og þeir not- uðu sér reynsluleysi duglegu mannanna í bílstjórahópnum til að lokka þá í gildru, til skaða fyrir þá sjálfa og gagns fyrir aðra. Ihaldið ér búið að sýna bif- reiðastjórunum hug sinn í Sogsdeilunni. Um kommúnista þarf aldrei að efast. Þeir vilja jafnan spilla allri friðsamlegri > þróun, því að gengi þeirra byggist á, að sem flestum vegni illa. Forsætisráðherra lýsti yfir í ræðu í efri deild í gær að hann vissi með fullri vissu, að íhald- ið hefði komið upphlaupi þessu af stað. Pétur Magnússon og Magnús Jónsson sátu gneypir undir þessari ásökun, því að þeir vissu, að flokksmenn þeirra voru sannir að sök. Þetta er ekki nýlunda. Vorið 1931 byrjuðu íhaldsmenn á of- beldisframkomu eftir þingrofið, í von um, að þeir hefðu Alþýðu- flokkinn með sér. Þeir vildu efna til uppreistar gegn mjólk- ur- og kjötlögunum í fyrra, en þorðu ekki fyrir samtökum vinnandi manna í landinu. Síð- an þá hefir Ólafur Thors stöð- ugt prédikað, að hendur ættu að skipta og beita skyldi of- beldi gegn núverandi stjórn. Það má telja sennilegt, að bílarnir muni fá að hvíla sig næstu dagana. Almenningur fer leiðar sinnai’ gangandi um bæ- inn eins og í gamla daga, áður en bílar komu. Sumum finnst jafnvel þægilegt að geta geng- ið á miðri götu, og verið laus við nálægð bílanna. Bifreiðar- stjórar tapa miklu fyrir hvern dag, sem þeir fá enga vinnu, og vitanlega leggur tugthús- limur sá úr bifreiðastétt, sem mest lét á sér bera, þegar upp- reistin var ákveðin, tæplega til fé í sjóð handa atvinnulausum heimilum bílstjóranna. Fyrir allar verzlanir í bænum verður uppsteytur þessi til stórvægi- legs frádráttar. Menn fara minna um bæinn, og menn kaupa minna en annars hefði ‘verið. Smákaupmenn bæjarins munu enn finna tjónið, sem þeir hafa af forustu öreiga fiskspekulanta. . Því lengur sem leikurinn er þreyttur, því meir munu allir þessir aðilar skaðast. Jakob Sigurðsson, Kristján Karlsson, Einar Olgeirsson og Eggert Claessen munu vonast eftir, að þeir geti látið vanta j mjólk í bæinn. En sá draumur i þeirra mun varla rætast mjög | vel. Mjólkin úr nágrenninu j verður flutt á hestvögnum; af ; Kjalarnesi, Akranesi, Borgar- j nesi og sunnan með. sjó á bát- j um og skipum. Aðeins úr ein- um þessum stað má fá sjóleiðis allt að helming af þeirri mjólk, sem bærinn þarf, til að geta komizt af. Auk þess er mjólkin austan yfir fjall, og munu aust- anbændur sjá nægar leiðir til að koma henni í bæinn, hvað sem Jakob Sigurðsson og Kristján kolasali segja. Flutningar um bæinn geta vel orðið að verulegu leyti með hestvögnum, og það er- senni- legt, að akstur með hestvögn- um verði yfirleitt tekinn upp meira en áður. I Kaup- mannahöfn flytja sum stærstu fyrirtæki vörur sínar á hest- vögnum út um borgina. Carls- bergsverksmiðjurnar einar hafa 100 hesta í flutningum innan- bæ j ar. G j aldey riserf iðleikarnir verða sjálfsagt til þess að hestanotkun fer aftur í vöxt hér sem annarsstaðar. Mjólkursamsalan mun vafa- laust gera sitt ýtrasta til að hafa nóga mjólk í búðum sín- um, en vel má vera að meira verði ‘að gera að því að sækja mjólkina í búðir, heldur en gert er venjulega. En meðan jólafríið varir, mun nógur liðs- kostur á flestum heimilum til að komast fram úr þeirn örð- ugleikum. Uppþot það, sem hér um ræðir er áframhald af flani húsmæðranna í fyrra. Þær voru viðvaningar í höndum óvand- aðra íhaldsmanna og kommún- ista. Þær höfðu eingöngu skömm og skaða af forhleypis- verkum sínum. Svo illa, sem það uppþot var undirbúið, þá er það, sem hér um ræðir enn- þá giftulausara. Bezti hluti verkfallsmannanna, hinir starf- 1 i sömu bílstjórar tapa vmnu og kaupi, verzlunarstéttir við- skiptum og fjármunum. Skikk- anlegt íhaldsfólk missir af veizlum og heimboðum um jöl- in, og verður máske stundum að láta börn sín sækja mjólk og rjóma í hendur Samsölunn- ar. Þetta eru þeir sýnilegu erf- iðleikar, sem uppþotið fæðir af sér. En að því leyti sem uppþotið er uppreist móti lögum lands- ins, þá eru skuggahliðarnar fyrir upphafsmennina enn aug- NÝJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: Blaðaútgáfan h.f. .. . . Ritstjóri: . . Sigfús Iialldórs frá Höfnum Ritstjórnarskrifstofur: Laugav. 10. Simar 4373 og 2353 Afgr. og auglýsingaskrifstofa Austurstr. 12. Sími 2323 .. í lausasölu 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 2 á mán. Prentsm. Acta. 'wmmmmmmmmmmmmmmmmm ljósari. Framsóknarmenn og Alþýðuflokkurinn standa sam- an að núverandi stjórn og um- bótastarfi hennar, þar á meðal þeim stórfelldu framkvæmdum, sem hér á að gera í samgöngu- raálum. Þessir flokkar líta ekki I aðeins á augnablikið, ekki þann einstaka þátt, sem hér er um að ræða, heldur á hina miklu landsnaúðsyn að verja lög og rétt í landinu. Ef látið væri undan duttlungum einstakra fé- laga um löggjöf landsins, jafn- vel þó að þau væru ekki í hönd- um óhlutvandra æsingamanna, þá væri þjóðfélagið lagt í rústir. Hér er um miklu meira að ræða heldur en það, hver eigi að borga umbætur veganna, sem spara því meira fé í bætt- um samgöngum. Hér er um að ræða, hvort á íslandi eigi að vera lög og réttur, eðá drauma- land Jakobs Sigurðssonar og Eggerts Claessen. J. J. Vandamália rædd. Það er blandað hinu g'ómaæta og viðurkennda Akureyrarsmjöri. Það fæst í öllum mjólkursölubúðum bæjarins, hjá Kaupfólagi Reykjavíkur og víðar og það kostar að- eins 70 aura pundspakkinn. ^ Kaupfélag Eyflrðinga, Akureyri %%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%&%& Borðsalur í smjörlíkisgerð KEA

x

Nýja dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.