Nýja dagblaðið - 23.01.1936, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 23.01.1936, Blaðsíða 2
2 N Ý J A DAGBLAÐIÐ eru 2O°/0 ljóssterkari en eldri gerdir, A há.ls hverrar Ijóskúlu er letrað 1 j 6 s- m aynið (DLm.) og r a f s t r a u m s- Olympisku vetraileikarnir FRÁ FRÉTTARITARA NÝJA DAGBLAÐSINS. Kaupm.höfn í jan. Innan skamms hefjast ó- lympsku vetrárleikarnir í Gar- misch-Partenkirchen í Þýzka- landi. Taka fleiri þjóðir nú þátt i Olympíuleikunum en nokkru sinni fyrr. En hvað snertir vetrarleikana, verður ekki tal- ið, að nema 8 lönd keppi um fyrstu verðlaun: Noregur, Þýzkaland, Austurríki, Finn- land, Svíþjóð, Bandaríkin, Kan- ada og Sviss. Hér þykir ástæða menrf, sem hafa tveimur af- bragðsmönnum á að skipa, vinni 5000 og 10000 m. hlaup. En samt er talið, að Norðmenn muni fá svo mörg verðlaun, að þeir verði hlutskarpastir í hrað- skautahlaupi, en Austurríki næst og svo Bandaríkin. Sonja Henie mun eflaust vinna listhlaup kvenna. Norskt blað segir, að versti keppinaut- ur hennar sé „öfundin“. Gert er ráð fyrir, að austurrískur maður vinni listhlaup karla, en Þjóðverjar tvímennishlaup. Kanadamenn, Bandaríkjamenn VIRGINIA CIGAREIIUR éíKJ Slk. Pakkínn Kostar kr. 1*20 r"?S, ó/fum verz/unum. notkunin (Watt). Reykíd M,A.>kvartetfinn syngur í Nýja Bíó fimmtudaginu 23. þ. m. kl. 715 síðdegis. Aðgöngumiðar seldir í bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar og Hljóðfæraverzluu K. Viðar. Kr. 1.50 yfir allt húsið Ath. Allur ágóðlnn rennur i samskotasjóð til Keíivíkinganna — vegna brunana Nýsviðnir hausar af vænum dilkum daglega til sölu. íshúsið Herdnhreid Sími 2678. Notiö íslenzkar vörur og íslenzk skip. til að telja þessi lönd í framan- skráðri röð, því að íþróttasér- fræðingar telja, að vinninga- röðin muni verða þannig, að loknum vetrarleikunum. Við síðustu vetrarleika í Lake Placid í Bandaríkjunum, urðu Bandaríkjamenn hlut- skarpastir og fengu 103 stig. Norðmenn fengu 77 stig, Kan- adamenn 49 stig. En þá fóru leikamir fram með nokkuð öðru sniði en tíðkast í Evrópu. Við leikana í St. Moritz 1928 urðu Norðmenn hlutskarpastir, þamæst Bandaríkjamenn og Finnar. Og 1924 var röðin þannig: Noregur, Finnland, England. Kunnugustu menn álíta, að úrslit við keppni í einstökum íþróttagreinum við vetrarleik- ana verði þannig: í skíða- boðhlaupi og 18 km. skíða- göngu verði Finnar fyrstir, þá Norðmenn og svo Svíar. í 50 km. skíðagöngu verði röðin: Svíar, Finnar, Norðmenn. í göngu og stökki saman (kom- binert rend): Norðmenn, Finn- ar, Þjóðverjar. í skíðastökki: Norðmenn, Svíar, Pólverjar. í krókahlaupi fyrir karla: Þjóð- verðar, Frakkar, Austurríkis- menn. í krókahlaupi fyrir kon- ur: Þjóðverjar, Svisslendingar, Austurríkismenn. Samkv. þessu verða Norð- menn hlutskarpastir í skíða- íþróttinni, þar næst Finnar, Svíar og Þjóðverjar nr. 4. Gert er ráð fyrir, að Norð- menn sigri í 500 og 1500 m. skautahlaupi, en Auaturríkis- og Þjóðverjar eru fræknastir í flokkaleikum, eins og t. d. ís- hockey og bobsleigh, en Norð- menn taka ekki þátt í þeim. Norskir kunnáttumenn telja, að Norðmenn muni fá 112 stig á vetrarleikunum. Þjóð- verjar fái 72, Austurríkismenn 63, Finnar 40, Svíar 33, Banda- ríkjamenn 32, Kanadamenn 20 og Svisslendingar 19 stig. En aftur á móti fullyrða sænskir og finnskir íþróttamenn, að útkoman verði betri hjá þeim, jafnvel þótt þeir ætli, að Norð- menn verði sigurvegarar. Bandaríkjamenn virðast samt ekki draga það í efa, að þeir verði öllum þjóðum hlutskarp- ari. 1 öllum löndum er nú, eftir að fram hafa farið mörg reynslumót, að velja þá úr, sem eiga að keppa. Er mjög um það keppt, hverjir skuli fara og t. d. 1 Bandaríkjunum hafa 10 þús. íþróttamenn keppt um það, að fá að fara og vinna lár- viðarsveig til handa þjóð sinni. Búið er að selja alla aðgöngu- miða að leikunum og öllum undirbúningi lokið. En við eitt verður ekki ráðið — tíðarfarið. Og síðustu fregnir frá Þýzkalandi herma, að þar sé heitt í veðri og gróðrartíð sem að vori. Og ef því heldur áfram og blóm springa út í Garmisch- Partenkirchen, fer mikill undir- búningur forgörðum, því að vitanlega er snjór og ís undir- staða vetraríþróttanna og ef þeir staðhættir eru ekki fyrir Nýja Bíó: ' Járnhertoginn Þessi mynd er gerð til fylg- isöflunar brezku viðhorfi nú, til atburðanna 1815, enda að nokkru gerð með aðstoð hins opinbera á Englandi. En þrátt fyrir það, að hugmyndir al- mennings um persónu Welling- tons hafa auðvitað fengið á sig þjóðsagnablæ fyrir löngu og eru því ekki svo áreiðanlegar, að ekki megi frá þeim víkja, og þrátt fyrir hina miklu leik- gáfu George Arliss, tekst.hon- um ekki að gera oss jámher- togann vel trúlegan við hers- , höfðingjastarfið í fyrri helm- ingi myndarinnar. Og þrátt fyr- ir aðstoð brezkra sérfræðinga um hermál, er mestur hluti or- ustunnar við Waterloo svo daufur á bragðið, sérstaklega eftir að menn hafa séð höggor- ustu krossfaranna, að myndin hefði vel mátt án hennar vera. — En síðari hluti myndarinnar bætir mjög um, þar sem Wel- lington tekur í taumana hjá hinum smásmuglegu sambands- mönnum sínum við friðarsamn- inga og hjá hinum ráðlausa Loðvíki XVIII. og hinum dáð- lausu hirðmönnum hans, um leið og hann heldur þá ræðu, sem betur hefði verið haldin af Clemenceau eða Lloyd George í Versölum 1919, en nú frá lérefti kvikmyndasalanna í Evrópu. Allt þetta fer Arliss mæta vel úr hendi, þótt hann sumstaðar, bæði sem stjórn- málagarpur og eiginmaður, minni fullmikið á sjálfan sig í hlutverki Disraeli, Lord Beo- consfields, sem hann hefir bezt innt af hendi. S. H. f. H. Merkilegir fornleifa- iundir í Svíþjód. Árbók fornleifafélags Gauta- borgar og Bohusléns, segir frá merkilegum fornleifafundi í byggðarlagi í Bohusléni frá for- söguöld- Hefir þar fundizt fjöidi beina auk áhalda. Talið er að þarna hafi verið byggð 4—5000 árum f. Kr., og þykir furðulegt, að fiskbeinin, sem þar hafa fundizt, bera vott um það, að þe’r, sem þarna bjuggu fyrir 6000 árum síðan hafa þá þegar sótt á djúpmið eftir fiski. Beinin sýna, að þessir áar vorir hafa lifað á ýsu, þorski og löngu. Sterkir agnhaldsönglar hafa, fundizt, en ekkert, sem benti til þess úr hvaða efni fær- in hafa verið gerð á þeim tím- um. Ennfremur hafa þarna fundizt bein úr risamörgæs, en sú teg- und er nú aldauða um allan heim. ÞesBÍ fugl var nálega þrjú fet á hæð, en gat ekki fiogið og varð því manninum auðveidd bráð. hendi, verður ekki hægt að halda neina vetrarleika að þessu sinni. B.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.