Nýja dagblaðið - 23.01.1936, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 23.01.1936, Blaðsíða 4
4 N Ý J A DAGBLAÐIÐ | Gamla Bíó| sýnir kl. 9: Spennandi lýsing á starfs- aðferðum amerísku ríkis* lögreglunnar, leikin af Fred MacMurray og Ann Sheridan. —Börn fá ekki aðgang.— Veðurspá fyrir Reykjavík og ná- gi'cnni: Norðaustangola. Bjart- viðri-. Næturvörður er í nótt Halldór Stefánsson, Lækjarg. 4, sími 2234. Nciiurvöröur er þessa vikuna í La,ugavegs- og Ingólfs apotekum. Útvarpið: Kl. 8.00 Enskukennsla, 8.25 Döaskukennsla. 10.00 Veður- fregnir. 12,15 Hádegisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Útvarpshljómsveitin (þór. Guðm.): Lög úr óperuntii „Hol- lenzka stúlkan" (Kálmán). 19.40 Auglýsingar. 19.45 Fréttir. 20.15 Erindi: Loftið í 40 km. hæð (Jón Eyþórsson veðurfr.). 20,40 Lúðra- sveit Rvíkur leikur. 21.05 Lesin dagskrá næstu viku. (Dagskrá þar ineð lokið). Belgaum kom frá Englandi i fyrrakvöld og fór á veiðar í gær- kvöldi. Kolaskipið, Akenside, fór héðan i gærmorgun áleiðis til Englands. Snorri goöi fór á veiðar í gær. Brúin á pverá úr Markarfljóíi er talin vera í hættu, vegna þess að áin hafi hlaðið upp svo miklu íshröngli ofanvert við brúna. (Sam- kvæmt símtali). Vatnsskortur austanfjalls. Blað- inu hafa borizt fregnir um það að tilfinnanlegur vatnsskortur sé austanfjalls, sérstaklega í Gaul- verjabæjarhreppi, og sé þar vatns- laust á sumum bæjum. — þessi vatnsskortur mun stafa af óvenju íniklum þurrviðrum um langt skeið. Um 40 manns vinna nú í at- vinnubótavinnu í Hafnarfirði. ■Hnnið er að því að sprengja klappir við Reykjavíkurveg og Linnetsstíg og á að breikka þá vegi. Fisktökuskipið „Skarp“ fer til F.ngfands í dag og tekur póst. — Pósti sé skilað fyrir kl. 4 í dag. Franski sendikennarinn, Mlle Pctibon, flytur í kvöld kl. 8 íyrir- lestur með myndum, um „Le ehateau de Versailles". ísfisksalan, í gær seldu Kári í Aberdeen 1577 vættir fyrir 1220 sterl.pd. og Sviði í Grímsby 1537 vættir’ fyrir 1056 sterl.pd. Sundlaugunum var lokað rétt eftir helgina. Er því borið vlð, að ,íannaðsmn‘ Eftir SIR JAMES BARRIE Sýning á morgun kl. 8 í Iðnó. Lækkað verð! AðgöngumíCar sddlr 1 dag «fb» jr kl. 1.---Sími 2191. Hús brennur Framh. af 1. síðu. Engu varð bjargað og húsið er gjörónýtt. Húsið var vá- tryggt fyrir 12 þúsund krónur og innanstokksmunir fyrir 6 þús. krónur. Eldsupptök eru enn ókunn. Þeim hjónum líður eftir von- um, en bæði skárust þau á gler- brotum og Sveinn þó meira, en ekki sakaði bömin, enda þótt glerbrot væru í skaflinum. heita vatnið þurfi til upphitunar i hús hér í bænum, vegna kuldanna. Finnst þó ýmsum líklegra að hér sé um gróðabragð að ræða hjá forráðamönnum bæjarins og kunna því illa, að nokkrar krónur sóu mtnar til jafns við þá holl- séu metnar til jafns við þá holl- lcga hafa veitt mörgum bæjar- búum. Ráðunautamir Páll Zophónías- son og Pálmi Einarsson fara í dag norður til þess að halda bænda- námskeið. Halda þeir fyrsta nám- skeiðið á Borðeyri, annað á Blönduósi og þriðja á Hvamms- tanga. Áður hafa þeir haldið þrjú námskeið hér syðra, eitt í Kjós, annað á Kjalarnesi og þriðja fyr- ir Garðahrepp og Álptanes. Aðalfundur í verkamannafélag- inu Hlíf í Hafnarfirði var hald- inn í gærkvöldi. Fundinn sóttu um 200 manns. Kosnir voru í stjórn: þórður þórðarson formað- ur, Albert Kristinsson ritari, Hall- dór Halldórsson gjaldkeri, Jóhann- Tómasson fjármálaritari, og jiorvaldur Guðmundsson varaform. Allir endurkosnir nema sá síðast- nefndi. Háskólafyrirlestrar í trúar- bragðafræði. Sænski sendikennar- inn, Ake Ohlmarks, flytur í 1 völd kl. 6.15 í háskólanum þriðja íyrirlestur sinn um trúarbrögð frumstæðra þjóða. Vatnslaust var í Skildinganesi og- nokkrum húsum efst á Skóla- vörðuholtinu í allan fyrradag. Var hafin rannsókn á því þá um daginn, af hverju þetta myndi síafa, en ekkert fannst athuga- vert, hvorki við geymana eða leiðsluna. Ekki er þó talið senni- lcgt, að eyðslu á vatni hafi verið til að dreifa, því til þcss þyrfti að eyða um 660 lítrum á hvert mannsbarn í bænum á sólarhring. Ymsir hafa haldið að vatnsveitan hafi lánað rafveitunni vatn, en það er misskilningur, og slík vatnshjálp myndi heldur ekki koma vatnsveitunni að neinu liði. í gær var viðasthvar nægilegt vatn á báðum þessum stöðum. Fyrirlestur í Alþýðuskólanum. í kvöld (fimmtudag) kl. 9 flytur Ludvig Guðmundsson skólastjóri L ísafirði fyrirlestur í Alþýðuskól- anum, fyrir kennara og nemendur. þess er vænzt, að nemendur skólans fjölmenni. Leiðrétting. Hér þykir rétt að loiðrétta frásögn Alþýðublaðsins í gœr um nýafstaðna stjórnarkosn- ingu í verklýðsfélaginu Víkingur í Vík í Mýrdal. Segir blaðið svo fiá, að allir meðlimir hinnar ný- kjörnu stjórnar séu alþýðuflokks- menn, þótt varaformaður og ann- ar stjórnarmeðlimur séu yfirlýstir Framsóknarmenni — Virðist hér vcra um leiðinlega vangá að ræða frá blaðsins hálfu og óskandi \ egna þess sjálfs, að slíkur frétta- flutningur hverfi úr sögunni. Víkurbúi. Yaldataka Játvarðar VIII. London kl. 17, 22/1. FÚ. Valdataka Játvarðar konungs VIII. var tilkynnt um gjörvallt Bretaveldi I dag. Blöktu fánar við hún í öllum borgum, en verða dregnir í hálfa stöng á morgun. Forsætisráðherrann, Stanley Baldwin, gekk á fund hins nýja konungs í Buckinghamhöll í dag. Eftir að þeir höfðu talazt við, fór konungur til Sandring- ham með járnbrautarlest, á- samt hertoganum og hertoga- frúnni af York, og hertoganum og hertogafrúnni af Gloucester. Fjöldi fólks gengur í dag fyrir kistu konungs, þar sem hún stendur í Maríu Magda- lenukirkjunni í Sandringham. Samvinna á Míðjarðar- hafinu LRP. 22/1. FÚ. Frá Genf kemur fregn um það, að útbýtt hafi verið meðal meðlima Þjóðabandalagsins á- litsskjali um ástandið í Mið- jarðarhafi ef til ófriðar kæmi. Inniheldur það meðal annars samninga þá, sem Bretland og Frakkland hafa gert um gagn- lcvæma aðstoð, ef til árása kæmi í Miðjarðarhafinu. Er í þessu ennfremur yfirlýsingar frá stjómum Grikklands, Tyrk- lands og Jugo-Slavíu, þar sem þær tjá sig reiðubúnar til þess að takast á hendur allar þær skyldur, „sem þeim beri sam- kvæmt 16. grein Þjóðabanda- lagssáttmálans". Samsteypu- stjórn í Egipta- landi London kl. 17, 22/1. FÚ. Egypska stjórnin hefir á- kveðið að segja af ser, með það fyrir augum, að skipuð verði stjóm, sem allir flokkar eigi fulltrúa í. Er þetta gert vegna þess, að fyrir dymm standa samningar við brezku stjómina og er tal- ið réttmætt, að allir flokkar séu aðilar að þeim samningum. Brezka stjórnin hefir þegar lýst yfir, að hún sé fús til samninga milli Egyptalands og Bretlands á sama grundvelli eins og fólst í uppástungum Arthur Hendersons 1930. Að- eins gerir brezka stjómin þá krötu, að áður sé fullgengið frá samningum um nokkur mál, þar á meðal hvernig hátta skuli hervörnum og herstjóm Egyptalands og Sudan. Kosningar eiga að fara fram í Egyptalandi 10. marz næst,- komandi. Vertíðin Framh. af 3. síðu. ekki frekar rætt að þessu sinni. Eina færa leiðin, sem ég sé til skynsamlegrar takmörkun- ar á fiskframleiðslunni, er að treysta á sjómennina og út- gerðarmennina í þessu efni. Það er alkunnugt, að fiskveið- ar hafa verið stundaðar af of- urkappi hér á landi, miklu meira um það hugsað, að afla sem allra mest, heldur en hitt, að afla sem ódýrast. Sjósókn er stunduð í hálfófærum veðrum, og fyrir utan hættuna, sem því fylgir fyrir áhafnir fiskiskip- anna, eyðist óhæfilega mikið af olíu og kolum. Þá er veiðar- færanotkun íslenzkra fiskiskipa talin ákaflega mikil, sem stafar bæði af því að skipin nota lang- ar línur og að mikið tapast af veiðarfærum, þegar sjósókn er stunduð af ofurkappi í illfær- um veðrum. Þegar þess er gætt, að því nær allt, sem til útgerðar heyr- ir, verður að kaupa frá útlönd- um, er það bersýnilegt, eins og nú horfir með markað fyrir ís- lenzkan fisk, að fyrir útgerðina og þjóðina í heild, skiptir ákaf- lega miklu máli, að stillt sé í hóf svo sem frekast er unnt allri eyðslu á erlendum útgerð- arvörum, og að megináherzlan sé lögð á að afla fiskjarins með sem minnstum tilkostnaði, þó fiskarnir verði færri, sem dregnir verða úr sjónum á þessu ári, heldur en þegar allt kikur í lyndi. J. Sundmennt Norðurlanda Framh. af 1. síðu. horfendasætin laus og geta svo notað gangstéttirnar fríar og frjálsar til kennslu á milli þess að kappsundin færu fram. Þegar komið er inn í fordyri sundhallarinnar, eru búnings- ldefar fyrir konur til vinstri og karlmenn til hægri, eins og sézt á meðfylgjandi mynd. Stuttu strikin tákna milligerð- ina á milli klefanna. Baðgestur- inn kemur fyrst inn á svokall- aðan „óhreinagang“ og fær ldefa, og er hann hefir afklæðst gengur hann út um aðrar dyr á klefanum og út, á svokallað- ann „hreinagang". Eina leiðin úr þessum gangi inn í laugina, er í gegnum þvottaklefann, og eftir að menn hafa þvegið sig þar, fá þeir aðgang að laug- inni. Með þessu fyrirkomulagi er það útilokað, að nokkur mað- ur komist ofan í laugina nema að hafa baðað sig og þvegið áður. Þessi tvöfaldi gangur, hreini og óhreini, var ekki nema á allra nýjustu laugun- um. t. d. er það ekki í sund- höllinni í Kaupmannahöfn eða Frederiksberg, en aftur í sund- höllinni í Aarhus. Sundhöllin í Reykjavík. Það vakti ánægju mína, þeg- ar ég hafði séð Stadbad Mitte, hvað sundhöllin okkar hér í Reykjavík er lík henni að [NYJA BIÓ Járn- hertoginn Söguleg kvikmyud um hertog&nn af Welliugton og’ sam- tiðarmenn hans Aðalhlutverkið leikur hinn heimsfrægi „ Karakter leikari George Arlíss Aðrir leikarar eru: Gladis öooper Ellaline Terries o-fl. mörgu leyti. Hún er eins og kunnugt er 33Í/3X10 metrar. 90 cm. djúp í grynnri endann og 3,5 metrar í dýpri endann. Jafnmargar vippur verða þar og í sömu hæð og í þeirri þýzku og því sömu hlutföll milli hæðar og dýptar; gang- stéttarbreidd 2,10 metrar við hliðarnar og til endanna 3 metrar við annan og 2,5 metrar við hinn. Má því segja að þau breiddarhlutföll séu hin sömu og í þeirri þýzku. I sundhöll- inni hér eru einnig tveir gang- ar, hreinn og óhreinn, og eina leiðin úr hreina ganginum út í •laugina, er í gegnum þvotta- ldefann, svo að enginn getur stolizt óhreinn, ofan í. Klefar fyrir kvenfólk eru á neðri hæð með samskonar fyrirkomulagi. Hér verða einnig, eins og ann- arstaðar, vatnshreinsunarvélar og sótthreinsunarvélar. Sund- þróin verður flísalögð innan með dökkgrænum á veggjum en ljósgrænum í botninum, en milligerðin milli klefanna úr glerhúðuðum steini, dökkum á veggjum en Ijósum á botni, en á gangstéttunum í kring verða brúnar og ljósar flísar og enn- fremur verða Ijósgular flísar töluvert upp á veggina og einn- ig verða baðklefar og búnings- klefar flísalagðir og milligerðin milli klefanna úr glerhúðuðum steini. Flísamar eru af hinni beztu gerð og virðist þar ekk- ert til sparað, og sunnan á sundhöllinni, uppi yfir búnings- klefunum, eru tvö ágæt sól- baðsskýli, annað fyrir konur og hitt fyrir karla. Þessi ágætu sólbaðsskýli hefir sundhöllin hér fram yfir allar aðrar sund- hallir, sem ég hefi séð, og er það óneitanlega bæði gagn og gaman fyrir oss íslendinga að hafa sýnt af oss þann skilning að hafa sundhöllina þannig út- búna, að menn geti veitt sér þar aðgang að hinni heilnæm- ustu heilsulind sem menn þekkja — sólböðunum. Eins og nú er vandlega séð fyrir bygg- ingu sundhallarinnar, tel ég hana geta orðið höfuðstaðnum og landinu í heild sinni til mikils sóma, sagði Erlingur að lokum. Það er nú unnið að því í vet- ur að fullgera sundhöllina í Ileykjavík, og er búist við að hún verði fullgerð á sumri komanda. M. S.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.