Nýja dagblaðið - 22.02.1936, Side 1
4. ár. . Reykjavík, laugardaginn 22. febrúar 1936. c " 44. blað.
Búnaðarframkvæmdir
hafa stóraukist í lattdáttu árið 1935
I ^ I
Frú Halldóra Ásgrímsdóttir
kona Karls IIjálmarssonar kaup-
S metra snjór
Stórvandræði í Danmörku vegna
fannkyngis. — Samgöngnr tepptar
Jarðabótaskýrslurnar fyrir
síðastl. ár, eru nú fullgerðar.
Sýna þær þá niðurstöðu, að
þrátt fyrir hið erfiða árferði,
hafa búnaðarframkvæmdir auk-
izt frá því árið áður. Árið 1934
voru unnin 614.929 dagsvei'k
al’ búnaðarverkum, sem njóta
styrks samkv. jarðræktarlög-
unum, en í fyrra voru unnin
643.341 dagverk, eða rúmlega
28 þús. fleiri.
Mest hefir aukning orðið,
livað snertir byggingu áburðar-
húsa og safnþróa. Árið 1934
voru unnin við þau störf 60.861
dagsverk, en síðastl. ár voru
unnin 82.266 dagsverk.
Einnig hefir verið unnið meira
að’ byggingum á þur- og vot-
heyshlöðum. Árið 1934 voru
unnin 115.012 dagsverk við slík
störf, en í fyrra 125.319 dags-
verk.
Alpingi
Fyrsta málid var
afgreitt í gær
Fyrsta mál, sem afgreitt er
á þessu nýbyrjaða þingi, er
þingsályktun, sem samþykkt
var í neðri deild í gær og hljóð-
ar svo:
„Neðri deild Alþingis ályktar
að skora á ríkisstjórnina að
láta rannsaka á næsta sumri
vegarstæði um öxarfjarðar-
heiði og Hálsa í Norður-Þing-
r;yjarsýslu og gera áætlun um
kostnað við vegargerð á þess-
um leiðum, hvorri fyrir sig.“
Tillögunni fylgdi svohljóðandi
greinargerð: „Nauðsynlegt er
að fá úr því skorið, hvemig
sveitunum austan öxarfjarðar-
heiðar verði á hagkvæmastan
og ódýrastan hátt komið í sam-
band við akvegakerfið norðan-
lands. Getur þar verið um tvær
aðalleiðir að ræða, þær sem
nefndar eru í tillögnuni. En
nvorug sú leið hefir enn verið
rannsökuð til fullnustu, og
Framh. á 4. síðu.
Vertíðin hafin í
V estmanna ey jum
Milli 20—30 bátar úr Vest-
mannaeyjum réru í fyrrinótt.
Voru flestir komnir að um kl.
18,30 í gær með ágætan afla,
þrátt fyrir norðanstorm og
vont sjóveður. — FÚ.
Hinsvegar hefir dagsverkun-
um fækkað við túnrækt og
garðrækt. Árið 1934 voru unn-
in 439.050 dagsverk, en í fyrra
435.756 dagsverk.
Samanlagður styrkur fyrir
þessar búnaðarframkvæmdir,
greiddur samkvæmt ræktunar-
lögum, nam kr. 621.814.50. Er
það 34 þús. kr. meira en árið
áður, en þá nam hann alls kr.
587.847.50.
Framh. á 4. síðu.
félagsstjóra á Þórshöfn á
Langanesi, andaðist í gær.
Hún var enn á unga aldri,
kona merk og mörgum harm-
dauði.
SÆmnndur BjarDhéðinsson
prófessor
lézt í gær i Kaupmannahöfn.
Hann var 36 ár yfirlæknir við
holdsveikraspítalann í Laugar-
nesi.
Heímavisl fyrir vanheíl
hörn í Laugarness-skóla
í gær var blaðamönnum boð-
ið að líta á heimavist skólans í
tilefni af því, að fyrstu bömin
eru nú að fara þaðan og önnur
eiga að koma í þeirra stað.
Hinn 30. nóv. s. 1. var sett á
stofn heimavist fyrir veikluð
böm í sambandi við skólann,
sem er undir stjórn skólastjór-
ans, Jóns Sigurðssonar. —
Húsnæði fyrir þessa deild er á
þriðju hæð í skólahúsinu, þar
eru 3 stofur með samtals 12
rúmum fyrir börnin. Auk þessa
er þar borðstofa, búr og eld-
hús, bað og W.C., ein stofa til
íbúðar fyrir forstöðukonuna,
ljósastofa og læknastofa. Flest
eru þessi herbergi heldur lítil,
en vistleg og mjög snyrtilega
um allt gengið. Börnin voru
glöð og ánægjuleg og benti allt
til þess að þarna væri gott
heimilislíf.
Tólf stúlkubörn hafa dvalið
þarna í síðustu 3 mánuði og
hafa endað dvalartíma sinn
næstkomandi þriðjudag.
( Skýrsla sú, sem hér fylgir,
| gefur nokkurt yfirlit um fram-
farir þessara barna og um
heilsufar þeirra hefir þessi
skýrsla ýmislegt að segja at-
hugulum lesanda, en það er
rétt að taka fram, viðkomandi
þyngd barnanna síðasta mán-
uðinn, að viktin er frá síðasta
; laugardegi. Má þess vegna gera
ráð fyrir að bömin hafi þyngst
meira en skýrslan sýnir. Eitt
af því, sem þessi skýrsla sýnir,
er það, að börnin hafa getað
stundan nám að töluverðu leyti
samtímis því sem þau eru
þarna sér til heilsubótar.
Sú fyrsta spurning, sem
hlýtur að koma í huga þeirra
er eitthvað eru kunnugir hér í
bænum, er um það, hvort þetta
húsnæði sé ekki allt of lítið,
og það er enginn efi á því að
þetta ér of lítið, og ber varla
að líta á þetta nema sem ofur-
litla tilraun, en það verður að
Framh. á 2. síðu.
Börnin í handavinnutíma.
SNJÓÞYNGSLI mikil em nú
um alla Danmörku og er
snjólagið sumstaðar fimm
metra þykkt.
Þúsundir manna unnu í gær
að snjómokstri á járnbrautum,
þjóðvegum óg borgarstrætum.
Hefir sumstaðar tekizt að
greiða nokkuð úr samgöngum,
en samt eru samgöngur allar,
nema í lofti, svo úr lagi færð-
ar, að til vandræða horfir.
Víða hafa bifreiðir og járn-
brautarlestir ekki komist leiðar
sinnar. T. d. varð Jótlands-
járnbrautarlestin föst í snjó í
fyrradag með 95 farþega inn-
anborðs. En síðar var þó far-
þegum komið nokkuð áleiðis í
bifreiðum.
Útflutningsverzlun Dana hef-
ir þegar beðið mikið tjón af
þessu samgönguleysi. Einkum
hefir eggjaútflutningsverzlunin
skaðast stórkostlega, somuleið-
is sláturhúsin. — Sláturhúsin
koma ekki frá sér vörunum, og
fá engin dýr til að slátra. í
Ringsted átti t. d. að slátra 800
svínum í gær, en tvö komust
á aftökustaðinn.
Mjólkurleysi er víða orðið all-
alvarlegt í bæjum. í Kaup-
mannahöfn segir heilbrigðis-
stjórnin, að enn sé til nægilega
mikið af rjóma, og bama-
mjólk muni verða til nægileg í
dag, en önnur mjólk af mjög
skornum skammti. Sama sem
ekkert fluttist af mjólk til
borgarinnar í gær.
(Samkv. F.Ú.-fregn).
Eóstur
Prjú héruð lýst
Ó T T Azana, hinn nýi for-
sætisráðherra á Spáni hafi
sagt það verða fyrsta verk
stjórnarinnar, að veita frelsi
pólitískum föngum og talið sé
að 1000 slíkra fanga hafi verið
látnir lausir á Norður-Spáni,
liafa stjórnarsinnar samt brot-
ið upp fangelsið í Oviedo og
sleppt föngunum.
Steina stjórnarinnar
Azana hefir lofað því, að
stjórnin skuli ekki hefja neiri-
ar pólitískar ofsóknir, en reyna
Lungnaveíkí
geisar enn
í BorgfarSirði
Lungnaveikin, sem mestan
usla gerði í sauðfé í Deildar-
tungu síðastliðið ár, og allt til
þessa, hefir gosið upp á mörg-
urn bæjum í vetur beggja meg-
in Hvítár, einkum í Reykholts-
dal, Bæjarsveit og Þverárhlíð.
Á nokltrum bæjum hafa far-
ist milli 10—20 ær, en á öðrum
stöðum færra. Enginn getur
um það sagt, hvað miklu tjóni
J>essi veiki kann að valda áður
en lýkur. Gæta menn allrai’
varúðar í meðferð fjárins á
sýktum heimilum og þora
hvorki að beita fénu, eða baða
það. Er það sannreynt að sýkt
íé þolir hvorugt. — FÚ.
á Spáni
í hernaðarástand
að stofna til friðar, efla at-
vinnu og ábyrgjast réttlæti
fyrir alla jafnt, hverri stefnu
sem þeir fylgi. Þrátt fyrir
þessa yfirlýsingu forsætisráð-
herrans, eru ýmsir pólitískir
leiðtogar hægri flokkanna mjög
órólegir, og þá líka aðalsmenn,
sem tekið höfðu sér bólfestu á
Spáni á ný, á tímabili síðustu
stjóma. — Samkv. FÚ.
Stjórnarsinnar ráðast
á skrifstofur fascista
London í gærkvöldi. FÚ.
Spánska stjórnin hefir lýst
héröðin Murcia, Alicante og
Valencia í hemaðarástand.
Hefir þetta verið fyrirskip-
að vegna flokkadrátta er stuðn-
ingsmenn vinstri flokkanna
hafa haft í frammi. Mann-
fjöldinn réðist á húsakynni
fascistablaðs í borginni Ali-
cante í gær. Voru þrír menn
drepnir og sex særðir. Einmg
Framh. á 4. síðu.
Dýrt er skípu-
lagsleysið
Hvað borga Reykvíkingar fyr-
ir liskinn, sem þeir borða dag-
lega?
Ýsa, keypt af sjómönnum fyr-
ir 11—12 aura kg., en seld út í
smásölu á 30 aura kg.
Dýrt er skipulagsleysið.