Nýja dagblaðið - 22.02.1936, Síða 4
4
N * J A
D AGBLAÐIÐ
4
IGamtaBíól
og elska
Efuisrík og vel leikin
talmynd.
Aðalhlutverkin leika:
CLARK GABLE og
JOAN CRAWFORD.
Aukamynd:
Heímsm eísíar-
inn í Bíllíard
Aanáll
Veðurspá íyrir Reykjavík og ná-
grenni: Allhvöss norðanátt. Bjart-
viðri.
Næturlækuir verður i nótt Óskar
þórðarson, Öldugötu 17. Sími 2235.
Næturvtfrður er í Laugavegs- og
(ngólfs apótekum.
Útvarpað f dag: 7,45 Morgunleik-
t'imi. 8,00 Enskukennsla. 8,25
Dönskukennsla. 10,00 Veðurfregn-
ir. 12,00 Hádegisútvarp. 13,00 Er-
indi: Um búreikninga, I (Guðm.
•iónsson búfræðikennari). 15,00 Veð-
urfregnir. 18,45 Erindi Búnaðar-
félagsins: Um refarækt, II (Guðm.
•lónsson ráðunautur). 19,10 Veður-
írcgnir. 19,20 Hljómplötur: Létt
lög. 19,40 Auglýsingar. 19,45
Fréttir. 20,15 Leikrit: pættir úr
„Skugga-Sveini", eftir Matth. Joch-
umsson (Leikfélag Rvíkur). Dans-
lög (til kl. 24).
Alþýðufræðsla Guðspekifélagslns.
Mallgrimur yfirke.nnari Jónsson
flytur fyrirlestur annað kvöld í
Guðspekifélagshúsinu, kl. 9 síð-
degis, um andlegar lækningar, sbr.
auglýsingu í blaðinu í dag.
Skátar efna til samkomu i Iðnó
á mánudagskvöld kl. 8,15, sbr.
áuglýsingu í blaðinu í dag.
í gærkvtfldi hélt stjórn Fiskifé-
lagsins 25 ára afmæli sitt hátíð-
legt með kvöldboði á Hótel Borg.
Gestir voru 28: stjórn félagsins,
LEIiLfJEIili inUlTIUI
Skogsa-SveinB
Sýuúg á morgun kl. 3
Lækkad verð
Allra síðasfa smn
Eruð þér
frímúrari?
Eftir Aruold og Bach.
Sýning á morgun kl. 8
Aðgöngumiðar að báðum sýn-
ingunum eru seldir í Iðnó í dag
frá kl. 4—7 og eftir kl. 1 á
morgun.
Sími 3191.
fulltrúar fiskiþings, starfsmenn
félagsins hér í bænum. Auk þess
var boðið bankastjórum Útvegs-
bankans og formönnum stjórnar-
flokkanna beggja og Ólafi Thors.
Hann kom ekki, en sendi í sinn
st.að Gisla Sveinsson. Tólf ræður
voru haldnai' um störf félagsins,
sögu þess og framtíð.
Norræna féiagið hélt ái'sfund
sinn í Oddfellowhúsinu í gær-
kvöldi. Stjórnin var endurkosln, að
undanteknum formanninum, Sig-
urði Nordal próíessor, er eigi gaf
kost ó sér. Var i lians stað kosinn
í stjórnina Jón Evþórsson, veður-
fræðingur, en í formannsembætti
Stefón Jóh. Stel'ánsson alþm. —
Að loknum kosningum flutti fil.
lic. Áke Ohlmarks einkar ýtarlegt
og' skemmtilegt erindi um „svenskt
skámtlynne", frá því fyrir eða um
siðabót og fram á vora daga og
sýndi með því og skýrði skugga-
myndir, og ungfrú Guðrún þor-
steinsdóttir söng sænskar þjóðvís-
ur með aðstoö frú Guðrúnar
Sveirisdóttur: Siðan voru bumbur
barðar, danz -stiginn og ieikið á
symfón og salterium við mikla
gleði. — Fjöldi manna var við-
staddur og margir gengu í félagið.
Samvinnumótlð verður 29. þ. m.
Nýja stúdentablaðið kemur út í
dag, fjölbreytt að vanda. Söluböm
komi kl. 1 e. h. í bókabúðina
Héimskringlu, Laugaveg 38. Blaðið
fæst einnig í bókabúðum.
Skaftfellingamót var haldið í
Oddfellowhúsinu í fyrrakvöld.
Var þar nokkuð á þriðja hundrað
rnanns og komust færri að en
vildu. Hófst hófið með borðhaldi
kl. 8. Undir borðum var skemmt
með ræðum og söng. Er leið að
miðnætti voru borð upp tekin og
danz stiginn knálega þar til kl.
41/2 um nóttina.
Norðlendingamót verður haldið
að Hótel Borg 25. þ. m. og hefst
með borðhaldi kl. 8 e. h. Norðlend-
ingamót hafa vérið haldin hér í
bæ einu sinni á hverjum vetri
undanfarið og jafnan hafa Norð-
lendingar fjölmennt þangað og
skemmt sér vel.
Verzlunarskólablaðið kom út eins
og að undanförnu í sambandi við
hið árlega nemendamót skólans,
en það var hakliö síðastl mið-
vikudagskvöld. Blaðið flytur grcin-
ar um ýms sérmál verzlunar-
stéttarinnar, snjalla bindindis-
grein, frásagnir af skólalífinu,
sögu o. fl. Frngangur þess er góð-
ur. Á nemendamótinu skemmtu
m. a. söngflokkar skólans (bland-
aður kór og karlakór), leikfimis-
flokkur og nokkrir nemendur
sýndu gamanleik.
Hafniirsku togararnir, Maí og
Rán, hafa nú hætt veiðumí um óá-
kveðinn tíma.
JJorraþræll er í dag og á morgun
er konudagurinn (fyrsti dagur
í Góu).
Árshátíð samvinnumanna verður
haldin á Hótel Borg laugardaginn
29. þ. m. Hátíðin verður auglýst
nánar síðar.
Rannsókn á fóðurbirgðum norð-
anlands. — Landbúnaðarmálaráð-
herra hefir falið Steingrími Stein-
þórssyni að hlutast til um að fram
sé látin fara athugun á fóður-
birgðum bænda norðaustanlands,
og verði þá síðar gerðar ráðstaf-
anir um fóðuröflun i samræmi við
r.iðurstöður þeirra athugana. Er
útlitið orðið mjög ískyggilegt víða
nyrðra, sökum hinna miklu harð-
inda.
Hjúskaparheit sitt hafa nýlega
l)irt ungfrú Guðrún Lýðsdóttir og
Magnús Eggertsson lögregluþjónn.
Htffnin. Fisktökuskipið Hekla fór
á leið til Færeyja í fyrrinótt. —
I gær kom línuveiðarinn Sigríður
Happdrættí
Háskóla Islands
Lítid í sýníngarglugg-aim
í Austurstræti.
Bátar firá Grínda-
vík hætt komnir
I gærmorgun fóru um 20
bátar á sjó úr Þórkötlustaða-
hverfi í Grindavík og lögðu lóð-
ir sínar djúpt í Grindavíkur-
sjó.
Um kl. 10 var komið norðan-
rok og menn þvi hræddir um að
bátunum kynni að ganga erfið-
lega að ná landi.
En fyrir miðaftan í gær
höfðu allir bátamir náð landi.
Dró línuveiðaskipið Jarlinn frá
Akureyri síðasta bátinn til
lands. — FÚ.
V ör ufilutninga-
bifireíd brennur
í fyrrakvöld brann vöruflutn-
ingabifreið, hlaðin heyi, til
kaldra kola, rétt innan við bæ-
inn.
I fyrrakvöld um kl. 9 var
bifreiðin ÁR 69, sem var hlaðin
heyi, stödd á Grenásveginum
rétt innan við bæinn, á leið
hingað. Þá verður bifseiða-
stjórinn var sviðalyktar og
stöðvar bifreiðina þegar, til að
vita hverju gegni. I því bili gýs
eldur upp í bifreiðinni og er
hún alelda á svipstundu.
Slökkviliðið var kvatt á stað-
inn, en gat ekki slökkt eldinn
sökum vatnsleysis. Ekki tókst |
að bjarga nema litlu af heyinu
og á bifreiðinni brann allt sem
brunnið gat.
Vörubifreið í góðu standi til
sölu strax. Upplýsingar í síma
2903 og 2333.
Hjörtur Ingþórsson,
Ríkisskip.
nl' vciðum. — Spánskur togari,
sem hér hefir verið undanfarna
daga, fór á veiðar. — Ægir fór í
eftirHtsferð og Laxfoss korn frá
Borgarnesi.
Leikfélag Reykjavíkur hafði
frumsýningu á sjónleiknum: „Er-
uð þér frímúrari?“ á fimmtudags-
kvöldið, fyrir fullu húsi og mikl-
um fögnuði áhorfenda. Næst sýnir
felagið þennan sjónleik á sunnu-
dagskvöldið. Seinustu sýninguna
hefir félagið á Skugga-Sveini kl.
3 á sunnudaginn og hefir hann þá
vérið sýndur 28 sinnum í vetur.
Á fjtflmennum ftmdi Sjómanna-
félags ísfirðinga 17. þ. m. gerðist
þetta meðal annars: Skorað á rík-
isstjóniina að gera út 30—50 smá-
lesta vélbát til strandgæzlu og eft-
irlits með veiðarfærum fyrir Vest-
fjörðum árið um kring. — Lýst
vanþóknun á njósnarstarfsemi í
þágu erlendra veiðiskipa og lýst á-
nægjti yfir aðgerðum ríkisstjórn-
arinnar í því máli. — Skorað á
Alþingi og rikisstjórn að þyngja
stórlega refsingar fyrir landhelgis-
brot. FÚ.
Alþingi
Framh. af 1. síðu.
kostnaðaráætluri liggur ekki
fyrir.“
Tillagan var flutt af Gísla
Guðmundssyni.
Frumvörp Framsóknannanna
um útgerðarsamvinnufélög og
breytingu á Fiskiveiðasjóði,
voru til fyrstu umræðu í gær,
og hafði Bergur Jónsson fram-
sögu. Frv. var vísað til sjávar-
útvegsnefndar.
Frv. lögfræðinganefndarinn-
ar um meðferð einkamála í hér-
aði, var einnig til 1. umræðu
og var vísað til allsherjar-
nefndar.
Þófaramálið (frv. um breyt-
ingu þingskapanna) var til 1.
umræðu í fyrradag og vísað til
ailsherjarnefndar. Jörundur
Brynjólfsson hafði framsögu.
Tveir af illræmdustu þófurun-
um, Jakob Möller og Garðar
Þorsteinsson, andæfðu um
stund, en ekki þorðu þeir að
taká upp þóf, a. m. k. við þessa
umræðu.
Dragnótamálið er komið til
þingsins á ný, flutt af Páli
Þorbjörnssyni og Jónasi Guð-
mundssyni. Vilja þeir rýmka
um veiðina, m. a. afnema hér-
aðabönnin. Málið fór til sjávar-
útvegsnefndar nd. í gær.
Þorsteinn Þorsteinsson er
aftur kominn fram með frv.
sitt um eyðingu svartbaks. Það
var í gær til 1. umr. í efri
deild.
Búnaðaríramkvæandir
Framh. af 1. síðu.
Tala jarðabótarmanna hefir
hækkað á árinu. Þeir voru
4490 árið 1934, en 4606 síð-
astl. ár. Hinsvegar hefir taia
búnaðarfélaga staðið í stað.
Búnaðarframkvæmdir hafa
minnkað í nokkrum sýslum frá
því árið áður, en aukist aftur á
nióti þeim mun meira annars-
staðar. Mest varð aukning í
Árnessýslu, 16 þús. dagsverk,
næst í Rangárvallasýslu, 8 þús.
dagsverk, og þar næst koma
Vestmannaeyjar með rösk 7
þús. dagsverk. Alls voru unnin
15.061 dagsverk í Vestmanna-
eyjum.
Rósftur á Spání
Framh. af 1. síðu.
réðist mannfjöldinn á skrifstof-
ur fascistaflokksins í Murcia.
í Cartagena réðist mannfjöldi
ennfremur á skrifstofur faa-
cistaflokksins, og svo hefir ver-
íð gert víðar um land.
í Corunna gerði mannfjöld-
inn í gær tilraun til þess að
ráðast á fangelsi, og leysa út
fangana, en tiiraunin mis-
heppnaðist.
INYJA BIÓ
Massakre
Amerísk tal- og tónmynd.
Spennandi og snilldarvel
leikin af:
Rich. Barfthelmess
Ann Dvorak,
Claire Dodd og fl.
Aukamynd:
Chaplin i hnefaleik
Amerísk tónskopmynd
leikin af Charlie Chaplin.
Odýrt
og gott!
Ódýr lifur
90 aura kg.
Ódýrt kjöft
0,85 í framp.
og l kr. í lærum
Dilkasvið,
Kjöfverzlunin
HERÐUBREIÐ
Fríkirkjuveg 7
Sími 4565.
Alþýðufræðsla
Guðspeki félagsins.
Fyrirlestur um
andlegar lækningar
flytur
Hallgrímur Jónsson
í Guðspekifélagshúsinu
annað kvöld, kl. 9 síðdeg-
is. Aðgangur ókeypis og
allir velltomnir meðan
húsrúm leyfir.
Á rekafjöru
Morgunblaðsins
Framh. af 3. siðu.
inu, væri einskonar hliðargrein
Jafnaðarmannaflokksins.
Staða Jónasar Jónssonar í
fylkingarbrjósti samvinnu-
manna var eðlileg. Hann er
vaxinn úr héraði, þar sem fé-
lagsmál yngri manna og eldri
eiga lengsta sögu. Uppeldisvið-
leitni og sjálfsagi æskulýðs-
hreyfingarinnar mótaði skoðan-
ir hans og starfsháttu öðrum
þræði. Á hinn bóginn aðhylltist
hann úrlausnir samvinnunnar í
skipulags- og framfaramálum.
Ég hefi í þessum síðustu
köflum rakið tildrög þeirra
tveggja flokka, sem hafa risið
upp í landinu á síðustu áratug-
um og vaxið upp til and-
spyrnu gegn borgaralegri auð-
kúgun 19. aldar. Þessir tveir
stjórnmálaflokkar og starf
þeirra eru sterkustu og merk-
ustu fyrirbærin í þjóðskipu-
lagsumrótinu hér á landi, það
sem af er þessari öld.
(Framh.). T.