Nýja dagblaðið


Nýja dagblaðið - 30.03.1936, Qupperneq 1

Nýja dagblaðið - 30.03.1936, Qupperneq 1
Reykjavík, þriðjudaginn 30. marz 1936. Spönsh fírmu skora á ríkisstférn Spánar að afnema takmarka.nfi» á innflutníngi saltfisks frá Islandi Á alira ssdustu árum og sérstakiega Syrir aöhald frá gjaldeyris- og innflutningsnefnd hafa aukizt kaup á ýmsum vörum frá Spáni, en par heflr, svo sem kunnugt er, veriö aða!- markaöur fyrir ísienzkan saltfisk fram tíi pessa Vörukaup pessi hafa haft pau áhrif, að svo er komið aö spánskir framleiðendur og spönsk firmu sem hingaö hafa selt vörur, beifa nú á- hrifum sínum ti! pess, að innflutningur héðan á saltfisks verði sem minnst takmarkaður. Nýja dagblaðið hefir frá ör- uggri heimild fengið vitneskju um að spánskir útflytjendur á vörum til íslands hafa gjört sitt til að ekki yrði takmörkuð sala á íslenzkum saltfiski á Spáni. Hafa þeir snúið sér til spönsku ríkisstjórnarinnar í því efni. Verður af þessu bert hversu mikilsvert það er að við höldum aðkaupum til þeirra landa, sem við eigum mest und- ir um markaði fyrir okkar eig- in vörur. Sýnishom þau af skeytum, sem spánskir útflytjendur hafa sent ríkisstjórn sinni, bera það með sér, að þeir líta svo á, að þeir eigi sameiginlegra hagsmuna að gæta með Is- lendingum, þegar ræðir um inn- fiutningsheimildir fyrir ís- lenzkan saltfisk til Spánar. Fara hér á eftir þýðingar á nokkrum af skeytunum. án þess þó að sendendur séu tilgi’eind- ir, en skeytin eru stíluð til iðn- aðar- og verzlunarmálaráðherr- ans á Spáni; 1. „íslenzk verzlunarstétt reynir eftir getu að kaupa spánska framleiðslu og auka útflutning vorn til Islands. 1 nafni gagnkvæmrar sanngirni biðjum vér yðar hágöfgi að af- nema takmarkanir á saltfisks- innflutningi frá téðu landi.“ spönskum neytendum, en spánsk framleiðsla íslenzkum neytendum. Þessvegna biðjum vér yður að takmarka ekki inn- flutning hingað á saltfiski, og létta þannig undir með spönsk- um landbúnaði og iðnaði.“ 5. „Vér biðjum yðar há- göfgi að varast takmörkun innflutnings á íslenzkum salt- fiski, vegna þess, að það mundi hnekkja vaxandi viðskiptum Spánverja og íslendinga.“ 6. Þegar litið er til þess, að frekari takmarkanir á salt fiskinnflutningi frá íslandi myndi hnekkja sölu spánskra afurða þar í landi, biðjum vér yður að gleyma ekki hagsmun- um spánskra útflytjenda, en meðal þeirra teljum vér oss, né heldur því þjóðþrifaverki, sem vér vinnum að eftir getu, að afla spánskri framleiðslu góðs markaðar í téðu landi.“ Nýja dagblaðið hefir sam- rit af fjölda slíkra skeyta, sem spönsku ríkisstjóminni hafa verið send. Eru þau ýmist frá einstökum framleiðslufirmum eða samböndum sérstakra framleiðslugreina. Einnig eru skeyti frá einstökum mönnum, sem taldir eru miklir áhrifa- menn. Hafa hinir spönsku útflytj- endur trú á því, að þeim muni í lokin takast að fá því til veg- ar komið, að Keimildin fyrir saltfisksinnflutningi frá íslandi verði aukin frá því sem er. Harrar eyðilöggð Iftalir nofa summdagkn til hrylli- legrar Slugárásar London í gærkvöldi. FÚ. í opinberri ítalskri tilkynn- ingu í dag er skýrt frá því, að 32 ítalskar flugvélar hafi verið Iátnar gera loftárás á Harrar í gær, og hafi árásin borið hinn glæsilegasta árangur, þvi að borgin sé nú ekki annað en brúgur af rústum. Samkvæmt skýrslu frá Addis Abeba standa leifar borgarinn- ar í báli, og er engum manni fært að nálgast borgina, til þess að komast að raun um hve tjónið sé mikið, sakir hins ofsa- lega hita. En aðeins er vitað, að tjónið er gífurlegt. Rauða- Kross sjúkrahús, sem merkt voru fána Rauða Krossins, eru sögð eyðilögð, einnig loft- Frh. á 4. síðu. Næsta skrel Hltlers verður að ráðasft inn a Lifthauen Spár franskra blaða effip kosningaúpslífin í Þýzkalandi London í gærkvöldi. FÚ. 2. „Vér biðjum yðar hágöfgi að afnema takmarkanir á leyf- ishluta Islendinga til saltfisks- innflutnings og hjálpa oss með því til að auka útflutning vorn til þessa lands, sem með degi hverjum eykur kaup sín hjá oss.“ 3. „Sökum mikillar eftir- spurnar á íslandi eftir fram- leiðslu vorri, biðjum vér yður að afnema takmarkanir á inn- flutningi íslenzkrar fram- leiðslu.“ 4. „Fullvíst er að í slenzk framleiðsla er nauðsynlegri I kosningunum, sem fram fóru í Þýzkalandi á sunnudag- inn, tóku þátt um 45.500 þús- undir kjósenda, og af þeim greiddu 98.79% atkvæði með Hitler. Rúmlega hálf milljón greiddi atkvæði á móti Hitler, og álíka margir sátu heima og greiddu ekki atkvæði. Franska blaðið, Echo de Paris, ritar um kosningamar, og spyr: „Iivað ætlar Hitler að gera við þessar 45 milljónir stuðningsmanna sinna?“ Blað- ið svarar því ekki, en auðséð er, að því stendur stuggur af hemaðarfyrirætlunum Hitlers. Hjnsvegar svarar franska blað- Fra,mh. á 4. sí2e. 76. blaö Grjóikastið úr glevhúsinu Út af kosningunni í banka- ráð Landsbankans hefir Al- liýðublaðið fyllst mikilli bræði, líklega af því að Héðinn Valdi- marsson var ekki kosinn í bankáráðið af Framsóknai- mönnum. Kosning í bankaráð Lands- bankans hefir ætíð verið póli- tísk og voru strax í byrjun kosnir í það tveir menn af Framsóknarflokksins hálfu, þeir Jónas Jónsson og Jón Ámason. Seinna hjálpuðu Framsóknar- menn Alþýðuflokknum til að koma einum manni í banka- ráðið, meðfram vegna þess, að Framsóknarmenn hafa litið svo á, að úr því kosningin á annað borð er pólitísk, þá sé ekki ó- eðlilegt að allir aðalflokkar þingsins eigi þar fulltrúa. Við kosningu í bankaráð 1934 tókst „Bændaflokksmönn- um“ á bankanefndarfundi, sem mikill vafi leikur á að verið hafi lögmætur, að bola Héðni Valdimarssyni úr bankaráðinu og kjósa Helga Bergs í hans stað. Sæti það, sem nú skyldi kjósa í á nýafstöðnum banka- nefndai-fundi, hafa Framsókn- armenn ætíð skipað, og er það því helzt til mikil frekja, ef til þess hefir verið ætlazt, að Héð- inn Valdimarsson yrði kosinn í bankaráðið að þessu sinni. Reyndar er dagbl. Vísir, sem út kom í gær, að vola út af því, að Framsóknarmenn skyldu ekki kjósa Héðin, og Ólafur Thors er í nógu miklum tengsl- um við Vísi til þess, að ekki verði um það villst hvaðan samúð blaðsins með Héðni er runnin, eins og á stendur. í bræði sinni ræðst Alþýðu- blaðið með hinum ósvífnustu dylgjum á Samband ísl. sam- vinnufélaga, brigzlar því um skuldir, vanskil og fjármálaó- reiðu, þótt með óbeinum orðum sé að sumu leyti. Þessu til skýringar skal þess getið, að Alþýðublaðið hefir jafnan talið h/f Kveldúlf hið mesta fjárglæfrafyrirtæki, en eggur nú Samband ísl. sam- vnmufélaga að jöfnu við Kveldúlf. Brigslin um skuldir Sam- Dandsins eru ekki nein nýjung, Jótt hlé hafi verið á rógmælg- inni nú um sinn, í blöðum Sjálfstæðisflokksins, sem mesta stund hafa á hana lagt. Héðinn Valdimarsson og tveir menn úr Sjálfstæðis- flokknum höfðu um fjögra ára skeið, eða öll árin frá 1930— 1934, meirahlutaaðstöðu I bankaráði Landsbankans, og fjigdust þá með viðskiptum Sambandsins við bankann. Bar þeim að sjálfsögðu skylda til að gera ráðstafanir gegn hættu af þessum viðskiptum, ef rógur íhaldsblaðanna, sem Alþýðu- blaðið endurtekur nú, væri á nokkurum rökum byggður. Reikningsniðurstöður Sam- bandsins hafa verið birtar op- inberlega, svo allt hefir legið ljóst fyrir um fjárhagsafkomu þess. Samband ísl. samvinnufélaga hóf starfsemi sína fyrir alvöru eftir lok ófriðarins mikla. Rétt á eftir, á árunum 1920—21, skullu yfir hinar ægilegustu verðbyltingar, sem nokkru sinni hafa átt sér stað hér á landi. Féllu þá í valinn fjölda- margar gamlar verzlanir, og ýms stór atvinnufyrirtæki liðu undir lok, eða biðu stóran hnekki á starfsemi sinni. Á þessum árum var gerð hin illvígasta og óbilgjamasta herferð á hendur Sambandinu, sem nokkurntíma hefir átt sér stað gegn nokkru verzlunar- fyrirtæki hér á landi. Þrátt fyrir þessa ofsókn og við- skiptaörðugleikana, lánaðist Sambandinu að komast klak- laust fram úr erfiðleikum þessara ára. Og síðan hafði Sambandið árlega bætt hag sinn, þar til heimskreppan hófst 1930. í gegnum þá kreppu hefir verið stýrt með svo mik- ili gætni, að skuldir Sam- bandsins við Landsbankann eru í dag ekki nema tæpar tvær milljónir og fjögur hundruð þúsund krónur. Þess skal getið hér til fróð- leiks, að blaðið hefir aflað sér þeirra upplýsinga hjá Samband- inu, að það er búið að greiða Landsbankanum síðan það hóf viðskipti við hann samtals nokkru hærri f járhæð í vexti og viðskiptagjöld, en nemur allri skuld þess við bankann í dag. Á bak við skuld Sambandsins við Landsbankann standa fyrst og fremst fasteignir þess og vörubirgðir, ennfremur úti- standandi skuldir og ábyrgðir 38 Samvinnufélaga, sem í Sam- bandinu eru. Mun mega full- yrða að Sambandið sé mjög Framh. á 4. atta.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.