Nýja dagblaðið - 30.03.1936, Page 3

Nýja dagblaðið - 30.03.1936, Page 3
N Ý J Ai BAGBLAÐIÐ 8 NÝJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: Blaðaútgáfan h.f Ritnefnd: Guðbrandur Magnússon, Gísli Guömundsson, Guðm. Kr. Guðmundsson. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: pórarinn pórarinsson. Ritstjómarskrifstofur: Laugav. 10. Símar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa Austurstr. 12. Sími 2323. Áskriftargjald 2 kr. á mán. -f lausasölu 10 aura eint. - Prentsm. Acta. Sími 3948. íhaldið á métí „syðri leiðísmí** Eins og kunnugt er hafa þeir Jónas Jónsson og Jón Baldvins- son flutt á Alþingi frumvarp um breytingar á vegalögunum. Stsersta breytingin, sem þetta frv. gerir ráð fyrir, er sú að taka í þjóðvegatölu leiðina milli Hafnarfjarðar- og ölfuss um Krísuvík og Selvog. Með þessu raóti er gert ráð fyrir tvöfaldri Suðurlandsbraut, annari. um Hellisheiði og hinni sunnan við fjallgarðinn með sjó fram, eins og áður er sagt. Með þessu frumvarpi, þó að lögum verði, er því að vísu ekki slegið föstu, að vegur verði lagður syðri leiðina. Til þess að hægt sé að ákveða það endanlega, þarf að gera nokkru nánari rannsókn á vegarstæð- inu nú í vor. Má þá ekki standa á því að heimild vanti í lögum til að leggja veginn þessa leið. Og þeim mönnum fer nú mjög fjölgandi, sem líta svo á, að §yðri leiðin sé einmitt hin rétta lausn á þessu mikla samgöngu- máli Suðurlands. En svo hlálega bregður við, að höfuðmálgagn íhaldsflokks- ins, Morgunblaðið, hefir nú þegar risið algerlega öndvert gegn þessu máli. Sl. sunnudag ræðst það á flutningsmenn frumvarpsins með skömmum, og kveður upp úr með það, sem sína skoðun (og þá vafalaust ráðamanna íhaldsflokksins) að syðri leiðin sé algerlega for- dæmanleg. Ekki er gott um það að segja að svo stöddu, hvort meiningin muni vera að kúga alla þing- menn íhaldsflokksins til þess að greiða atkvæði með Morg- unblaðinu í þessu máli. Hingað til hafa sumir þeirra ekkert farið dult með það, að þeir væru syðri leiðinni hlynntir, hvað sem nú verður eftir að ráðamenn flokksins hafa talað. Mbl. gerir mikið veður út af því, að syðri leiðin sé miklu lengri. En það er ekki vega- lengdin, sem hér skiptir mestu máli. Það sem mestu máli skiptir, auk kostnaðarins við lagningu vegarins (og hann þarf engan veginn að fara al- veg eftir vegarlengd), er það að hve miklu leyti vegurinn komi að gagni sem vetrarveg- ur. 6Ú—70 km. leið getur, ef snjór er þar til hindrunax, Eru þaö uppeldisáhrif skólans? Hverjn svarar Sigfús? Sigfús Sigurhjartarson „leið- ara“-ritstjóri að blaði, sem verkamenn gefa út hér í bæn- um, ræðst, á sunnudaginn, með nokkrum dólgsskap á Samb. ísl. samvinnufélaga fyrir að Fram- sóknarmenn hafa kosið Jónas Jónsson í bankaráð Landsbank- ans. Er þessi grein Sigfúsar einskonar framhald á þeirri fautalegu árás, sem sama blað hafði gert á Sambandið daginn áður og gerð hefir verið að um- ræðuefni hér í blaðinu. Sigfús segir að það sé ófært, að formaður Framsóknar- flokksins sé í yfirstjóm Lands- bankans. En hversvegna má Jón Baldvinsson form. Alþýðu- flokksins vera bankastjóri Út- vegsbankans og hví mátti Har- aldur Guðmundsson vera úti- bússtjóri á Seyðisfirði og hví má Stefán Jóhann vera í banka- ráði Útvegsbankans ? Þessir menn eru þó allir þingmenn í flokki alþýðu. Ef aðrir þing- menn misnota áhrif í banka sér og sínum í vil, þá munu þessir menn undir sömu synd seldir. Haustið 1927 voru Jón Áma- son og Jónas Jónsson báðir kosnir á bankaráð Landsbank- ans. Þeir höfðu þá nákvæmlega sömu aðstöðu til Sambandsins eins og nú, annar var fram- kvæmdarstjóri, hinn skóla- stjóri. Blað verkamanna fann þá ekkert athugavert við kosn- ingu þeirra. Hvað hefir gefið Sigfúsi ástæðu til óánægju með sömu ráðstöfun nú ? Er það máske sú staðreynd, að Sigfús. hefir fengið tvo væna bitlinga sér til handa, formennsku í útvarpsráði og formennsku í vínnumiðlunamefnd, af því að Framsóknarmenn fengu fimmt- án þingmenn við síðustu kosn- ingar? Sigfús dylgjar um að Sam- bandið skuldi mikið, og að þess- vegna megi ekki samvinnumenn fara með trúnaðarstörf í banka. En meinar Sigfús þá, tímunum saman verið mun seinfarnari en 100 km. snjólaus leið. Ef vegur verður lagður syðri leiðina, myndi veginum yfir Hellisheiðina einnig verða hald- ið við. Á sumrin yrði hann þá farinn af þeim, sem aðeins hugsa um sem hraðasta ferð milli Reykjavíkur og hérað- anna austanfjalls. En á vet- urna, þegar snjór væri til hindrunar á fjallinu, myndu all- ir fara hina lengri leið með sjónum. En sú leið myndi raun- ar verða mikið farin einnig á sumrin. Og fyrir Selvog, Hafn- arfjörð og stóran hluta af Reykjanesi myndi þessi vegur valda tímamótum. Það er vafa- samt, að kjósendur Ólafs Thors í Gullbringusýslu kunni honum miklar þakkir fyrir þá fjand- samlegu aðstöðu, sem hann hefir látið blað sitt taka gegn syðri leiðinni. að Jónas Guðmundsson, Finn- ur Jónsson, Emil Jónsson, Ás- geir Stefánsson og Guðmundur Oddsson séu ófærir til að vera í trúnaðarstarfi fyrir almenn- ing af því að þeir stýra fyrir- tækjum og bæjarfélögum, sem skulda mikið, tiltölulega langtum meira en nokkurt fé- lag í Sambandinu? En ef Sig- fús álítur, að þessir menn megi gegna trúnaðarstörfum, þó að þeirra fyrirtæki skuldi, þá vantar frá honum heimspeki- lega skýringu, sem lesendur að blaði hans hlakka til að sjá. Sigfús heldur, að Jónas Jóns- son muni lítt fær til að vera í stjórn Landsbankans, og að hann muni misnota aðstöðu sína þar. Nú er vitað að Jónas Jónsson hefir í 20 ár barist fyr- ir umbótum á Landsbankanum, átt þátt í að rétta hag hans við, verið í nefnd þeirri, sem samdi lög hans, verið á verði um hag bankans á Alþingi síðustu 14 árin, átt þátt í að hrinda af bankanum hverri árás frá fjandsamlegum öflum á Al- þingi, undirbúið lántöku að stofnfé bankans, sem Jón Þorl. hafði ekki komið fram. Sigfús veit sennilega að í hans flokki er enginn maður með þvílíka aðstöðu til bankans, enginn, sem eins hefir sýnt í verki að hann vill hefja bankann til vegs og gengis. Sigfús getur að einu leyti á- fellt J. J. í þessu efni, það er fyrir að hafa ekki kunnað að hagnýta sér aðstöðu sína við bankann. Sigfús hefir fengið tvö stór bein við stofnanir, sem hann hefir ekkert gert til að skapa. Jónas Jónsson var miklu launalægri kennari árin sem hann barðist við að losa Lands- bankann úr klóm B. Kr., held- ur en Sigfús er nú við íhalds- skólann, en hann tryggði sér engan bitling að launum, hvorki frá bankanum eða annarstaðar. Sigfús getur í þessu efni litið á sig sem fullkomna fyrirmynd. En langspaugilegast er það í sjálfu sér, að sjá Sigfús Sigur- hjartarson hugsa sér að leggja út í baráttu við nálega helming þjóðarinnar, og reyna að telja öllum samvinnubændum landsins, með 50 ára reynslu að baki, trú um, að þeir séu glæframenn og svikarar, sem hyggist að misnota áhrif á þjóðbankann til skaða fyrir þjóðfélagið. Getur Sigfús Sigurhjartar- son reynt að sjá sig utanfrá í þessu sambandi. Sjá stærðar- hlutföllin, milli hans og bændanna, sjá muninn á hinum losaralega og innantóma vaðli lians og afrekum bændanna, sjá muninn á þýðingarleysi hans og reynsluleysi, í samanburði við sigra þeirrar stéttar, sem hann leyfir sér að tala um í sama tón og dreggjar mannfé- lagsins gera í skrílgreinum nazista og kommúnista. Margt furðulegt og nýstárlegt ber þeim fyrir augu, sem koma langt að — til okkar ágætu höfuðborgar, Reykjavíkur. — Enda sýnilega margir upp með sér af þeim menningarbrag og manndómi, er lýsi sér þar í mörgum hlutum, fyrir sjónum aðkomumanns. Samt erum við sumir sveita- karlarnir svo hlálegir, að við kunnum ekki við sumt hvað, er fyrir augun ber. Skiljum eigi, að menningartákn felist í viss- um atburðum, sem fyrir manni verða. Svo fór mér, er ég nýlega sat í húsi einu hér í bænum, ásamt húsráðanda. Ég sat við glugga, er vissi út að götu. Allt í einu veitti ég því eftirtekt, að nokkrir vel búnir og snyrti- legir unglingar staðnæmdust úti íyrir glugganum og gláptu inn til okkar. Brá mér kynlega við. Hafði aldrei vitað það tal- inn vott velsæmis, að standa við glugga og horfa inn í stof- ur annara. Sá þó fljótt, að þetta var engin tilviljun, því alltaf bættust fleiri í hópinn, sem nam brátt fleiri tugum Vestan 0 IslencÉingar kynntir í útvarplð Síðan um nýár hefir The Manitoba Association for Adult Education gengizt fyrir því að kynna hina ýmsu þjóðflokka í Kanada með því að útvarpa söng og svörum við ýmsum spumingum um þá. Tóku Is- lendingar þátt 1 þessu útvarpi sunnudagana 8, og 15. marz. Útvarpið hófst báða dagana með söng og hljóðfæraslætti undir stjóm Paul Bardal og stóð söngskemmtunin um 15 mín. í hvort sinn. Séra Rögn- valdur Pétursson svaraði síð- an ýmsum spurningum, sem fyrir hann voru lagðar um uppruna Islendinga, vestur- flutninga þeirra, atvinnu þeirra vestra, framlög þeirra þar til vísinda og bókmennta, þátttöku þeirra í stjórnmálum og sam- neyti við aðra þjóðflokka. Er víst að þessi útvarpskynn- ing hefir orðið til þess að veita mörgum aukna fræðslu um Is- lendinga, auk þess, sem hún fól í sér viðurkenningu á Is- lendingum vestra sem sérstök- um og sjálfstæðum þjóðflokki. íslenzkur kvik- myudagcrðarmaður I kosningunum til sambands- þingsins í Canada síðastliðið haust náði einn Islendingur kjöri. Það var lögfræðingurinn Joseph T. Thorsons. Lögberg 12. þ. m. skýrir frá, að þessi velmetni íslendingur eigi bróður, sem ekki sé síður líklegur til þess að efla hróður þjóðar sinnar. Heitir hann Charles og er dráttlistarskáld. hálfvaxinna unglinga, pilta og telpna. Allt vel búið fólk og mennilegt, er bar vott um, að það væri frá vel stæðum heim- ilum. Var hópurinn sýnilega 1 „sólskinsskapi“. Gláptu allir mjög eindregið á mig. Höfðu ýms fíflalæti í frammi, og nokkrir tóku upp vasabækur, tóku stöðu gegnt mér, og höfðu tilburði til að teikna mig. Vakti þetta framtak þeirra sýnilega mikinn fögnuð og hrifni hinna. Þessi „gleð- skapur“ stóð á að gizka 10—15 mínútur. Hvarf þá skyndilega. Enda sagði húsbóndinn mér, að þetta hefðu verið nemendur úr afarfjölmennum unglinga- skóla, er þar starfaði skammt frá. Er hann styrktur af ríkis- ins fé. Og að því er ég bezt veit í góðu áliti. Sjálfsagt mætti ég hafa orð- ið upp með mér af þeirri 6- verðskulduðu og óvæntu at- hygli, sem ég varð fyrir af þessu unga fólki. En ég skal játa, að ég gat síður en svo fundið til fagnaðar. Persónu- lega snerti atburðurinn mig alls ekkert. Frh. á 4. síðu. um haf Fer hér á eftir útdráttur úr i’rásögn Lögbergs um hann: „Charles Thorson starfar um þessar mundir við hina heims- frægu Walt Disney Studio í Paradís kvikmyndanna, Holly- wood í Calif omíuríki; hef ir hann þegar vakið á sér slíka at- hygli þar fyrir frumskapandi listagáfu, er vel getur til víð- frægðar teitt; hann hefir meðal annars gert frumstæðar teikni- myndir af öllum persónugerf- ingum í heilli kvikmynd, sem nefnist „Elmer Elephant", er innan skamms mun sýnd verða í Winnipegborg, sem og ann- arsstaðar um heim. Auk þess á hann mikinn þátt í fyrir- myndum persónugerfinga í hinni nýju kvikmyndaútgáfu af Mjallhvít. Leikpersónur verða að vera teiknaðar í hinum ýmsu stellingum á bak og brjóst, hvort heldur sem er á hlaup- um eða hægum gangi; skap- brigði þurfa að vera skýr, hvort heldur sem um er að ræða hlát- ur eða grát; engin smáhreyf- ing má missa sig; engir drættir tapast. Á öndverðum þeim vetri, sem nú er á förum, heimsóttu tveir heimsfrægir menn, þeir George H. Wells rithöfundurinn brezki og „kímnikonungurinn“ Charlie Chaplin, Studio Walt Disneys. Fór eigandinn með þessa frægu gesti í vinnustofu Charles Thorsons til þess að sýna þeim það, sem bezt væri gert innan vébanda sinnar víðfrægu stofn- unar. Charles Thorson á 11 ára gamlan son, sem kominn er þegar á svo hátt stig í frum- stæðri dráttlist, að með fágset- um verður talið".

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.