Nýja dagblaðið - 26.04.1936, Page 3

Nýja dagblaðið - 26.04.1936, Page 3
N Ý J A DAG BLAÐIÐ 8 manni vald til þess að stöðva framkvæmd á úrskurðum lög- reglustjórans eða annara dóm- ara í opinberum málum — vegna þess, að það hefir ekkert vald í þjóðfélaginu rétt að lög- um til þess að gera það meðan úrskurðurinn er ekki felldur úr gildi af æðri dómstól. Borgararnir gætu með ná- kvæmlega sama rétti og að heimta eftirlitsmann við sím- ann krafist þess að fá eftirlits- mann, sem segði til um það, hvenær dómarinn mætti láta taka menn fasta, hvenær mætti skoða einkabréf manna, og hvenær lögreglan mætti gera húsrannsóknir o. s. frv. Til þess að setja slíkan eftirlits- mann yrði hvorki meira né minna en að breyta stjórn- skipulaginu og afnema hið óháða dómsvald, sem er eitt af einkennum okkar stjórnskipu- lags og annara lýðræðislanda. Eftir að slíkur eftirlitsmaður væri kominn yfir dómsvaldið væri hið óháða dómsvald af- numið. Af þessu geta menn jafn- framt séð, á hve miklum rök- um ádeilan á landssímastjórann er reist fyrir það, að hann hef- is hlýtt úrskurðum dómarans ems og honum var skylt, sam- kvæmt 55. gr. stjórnarskrárinn- ar. Og ef hann hefði reynt að torvelda framkvæmd á þessum úrskurði dómarans, þá hefði hann beinlínis skapað sér refsi- ábyi’gð samkvæmt 12. kap. hegningarlaganna. Þetta tel ég rétt að komi hér fram, þar sem ráðizt hefir verið á landssíma- stjórann hér á Alþingi, þar sem liann getur ekki borið af sér árásirnar. Ég tel jaínframt og af sömu ástæðu rétt að skýra málstað lögreglustjórans og er þá eðli- legt, að í þessu sambandi séu athugaðar fyrri aðgerðir dóm- ara viðvíkjandi símanum. Andstæðingamir hafa deilt mjög á lögreglustjóra fyrir áð- umefnda úrskurði og þeir stað- hæfa, að ekkert svipað hafi átt sér stað áður. Það er að vísu ekki dregið í efa. að lögreglu- stjóra sé þetta heimilt, þegar um stór afbrot og víðtæk lög- reglubrot er að ræða. Enda þýð- ingarlaust að reyna að halda slíku fram, því að hér er um að ræða viðurkenndan rétt dóms- valdsins í öllum menningarlönd- um. En það, sem deilt er um, er þá það, að við uppljóstrun í áfengismálunum hafi ekki leg- ið fyrir nægilega alvarlegt brot til þess að grípa til þessa ráðs. Það er vitanlega dómsvaldsins og þess eins að úrskurða þetta atriði, og það er æðra dóms að ákveða það, hvort undirréttur- inn hefir farið út fyrir sitt svið, en það má þó benda á það, að því er lýst yfir af háttvirtum áttunda landskjöma (Garðari Þorsteinssyni) hér á Alþingi, að allur bærinn hafi vitað, að flestir þeir menn, sem áttu símanúmerin, sem hlustað var á, seldu áfengi. Það má líka benda á það í þessu sambandi, að lögreglan verður þráfald- lega að gera það, sem alvarlegra er til þess að koma upp meðal annars áfengislagabrotum; hún verður þráfaldlega að svifta menn pei’sónulegu frelsi og hafa í gæzluvarðhaldi, hún verður þráfaldlega að rjúfa heimilisfriðinn og gera þar húsrannsóknir og hún verður oft að rjúfa bréfhelgina. Allt þetta hefir verið talið nauðsyn- legt til að auðvelda lögreglunni að upplýsa afbrotamál, þar á meðal áfengismál, enda vitan- legt, að það er oft ómögulegt að upplýsa þessi mál nema að nota þessi meðul. — En hversu miklu alvarlegra er ekki þetta vald lögreglunnar en það vald hennar að hlusta á samtöl þeirra símanúmera, sem hún hefir rökstuddan grun um að séu notuð til að fremja afbrot. Viðvíkjandi rétti lögreglu- stjórans til þess að úrskurða, að hlustað skyldi á viss síma- númer í bifreiðastjóraverkfall- inu, er því og háldið fram, að þá hafi engin lögbrot verið framin, sem gæfu heimild til þessara ráðstafana. Voru það ekki lögbrot að stöðva alla bif- reiðaumferð í þessum bæ með valdi? Eru það ekki lögbrot að taka m. a. einkabifreiðar með valdi, loka þeim og taka lykl- ana? Eru það elcki lögbrot að taka bifreiðar konsúla erl. ríkja, hvar sem þær voru á ferð? Voru það ekki lögbrot að taka yfirvald úr öðru lögsagnarum- dæmi, — ég á þar við sýslu- raann Skaptfellinga — og banna því að fara heim til síns em- bættis? Máttu lögbrjótamir sjálfir nota vitneskju fengna að því er virðist gegnum lands- símastöðvar hér rétt við bæinn, fyrir milligöngu manna, sem þar virðast hafa legið á hleri til þess að hefta heimför þing- manns ? Vitanlega voru framin mörg lögbrot og alvarleg lögbrot í bifreiðarstjóraverkfallinu, ein- mitt svo mörg og af svo mörg- um, að þjóðfélagið taldi hyggi- legt eins og líka oft hefir verið gert áður, bæði hér og annars- staðar, að láta sakir falla nið- ur, þegar um afbrot mjög margra manna er að ræða framin í æsingaástandi. Átti svo lögi*eglan og lög- reglustjóri, sem lögbrjótamir stöðvuðu bifreiðar fyrir, og tóku úr sumum bílunum ýmsa hluti svo að ekki væri unnt að aka þeim, að horfa á að þessir lögbrjótar legðu undir sig tæki þjóðfélagsins eins og símann í Skíðaskálanum og í nánd við Elliðaámar, og notuðu þessi tæki til þess að ráðgast um á hvem hátt þeir ættu að fram- kvæma næstu lögbrot? Átti lögreglustjóri að horfa á allt þetta án þess að honum væri heimilt að kveða upp úrskurð þess efnis, að hlusta skyldi á, hvað fram færi á milli þessara manna í símanum, og hvort þeir væm að stöðva matvæla- flutninga til bæjarins eða eitt- hvað þessháttar? Ég ætla að láta almenning um að dæma um það, hvort lögreglustjóri átti að sitja og halda að sér höndum meðan þessu fór fram, og álíta tæki þau, sem lögbrjót- arnir höfðu lagt undir sig og misnotuðu, svo heilög að lög- reglan hefði ekki heimild til að koma þar nálægt? En menn skyldu ætla, að þeir, sem eru svo sárlega hneykslað- ir yfir því, að ég hafi ljóstrað upp um njósnarana í land- helgismálunum og yfir lögregl- unni og lögreglustjóra út af því, að hann hefir kveðið upp úrskurð um að láta hlusta á símanúmer lögbrjótanna, menn skyldu ætla, að þeir hefðu ekkí notað samskonar aðferðir sjálf- ir og því síður skyldu menn ætla, að þeir hefðu sjálfir bæði viðvíkjandi loftskeytunum og bæjarsímanum notað aðferðir, sem eru miklu víðtækari og miklu alvarlegri heldur en þær aðferðir, sem þeir eru nú að deila á. Það skyldi nú ekki ein- mitt vera svo, að árásirnar og öll tortryggnin stafaði af því, að þessir sömu menn, sem nú deila á mig fyrir að hafa ljóstr- að upp um landhelgisbrjótana og deila á lögreglustjóra fyrir að hafa kveðið upp 2 framan- nefnda úrskurði, hefðu ekki aðeins notað samskonar aðferð- ir sjálfir, sem heldur ekki væri ádeiluvert, heldur beinlínis mis- notað bæði vald sitt yfir loft- skeytastöðinni og bæjarsíman- um, þegar þeir fóru með völd, — og það skyldi ekki einmitt vera svo, að árásirnar og tor- tryggnin stafaði af því, að þeir ætli nú öðrum sömu misnotk- unina og þeir frömdu sjálfir? Og við skulum athuga hvern- ig þessir sömu menn, sem nú deila á mig fyrir að hafa látið skoða skeyti til og frá togur- unum notuðu vald sitt yfir loft- skeytastöðinni. Menn mun reka minni til þess, að árið 1921 stofnuðu íhaldsmenn hér í bæn- um til óeirða út af því, að þeir vildu taka með valdi unglings- pílt af Ólafi Friðrikssyni, sem þá var ritstjóri Alþýðublaðsins, og átti að flytja drenginn af landi brott undir því yfirskyni, að hann væri sjúkur af smitandi og jafnvel ólæknandi sjúkdómi, en það reyndist síðar rangt. Ólafur Friðriksson vildi ekki beygja sig og út af þessu stofn- aði Ihaldið til mikilla æsinga hér í bænum. 0g hvemig not- aði íhaldsflokkurinn þá vald sitt yfii* símanum? Hann notaði það þannig, að um tíma var sett hér á stofn almenn skoðun á öllum skeytum, er send voru til útlanda og komu frá út- löndum. Og þetta var gert án dómsúrskurðar, án þess að landssímastjóra virðist hafa verið skrifað, án þess að hinn minnsti grunur lægi fyrir, hvað þá heldur rökstuddur grunur um það, að skeytin til og frá landinu væru misnotuð. Það eru til næg vitni til þess að sanna það, að þetta var gert. Skeyti sumra firma hér í bæn- um voru tafin heilan dag vegna þessarar skeytaskoöunar, og þegar verzlunarmenn sneru sér til stjórnarráðsins með fyrir- spumir um hverju þetta sætti, var þeim skýrt frá af einum ráðherra, að almenn skeyta- skoðun væri sett á. Það em til verzlunarmenn hér í þessum bæ, sem geta borið um að þetta er rétt. Þannig notaði eða öllu heldur misnotaði Ihaldsflokkur- inn vald sitt yfir símanum. Það eru þessir sömu menn, sem nú eru að deila á mig fyr- ir það, að hafa notað vald mitt til skeytaskoðunar eftir að hafa aflað ýtarlegra sann- ana og ljóstra á þann hátt upp einhverju alvarlegasta glæpa- máli, sem þekkzt hefir hér á landi. En það er hinsvegar ekk- ert undarlegt þótt þessir menn, sem svo herfilega hafa misnot- að vald sitt yfir sínianum, séu tortryggnir og ætli öðrum sömu misnotkunina og þeir fram- kvæmdu sjálfir. En ég vil ein- ungis benda þeim sömu mönn- um á það, að ríkisstjómin, sem nú situr, hefir ekki notað nema lítinn hluta af því valdi, sem formaður Sjálfstæðisflokksins vill gefa henni í hinni rök- studdu dagskrá, úrskurði fyr- verandi landssímastjóra og með eigin framkvæmdum þeirra manna, sem nú deila fastast á stjórnina. Þeir geta sannarlega ekkert sagt, þessir menn. Og hvemig notuðu þessir sömu menn bæjarsímann ? Menn skyldu ætla, að í þeirra tíð hafi ekki verið hlustað á símtöl manna á milli. Þessir vandlætarar, sem nú eru að ráðast á lögreglustjóra fyrir að hafa kveðið upp úrskurð um að hlusta skyldi á tiltekin síma- númer í lögbrotamáli ættu sjálfir að vera hreinir af slíku. En lögregluþingbækur Reykja- víkur bera vitni um ýmislegt, sem stjórnarandstæðingar hafa ekki ætlazt til að kæmi í dags- ins ljós. Sama daginn og aðför- in var gerð að Ólafi Friðriks- syni, hinn 18. nóvember 1921, kl. 12V2, mætti annar af núv. ritstjórum Morgunblaðsins, þá- verandi fulltrúi lögreglustjór- ans í Reykjavík, á skrifstofu bæjarfógeta. Þar 'var réttur settur, og þar gerði þessi full- trúi þá kröfu, að lögreglunni væri heimilað, að loka síma- númerum að húsinu nr. 14 við Suðurgötu og símanum á af- greiðslu Alþýðublaðsins. Hinn uppkveðni úrskurður er svo- hljóðandi: (Úrskurðurinn er á 1. síðu). Og það var jafnframt eftir kröfu Jóhanns P. Jónssonar, sem þá var ólöglega settur að- stoðarlögreglustjóri í Reykja- vík, kveðinn upp svolátandi úr- skurður hinn 24. sama mánaðar á skrifstofu bæjarfógetans: (Úrskurðurinn er á 1. síðu). Af þessum 2 úrskurðutn og af mörgum öðrum gögnum, sem sjáfsagt er að finna í lög- regluþingbókum, þótt þau hafi enn ekki komið fram, geta menn séð spegilmyndina af því hvernig núv. stjómarandstæð- ingar notuðu vald sitt yfir sím- anum og hvernig þeir notuðu vald sitt yfir einkabréfum, einkaskjölum og bókum, þegar þeim bauð svo við að horfa. Það er vitað mál, og fór alls ekki leynt, að á sama tíma og þessi aðför var gerð að Ólafi í'riðrikssyni voru tiltekin síma- númer jafnaðarmanna hlustuð án úrskurðar. Fjölmörg- um, sem með valdi voru úr- NÝJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: BlaCaútgáfan h.f Ritnefnd: Guðbrandur Magnússon, Gísli Guðmundsson, Guðm. Kr. Guðmundsson. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: pórarinn pórarinsson. Ri tst j órnarskrifstofur: Laugav. 10. Símar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa Austurstr. 12. Sími 2323. Áskriftargjald 2 kr. á mán. -í lausasölu 10 aura eint. - . Prentsm. Acta. Sími 3948. Hnelaleikamót K. R. Ser Sram í dag kl. 4 e. h. í Iðnó. Um 14 keppendur taka pátt í mótinu. Aðgöngumiðar seldir í dag eftir kl. 1 í Iðnó. skurðaðir í Hvíta liðið er það fullkunnugt, og þeir muna það vel að ekki fór leynt í hernuni hvað talað var í þessi númer. Slík var nú samvizkusemin og þagmælskan. Hvað segja menn svo um árás Morgunblaðsins og Jóns Kjartanssonar á núv. lög- reglustjóra, fyrir að hafa í lög- reglumálum úrskurðað að hlusta skyldi á tiltekin númer? Og það var þannig gert, að eng- inn leyfir sér að halda því fram, að almenningi hafi verið skýrl frá því hvað talað hafi verið í þessi símanúmer. Hafa Sjálf- stæðismenn og Morgunblaðið gert sér það ljóst, hvaða for- dæmi þeir gáfu, þegar þeir 1921 án dómsúrskurðar hlustuðu á símtöl sinna póli- tísku andstæðinga eftir geð- þótta og hefir núverandi rit- stjóri Morgunblaðsins, Jón Kjartansson athugað hvaða fordæmi hann hefir gefið, þeg- ar hann mætti 1921 á skrif- stofu bæjarfógetans í Reykja- vík og gerði þá kröfu og fékk um það úrskurð bæjarfógeta, að símanúmerinu hjá Alþýðu- blaðinu, málgagni aðalandstöðu- flokks íhaldsmanna hér í bæn- um skyldi lokað. Hafa andstæðingamir nú loksins gert sér það ljóst, hvaða fordæmi þeir gáfu, þegar þeir sama ár án dómsúrskurðar, og án rökstuddra grunsemda settu á almenna skeytaskoðun í land- inu. Ef þeir hafa gert sér það Ijóst, til hvers þessi fordæmi þeirra gæti leitt, ef þau væru notuð, þá get ég skilið og þá býst ég við að mönnum skiljist það almennt, af hverju stafar öll þessi tortryggni, allur þessi taugaæsingur og öll þessi hræðsla andstæðinganna við að hér sé búið að setja upp sams- konar njósnarkerfi og þeir starfræktu árið 1921.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.