Nýja dagblaðið - 08.05.1936, Síða 2
2
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
. er viðurkennt''’ að fullnægi hmum ströng-
ustu kröfum.
YOUNG’S baðduft: Drepur algerlega lús
og annan óþrifnað.
YOUNG’S »Red Label Paste«-baðlyf:
Auk þess að lækna kláða og drepa öll
snýkjudýr, hefir það þann mikla kost, að
að útrýma algerlega nit (færilúsaeggjum)
YOUNG’S „Springbok“-baðlyf: Er fram-
úrskárandi gott til allra venjul. notkunar.
Aliar nánari upplýsingar gefur
Samband ísl. samvinnuféiaga
Búið til hjá:
Robert Young & Company Limitea,
Glasgow, Seotland.
Smiðir.
Vid höfum til sölu efni til gljáning-
ar (Poleringar) sem eru flótvirkari
en eldrí aðferðir.
Allmargir smiðir eru þegar farnir að nota
þeasi efni.
Vélritaðar notkunarreglur fyrir hendi.
Biðjið um þær á skrifstofunni.
Áfengisverzlun ríkisins.
Stofnun kennaradeild>
ar við Háskólann
Framh. af 1. síðu.
manna. Og á Akureyri er vist-
in í menntaskólanum og heinia-
vist hans það ódýr, að dug-
legir menn vinna þar fyrir
námskostnaði sínum með sum-
arvinnu. Og fjöldi dugandi
manna brýzt í gegnum nám í
báðum skólunum, þó að þeir
séu fátækir og eigi fáa hjálpar-
menn. Það er þess vegna full-
komlega tímabært að taka út-
rétta hönd kennarastéttarinnar
í þessu efni og auka kröfum-
ar um leið og lífs- og starfs-
skilyrði kennara eru bætt.
Ég hygg, að heppilegast væri
í þessum efnum, að hafa sér-
staka kennslu í sambandi við
G. bekk Akureyrarskólans fyr-
ir þau stúdentsefni, sem ætluðu
að ganga í uppeldisvísinda-
deildina, og að nemendur úr
Reykjavíkurskóla væru á Ak-
ureyri þann vetur. Auk hins
yenjulega bóklega náms þyrftu
slíkir menn að læra teikningu
cg smíði. Auk þess þyrftu þeir
að vera hraustmenni; vel færir
íþróttamenn og ferðamenn, geta
leiðbeint um garðyrkju og mörg
önnur dagleg störf. Nokkuð af
þessum lærdómi yrði að fá ann-
arsstaðar, t. d. á væntanlegum
garðyrkjuskóla á Reykjum. En
af þessari greinargerð er ljóst,
að hér er stefnt að djúptækri
breytingu. Kennannn á að
vera félagi og forustumaðui-
bamanna, ekki aðeins við and-
lega vinnu, heldur við íþróttir,
ferðalög og margháttaða lík-
amlega vinnu.
Tveggja ára nám í háskólan-
um í uppeldisvísindum og við
verklegt kennslunám myndi
vera stórmikil hjálp fyrir
l.ennarastéttina. Þá gætu ís~
lenzkír kennarar í fyrsta sinn
íengið aðstöðu til að kynnast
undir góðum starfsskilyi’ðum
þeim niðurstöðum, sem uppeld-
isfræðingar nútímans hafa
fundið með langvarandi og
margháttuðum rannsóknum.
Sumir menn halda, að það
sé lítill vandi að kenna böm-
um. Til þess þurfi ekki nema
lágmál af þekkingu. En þetta
álit styðst ekki við dóm reynsl-
unnar. Að vísu geta börn ekki
tekið á móti mjög miklum
þekkingarforða. En það skiptir
máli að láta þá réttu þekkingu
i té á þeim rétta tíma, ekki of
mikið og ekki of lítið, og með
þeim aðferðum, sem bezt eiga
við sálarlíf barna.
Með háskólabygingarlögun-
um hefir Alþingi markað aí-
stöðu sína í þessu máli, og með
samþykkt sinni á kennaraþing-
inu 1935 hefir stéttarfélag
kennara heitið málinu fylgi
sínu. Nú liggur næst fyrir, að
ríkisstjómin láti rannsaka mál-
ið frá ýmsum hliðum fram til
næsta þings, jafnframt því
sem henni og byggingamefnd
háskólans ber skylda til að ætla
væntanlegri deild fyrir uppeld-
isvísindi heppilegt húsrúm í
\æntanlegri byggingu Háskóla
Jslands‘\
L Q. G. T,
• SO ára
afmæli bamasíúkunnar „Æskan“ nr. 1
verður haldið laugardaginn 9. maí og hefst með há-
tíðafundi, kl. 3 síðd. — Á þeim fundi verður tekið á
móti heimsóknarnefndum frá stúkum o. fl. — Að fund-
inum loknum hefst Sjölbreytt skemmtun fyrir fólaga
stúkunnar. — Kl. 8,30 verður skemmtun haldin fyrir
foreldra og gesti barnanna, — Félagar vitji aðgöngu-
miða í Templarahúsið í dag kl. 5,30 til 7 síðdegis.
Sunnudaginn 10. maí safnast félagar allra barna-
stúknanna saman við Templarahúsíð kl. 3 og þaðan
hefst skrúðganga um götur bæjarins, með lúðrasveit
í fararbroddi, og haldið í dórakirkjuna. Síra Friðrik
Hallgrímsson heldur þar minningarræðu. — Kirkjuat-
höfninni verður útvarpað.
fyrir Reykvíkinga
Allir bæjarbúar eiga kost á, meðan skipsrúm leyfir, að fara
skemmtiferð til Akraness með Glímufélaginu Ármann, sunnudag-
inn 10. maí. Lagt verður af stað kl. 9 árd. með e. s. Esju frá
Hafnarbakkanum. Lúðrasreit Reykjavíkur verður með í förinni
og spilar á báðum leiðum.
Dagskrá á Akranesl:
Kl. 1 e. h. LúðraBveitin leikur. Úrvalsflokkur kvenna sýnir leikfimi
Kl. 2—3 Hlé (messað í Akranesskirkju).
Ll. 3 Lúðrasveitin leikur. Úrvalsflokkur karla sýnir flmleika,
reiptog og fleira.
Kl. 4 Hnefaleikasýning og dansleikur í Báruhúsinu.
Kl. 8,30 Lagt af stað heimleiðis.
Parmiðar kosta kr. 4,00 fyrir fullorðna og kr. 2,50 fyrir böm
að fermingu og fást hjá Þórarni Magnússyni, á afgr. Álafoss og
í bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar.
Dynjandi músik og íjör allan daginn.
í heildsölu
Frosið kjöt af vænu rosknu fé
Kjötið er ágætt og mjög ódýrt samanborið við aðrar
matvörur
Samband isl. samvinnuiélaga
Sími 1080.
L O, G, T.
Er Reykjavík
fallegur bær?
i.
Reykjavík er höfuðstaður
landsins og hefir eiginlega ver-
ið það síðan á landnámstíð. ís-
lendingar sækja í þennan bæ
á eftir súlum Ingólfs. Enginn
staður á landinu virðist hafa
eins mikið aðdráttarafl og
Reykjavík. íbúum þar hefir
til skamms tíma fjölgað um
1000 á ári. Hér býr nálega
þriðji hluti þjóðarinnar, og
hlutfallinu milli þeirra, sem
búa í höfuðstaðnum og utan
hans, hafa um nokkur ár allt
af orðið meira og meira í vil
hinum hraðvaxandi höfuðstað.
Sennilega er ekki rétt að
balda því fram, að það sé feg-
urð Reykjavíkur, sem veldur
hinni miklu aðsókn Islendinga
hingað. Hitt mun valda meiru,
að Reykjavík er vel í sveit sett
i landi hér. Hún stendur innst
við stóran fiskisælan flóa, mitt
á milii tveggja stærstu byggða
landsins. Hún er svo að segja
í nábýli við beztu fiskimið
landsins. Golfstraumurinn fell- •
ur að landinu báðum megin við
höfuðstaðinn, og á því svæði
nær hafísinn aldrei að umloka
landið. Reykjavík er á kross-
götum, þar sem mætast hinir
mestu lands og sjávarkostir á
íslandi. Þessvegna fór vel á því
að hinn fyrsti landnámsmaður
festi hér byggð sína, að Skúli
fógeti kom hér á hinum fyrsta
iðnaði, og að höfuðstaður hins ’
íslenzka nútímaríkis hefir
byggst á þessum stað.
Þessi fjárhagslega aðstaða )
hefir skapað Reykjavík og á
þessari aðstöðu byggist fram- ;
tíð hennar. En í greinum þeim, '
sem hér fara á eftir verður
ekki verulega talað um fjár-
mál og atvinnumál bæjarins,
heldur um fegurð hans, bæði
þá, sem honum er veitt af
þeim sem skóp landið og þá
íegurð, sem bæjarbúar eru
búnir að skapa og eru að skapa
með starfi sínu og fyrirhyggju.
Það sem einkennir náttúm
íslands er breytileiki hennar.
ísland er land mótsetninganna.
ís og eldur eru hér stöðugt
að verki, og þessi tvö voldugu
skapandi öfl setja á náttúru
landsins svipmót, sem ekki á
sinn líka í allri álfunni. Ef far-
ið er um England, Frakkland,
Danmöku, Svíþjóð og Noreg,
þá má með nokkrum rétti
segja, að sá sem hefir séð eitt
hérað, hafi séð landið allt. En
þessu er allt öðruvísi háttað
um fegurð Islands. Hún er ná-
lega ótæmandi og margbreyti-
leg. Ég nefni nokkur dæmi
hér á landinu sunnanverðu
til að sýna mun á útsýni og
yfirbragði landsins. Tökum út-
sýni frá Hamrahlíð í Mosfells-
sveit yfir Faxaflóa, og allan
fjallahringinn kringum Reykja-
vík. Tökum næst Þingvalla-
sveit, Laugardal, Þjórsár-
dal, Fljótshlíð, Eyjafjöll, Síð-
una og Homafjörð af Al-
mannaskarði. Hver af þessum
byggðum hefir sinn einkenni-
lega og formlega svip. Við
Faxaflóa er hinn víði, breiði
faðmur, með Snæfellsjökli eins
og risa á verði við innganginn.
Þingvallasveit með hinu *mikla
stöðuvatni, hrauninu, hinum
löngu og fagurgjörðu gjám,
einstökum fjöllum allt um
kring en mjög mismunandi að
útliti og jarðmyndun eins og
Skjaldbreiður og Hengill. I
björtu veðri er Þingvallasveit
hátignarleg eins og gotnesk
dómkirkja frá miðöldum. En í
rigningu er sveitin þung og
myrk eins og fangelsi í göml-
um stíl. Tuttugu og fimm km.
austan er Laugardalurinn létt-
ur og mjúkur, opinn móti sól
og sumri, skýll og gróðursæil.
Munurinn á þessum tveim
sveitum er eins og heil heims-
áifa sé á milli þeirra. Hið sama
má segja um mun hinna sveit-
anna, sem nefndar voru, og ótal
annarra fagurra byggða á Is-
landi.
En meðal hinna mörgu fögru
héraða er Reykjavík í einu
hinu fegursta. Hinar lágu hæð-
ir á tanganum, í hlé af gróður-
sælum eyjum, er ágætt borgar-
stæði. Víðsýni er mikið í allar
áttir. Flóinn er víður, og op-
inn móti skini kvöldsólarinnar.
Á aðra hönd eru hin miklu,
biádökku basaltfjöll, Esjan og
Akrafjall. Síðan taka við
Mýrafjöll, Snæfellsnes og loks
jökullinn sjálfur, með hinn
mikla hvíta hjálm, sem sólin
varpar gullgliti yfir á vori og
sumardögum. Þessi fjöll eru
eins og varnarveggur móti
kuldaáttinni. Þau eru há og
tignarleg, mörg með skörpum
brotlínum og hafa áhrif á
menn eins og svipmiklar högg-
myndir. En á bak við Reykja-
vík, í átt til Þingvalla og slétt-
unnar miklu, og alla leið út
eftir Reykjanesfjallgarði er lág
fjöll úr linu efni, sem ísinn
hefir mótað og meitlað nálega
að vild. Þar eru hinar miklu
mjúku línur í landslaginu eins
og í Apenníufjöllunum á Italíu.
Þannig eru höfuðeinkenni ís-
lenzkrar náttúru alveg sérstak-
lega mörkuð í umhverfi um
bæ Tngólfs Arnarsonar.
(Frh.). J. J.