Nýja dagblaðið - 28.06.1936, Blaðsíða 1
Sundmeistaramótið
hefsl í dag
39 íjjróttamenn og konur keppa úr 6
ípróttaiélögum
Sundmeistaramót íþróttasam-
bands íslands hefst í dag' að
Álafossi og verður lokið næsta
sunnudag.
Þátttakendur eru alls 39 frá
sex íþróttafélögum. Eru 10 úr
Ármann, 6 úr Knattspyrnufé-
lagi Akureyrar, 7 úr K. R., 3
úr Knattspyrnufélaginu Þór á
Akureyri, 1 frá Ungmennafé-
lagi Akureyrar og 12 úr Ægi.
I dag keppa 15 karlar í 100
m. sundi, frjálsri aðferð, 6
karlar í 400 m. bringusundi, 3
konur í 100 m. sundi, frjálsri
aðferð og 5 sveitir í 4X50 m.
boðsundi Eru tvær sveitir frá
Ægi, en hinar frá Ármann, K.
R., og K. A. og Þór í samein-
ingu.
Næstkomandi fimmtudag
verður keppt í 100 m. bak-
sundi, karlar, 400 m. frjáls að-
ferð, karlar, og 200 m. bringu-
sund, konur.
Næsta sunnudag verður
keppt í 200 m. bringusundi,
karlai', 1500 m. frjáls aðferð,
karlar og 50 m. frjáls aðferð,
konur.
Sundíþróttinni hefir fleygt
1 gærmorgun brann til kaldra
kola nýlegt og myndarlegt
timburhús í Stykkishólmi, sem
Sigurður Jónasson starfsmaður
í kaupfélaginu átti. Með naum-
indum varð því afstýrt, að 3
önnur hús brynnu.
Samkvæmt viðtali við sím-
stöðina í Stykkishólmi, hefir
eldurinn komið upp með þeim
hætti um kl. 8.45 í gærmcrgun,
að logandi olíuvél féll um koll
í eldhúsi á efri hæð hússins,
olían heltist niður og herbergið
varð alelda á svipstundu.
Kona, sem var með smálbarn
í eldhúsinu, flúði með það í of-
boði niður í kjallara hússins,
þar sem konan á neðri hæð
hússins var við þvott. Hún
þreif föt í forstofu hússins og
fór upp á loft til að reyna að
slökkva með þeim eldinn, en þá
var eldhúsið alelda og hvarf
hún frá.
Fjöldi fólks þusti brátt að og
slökkviliðið kom á vettvang, en
þá var efri hæð húpsins mjög
farin að brenna.
Árangurslaust var reynt að
mjög fram á síðari árum og
stöndum við, ef mælt er á al-
heimsmælikvarða, framar í
sundíþróttinni en flestum eða
öllum greinum íþrótta. Standa
met því mjög skammt, og í
fyrra voru sett ný met í öllum
sundraunum, sem nú er keppt
í á sundmeistaramótinu, nema
1500 m. sundi, frjálsri aðferð
fyrir karla. Það met setti Jón-
as Halldórsson 1934.
Að þessu sinni búast kunn-
ugir menn við því að sett verði
ný met í flestum eða öllum
sundraunum, en sérstaklega er
búist við harðri keppni og góð-
um árangri í 100 m. frjálsri
aðferð fyrir karla og konur.
Hingað kom 21. þ. m. undir
stjórn Ólafs Magnússonar
sundkennara, flokkur sund-
manna og kvenna frá Akur-
eyri, og er það allt úrvalslið,
sem æft hefir kappsamlega síð-
an hingað kom. Og þótt í-
þróttafélögin hér eigi mörgu
góðu sundfólki á að skipa, er
óvíst að það haldi hlut sínum
fyrir Norðlendingunum.
dæla vatni úr brunni við húsið.
Síðar tókst að dæla sjó með
tveim dælum, en þá var eldur-
inn orðinn svo magnaður, að
vonlaust var að bjarga húsinu.
Var þvi gengið ötullega að
því að verja þrjú næstu hús,
sem voru í mikilli hættu. Tókst
það, en þó með naumindum, og
hjálpaði það mikið, að hið
brennandi hús var járnvarið,
svo að eldurinn brauzt síður út.
En húsið féll saman um
klukkustund eftir að eldurinn
kom upp.
Húsið, sem brann, var ný-
legt, tvílyft og vandað. Eigandi
þess, Sigurður Jónasson, starfs-
maður í Kaupfél. Stykkishólms,
bjó á efri hæð þess. Hefir hann
orðið fyrir miklu tjóni, því að
húsið var lágt vátryggt og all-
ir innanstokksmunir hans
brunnu óvátryggðir.
Á neðri hæð hússins bjó
Bergsveinn Jónsson, skipstjóri.
Mikið bjargaðist af innan-
stokksmunum hans og voru
þeir allir vátryggðir.
Elsa Slg’Súss
söng í Gamla Bíó á fimmtu-
dagskvöldið var, fyrir fullu
húsi. Foreldrar hennar aðstoð-
uðu. Frú Valborg Einarsson
lék undir söng dóttur sinnar af
skilningi og smekkvísi, en
undir forystu Sigfúsar Einars-
sonar söng blandaður kór þrjú
lög, sem eitt atriði á söng-
skráhni. Lögin voru eftir Grieg,
Prátorius og Reger, og var
prýðilega skilað af söngstjór-
anum og flokknum.
Það var mjög ánægjulegt að
sjá og hlusta á ungfrú Elsu
Sigfúss á söngpallinum. Fram-
gangan er í senn stílfögur og
algerlega látlaus; að öllu ó-
venjulega geðfelld. Röddin er
lágrödd (,,alt“), sem ómar eins
og tónfögur knéfiðla, sérstak-
lega í hæglíðandi hendingum.
Og' ungfrúin kann vel með
þessa fallegu rödd að fara.
Aldrei var gerð tilraun til að
þvinga hana á nokkurn hátt úr
því lægi, sem henni lætur bezt,
hvort sem erfitt eða auðvelt
viðfangsefni var fyrir hendi.
Meðfædd
listagfáfa
*
Og viðfangsefni voru valin svo,
að nægilega rúmt væri um þau
innan þess sviðs, sem röddin
nær yfir. En einmitt í þessum
atriðum sést mörgum og jafn-
vel vönum söngvurum yfir.
En þau tök, sem ungfrú Elsa
náði á áheyrendum þetta
kvöld, eru hvorki eingöngu að
Frh. á 4. tíða
Síldveiðarnar
Einkaskeyti frá. Siglufirði í
gær til Nýja dagblaðsins, skýr-
ir frá því að eftirfarandi skip
hafi komið með síld til ríkis-
verksmiðjanna:
Eldborg 1566 mál, Huginn
frá Hafnarfirði 1395 mál, Rifs-
nes 464 mál, Þorsteinn 643
mál, Vébjörn 565 mál, Sigríð-
ur 1022 mál, Sæfari 680 mál,
Hrefna 225 mál, Geir goði 491
mál, Bjamey 650 mál, Björg-
vin 268. — Til Steindórs
Hjaltalins Huginn III 707 mál,
Erna 981 mál. —
Fitumagn síldarinnar er um
16%.
Talið er að það sé austan-
ganga af síld, sem nú veiðist
við Langanes.
I gærkvöldi voru ríkisverk-
smiðjumar á Siglufirði búnar
að fá 27 þús. mál og verk-
smiðjan á Raufarhöfn 8 þús.
mál.
Eldsvoði
í Stykkíshólmi í gær
S æ n s k í stúdentakórínn
kemur á morgun
Ivar Wennerström verður iulltrúi ríkisstjórn-
ar sinnar á sænsku vikunni
Á morgun kemur hingað með j
Lyru sænski stúdentasöngkór-
Einar Ralf
mn Stockholms studentsángare :
undir stjórn hins ágæta söng- ;
stjóra síns Einar Ralfs.
Söngstj. sænska stúdenta-
kórsins, hefir lengi verið söng-
stjóri kórsins og farið með
hann í margar söngferðir til
útlanda, meðal annars til
Bandaríkjanna.
Ralf er lærður söngkennari
og mjög góður stjórnandi. —
Iiann hefir gefið út söngbók
fyrir karlakór.
Kór þessi er einn sá allra
bezti í Svíþjóð, og eru þar þó
margir afbragðs karlakórar,
enda hafa Stockholms student-
sángare getið sér hvarvetna
mikilla vinsælda þar sem þeir
hafa komið, og svo mun hér
fara.
Auk kórsins og söngstjóra
hans, kemur Ivar Wenner-
ström fyrv. landvarnarráðh.
og kona hans, Lóa Guðmunds-
dóttir frá Nesi. Wennerström
er Islendingum að góðu kunn-
ur, því hann hefir oft dvalið
hér á landi á sumrum. Wenn-
erström kemur á sænsku vik-
una sem fulltrúi sænsku rík-
isstjórnarinnar.
Hjalmar Lindroth
prófessor frá Gautaborg er
gamalkunnur hér á landi, því
hingað kom hann fyrir mörgum
árum og dvaldi þá alllengi á
Islandi, og 1930 skrifaði hann
góða bók um Island.
Lindroth kom til íslands um
miðjan júní, sem fararstjóri
þeirra stúdenta, sem komu
hingað á stúdentanámskeið
Norræna félagsins.
„Nóttlðus voraldarveröld“
sksín við konungshjóimnum í
Nordurlandsförinni
Dagurinn í gær var síðasti
dagur konungshjónana hér á
landi að þessu sinni.
I gærmorgun var lagt af stað
frá Laugaskóla áleiðis til Akur-
eyrar. Veður var enn hið feg-
ursta. Var numið staðar í
Vaglaskógi og dvalið þar um
stund.
Til Akureyrar var komið kl.
121/2- Bauð konungur þá til
morgunverðar um borð í
Dannebrog. Var þar meðal ann-
ars íslenzkt skyr á borðum.
Síðar um daginn fóru kon-
ungur og drottning víða um
bæinn og skoðuðu hann, en
sumt af fýlgdarliði þeirra fór
á hestum fram í Eyjafjörð.
I gærkvöldi buðu konungs-
hjónin til kvöldverðar um
borð, og voru þar mættir ýms-
ir bæjarmenn af Akureyri.
Að samkvæmi þessu loknu,
hélt konungsskipið úr höfn, og
siglir austur með Norðurlandi
og þaðan í haf til Danmerkur.