Nýja dagblaðið - 28.06.1936, Qupperneq 3
N * J A
DAGBLAÐ. IÐ
3
NÝJA DAGBLAÐIÐ
Útgefandi: Bla&aótgáfan h.f.
Ritnefnd:
Guöbrandur Magnö»son,
Gísli Guömundsson,
GuÖm. Kr. Guðmundsaon.
Ritstjóri og ábyrgöarm&öur:
pórarinn pórarinsaon.
Ritstj ómarskrif stofur:
Hafn. 16. Símar 4373 og 2358.
Afgr. og auglýsingaskrifstofa
Hafnarstr. 16. Sími 2328.
Áskriftargjald kr. E^OO á mán.
- í lausaaölu 10 aura eint. -
Prentsm. Acta.
Simi 3948.
Síldveídin
Síldin er nú komin fyrir
norðan með fyrra móti. Og
daglega eys nú síldarflotinn
upp verðmæti fyrir tugi þús-
unda við Langanes. Bræðslu-
verksmiðjurnar eru í fullum
gangi og hafa ekki við. Reynt
er að koma á flot hverri fleytu,
sem á síld getur farið. Jafnvel
Kveldúlfstogaramir drattast nú
úr höfn, eftir að hafa lokið við
að flytja efnivið í sumarbú-
staði framkvæmdastjóranna.
Enginn veit þó, hvernig síld-
arvertíðin muni rejmast, þegar
til lengdar lætur. Menn muna,
að vertíðin í fyrra byrjaði vel,
en eftir skamman tíma tók
fyrir síldina að mestu. Von-
andi er, að nú fari á aðra leið.
En hvað sem því líður, þá er
það næsta gleðilegt, að ekki
skyldi heppnast skaðræðisverk
þeirra manna, sem ætluðu að
reyna að koma því til leiðar,
að allur síldveiðiflotinn yrði
bundinn í höfn, því að jafnvel
þó að slík innilega hefði vænt-
anlega ekki orðið langvarandi,
þá hefði hún þó vel getað orð-
ið til þess, að ekkert af þeim
mikla afla, er á land kemur
núna fyrir mánaðamótin, hefði
orðið að notum.
Eftir því sem þetta mál er
nánar íhugað, því blöskrunar-
legra verður ábyrgðarleysi
þeirra Ólafs Thors og Sveins
Benediktssonar.
Dag eftir dag moka veiði-
skipin upp síldinni og fá fyrir
liana til bræðslu miklu hærra
verð en nokkru sinni fyr á
undanförnum árum.
Og út af þessu háa síldar-
verði áttu útgerðarmenn og
sjómenn að gera veiðiverkfall,
ef farið hefði verið að ráðum
þeirra félaga, Ólafs og Sveins!
Sumir muna kannske, að ein
aðalröksemd Sv. B. fyrir 6
króna verðinu, var sú, að sfld-
in myndi reynast feitari en
venjulega, feitari en verk-
smiðjustjórnin og Trausti Ól-
afsson gerðu ráð fyrir.
En að minnsta kosti núna
fyrstu dagana sýnir það sig, að
síldin er mun magrari en verk-
smiðjustjórnin gerði ráð fyrir.
Fitan þarf því að aukast til
mikilla muna til þess, að lýsis-
magnið hjá verksmiðjunum
standist áætlun þá, sem t'il
Kirkjuíundur fyrir
Sunnlendingafjórdung
Hinn nýi leidtogi í stjórn-
málum Frakklands
Fundur þessi stóð hér í bæn-
um dagana 21.—28. þ. m. og
hófst með guðsþjónustu í dóm-
kirkjunni. Þar prédikaði sr.
Erlendur Þórðarson í Odda, en
sr. Jón Þorvarðsson í Vík þjón-
aði fyrir altari. Kl. 4*4 var svo
fundurinn settur í húsi K. F.
U. M., af Gísla Sveinssyni
sýslumanni. Fundarstjóri var
kosinn Matthías Þórðarson
fommenjavörður. Minnst var
70 ára afmælis dr. Jóns Helga-
sonar biskups, og honum sent
heillaskeyti.
Hófust þá umræður urn skip-
un prestakalla, og hafði Gísli
Sveinsson framsögu. Var nefnd
kosin til að ræða við kirkju-
málaráðherra um þetta mál, og
gerði hún það meðan á fundi
stóð, Samþykkti fundurinn til-
lögur á móti fækkun presta-
kalla.
Guðbrandur Jónsson bóndi á
Spákelsstöðum flutti erindi um
ferðalög til safnaða og samtölc
í söfnuðum. Samþykkt var til-
laga frá Ásmundi Guðmunds-
syni prófessor um að kjósa 9
manna nefnd til athugunar á
ferðum leikmanna og presta til
safnaðanna í Sunnlendinga-
fjórðungi nú í sumar.
Steinn Sigurðsson rithöfund-
undur flutti erindi um upp-
risu Krists.
Pétur Sigurðsson flutti er-
indi um kirkjuna og útvarpið.
Samþykkt var tillaga frá próf.
Ásmundi Guðmundssyni um
stofnun kirkjulegs útvarpsnot-
endafélags.
Sr. Þorsteinn L. Jónsson og
sr. Þórður Ólafsson fluttu er-
indi um kirkjuna og æskuna
— og Magnús Runólfsson
cand. theol. talaði um starf-
semi K. F. U. M.
Á mánudagskvöld var altar-
isganga fyrir fundarmenn í
dómkirkjunni.
Samþykktar voru tillögur
um kristindómsfræðslu barna
og að æskilegt væri að hún
væri í höndum prestanna, enn-
fremur tillögur um bamaguðs-
þjónustur og sunnudagaskóla,
áskorun til kirkjuráðs um að
hlutast til um að völ sé á hæf-
um mönnum til að ferðast um
landið til eflingar kirkju og
kristindómi og tillaga um að
skora á alla hlutaðeigendur að.
beitast fyrir því að helgidaga-
grundvallar liggur því verði,
sem ákveðið var, kr. 5,30 pr.
mál.
Þan.iig reynist nú hinn
„fræðilegi" grundvöllur Sveins
Benediktssonar, og svo þykist
þessi maður hafa öðrum frem-
ur vit á síld!
En þjóðin hefir á þessum
annatíma um flest merkilegra
að hugsa en Ólaf Thors og
Svein Benediktsson. Þeir eru
báðir ómerkilegir menn. En
síldin er merkilegur fiskur og
getur vonandi orðið sannkallað
bjargræði þjóðarinnar eftir
hina slæmu vetrarvertíð.
löggjöfinni verði betur fram-
fylgt en áður.
Frá 14 fulltrúum fyrir
„Heimatrúboð leikmanna“ og
K. F. U. M. kom fram svo-
hljóðandi tillaga:
„Kirkjufundur fyrir Sunn-
lendingafjórðung, sem haldinn
er í Reykjavík 21.—23. júní
1936 samþykkir að skora á
alla þjónandi presta landsins,
sem ekki trúa allri heilagri
litningu, og ekki kenna guðs
orð rétt og hreint eins og það
er að finna í hinum spámann-
legu og postullegu ritum sam-
lcvæmt játningarritum evan-
geliskrar lútherskrar kirkju, að
snúa sér og halda prestaheit
sitt eða segja lausu embætti
sínu í þjónustu kirkjunnar taf-
arlaust“.
Um þessa tillögu urðu miklar
umræður, en að lokum var hún
tekin aftur, en miðlunartillaga
samþykkt frá sr. Bjarna Jóns-
syni, um almenna hvatningu til
vakandi áhuga og trúarstarfs.
Um erindi þau, sem getið er
hér að framan urðu meiri og
minni umræður, og verður e. t.
v. á þær minnst síðar hér í
biaðinu og sumar þær stefnur,
sem nú virðast uppi vera í trú-
arlífi hér í Sunnlendingafjórð-
ungi.
Svona kom ég
til þín, vinur
Ég kom heim svo glaður
í heiðríku næturveldi,
með hugann fullan af þrá
eftir langa daga.
Ég hélt að við myndum
mætast á næsta kveldi
— og minningin þín
hún verður mín æfisaga.
En þá lástu veikur
og þrek mitt var lamað af lcvíða,
og þráin svo sterk
til að vita hvernig þér liði.
það var engan að spyrja,
aðeins að vona og bíða.
En óttafull kvölin
hún iét ekki sál mína í friði.
Svo varð ég að koma,
ég kom eins og vinur og bróðir,
með kærleikans trausti
og ótta í viðkvæmu geði,
því mér varstu kærri
en manni er ljúfasta móðir.
Að mætast, það hélt ég
yrði okkur báðum til gleði.
En vinátta manna
cr hún völtust af öllu í heimi?
Og vonir og traust,
á að kveðja þau hinzta sinni?
Nei! Traustlyndir vinir —
það getur ei hent að þeir gleymi.
}>eir geyma sín hjarians mál
í tállausu minni.
Dulinn.
Maðurinn, sem nú stýrir
pólitík Fi’akklands, Leon Blurn,
er fæddur 1872 í París. Ungur
gekk hann inn í flokk Laurés
og varð upp úr ófriðnum leið-
andi maður socialista.
Þegar Blum stendur upp í
þinginu til að flytja ræðu, taka
andstæðingar hans honum með
ópum og hávaða — í byrjun.
En fljótt hætta ólætin og allir
lilusta. Blum er ekki einungis
mælskur, heldur hefir því nær
hver setning, er hann segir,
pólitíska þýðingu.
Með því að hlusta á mál hans
— og fáir þekkja betur en hann
mátt orðsins — og með því að
taka sérstaklega eftir því, sem
hann lætur ósagt, er oft hægt
að sjá fyrir úrslit stórmála,
sem á dagskrá eru, stundum
örlög ríkisstjórnarinnar.
Sem ræðumaður og rithöf-
undur er Blum harður í sókn,
en þó gætinn.
Stíll hans er hvorttveggja í
senn fjölbreyttur og fágaður.
Það er ávöxtur skaplyndis
hans og uppeldis.
Leon Blum er kominn af
auðugum borgaraættum í Par-
ís. Hann er lögfræðingur að
menntun. En jafnframt mála-
Frábær
sundafrek
Fimmtán ára stúlka setur
heimsmet I sundi.
Fyrir tæpum hálfum mánuði
var sett einstakt sundafrek í
sundhöll Kaupmannahafnar.
Það var 15 ára gömul stúlka,
Ragnhild Hveger, sem synti
500 metra „crawl“-sund á 6
mín, 45,7 sek.
Var það 3 sek. styttri tími
en hin fræga hollenska sund-
kona Willy den Ouden þurfti
til að synda sömu vegalengd
og ná með þvi heimsmeti á
sínum tíma.
Synt yfir Stórabelti
á 7 klukkust. og 43 mín.
Einstakt afrek.
Lilli Andersen heitir hún,
hin 21 árs gamla stúlka, sem
þann 19. þ. m. synti fyrst allra
yfir Stórabelti, milli Sjálands
og Fjóns. Kl. 4.33 varpaði hún
sér í sjóinn austanmegin sunds-
ins og kl. 12.16 náði hún landi
á Fjóni.
2000 manna hópur hafði
safnast saman til þess að fagna
þessari ungu afburðahraustu
og þrautseigu sundkonu. Hrifn-
ingin var takmarkalaus. Fólkið
hló og grét, ein kona kastaði
sér í sjóinn í ákafanum.
En sundið var líka afburða-
gíæsilegt.
Straumar eru mjög óreglu-
legir í sundinu. Og sjómennirn-
ir, sem úti voru á bátum sín-
um, hristu vonleysislega höfuð
yfir þessari tilraun, er gerð
i.
Leon Blum.
færslustörfum, stundaði hann
bókmenntir og var ritdómari.
Kunnur varð hann fyrst veru-
lega með bók sinni „Nýjar við-
ræður Goethes og Ecker-
manns“. Ein af bókum hans,
um hjónabandið, vakti mikið
hneyksli. Leon Blum býr í eih-
um fegursta hluta Parísar.
Ilann er fyndinn og skemmt-
inn í samkvæmum — og að
ýmsu leyti að skapi borgara-
stéttarinnar í höfuðstað Frakk-
lands, sem annars er honum
harðlega andstæð í stjórnmál-
um.
FelunöSnin á
»landsSundinum «
„Landsfundi“ íhaldsmanna
er nú lokið fyrir rúmri viku.
Morgunblaðið sagði, að á þess-
um fundi hefðu mætt um 300
fulltrúa víðsvegar að af land-
inu.
En hvemig stendur á því,
að Mbl. hefir ennþá ekki birt
nöfn þessara „300 fulltrúa“?
Hefir blaðið gleymt að birta
nöfnin? Eða telur flokksstjórn-
in af einhverjum ástæðum ekki
rétt að birta þau opinberlega?
Þegar Framsóknai’menn hafa
haldið hin fjölmennu flokks-
þing sín, hafa nöfn fulltrúanna
æfinlega verið birt og um leið
tilgreint hvaðan þeir væru af
landinu og fyrir hverja þeir
hefðu umboð.
Nýja dagblaðið vill hérmeð
skora á miðstjórn íhaldsflokks-
ins að láta tafarlaust birta nöfn
allra hinna „300 fulltrúa“ hins
svokallaða „landsfundar“.
var af Lilli annað skipti þá í
vikunni.
Hún synti crawl alla leið, en
þar sem straumurinn var harð-
astur og stóð í fangið, hrakti
hana drjúgan aftur á bak, í
hvert skipti og linað var á
sundtökunum.
Það er talið að Lilli Ander-
sen hafi til jafnaðar synt með
slíkum hraða þessa vegalengd,
að venjulegur róðrarbátur fari
lítið eða ekkert harðara, með
einn mann við árar.
Sama kona er heimsmeistari
í 800 m. crawlsundi kvenna.