Nýja dagblaðið - 14.08.1936, Síða 1

Nýja dagblaðið - 14.08.1936, Síða 1
4- ár. Reykjavík, i'östudaginn 14. ágúst 1936. 184. blað Fjöldí þýzkra og ítalskra flugvéla komínn tíl stöðva uppreísnarmanna Stórorusfa um Sau Sebasfíau. - Loftárás á Granada. Orustur gfeysa víðsvegfar um landíð London í gæi*. FTJ. Á Spáni standa nú aðalbav- dagarnir um San Sebastian og Granada. — Uppreisnarmenn héldu lengi uppi skothríð á San Sebastian í dag síðdegis, og eru sagðir að hafa komizt innan einnar til tveggja mílna frá Irun. Búizt er við, að her- skip, sem uppreisnarmenn hafa á valdi sínu, ásamt tveim- ur beitiskipum, muni fara til San Sebastian, og gera árás á borgina af sjónum. Flugvélar uppreisnarmanna köstuðu fjölda sprengja yfir Badajoz í ntorgun, og köstuðu auk þess flugritum niður á göt- urnar, þar sem stjómarherinn var hvattur til þess að gefast upp, ella myndi loftárásum haldið áfram. Borgin er þó enn í höndum stjómarinnar. Árás á Granada Aftur á rnóti hafa flugvélar stjómarinnar haldið uppi sprengjukasti á Granada, og skorað á uppreisnarmenn að gefast upp, til þess að forðast frekari loftárásir. Stjórnar- lierinn hefir tekið Loja, skammt fyrir vestan Granada, og annan bæ, skammt fyrir suðaustan borgina. Þá hefir einnig verið barizt í nánd við Saragossa, og segir stjórnin sig hafa náð 12 vél- Hljómleikar Eánars Kristjánssonar í Tivoli Kbh. Einkaskeyti FÚ. Geysi mannfjöldi sótti hljóm- leika Einars Kristjánssonar í Tivoli í gær. Varð hann að syngja fimm aukalög. En blaðadómar um Einar eru mjög ósamhljóða, og finna öll blöðin eitthvað að honum, þó að þau lofi hann einnig. Pólitiken seg- ir, að Einari hafi farið aftur. Berlingske Tidende segir, að Einar hafi vel skólaðan og fagran tenor, en skorti tilfinn- ingu. Social Demokraten seg- ir, að rödd Einars sé ágæt, en hann beiti röddinni ekki af nægilegri vandvirkni. Börsen segir, að Einar hafi óvenjulega fagra rödd, en vanti ljóðrænan skilning. byssum og nokkru af skotfær- um frá uppreisnarmönnum. I Uppreisnarmenn hafa nú haf- | ið nýja sókn í áttina til Mal- aga. Segja þeir að Colmenar, 7 mílur fyrir norðan Malaga, I liafi fallið í þeirra hendur. í dag hefir talsvert kveðið J að því, að skip uppreisnar- | manna hafi skotið af handa- hófi á Barcelona, og hafa bæði frönsk og ensk skip orðið fyrir kúlum uppreisnarmanna. — Spánska stjórnin hefir beðið afsökunar á þessum atburðum. Spánski sendiherrann í Lon- don hefir borið til baka flugu- fregnir um það, að spánska stjórnin hafi flutt sig til Val- encia. Dómstólar og trúmála- félög leyst upp Azana forseti hefir gefið út tilskipun um, að allir dóm- stólar og öll trúmálafélög og klausturreglur skuli uppleyst í þeim Iandshlutum, sem upp- reisnarmenn hafa á valdi sínu, og mun tilgangurinn vera sá, að koma í veg fyrir það, að uppreisnarmenn geti kúgað lög- lega skipaða dómstóla til að dæma að vild sinni. Fréttaritari New York Times í Sevilla, segir í fréttaskeyti til blaðs síns, að 25 þýzkar flug- Framh. á 4. síðu. IV AR VENNERSTRÖM RÆÐIR UM ÍSLAND við Social Demokraten Kbh. Einkaskeyti FÚ. Sænska blaðið, Social Demo- kraten, flytur í dag viðtal við Ivar Vennerström, um sam- vinnu íslands og Svíþjóðar, um menningarlega og atvinnulega þróun íslands hin síðari ár, og um stjórnmálaástandið á ts- landi. Vennerström leggur mikla áherzlu á, hverja þýð- | ingu samvinna núverandi stjórnarflokka á íslandi hafi haft og álítur að sú samvinna muni haldast áfram í framtíð- inni. Olympiu- leikarnir París í gær. FÚ. | j Frá Olympiuleikunum í gær: í 100 metra sundi karla varð t fyrstur Kiefer frá Bandaríkj- t unum, á 1 mín. 6.9 sek., og 1 setti nýtt Olympiumet. Annar var Massigi Kiokawa, Japani. t næstu atrennu sama sunds varð fyrstur Taylor Drysdale, frá Bandaríkjunum, á 1 mín. 9 sek., næstur varð Þjóðverj- inn Schluss. í þriðju atrennu varð fyrstur Tajima, Japani, á 1 mín. 7,7 sek. í fjórðu at- rennu sama sunds sigraði brezkur maður, á 1 mín. 12 sek., og í fimmtu atrennu, Yos- hida, Japani, á 1 mín. 10 sek. t úrslitaleik, 400 metra sundi, vann Medica frá Bandaríkjun- um, á 4 mín. 44,5 sek. — (1 Kaupm.hafnarskeyti segir 4 mín. 45,5 sek.) og setti Olynt- piumet. Næstur- varð Uto, Japani, á 4 mín. 45,6 sek., þriðji Makino, Japani, á 4 mín. 48,1 sek., fjórði Flanagan frá Bandaríkjunum, á 4 mín. 52,7 sek., og fimmti Tajima, jap- anskur maður. I sundknattleik unnu Belgar Breta, með 6 mörkum á móti einu, Frakkland Ástralíu, með 4 mörkum á móti tveimur, Ungverjaland Holland, með 8 mörkum á móti núll, og Þýzka- land Svíþjóð, með 4 gegn ein- um. Berlin í gær. FÚ. í hockey-keppni sigraði Ind- land Frakkland með 10:0 og Þýzkaland Holland með 13:0. t basket-ball keppni unnu Bandaríkin sigur yfir Filipps- eyjum með 56:23, Canada sigraði Ungverjaland með 43:21, og Mexico sigraði ítalíu með 20:17. Kbh. Einkaskeyti FÚ. I kappsiglingum með 6 metra snekkjum sigraði Eng- land í gær og hlaut 67 stig, Noregur var næstur með 66 stig, og Svíþjóð þriðja, með 62 stig. Maðurinn sem kostar spönsko uppreisnina Hann aflaði auðsins með múfum og smygli. - Gaf mikið hl kirkju og kpisfni- halds og vap áfpúnaðapgoð lýðsins Enginn efi getur á þvi leikið, j að á bak við uppreisnaröflin á ! Spáni, þau öfl er steypt hafa j þjóðinni út í grimmari bræðra- j víg en dæmi eru til um langan aldur, á bak við þau standa ekki aðeins ákveðnar, leiðandi persónur heldur mikið og á- hrifaríkt fjármagn, er kostar byltingartilraunina, að því leyti sem fé getur gert. t eftirfarandi grein verður nokkuð rætt um þann manninn sem talið er fullvíst að leggi mest fé fram til styrjaldarinn- ar og þeirra, sem kollvarpa vilja ! lýðræðisstjórn landsins og setja fascistaeinræði í staðinn. 45umsóknir um lorstjórasföð- una víð Sundhöll- ina Þessir menn hafa sótt til bæjarstjórnar um forstjóra- starfið við Sundhöllina, sem nýlega var auglýst: Haraldur Sveinbjörnss., New York. Lárus J. Rist, óð. 13. Rögnvaldur Sveinbjömsson, Bergþórug. 9. Hallsteinn Hinriksson, Hafn- arfirði. Friðjón Guðbjömsson, Grett- isgötu 63. Þórður Ingimundars., Klapp- arstíg 5. Franz Hákansson, Lauf. 19. Vignir Andrésson, íþrótta- kennari. Bjami Grímsson, Baróns- stíg 59. Ólafur Sigurðsson, Baróns- stíg 49. Framh. á 4. síðu. Kbh. Einkaskeyti FÚ. Frá Olympiuleikunum í dag: í 400 metra crawl-sundi kvenna vann dönsk stúlka, Ragnhild Hveger, á 5 mín. 28 sek., og setti nýtt Olympiu- ntet. Hún er aðeins 15 ára. Juan March Ordinos j er kunnugt nafn á Spáni. Eig- j andi þess er gagnauðugur og dirfskubrögð hans með full- lcomnum æfintýrablæ. Hann er fæddur á eynni Mallorka í Mið- jarðarhafinu. Juan var af fá- tæku fólki kominn og ólst upp við mikla íhaldssemi í skoðun- um og trú. En löngun hans til valda og auðs var mikil. Og hann sá fljótt að greiðasta leiðin til þeirrar upphefðar var stjórn- I málaferillinn. Vitanlega gekk hann í íhalds- Framh. á 2. alöu. 60°|0 lygi Síðan Nýja dagblaðið veitti íhaldinu seinustu ráðninguna í skattamálum, hafa ritstjórar Mbl. legið fram á lappir sínar og ekki þorað að minnast á þau efni. Tímunum saman höfðu í- haldsblöðin þrástagast á því, að gjöld manna til ríkissjóðsins væru hér á landi hærri en nokkursstaðar annarsstaðar í víðri veröld. Á þessari staðhæf- ingu hafði svo verið byggður endalaus rógburður um núver- andi ríkisstjóm. En Nýja dagblaðið sannaði það með tilvitnun í opinberlega viðurkenndar tölur í amerísku hagfræðingatímariti, að gjöld til ríkissjóðs eru hér á landi lægri á mann en nokkursstaðar í nágrannalöndunum og lægri en skattameðaltal Norðurálf- unnar. Þá þögðu moðhausamir eins og steinar. En nú eru þeir aftur komn- ir á kreik — halda víst, að farið sé að fymast yfir það, hvernig ósannindin voru rekin ofan í þá og þeir stimplaðir sem ómerkingar. í gær fræðir Mbl. atkvæða- fénað sinn á því, að gjöldin til ríkisins séu 19 milljónir á ári! Þetta era rakalaus og vísvit- andi ósannindi. Árið 1935 voru allir skattar Framh. á 4. síðu.

x

Nýja dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.