Nýja dagblaðið - 14.08.1936, Síða 2

Nýja dagblaðið - 14.08.1936, Síða 2
2 N Ý J A DAGBLABIÐ Maðurinn sem kostar spönsku uppreismna Framh. af 1. síðu. sinnaðasta stjórnmálaflokkinn, fluttist til Barcelona og fekkst við útgerðarmál. Þar sá Juan fljótt, að mikill hluti þeirra vara, sem verzlað var með í borginni — og oft sá ódýrasti — var smyglvarningur frá Frakklandi. Smyglstarfsemin varð sú leið er hann valdi sér og sem færði honum óhemju auðæfi upp í hendumar. iSamtímis þessari ákvörðun komst Juan March inn í spánska þingið, sem fulltrúi fyrir fæð- ingarey sína, Mallorca — auð- vitað sem íhaldsþingmaður. — í þinginu tók hann upp kynlega baráttu. Hann réðist með mik- illi hörku á smyglstarfsemina yfir landamærin milli Spánar og Frakklands og gerðist um leið ákveðinn talsmaður fyrir ríkis- einkasölu á tóbaki og benzíni, og svo lengi og oft talaði hann fyrir þessum málum, að af al- þýðu manna var hann dáður og elskaður fyrir mikla óeigin- girni og föðurlandsást. Þar kom að hann fékk um- bun verká sinna. Honum var falið að hafa yfirsjón bæði ríkis einkasölunnar og tolleftirlits- ins við landamærin. Með ríku- legum gjöfum til kirkjunnar og til fátækra, ávann Juan sér hylli prestastéttarinnar og gerði þá pólitíska talsmenn sína. Um fertugt var Juan orðinn auðugasti maður Spánar og að ýmsu leyti þjóðardýrlingur. I ófriðnum mikla opnuðust honum stórauknir möguleikar. Smyglið dafnaði og auðurinn óx. Og nú skipulagði Juan — á eigin spýtur, firna víðtæka smyglun milli landanna. Aðferðin var einföld. Hann fékk fjölda af undir- mönnum sínum til þess að verða þátttakendur í fyrirtækinu. — Þar með uku þeir laun sín, en I urðu ábyrgir lögbrotamenn með æðsta yfirmanni tollgæzlunnar og þar með umhugað um að smyglið yrði ekki opinberað öðrum. Einu sinni á stríðsárunum annaðist Juan vörusendingar fyrir Frakka til nýlenda þeirra í Afríku. Hann seldi og sjálfur vörurnar. Skipstjóranum gaf hann ákveðnar fyrirskipanir um leiðina, sem sigla skyldi. Á leiðinni mætti skipið þýzk- um kafbát. Skip Juans var tekið, vörurnar gerðar upp- tækar, en því annars sleppt — sem þó var ekki venja í stríð- inu. Er heim kom til Barcelona og skipstjórinn sagði sínar far- ir ekki sléttar, og bjóst við að tapa stöðunni, tók Juan honum hið bezta og hækkaði laun hans að mun. Næsta ferð fór eins. Þjóðverjar komu í veg fyrir skipið, tóku varninginn en gerðu ekkert annað af sér — alveg gagnstætt allri venju. — Ög Juan hafði sagt fyrir um leiðina. í þriðju ferðinni brá skip- stjórinn út af fyrirmælum húsbóndans um siglingaleiðina og komst klaklaust í höfn. En hann hafði ekki fyr kom- ið heim og sagt Juan frá sinni farsælu för, en hann var rekinn úr stöðunni. Skýringfn var sú, að Juan hafði selt sömu skipsfarmana bæði til Frakka og Þjóðverja og auk tvöfalds gróða, sýnt vinarhug sinn báðum þessum óvinaþjóðum og náð við það ýmsum hlunnindum og haldið báðum aðilum í góðri frú á hollustu sína. En er frá leið sá Juan það af hyggindum sínum, að öll þessi risaauðæfi gætu og mundu vekja illan grun í hópi and- stæðinganna. Og þess vegna fanst honum hyggilegast að draga sig út úr stjómmálun- um. En þetta var of seint. Grun- urinn um geysileg svik hans og lagabrot gnæfði upp yfir allar gjafir til kristnihalds og kirkju og varð til þess að eftir §tofn- un lýðveldisins, er íhaldinu var hrundið af stóli, var Juan tek- inn og settur í fangelsi, ákærð- ur fyrir smygl og mútur. Sagt er að lýðveldismenn hafi þá boðið honum frelsi, gegn því skilyrði að hann hætti beint og óbeint öllum afskipt- um af pólitík, og gegn lausnar- gjaldi, sem hljóp á hundruðum þúsunda. En Juan vonaði að lýðveld- ið mundi fljótt steypast af stóli og gekk ekki að neinum samn- ingum. En er hann þóttist full- viss að lýðræðið mundi fastara í §essi en fyrst mátti ætla, og að ríkisstjórnin ætti langa líf- daga fyrir höndum, ákvað hann að kaupa sér frelsi. En í samræmi við starf und- angenginnar æfi keypti hann það ekki á „löglegan“ hátt, heldur langtum ódýrara en ætl- að var. Einn morgun var Juan horf- inn úr klefa sínum ásamt fanga verði þeim, er hans skyldi gæta. Nokkru seinna varð hans vart utan landamæranna, í Gibraltar. Þaðan sendi hann ávarp til spönsku þjóðarinnar með lýs- ingu á þeirri ómaklegu meðferð er hann hafði sætt. En í þetta sinn dugði svindl- ið honum ekki. Síðan hefir þessi alræmdi maður dvalið í Frakklandi og veitir nú fé sínu í greipar þeiira manna, sem eins og hann vildu berjast gegn lögum og rétti í landinu til þess að ná völdunum í sínar hendur. Og | til þess er einskis svifist. Til | þess má, að þeirra dómi, etja þjóðinni út í einhver þau i hryllilegustu bræðravíg, sem I sagan greinir. | Sjúkrasamlag Reykjavíkur Austurstræti 10. Afgreiðslutími, alla virka f daga, frá kl. 10 .f h. til I kl. 4 e. h. — Sími 1724. i (Inngangur í skrifstof- f una er sami og í Brauns-. B verzlun). 1 Klæðaverksm. Gefjun Akureyrí Tekur á móti ull til vinnslu og hefur lækkað verð á lopun. Nú er komixm tími til að búa sig undir vetur- inn með kuldaklæðnað innst sem yzt. Munið að Klæðaverksmiðjan Gefjun, Akureyri framleiðir og selur beztu íslenzku ullardúkana, prjóna- band, lopa og al-tílbúínn fatnað. Aivinna. Duglegur verzlunarmaður, sem getur veitt forstöðu lítilli verzlun hér í bænum, getur fengið atvinnu um næstu áramót. Umsóknir með launakröfu merktar XX, leggist inn á afgreiðslu Nýja dagblaðsins. Chrlstian Gjerlöff sýnir kíikmyndir af fyriFmyndarbæjum í Nýja Bíó föstudaginn 14. ágúst kl. 7,30 e. h. Aðgangur ókeypis. Allir velkomnir. Síðara bindi Huldar komið út! í því er meðal annars hin fræga mannskaðasaga síra Magnúsar Helgasonar og ritgerð Hannesar Þorsteinssonar um Galdra-Loft. Fæst hjá bóksölum. Bókaverzlun Snæbjarnar Jónssonar. NÝJA ÞVOTTAHÚSIÐ Grettisgötu 46 Sími 4898 Fullkomnustu vélar — Fljót og góð vinna. Síldarborgin IX. Allir vita eitthvað um a,t- vinnulíf Siglfirðinga, um hin miklu uppgrip úr sjónum á vissum tímum árs og langar at- vinnuleysishvíldir á milli. En um hið andlega líf vita færri, svo sem það að þar sé hin bezta og fegursta kirkja, sem íslenzkur þjóðkirkjusöfnuður ' hefir ennþá reist, að í þeirri kirkju hljómi mannsradd- ir betur en í nokkru öðru íslenzku guðshúsi, að félag nokk urra atvinnurekenda í bænum gefi árum saman mikið fé til að einn af mestu málurum landsins geri í þá kirkju stór- fellt trúarlegt málverk, að í þessum bæ sé ágætur gagn- 1 fræðaskóli fyrir 40—50 ung- linga, og að honum hafi verið komið upp svo að segja fyrir ekki neitt. við Isbafíð Og þó er þetta svo. Hvergi á landinu hefir það fólk, sem Mbl. kallar „athafnamenn" sýnt andlegri stofnun í sínum bæ eða byggð jafnmikla fórnar- lund og á Siglufirði, Ég vil bæta við einu dæmi af því tægi af því að það einkennir Siglufjörð svo vel og réttilega. Á Siglufirði hefir um mörg ár starfað einn af beztu karla- kórum landsins. Þormóður Eyj- ólfsson hefir verið lífið og sálin í þessari starfsemi. Hann hefir verið stjómandi og kenn- ari söngflokksins, samhliða margháttuðum atvinnustörfum fyrir sig sjálfan, bæjarfélagið og landið. Þess munu engin dæmi áður hér á landi að maður sem stað- ið hefir í svo margháttaðri fjármálastarfsemi og fyrir svo marga aðila eins og Þormóður Eyjólfsson, hafi jafnframt því getað lagt stund á listastarf- semi, sem krefst mikils tíma og mikillar vinnu, og gaf eklc- ert í aðra hönd nema andlega ánægju. En hin merkilega al- hliða þróun Siglufjarðar kem- ur af því að þar hafa verið alhliða og ötulir menn. ; Karlakórinn á Siglufirði er óskabarn bæjarbúa. Menn ! deila þar um margt eða öllu beldur um flest, eins og víðast hvar annarstaðar á jörðunni. En í karlakómum er innbyrðis friður meiri en nokkurn ókunn- ! ugan gæti grunað. Þormóður Eyjólfsson hefir fyrir sitt leyti lagt alla stund á að fá í söng- 1 flokkinn hina beztu söngmenn sem kostur var á. Hann hefir | ekki ósjaldan greitt götu póli- tízkra andstæðinga, til að geta lifað í bænum, ef honum þóttu líkur til, að þeir gætu orðið góðir liðsmenn í bænum. 1 Þannig hefir myndazt á Siglu- firði valin sveit góðra og vel æfðra sómamanna, sem berjast fyrir daglegu brauði, eins og aðrir menn, en stunda listina að auki. Söngflokkurinn syngur oft heima fyrir, en fer auk þess ferðir til annara héraða og kaupstaða og fær mikla að- sókn og lofsamlega dóma áheyr- ' enda fyrir framgöngu sína. I Kunnugir menn segja, að starf- 1 semi söngflokksins á Siglu- : firði sé einn hinn áhrifamesti \ þáttur í menningarþróun bæj- arins. 1 mörgum kauptúnum og kaupstöðum hefir verið og er i enn hörgull á viðunanlegum j gististöðum. Jafnvel höfuð- 1 staðurinn var í sárustu vand- ræðum með gistihús, þar til fyrir fáum árum. Svo hefir og verið á Siglufirði, þar til í sumar, að úr því máli greidd- ist á óvæntan hátt. Erlendur maður, búsettur á Siglufirði, hafði ákveðið að reisa þar mik- ið og vandað gistihús og feng- ið til þess lán að nokkru í sparisjóði Siglufjarðar. En er til kom, þraut manninn efni til að ljúka við bygginguna. Tók sparisjóðurinn húsið hálfgert upp í skuld sína. En öllum leiðandi mönnum í bænum lék hugur á að húsið yrði fullgert og tekið til afnota. Varð Þor- móður Eyjólfsson enn fyrir vali að fara til Reykjavíkur og freista að útvega viðbótar- lán til að ljúka við húsið. Hon- um tókst það. Stuttu síðar var hið nýja gistihús fullgert með milli 20—30 ágætum svefnher- bergjum, baðherbergi á hverju lofti og myndarlegum sam- komusal á neðstu hæð. Nú er svo komið, að ISiglufjörður mun vera tiltölulega bezt sett- ur með gistihús af öllum kaup- stöðum á landinu, ef miðað er við aðstöðu og mannfjölda. J. J.

x

Nýja dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.