Nýja dagblaðið - 20.08.1936, Síða 1

Nýja dagblaðið - 20.08.1936, Síða 1
4. ár. Reykjavík, í'immtudaginn 20. ágúst 1936. 189. blað Merkar embæftaveitingar Gúsfafi Jónasson verdur skrifistofiusfjóri í dómsmála- ráðuneytinu og Jónatan Hallvarðsson lögrcglustjórí í Reykjavík Guðmundur Sveinbjömsson skrifstofustjóri í dómsmála- ráðuneytinu, sem nú dvelur í Danmörku, og hefir verið heilsutæpur maður um langt skeíð, hefir nú beiðst lausnar frá embætti sínu. Var lausnar- beiðni hans símuð frá stjórnar- ráðinu til konungs í gær. Hermann Jónasson dóms- málaráðherra hefir jafnframt ákveðið að skipa hinn setta lögreglustjóra í Reykjavík, Gústaf Jónasson, skrifstofu- stjóra í stað Guðm. Svein- bjömssonar. 3 933—34 dvadi hann erlendis, i og kynnti sér lögreglumál og • réttarfar. Jónatan Hallvarðsson hefir á i síðari árum verið rannsóknar- dómari í ýmsum umfangs- miklum og erfiðum sakamál- um, en af þeim mun togara- njósnarmálið vera mönnum minnisstæðast. Hefir hann þar sýnt hinn mesta dugnað og einbeittni. 1 fyrrahaust var hann skipaður formaður ríkis- skattanefndar, og formaður lögfræðinganefndarinnar var hann í vetur í forföllum Bergs Jónssonar. Nýju fóðurlógin koma til firam- kvæmda Eins og kunnugt er, voru á síðasta Alþingi, fyrir atbeina Framsóknarflokksins, sam- þykkt ný lög um fóðurtiygg- ingu búfjár. Heimila lögin að leggja fram úr ríkissjóði allt að 75 þús. kr. á ári til að stofna fóðurtryggingasjóði í sýslunum, enda komi framlög úr héraði á móti. Landbúnaðarráðherra hefir nú falið tveim ráðunautum Búnaðarfélags Islands, þeim Páli Zophoníassyni og Theodór Ambjamarsyni, að gera upp- kast að samþyktum fyrir fóð- urtryggingasjóði og tillögur um, hvemig ríkisframlaginu skuli skipt milli einstakra sýslufélaga. Harðindin síðastliðinn vet- ur hafa vakið menn til nýrrar og alvarlegrar umhugsunar um nauðsyn fóðurtrygginga í sveit- um landsins. Gústaf Jónasson. Hinn nýi skrifstofustjóri, Gústaf Jónasson, er fæddur 12. ágúst 1896, lauk stúdentsprófi 1918 og embættisprófi í lögum ! 1924. Þrjú næstu ár hafði hann | með höndum ýms lögfræði- störf hér í bænum. Hann hefir verið fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík í 7 ár og settur lög- reglustjóri síðan sumarið 1934. 1 stað Gústafs Jónassonar verður Jónatan Hallvarðsson 1. fulltrúi lögreglustjóra, settur lögreglustjóri í Reykjavík. Hinn nýi lögreglustjóri, Jónatan Hallvarðsson, er fædd- ur 1903, lauk stúdentsprófi 1925 og embættisprófi í lögum 1930. Sama ár varð hann full- trúi hjá lögreglustjóra og hef- ir verið það síðan. Vetui'inn Fréttaritari útvarpsins á veiðiskipaflotanum símaðit í gær, að óveður héldist fyrir Norðurlandi og engin síld veiddist í herpinwtur. Jónatan Hallvarðsson. Hins nýja lögreglustjóra bíða ýms merkileg verkefni. Þannig liggur nú t. d. fyrir, að byrja að framkvæma hin nýju lög frá Alþingi um eftir- lit með útlendingum. Hefir undirbúningur undir þá fram- kvæmd fyrir nokkru verið haf- inn, en umsjón hennar mun eðlilega verða að miklu leyti í höndum lögreglustjórans í Reykjavík, þ. á m. vegabréfa- eftirlitið. Einnig munu standa til ýms- ar umbætur á lögreglustarfinu, ■ bæði í sambandi við þetta mál og fleira. Þeir Gustaf Jónasson og Jónatan Hallvarðsson taka við hinum nýju embættum sínum um næstu mánaðamót. Togarinn Sviði er hættur veiðum, hafði hann lagt á land 8500 mál í bræðslu og 1000 tunnur í salt. Er verð- Frh. á <L afðu. Sauðfijárpestín í Eorgfarfiirði Sauðfjárpestin í Bargarfirði. Landbúnaðarráðherra hefir í gær ritað próf. Níels Dungal eftirfarandi bréf: „19. ágúst 1936. 1 Borgarfjarðarhéraði geysar nú mjög skæð sauðfjárpest, sem sýnilegt er að hlýtur að valda stórtjóni, ef ekki tekst að vinna bug á henni. Ráðu- neytið vill því hérmeð leggja fyrir yður, herra prófessor, að setja yður þegar í samband við Jón óðalsbónda Hannesson í Deildartungu og aðra bændur í Borgarfjarðarhéraði, þar sem veikin geysar nú, til þess að hafizt verði þegar handa um einhverjar varnir, sem að gagni megi koma gegn veik- inni. Þá vill ráðuneytið ennfremur beiðast álits yðar um það, hvort ekki mundi rétt að fá er- lendan sérfræðing í búfjársjúk- dómum til aðstoðar við rann- sóknir á veiki þessari og óskast Framh. á 4. bíÖu. Frá sildveið nnnm Frá Spáni Arás uppreisnarmanna hrundið við San-Sebashan London í gær. Ftí. Aðalorusturnar á Spáni í dag geysa um Norður-Spán. Upp- reisnarmenn gerðu tryllt á- hlaup til þess að reyna að ná San-Sebastian og er talið að það hafi verið úrslitatilraun þeirra til að ná borginni. Var um skeið barist á 10 mílna I löngu svæði á línu yfir Sebasti- an og Irun, og er talið að í þeim bardaga hafi tekið þátt um 9 þús. manns. Um tíma leit svo út, að her stjómarinn- ar væri í þann veginn að tapa, en síðar í dag var árásinni hrundið, og virðast uppreisn- annenn hafa beðið mikið tjón. Upppeisnarmenn bera hærra hluf í Majorka Berlin í gær. FtJ. Stjórnin í Madrid á að hafa lýst yfir því, að hún muni ekki geta haldið San Sebastian nema nokkra daga hér eftir. Enn- fremur að stjómin sé búin að gera ráðstafanir til þess að flytja til Valencia ef þörf ger- ist. — Frá Majorka hefir borist fregn um það, að uppreisnar- menn hafi gersigrað stjórnar- i herinn er þar var settur á ! land og tekið herfangi öll vopn hans og útbúnað. Eifupgas ekki bannað í bopgapasfypjöid London í gær. FÚ. i Frá Lissabon kemur fregn ; um það í gærkvöldi, að spánska stjórnin hafi tilkynnt, að hún myndi nota eiturgas í árásum sínum á Mára, sem uppreisnar- menn hafa flutt til Spánar og liðsmenn úr útlendingalier- sveitinni, sem gripið hafi til vopna gegn spönskum þegnum. En á aðra uppreisnarmenn muni aðeins verða notað tára- gas. Uppreisnarmenn lýsa yf- ir því, að þeir muni kæra þetta athæfi fyrir Þjóðabanda- laginu í Genf. Brezka útvarpið bætir því við, sem skýringu, að alþjóðaákvæðin um að nota ekki eiturgas í hernaði, muni aðeins taka til reglulegs hem- aðar milli ríkja en ekki borg- arastyrjalda. Bpefap heffa vopnasölu hl Spánap Brezka stjómin hefir tekið ákvörðun í sambandi við borg- arastyrjöld þá á Spáni, sem þykir mjög miklu skifta. Við- skiptamálaráðuneyti Bretlands birti þá tilkynningu í morgun, að afturkölluð hefðu verið út- flutningsleyfi fyrir vopn, hverrar tegundar sem væru, er veitt hefðu verið undanfama tvo mánuði, og hefðu átt að afgreilast til Spánar eða spánskra nýlenda. Ennfremur var það tilkynnt, að engin slík leyfi mundu verða veitt fyrst um sinn. Sir Samuel Hoare flutti ræðu síðdegis í dag, þar sem hann gerði grein fyrir þessari á- kvörðun stjórnarinnar, og sagði að með þessu hefði brezka stjórnin viljað sýna það svart á hvítu, að hún vildi ekki á neinn hátt blanda sér í málefni annara ríkja, nema þar sem brýna nauðsyn bæri til. Með þessari ákvörðun sagði hann að brezka stjómin hefði gefið öðmm þjóðum fordæmi til að fara eftir. 1 sömu ræðu gaf Samuel Hoare einnig skýrslu um verndar- og björgunar- staifsemi brezka flotans í Mið- jarðarhafinu síðan borgara- styrjöldin brauzt út. 1 því sambandi sagði hann meðal annars: „Ef jafnaðarmenn og friðarvinir hefðu fengið vilja sínum framgengt um afvopn- un Bretlands, þá hefði nú eng- inn floti verið til, til þess að vinna þau mannúðarstörf, er floti vor hefir gert. Á bak við hervæðingu Bretlands býr eng- inn vilji til þess að misbeita valdinu, hvorki út á við eða inn á við. Vér þurfum enga svartstakka, enga laxerolíu og enga þjóðemissinna til að út- rýma kommúnistum á Bret- landi. Vér látum hina heil- brigðu þróun, atvinnulífsins gera það, og hún gerir það miklu betur“. 661 brezkur maður er ennþá staddur á Spni. Þar af em yf- ir 150 í Barcelona og flestir í mjög nauðsynlegum viðskipta- erindum. Telja þeir sig ekki geta horfið heim að svo stöddu, en aðrir vilja ekki fara.

x

Nýja dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.