Nýja dagblaðið - 20.08.1936, Page 3
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
8
Q
Á KROSSGÖTUM
Sala íslenzkra afurða
til Danmerkur
FRÁ FRÉTTARITARA
NÝJA DAGBLAÐSINS.
Khöfn í ágúst.
Um það hefir nokkuð verið
rætt í dönskum blöðum, hvort
ekki væri hægt að auka kaup
í Danmörku á ísl. afurðum frá
því sem nú er.
Til dæmis segir í „Danmarks
Handels- og Söfai'tstidende“
að krafa íslendinga um meiri
sölu til Danmerkur sé sann-
gjörn. Aftur á móti hefir t. d.
„Kristilegt Dagblad“ lagst á
móti slíku áliti og álit H. Hend-
riksen er áður kunnugt um
verzlunarviðskiptin.
Til þess að fá umsögn þess
aðila, sem einna bezt þekkir
þessi mál af eigin afskiptum,
hefir fréttaritarinn snúið sér
til firmans Jakob Gunnlaugs-
son & Co. og hitt forstjóra |
þess að máli, hr. Laurus Gunn-
laugsson.
Vöruhús þetta hefir um 40 j
ára skeið rekið verzlun við Is- (
land, enda er hr. Laurus af Is-
lenzkum kominn,þótt hann hafi j
búið í Danmörku frá því hann J
var 4 ára.
Og nýlega hefir firmað selt
síðustu verzlunarhúsin á ís-
landi (í Bakkafirði) og keypti
Kaupfélag Langnesinga.
ÍSLENZKAR VÖRUR
MÆLA MEÐ SÉR
SJÁLFAR.
— Hér í landi, segir L. Gunn-
laugsson, er aukinn áhugi fyrir
íslandi og íslenzkum efnum.
Þessi aukni áhugi og þekking
er til mikils gagns iyrir sölu
íslenzkra vara til Danmerkur.
Og auglýsingastarfsemi í
sambandi við íslenzkar vörur
er ekki nauðsynleg — þær
mæla með sér sjálfar.
— Hvaða íslenzkar afurðir
hafa mest líkindi til að ná vax-
andi sölu hér í landi?
— Líklega fyrst og fremst
sildarolía og síldarmjöl.
Allmikið hefir verið að því
unnið, að auka þessi vörukaup
og mætti þó sjálfsagt meir.
Einnig mætti sennilega færa
hér út saltsíldarmarkaðinn,
þótt síldarkaupendur láti sér
hægt í bili, vegna mikils tjóns
á þeim kaupum í fyrra.
— Eru sölumöguleikar í Dan-
mörku fyrir íslenzkar rækjur?
— Það er óvíst, en þó ekki
útilokað.
— En útlit um sölu fiskjar
hingað ?
— Af þurfiski hefir mjög
lítið selst hér þetta ár. Þó er
íslenzkur þurfiskur ágætis
vara.
En hér veldur það um senni-
lega, að fólk kýs heldur nýjan
fisk, og þar sem nýr (þ. e. ís-
aður) íslenzkur fiskur er stór-
um betri en danskur fiskur,
ættu hér að vera miklir
sölumöguleikar fyrir hann, og
með nýjustu verkunaraðferð-
um, er, eins og kunnugt er
hægt að halda fiskinum sem
nýjum mánuðum saman, svo
að fjarlægðin frá Islandi væri
til lítillar hindrunar. Og það
er efalítið heilagfiski, sem hér
hefir álitlegasta sölumöguleika
— og ef til vill þorskur.
Af öðrum vörum mætti
nefna fryst lambakjöt, er fellur
ágætlega í smekk danskra
neytenda.
Sömuleiðis ætti hér að vera
markaður fyrir lýsi, bæði til
iðnaðar og meðalagerðar.
Og yfirleitt getur það naum-
ast verið stórum erfiðleikum
bundið að auka til muna sölu
ýmsra íslenzkra afurða hér í
Danmörku.
— En haldið þér að verð ís-
lenzkra vara sé of hátt?
— Nei! Ekki þegar tekið er
fullt tillit til gæðanna, segir
L. Gunnlaugsson að lokum.
B.
Rikisútgáfa námsbóka enn
Svar til Sigurðar Thorlacius, skólastjóra
Stjórnarmildi
eða stjórnarkúgun
Mbl. telur núverandi stjórn
harðleikna við minnihlutann,
og segir íhaldið beitt hörku á
Alþingi. Hvar eru sannanirnar?
Lítum á fjárlögin, þar sem
fjárveitingarnefnd með 4 í-
haldsmönnum og 5 stjómar-
sinnum stendur saman um af-
greiðsluna, og engin óánægju-
rödd kemur fram í þingi um
hlutdrægni í fjái'veitingum.
Kjördæmi með svæsnum í-
haldsþingmanni eins og Jóni
Auðunn og Jóhanni í Eyjum,
hafa fengið hina stórkostleg-
ustu hjálp í verklegum fram-
kvæmdum fyrir forgöngu og
atbeina núverandi þingmeira
hluta og ríkisstjórnar. En
hlutdrægni íhaldsins er söm
við sig. Þannig hefir íhaldið
í Skagafirði hindrað að lagað-
ur væri vegur eða sími um
sveit austan Héraðsvatna, þar
sem meiri hluti kjósendanna
voru Framsóknarmenn. Allir
kunnugir vissu að hér var ein-
göngu um hefnd að ræða frá
íhaldsmönnum fyrir að vera
á móti flokki þeirra.
Bráðahirgðalög íhalds
og Framsóknar
íhaldið telur það hið mesta
þingræðisbrot, er núverandi
stjórn gaf út bráðabirgðalög
um síldarverksmið j ust j órnina.
En M'. Guðm. gaf líka út
bráðabirgðalög um ríkisrekstur
á Sólbakkaverksmiðjunni og
og hundadagaráðherra íhalds-
ins gaf út bráðabirgðarlög um
einkasölu á útfluttum fiski.
Bæði þessi lög voru gefin út í
beinni mótsögn við yfirlýsta
stefnu íhaldsmanna. Hvernig
vill Mbl. verja það mál?
Fríður borgaranna
Meðan íhaldið hafði einn ráð-
herra í bráðabirgðarstjórn með
tveim fyrverandi Framsóknar-
mönnum, knúðu hin óhreinu öfl
í flokknum þennan ráðherra
til að byrja hverja persónulegu
ofsóknina af annari á leiðandi
menn í Framsóknarflokknum.
I öllum tilfellunum vissu Mbl.-
menn að árásin var upplogin.
Á þennan hátt var ljúgvitnum
raðað móti Hermanni Jónas-
syni og upplognar árásir á
Guðbrand Magnússon, Pálma
Loftsson og Einar Einarsson.
Þrátt fyrir hina svívirðileg-
ustu framkomu íhaldsins í öll-
um þessum málum, tókst því
ekki að kasta minnsta bletti á
mannorð nokkurs þessara
manna. Þvert á móti leiddi if-
sóknin í ljós, að þeir höfðu all-
ir staðið ágætlega í stöðu sinni.
En vilja íhaldsmenn bera sam-
an réttarvernd borgaranna
undir núverandi stjóm, við
léttleysi þeirra á tímum bræð-
ingsst jórnarinnar ?
Krabbe og kvenfólkið
Mbl. telur það höfuðsynd, að
J. J. skuli ekki vita, að Krabbe
vitamálastjóri hafi skrifað Al-
þingi um að hann ætlaði að
flytja af landi burt. En Mbl.
gleymir því, að J. J. var ekki
í fjárveitinganefnd, þegar
Krabbe lýsti landflótta sínum.
Sézt af þessu hve létt Valtýs-
tetri er að fara með ósann-
indi. Þá segir Mbl., að J. J.
hafi byrjað blaðadeilu við konu
utan Reykjavíkur og nefnt
frú lngibjörgu Þorláksson í
sambandi við utanferðir. En
hið sanna er það, að kona ein
út á landi ritaði viðvanings-
lega ádeilugrein gegn J. J. og
lét auglýsa það á torgum og
gatnamótum, að hér væri um
persónulega árás að ræða. J.
J. svaraði konu þessari nokkru
síðar með svo mikilli mildi og
umburðarlyndi, að sök himiar
deilugjörnu konu varð enn á-
takanlegri. Þá hafði J. J. ekki
minnst á frú Þorláksson, held-
ur er það Mbl., sem dag eftir
dag skýrir frá því, að hún sé
að flytja úr landi. Ætti Mbl. að
kunna að gæta tungu sinnar
betur en verið hefir í þessu
efni. I fyrra réðist það á einn
nafngreindan Framsóknarmann
fyrir að leita nánum vanda-
rnanni læknishjálpar erlendis
stutta stund. Þá sá Mbl. eftir
gjaldeyrinum. Og nokkru þar
áður hældi Mbl. glæpamanni,
sem sendur var inn á heimili
Framsóknarmanns til að Ijúga
að konu um meiriháttar veik-
indi, sem maður hennar átti að
vera haldinn af. Hvemig var
sá drengskapur?
Boðað til ráð-
stefnu, er ákveði
möskvastærð
á nefjum
Ritari í brezka landbúnaðar-
ráðuneytinu. Herwald Rams-
botham hefir nýlega svarað
fyrirspurn, er fram kom í mál-
stofu brezka þingsins snertandi
fiskveiðar.
Hefir hann sagt, að hið al-
þjóðlega hafrannsóknarráð hafi
mælt með því, að ríki þau, er
hafi hagsmuna að gæta um
fiskiveiðar, fallizt á hinar
brezku reglur um möskvastærð
fiskinetja.
I því tilefni hefir ríkisstjórn
Bretaveldis — að því er fréttir
herma — boðið öllum þeim ríkj-
um, er hér geta átt hlut að
máli, að senda fulltrúa á þing,
er komi saman í London í haust
er kemur, til þess að ræða þetta
mál o. fl.
Nýlega skrifaði ég stutta
grein í Nýja Dagbl. vegna til-
lagna fulltrúaþings bamakenn-
ara um ríkisútgáfu námsbóka;
en þar hafði því verið haldið
fram, að kennarar héraðs- og
gagnfræðaskóla hefðu ekki átt
að eiga hlutdeild í stjórn ríkis-
útgáfu námsbóka, heldur barna-
kennarar einir. Ég benti á, að
lögin gerðu ráð fyrir því, að
útgáfan næði einnig til kennslu-
bóka fyrir unglingaskólana, og
þegar af þeirri ástæðu mælti
öll sanngirni með því, að kenn-
arar þeirra ætti fulltrúa í út-
gáfustjórninni, eins og lögin
gera líka ráð fyrir. Þá benti
ég á, að fjölmargir kennarar
unglingaskólanna hefðu kenn-
aramenntun og hefðu stundað
bamakennslu. Loks hélt ég því
fram, að við, sem kennum við
héraðs- og gagnfræðaskólana,
liefðum mjög góða aðstöðu til
að dæma barnaskólana og
þekkja og skilja þarfir þeirra
og kröfur, með því að börnin
kæmu til okkar úr barnaskól-
unum. En einmitt þessi að-
staða okkar til að fylgjast með
og þeklcja starfsemi barnaskól-
anna, er sterk rök með því, að
einn maður í stjóm útgáfu-
nefndar sé tilnefndur af kenn-
urum héraðs- og gagnfræða-
skóla, og- útgáfan taki sem
fyrst jafnt til námsbóka fyrir
báða eða alla skólana.
Nú hefir herra Sigurður
Thorlacius, bamaskólastjóri í
Reykjavík, tekið sér fyrir
hendur að verja tillögu full-
trúaþingsins og andmæla grein
minni. En gagnrök S. Th. virð-
ast ekki sanna það, sem þeim
r iiminiminiT'iiiiniirHWirii wiirimn miiwiiwiiíh
NÝJA DAGBLAÐIÐ
Útgef&ndi: BlaSaútgáfon h.f.
Ritnefnd:
Guðbrandur M&gnúsaon,
Gísli Guömundsson,
Guðm. Kr. Guðmundason.
Ritstjóri og ábyrgöarmaður:
pórarinn pórarinsaon.
R i tst j óma rsk ri tatof ur:
Hafn. 16. Símar 4373 og 2353.
Afgr. og auglýsingaskrifstofa
Hafnaratr. 16. Sími 2323.
Askriítargjald kr. 2,00 á mán.
í lausasölu 10 aura eint.
Prentsm. Acta.
Slmi 3948.
er ætlað að sanna.
Það er alrangt hjá S. Th., að
í grein minni komi fram sú
skoðun, að uppeldi bama eigi
að „miðast við það, sem þeim
er ætlað að verða, þegar þau
eru orðin stór“. Og það eru
ýmsir fleiri en S. Th. og barna-
kennarar, sem eru þess vel vit-
andi, að „börnin eru lifandi og
sjálfstæðir einstaklingar, sem
lifa eftir eigin bamslega lög-
máli, sem börn“ — og að bóka-
vali, kennsluaðferðum og náms-
efni beri að haga nokkuð eftir
því.
En úr því að S. Th. fer inn
á þessi efni, vil ég nota tæki-
færið til að benda barnakenn-
urunum á nokkuð, sem þeir
hafa vanrækt meira en góðu
hófi gegnir, ef dæma má eftir
árangrinum. Aukin vinnu-
kennsla í bamaskólunum og
nýjar kennsluaðferðir mega
aldrei skyggja á þann mikla
vísdóm, sem fellst í vísunni:
„Að lesa og skrifa list er góð“.
En það er mál manna, að þeim
„listum“ ásamt reikningskunn-
áttu bama, fari nú mjög hrak-
andi, jafnvel svo, að til vand-
ræða horfi fyrir allt síðara nám
bamanna. Merkir erlendir upp-
eldisfræðingar vilja láta leggja
megináherzlu á þessar þrjár
höfuðlistir allra mennta. Ég
minni á hinn heimsfræga upp-
eldisfræðing, Kerschensteiner.
Hann vildi að vísu ala börn
upp við uppeldisfræðileg vinnu-
brögð, sem tækju fullt tillit til
sérhæfileika einstaklingsins og
vekti sjálfrýni hans og sjálfs-
þekkingu. En bamaskólar ættu
þó fyrst og fremst að skapa
undirstöðuþekkingu, leggja al-
mennan grundvöll fyrir síðara
nám. Og þar er einkum átt við
það, að í barnaskólum sé lögð
mest rækt við kennslu í móður-
máli, skrift og reikningi.
Ég er að vísu ekki lærður
barnakennari, þótt ég hafi of-
urlítið fengizt við barna-
kennslu. En mér þykir furðu-
leg sú stafhæfing S. Th., að
starf barnaskóla eigi ekki að
miða að því að skapa úr böm-
unum „efni í skósmiði, lækna,
gagnfræðaskólakennara eða
bændur“, eins og hann orðar
það. Þeir uppeldisfræðingar,
sem ég hefi eitthvað kynnt mér
eru á gagnstæðri skoðun við S.
Th. Bamaskólinn á einmitt að
gera bamið svo úr garði, er það
hverfur úr honum, að það sé
Framh. á 4 síðu.