Nýja dagblaðið - 08.09.1936, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 08.09.1936, Blaðsíða 1
-*• ár. Reykjavík, þriðjudaginn 8. *ept. 19#6. 305. blað. Loftskeytastöð Pan-American Airways á Bústaðahæð Stöðin skapar skilyrðí til flugs milli heimsálSanna um ísland ísland verður aðalviðkomusftaðurinn á norð- urleiðinni Hefst tilraunaflug að sumri? Víðftal við mr. Oscanyon sérfrœðing ameríska flugfiélagsins Nú er hafin bygging loft- | ákeytastöðvar Pan-American i Airways á Bústaðahæð, og með I því stórbætt skilyrði til flugs yfir Ísland, heimsálfa milli. Nýja dagblaðið átti í gær tal við Mr. Poul Oscanyon, sér- 1 fræðing Pan American Air- ways í loftskeytamálum og veð- urathugunum. Kom hann hing- að ásamt dr. Vilhjálmi Stef- ánssyni, 21. ágúst og ætlar að dvelja hér 1 a. m. k. eitt ár við athuganir, ásamt konu sinni, sem er dönsk að ætt og | lærður loftskeytafræðingur og | tveimur drengjum þeirra. Mr. Oscanyon hefir undan- farið starfað hjá Pan-Anaeri- ! ran flugfélaginu og m. a. haft á hendi yfirstjórn með loft- | skeytastarfsemi félagsins í j Washington. Hann hefir dvalið j þrjú sumur og einn vetur ] við athuganir á Grænlandi og j tvívegis áður komið hingað til lands. Kom hann 1981 á skútu með Robfrt Bartlett og var með norska flugmanninum, Thor Solberg, þegar hann kom hingað í fyrra á leið til Noregs frá Ameríku. Sftöðin fullgerð á næsta sumri — Ég starfa hér á vegum félags míns að undirbúningi fyrir væntanlegar flugferðir, segir Mr. Oscanyon, en fyrsta skilyrðið til þess er að reisa hér stuttbylgjustöð til að leið- beina flugvélum og athuga veð- urfar. Hefi ég þegar tryggt mér aðstoð landssímans og veðurstofunnar við veðurat- huganirnar. Þá hefi ég leitað eftir stað fyrir stuttbylgjustöð, og hefir bæjarstjómin heim- ilað að byggja hana á Bústaða- hæð. Hefi ég þegar byrjað á byggingu bráðabyrgðarhúss fyrir tæki stöðvarinnar, sem væntanleg eni hingað með r.æstu skipsferðum. En á næata sumri er viðbúið að stöðin verði fullgerð. — Búizt þér við að loft- skeytastöð þessi hafi mikla þýðingu fyrir flugleiðina um ísland milli heimsálfanna ? íslaud eini viökomu- sftaður milli Ameríku og Evrópu — Já, áreiðanlega. NtT *r Pan-American að byggja afl- mikla stuttbylgjustöð f Ame- ríku og get ég staðið í beinu sambandi við hana. Skiptumst' við á veðurfregnum og eru þannig betri möguleikar til veðurathugana. En hlutverk stöðvarixmar verður fyrst og fremst innifalið í því, að leið- beina flugvélum, er fljúga um ísland. En nú er helzt í ráði, að Island verði eini viðkomu- staðurinn milli Ameríku og Ev- rópu á norðurleiðinni og á Grænlandi verði aðeins byggð- ar hjálparstöðvar. Verður það því hlutverk stöðvarinnar hér að standa í stöðugu sambandi við flugvélarnar frá því að þær leggja af stað frá Ame- ríku og Evrópu og leiðbeina þeim hingað. Getur stöðin leiðbeint þeim svo vel að þær finni nákvæmlega hentugan lendingarstað, þótt lending væri, vegna óhagstæðra nátt- úruskilyrða og suggsýnis, ó- kleif með öðrum hætti. Og bygging stöðvarinnar skapar skilyrði til þess að hefja til- raunaflug um ísland og fram- kvænidir í stórum stíl. — Búizt þér þá við að til- raunaflug hefjist bráðlega? — Um það get ég eigi sagt að svo stöddu, þar sem eigi er lokið samningum við ríkis- stjómina hér. Hinsvegar tel ég vonlítið að hægt verði að hefja tilraunaflug í h*u»t, «n v«gna Vonlaust að verja San Sebastian Anarkssftar og kommánésftar vilja berjast ftil sáöasfta manns. Aðrir sftjórnarsinnar vilja forða borginni frá eyðileggingu. — Uppreisnarmenn í Alcazar svelftir inni Síldveiðsrnar Bræðsiusíidin Sfðastl. lauffardagskvöld var bræðslusíldin samtals orðin 712.416 mál. eða að halla h«lm- ingi meiri en í fyrre. í síðustu viku höfðu veilS lögð í bræðslu 7776 mál. Salftsíldin Á laugardagskvöld var sam- tals búið að salta á öllu landinu 211.140 tunnur, en ekki nema 82.133 tunnur á sama tíma í íyrra. Höfðu í síðustu viku verið saltaðar 19762 tunnur, þar af við Faxaflóa 5289 tunnur aða ríflega fjórði hlutinn. Síldveíðin við Faxaflóa Heita rná að verið hafi sæmi- leg síldveiði við Faxaflóa síð ustu viku og er nú alls búið að salta við Flóann 8285 tunn- ur. Sérverkaðar höfðu venð 426 tunnur af Faxasíld áður en samningurinn var gerður við Rússland, en alls hafa nú verið saltaðar upp í Rússlandssanm- inginn 7433 tn. Á sunnudag var afarlítil síldveiði í Faxaflóa, fengu sum- ir bátar enga veiði, og sá bát- urinn, sem hæstur var, fékk aðeins 41 tn. En alls komu þann dag á land, 234 tn. Alltaf hefir vélbátunum ver- ið að fjölga, sem stunda *íld- veiðar við Suðurland og aru þeir nú alls orðnir 40. I gær komu á land við Faxa- flóa samtals 260 tunnur. Var mest veiði á Akranesi 198 tn. Karlaveiðíit orðin 22 þús. smálestir Síðustu viku hefir karfa- veiðin verið sem hér segir: Patreksf jörður. . . 397,8 smál. Flateyri .. .. .. 587,2 — Hesteyri .. .. .. 804,5 — Djúpavík .. .. .. 451,0 — Siglufjörður . . .. 923,1 — Neskaupstaður . .. 200,0 — Vikuveiðin samt. 3363,1 smál. Áður var búið að veiða 18889 smál. Alls er því karfaveiðin á árinu orðin 22 þúsund 252 sml. stöðvarbyggingarinnar er hægt að hefja tilraunaflug og aðrar framkvæmdir með miklum krafti þegar á næsta sumri. Og ég vona að það geti orðið. — Hvert er álit yðar á flug- leiðinni um lsland? Frh. á 4. síðu. Oslo í gær. FÚ. í gær var barizt á öllum víg- stöðvum á Spáni og mannfall mikið á báða bóga. í Madrid var tilkynnt í dag, að her stjórnarinnar hafi haft betur í viðureign við Cordoba, og 300 menn fallið af uppreistarmönn- um. Uppreistarmenn telja sig hafa skotið niður tvær flugvél- ar stjórnarinnar rétt við landa- rnæri Portúgals. Oslo útvarpið segir, að ósam- komulagið í San Sebastian sé þess eðlis, að anarkistar og kommúnistar vilji verjast í borginni þar til yfir lýkur, og hvað sem það kostar, en fjöldi af stuðningsmönnum stjórnar- innar vilji heldur gefa upp vörnina, en að láta borgina sæta sömu örlögum og írun. 1 Alcasar eru uppreistarmenn að svelta inni. Reyndu fiug- vélar uppreistarmanna aðkoma matvælapökkum til félaga sinna í dag, en voru *kotnar niður eða hraktar á flótta, og í'éll maturinn í hendur »tjórn- arliðum, nema einn pakki. London í gær. FÚ. Uppreistarmenn sækja nú að San Sebastian. Innan borgar- veggjanna er komin upp mis- klíð milli stjórnarsinna. Vilja nokkrir verjast til síðasta blóð- dropa, og heldur sprengja borgina í loft upp, en að gefast upp fyrir uppreistarmönnum. Áðrir eru með því, að gefast , upp, heldur en að láta þær l hönnungar dynja yfir San Se- , bastian, sem Irun varð að þola. Þessir síðartöldu eru sagðir í meirihluta, og er þetta talin aðalástæðan fyrir því, að upp- reistarmenn hafa enn ekki gert áhlaup á sjálfa borgina. Þeir hafa tekið Guadalupé víg- ið, er liggur milli San Sebasti- an og frönsku landamæranna, og ennfremur Fuentarabia(?) fyrir norðan borgina. Hafa þeir þannig tryggt, að stjóm- arsinnar geti ekki flúið frá San Sebastian til Frakklands. Ennfremur telja þeir sig hafa komið í veg fyrir að þeim geti borizt liðsauki úr áttinnl frá Framh. á 4. sfðu. Merkur náftftúrufræðingfa- fundur í Helsingfors Niels Nielsen skýrir frá rannsóknum sínum á íslandi Á náttúrufræðingamóti, sem ] fram yfirlit yfir móbergsmynd- nýlega var haldið í Helsingfors, 1 anir í Vatnajökli, og flutti er- rnættu þeir dr. Niels Nielsen ] indi um það efni. Erindið vakti og dr. Noe Nygaard. Á fundi , mikla athygl meðal vísinda- þessum lagði dr. Niels Nielsen | manna á fundinum. Eftir að dr. Niels Nielsen kom aftur til Kaupmannahafnar átti frétta- ritari títvarpsins í Kaup- rnannahöfn viðtal við hann, og fórust honum orð á þessa leið: „Vér höfum nú sett osa í samband við þá Skota, Eng- lendinga, Ameríkumenn ig Þjóðvei-ja, sem sérstaklega hafa fengist við rannsóknir á móbergsmyndunum. Vér höfum skrifað þeim um þær skoðanir, sem vér höfum komizt að, við rannsóknir vorar á Vatnajökli, vegna þess að vér álitum rétt, að hin nýja þekking vor kæmi þeim vísindamönnum að not- Niele Nielsen. | Framh. á 4. sfflö.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.