Nýja dagblaðið


Nýja dagblaðið - 20.10.1936, Qupperneq 4

Nýja dagblaðið - 20.10.1936, Qupperneq 4
4 N Ý J A DAGBLAÐIÐ Til brúðarg-jafa — tækifærisgjafa Postulín — Kristall — Nýtísku Karamikvörur. K« Eínarsson & Björnsson Bankastræti 11. Atvinnulausir unglingar sem hafa látið skrá sig til þátttöku í starfsemi, sem stofnað er til fyrir þá, eru beðnir að mæta til viðtals í Kaupþingssalnum í kvöld (þriðjudag) ki. 8,30. Vilhj. S. Vilhjálmsson Björn Snæbjörnsson Miðstjórn F ramsóknarf lokksíns heldur fund i Sambandshúsinu kl. 5 á morgun, miðvikudag. Jónas Jónsson. Eystelnn Jónsson. Skorað á ungt Sólk í Madrid til herpjónustu París í gær. FÚ. Málgagn félaga ungra lýð- veldissinna á Spáni hefir birt áskorun til allra ungra manna og kvenna í Madrid, sem unna lýðveldinu, að ganga í þjónustu þess tafarlaust, ef þeir hafi ekki þegar gert það. Er skorað á unga menn, að gefa sig fram til herþjónustu, en á ungar stúlkur, að leysa sem flesta menn frá störfum sínum, til þess að þeir geti tekið sér vopn í hendur. V íggirðmgu uum um Madrid að verða lokið J arðskjálfti hefir orðið 24 mönnum að bana á Íialíu London í gær. FÚ. Mörg hundruð hús hafa hrun- ið, eða skemmst svo að ekki verður í þeim búið, í héruðum þeim á Italíu, þar sem jarð- skjálftans varð vart í fyrrinótt. Skriður hafa fallið úr fjöllun- um og gert mikinn skaða á görðum. I Belluno, Vittorio og San Vito hafa hús verið rifin af ótta við að þau myndu hrynja og ef tií vill valda manntjóni. Alls hata 23 eða 24 menn farizt. I dag fannst annar kippur á þessum slóðum, en ekki eins snarpur og sá fyrri. HMKHIGfemla BióHBBHggjSg Tvær borgír Stórkostleg og áhrifa- mikil talmynd í 13 þáttum gerð eftir skáldsögu Charles Dickens um fröasku stjórnar- byltinguna. Aðalhlutv. leikur Ronald Colman Böm fá ekki aðgang. Annáll Veðurspá fyrir Reykjavík og ná- grenni: Allhvasst suðvestan. Rigíi- ing. Næturlæknir er í nótt Axel Blöndal, Freyjug. 39. Sími 3251. 3251. Næturvörðux er í nótt í Reykja- víkur Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn. Útvarpað í dag: kl. 10,00 Veður- fregnir, 12,00 Hádegisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Hljómplötur: Norsk lög. 19,40 Auglýsingar. 19,45 Fréttir. 20,15 Erindi: Læknisrannsóknir á miðli í dásvefni (Einar H. Kvaran rit- höf.). 20,40 Hljómplötur: Píanólög eftir Brahms. 21,05 Erindi: Tón- listardagskráin í vetur (Páll ís- ólfsson tónskáld),. 21,20 Symfónia í F-dúr, eftir Brahms (plötur) (til kl. 22). 550 börn eru nú i bamaskóla Akureyrar. Hófst kennsla þar 10. þ. m. og starfar skólinn í 21 deild. Skákkeppni fór á sunnudags- rióttina fram milli skákfélaganna í Keflavík og Vestmannaeyjum. Fór hún fram símleiðis og var teflt. á 8 borðum. Leikar fóru þannig að Vestmannaeyingar sigr- uðu með 7% vinning gegn % vinning. Háskólaiyririestrar á þýzku. Dr. W. Iwan flytur næsta fyrirlestur sinn í háskólanum í kvöld kl. 8,05. Efni: Erfolg und Sorgen im Ko- hlenrevier. Öllum heimill aðgang- ur. Togarínn Gyllir fór á veiðar í gær. Esja fór í gærkvöldi í strandferð austur um land. Markaðurinn í Grimsby í gær (mánudag): Bezti sólkoli 45 shill- ings per box, rauðspretta 60 sh. per box, stór ýsa 38 sh. per box, miðlungs ýsa 15 sh. pr. box, stór þorskur 42 sh. pr. 20 stk. (score), stór þorskur 12 sh. per box og smáþorskur 8 sh. pcr box. (Tilk. frá Fiskimálanefnd. FB.). Hlutavelta alþýðufélaganna. í gærmorgun var dregið í happ- drætti hlutaveltunnar, og komu upp þessi númer: Nr. 2324: olíu- tunna, 2449 armbandsúr, 3959 brauð handa 5 manna fjölskyldu í mánuð, 1364 25 kr. í peningum, 2474 farseðill, 1736 útvarpstæki, 1620 25 krónur í peningum, 2616 brauð handa 5 manna fjölskyldu í mánuð, 1411 200 lftrar olía. Vinn- inganna sé vitjað í skrifstofu Sjómannafélags Reykjávíkur kl. 4 —7 i dag eða næstu daga. Sundlaugamar verða lokaðar til laugardags, vegna viðgerða. Glimufélagið Ármanu heldur skemmtifund í Iðnó, uppi.í kvöld Tjón af völdum fárveðurs Framh. af 1. síðu. í Hjaltlandi eru 30 kvik- myndá'tökumenn kyrsettir vegna veðursins, en þar hefir sjór verið svo mikill alla undan- íarna viku, að vistaskip þeirra hefir ekki komizt til þeirra, og hefir nú verið horfið að því ráði, að skammta þær vistir, sem eftir eru. í Skotlandi fylgdi hellirigning hvassviðrinu, og hafa smálækir orðið að ólgandi fljótum. Hvassviðrið hefir valdið því, að tvær brezkar farþegaflug- vélar hafa sett ný met í ferð- um sínum í dag, önnur milli Corydon og Dublin, en hin milli Liverpool og Mánareyjar. Frá Cro.ydon til Dublin fór flugvél- in á 90 mín., eða með 220 mílna meðalhraða. 22 menu farast í Erievatní í Canada Á Erievatni í Canada hvolfdi dýpkunarskipi með 25—30 manns. Tuttugu og tveir menn fórust, en sjö mönnum hefir verið bjargað. Komust þeir á kjöl á björgunarbát. í Ástralíu hvolfdi skemmti- snekkju á Hawkesbury-ánni og drukknuðu 12 manns. Tveir menn hafa fundizt lifandi, og hafði þeim skolað á land. og befst hann kl. 9. þar verður margt til skemmtunar og fróð- leiks, t. d. flytur Konráð Gislason, ritstjóri íþróttablaðsins, fyrirlestur frá Olympiuleikunum í Berlin i suraar. Félagar eru beðnir að mæta réttstundis. Lyra var væntanleg frá útlönd- um í morgun kl. 5—6 árdegis. Me'ðal farþega með Gullfossi lil útlanda i gær, voru: Bósa Her- mamisdóttir, Ragnar Kvaran, Bjarni Guðjónsson, Halldóra Sveinbjarnardóttir, Guðriður Jóns- dóttir, Óskar Jónsson, Jón Bjöi’ns- son, Ásm. Sveinsson, .Tónas Krisl- jánsson, Dr. Ben. S. þórarinsson, Guðrún Sigurjónsdóttir, Hulda Nordal, .Tóna Guðjónsdóttir, Hail- dór Pálsson, Sveinbjörg Erasmus- aóttir, Björn Bessason, Ólafur Elí- asson, Sveinn porsteinsson, Geir Agnar Zoega, Haraldur Gíslason, Ólöf Briem, Elín Jónsdóttir, Jóna Kristófersdóttir, Svava Sigfús- dóttir. í nýjum verzlunarsamningi, sem Danmörk og Ítalía hafa gert með sér, er álcveðið að skifti fari fram á færeyskum saltfiski og suðræn- um ávöxtum. — FÚ. Frá Abessiníu. Fregn frá Djibuti heiTnir, að rigningaíímabilinu sé nú að verða lokið í Abessiníu, og búist ítalir nú til sóknar, inn i þau héruð, sem þeir hafa ennþá ekki lagt undir sig. þá hafa þeir sent verkfræðingadeildir til þess að gera við járnbrautarlínuna milli Addis Abeba og Djibuti, en Abessiniumenn hafa skemmt hana á nokkrum stöðum. Nokkrir háttsettir Abessiníumenn, þ. á m. Volde Emanuel, fyrrum landstjóri í Jima, eru sagðir hafa gengið ít- ölum á hönd, ásamt áhangendum sínum. — FÚ. Veitt hefir verið fé til áfram- haldandi auglýsingastarfsemi fyr- ir norsakn fisk í Ameríku næsta ár, vegna aukinnar sölu í ár. FÚ. Berlín í fyrradag-. FÚ. Hermálaráðuneyti lýðveldis- stjórnarinnar á Spáni tilkynnir, að innan fárra daga muni verða íull-lokið við víggirgingu borg- arinnar. Er sagt í tilkynning- unni, að virki þessi hafi verið útbúin með vélbyssufylgsnum og fallbyssustæðum, í samræmi við fyllstu hernaðarkröfur nú- tímans, og hafi stjórnin notið aðstoðar erlendra hernaðarsér- fræðinga við þetta verk. Isvestia, blað Sóvétstjórnar- innar rússnesku, birtir langa grein um „hlutleysisskrípaleik- inn“, sem balðið kallar starf hlutleysisnefndarinnar í Lon- don. Gagnrýnir blaðið sérstak- lega afstöðu stjóma Frakk- lands og Bretlands, og lætur svo um mælt, að menn hljóti að líta svo á, að hlu'tleysissamn- ingurinn sé úr gildi fallinn, þar sem ekkert hafi verið aðhafst til þess að tryggja framkvæmd hans. Frá Spáni Framh. af 1. síðu. i'eisnarmanna, sem í upphafi var 3000 menn, telst nú aðeins 300 menn. Frá hernaðarlegu sjónarmiði hefir Oviedo mikla þýðingu. Þaðan er talið líklegt, að upp- reisnarmenn hefji nú sókn i áttina til Gijon og Santander, og að þeir muni nota borgina sem bækistöð sína í Astúriu- héraði, er þeir nú geri sér von- ir um að leggja algerlega undir sig. Stjómin heldur því enn fram, að Oviedo sé henni ekki alger- lega glötuð. Hún segir, að hjálparhersveit, sem uppreisn- armenn höfðu sent þangað, hafi verið hrakin til baka, og að enn sé barizt í borginni. Það er ekki útilokað, að fregnina megi skýra á þann hátt, að stjóm- arliðar hafi gert gagnárás á borgina. Nýja Bíó Orlag'aleíðin Back street Efnisrík og áhrifamikil amerísk talmynd. Aðalhlutverkin leika: Irene Dunn og John Boles Atvinnulausir unglingar Framh. af 1. síðu. daga og föstudaga. Á sunnu- dögum er leikfimi kl. 9—11. Þá er gert ráð fyrir að unnið \-erði um 3 klst. á dag við und- irbúning hins nýja íþróttavall- ar í Öskjuhlíð. Piltar á aldrin- um 16—18 ára sitja fyrir vinn- unni og fá greitt venjulegt tímavinnukaup kr. 1,36. Kl. 5—7 daglega verður kennsla í bóklegum fræðum: reikningi og íslenzku, og fer liún fram í Stýrimannaskólan- um. Á kvöldin verður kennd smíði í bamaskólunum. Fá piltarnir alla kennsluna ókeypis og eins efni allt og smíðisgripi sína. Nefndin, sem skipuð hefir verið til að annast um starf- semi þessa, hefir tjáð Nýja dagblaðinu, að það sé ófrávíkj- anlegt skilyrði, að þátttakendur tak i þátt í öllum greinum starfseminnar. Hafi verið nokkur brögð að því 1 fyrra, aö þátttakendur hafi vanrækt störf sín og nám, sérstaklega leikfimina. Verði slíkt alls ekki látið viðgangast eftirleiðis. Væntanlegir þátttakendur starfseminnar eru allir beðnir að mæfa í Kaupþingssalnum í kvöld stundvíslega kl. 8V2, og verður þar nánar greint frá til- högun allri. Gjöl til Oxlordháskóla Oxford háskóla hafa verið gefin 1250000 sterlingspund, til stofnunar skóla í læknavís- indum. Gefandinn er Nuffield lávarð- ur, betur þekktur sem William Morris, stofnandi Morris bif- reiðaverksmiðjanna. Er hann nú einn af auðugustu mönnum Englands, en var í ungdæmi sínu svo fátækur, að hann gat ekki kostað sig í læknaskóla, en langaði til þess að verða skurðlæknir. Hann fór þá að gefa sig að vélavinnu, og setti á fót viðgerðarverkstæði fyrir reiðhjól, en smátt og smátt réðst hann í stærri fyrirtæki, þar til hann veit ekki aura sinna tal. — Nuffield lávarður gaf nýlega Blindravinafélagi Englands 35 þús. sterlingspund, og á að verja 5000 sterlingspundum af þessari fjárhæð árlega í 7 ár til þess að láta gera „talandi bækur“ fyrir blinda meirn. FÚ.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.