Nýja dagblaðið - 25.10.1936, Page 3

Nýja dagblaðið - 25.10.1936, Page 3
N f J A DAGBLADIÐ 8 NÝJA DAGBLAÐIÐ IJtgfifandi: Blaðaútgáfan h.f. Ritnefnd: Guðbrandur Magnússon, Gísli, Guðmundsson, Guðm. Kr. Guðmundason. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: pórarinn pórarinsaon. Ritstjómarskrifstoíumar: Hvernig var fjármálastjórn Jóns Þorlákssonar? Getur hún orðið til að (engja líf íhaldsflokksins? Hafn. 16. Símar4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstoía Hafnarstr. 16. Sími 2353. Ásk riftargjald kr. 2,00 á mán. í lausasölu 10 aura eint. Prentsmiðjan Acta. Sími 3948. Kveldúlfsnótt í Kefiavík Ólafur Thors hefir skrifaö nafnlausa grein í Vísi um mál Keflvíkinga í tilefni af grein minni: ,,Dögun í Keflavík“. Ég skil það vel, að ólafi sárni, að umræður hefjist um vahrækslu hans á málum sýsl- unnar og þá ekki sízt Keflavík- ur. Það ber ekki vott um mikla forustuhæfileika frá hans hálfu, að Keflavíkureignin skuli stöðugt vera undir hamr- mum eða tekin til lánsstofnana úr höndum svokallaðra eigenda. Allstaðar nema undir hendi Jensenssona myndi hafa verið leitast við að þorpið keypti sjálft sig. Sama er um hafnar- málið. Allir aðrir staðir reyna að koma upp hafnarbótum. Ein- ar kaupmaður í Grindavík og aðrir umbótamenn i því þorpi koma upp með stuðningi Fram- sóknarmanna á þingi og í ríkis- stjórn þrem bryggjum í Grinda- vík. ólafur Thors byggir villu fyrir upphæð sem myndi hafa nægt til að gera mikla hafnar- bót í Keflavík. Hann klípur þetta fé, um 130 þús. af því.sem firma hans fékk lánað af spari- fé almennings í útgerð. Ólafur lagði þetta í sitt eigið hús. En aðkominn marggjaldþrota spekúlant hefir baslað áfram þeim litlu hafnarbótum, sem gerðar hafa verið í Keflavík. Ólafur hefir ekki komið þar nærri, fremur en hann væri á annari stjörnu. Nótt Kveldúlfs hefir grúft yfir Keflavík og raunar yfir öllum Reykjanes- skaga, það sem Jensenssynir hafa ráðið við. Ég hefi leyft mér að kalla það „dögun“ í Keflavík, þegar hinir hraustu sjómenn þar á staðnum byrja að nota mátt samtakanna í landi til að bæta kjör sín. Nú í sumar hafa um- bótamenn í Keflavík byggt sér afarmyndarlegt samkomuhús. I því er samvinnuverzlun, ung- mennaskóli undir s'tjórn manns, sem hefir sýnt að hann kann að ala upp unglinga. Þar er ennfremur myndarlegur sam- komusalur fyrir þorpið, og í þeim sal verða ltvikmyndasýn- ingar Keflvíkinga. Hér hafa sjóvíkingarnir í Keflavík sýnt í félagsmálum þorpsins sama dugnað og þeir eni vanir að sýna á sjónum. Eins og kunnugt er, for íhaldsflokkurinn (sem nú kall- ar sig Sjálfstæðisflokk) með völd hér á landi á árunum 1924—1927, tók við snemma á ári 1924 og fór frá síðara hluta árs 1927. Jón Þorláksson var þá fjármálaráðherra. Ihaldsmenn grípa oft 'til þess nú, og það einnig eftir lát Jóns Þorlákssonar, að vitna í fjár- málastjórn hans, Sjálfstæðis- flokknum til framdráttar. Var þetta aðalefni í ræðu Ólafs Thors á Varðarfundi nýlega. Og í gær heldur Mbl. áfram sama lofsöngnum um fjármála- stjórn Jóns Þorlákssonar, og reiknar hana sér til dýrðar. Það ei' út af fyrir sig nokkuð einkennilegt, fljótt á litið, að blöð flokksins skuli ekki heldur ræða um fjármálatillögur ilokksins á síðustu þingum eða gera að umtalsefni stefnu þá, og úrræði, er hann nú hafi í fjármálum ríkisins. Því að vart geta þau gengið út frá því, að almenningur reikni með því, að Jón heitinn Þorláksson taki aft- ur við fjármálastjóminni, þó að svo ólíklega kynni að fara, að Sjálfstæðisflokknum yrðu falin völd í landinu! Verk þessa látna manns fyrir 10—12 ámm virð- ast því skipta heldur litlu máli, þegar um það er að ræða, hverj- ir nú eigi að hafa forystu í fjár- málum landsins. En af hverju er þaö þá, að Sjálfstæðismenn ræða svo mjög um fjármálastjórn Jóns heitins Þorlákss. fyrir 10—12 árum? Yfir þessum átökum er ekkert Kveldúlfsmyrkur. ó. Th. játar með þögninni, að flokkur hans hafi gert allt til að spilla fyrir þessu umbóta- máli. Hann játar beinlínis, að kunningjar hans, hinir ættjarð- arlausu, hafa reynt að spilla fyrir eftir getu með því að skinna upp á gamlan hús- ræfil til að ge'ta haft þar sínar samkomur. ó. Th. segir að það sé ungmennafélag, sem standi að gamla húsinu, og að illa sitji á mér sem gömlum starfsmanni ungmennafélaganna, að vera ekki jafnan með þeim. En nafnið er ekki nóg. Félag- ið sem Mbl. kallar ungmenna- félag er „nazistaklíka“ undir forustu nazista pilts, sem var svo illa vaninn, að einn hinn ákveðnasti íhaldskaupmaður í Reykjavík gat ekki haft hann í þjónustu sinni. Flæmdist hann þá til Keflavíkur og heldur uppi félagsskap með nokkrum sínum líkum, til að hjálpa Jensens- sonum, þegar þeir þurfa ein- hvers með, sem piltar þessir ge'ta veitt. Þessi fámenni hóp- ur hefir afneitað föðurlandi sínu, en ber á flíkum sínum merki útlendrar þjóðar, og það- 1 Það er vegna þess, að þeir vita, að Sjálfstæðisflokkurinn hefir nú orðið ekkert traust í fjármálum. Á Alþingi hefir ílokkurinn sýnt meira ábyrgð- arleysi í afgreiðslu fjárlaga en dæmi eru til um nokkurn flokk í allri þingsögu landsins. Stefna lians, ef stefnu skyldi kalla, hefir verið sú, að auka útgjöld- in án allrai- fyrirhyggju, fella niður ska'tta og greiða atkvæði gegn allri nýrri tekjuöflun. Ey- steinn Jónsson fjánnálaráð- herra sannaði það í fjárlaga- umræðum 1934, að ef faríð hefði verið í öllu að ráðum stjórnarandstæðinga, hefði það þýtt 4—5 milj. kr. greiðsluhalla á næsta ári. Og þegar flokkur- inn hefir verið um það spurður, hvort hann hefði nokkrar til- lögur fram að bera til sparnað- ar, hefir formaður hans, ólaf- ur Thors, neitað að svara. Þessa minnist landsfólkið úr útvarpsumræðum frá síðasta eldhúsdegi. Sjálfstæðismenn geta heldur ekki vitnað í fjármálastjórn sína nú í Reykjavík eða Vest- mannaeyjum. Því að í Reykja- vík hafa álögur á almenningi miklu meira en tvöfaldast á síðustu 8 árum, og skuldir bæjarfélagsins stöðugt farið i vaxandi. Og í Vestmannaeyj- um hefir orðið að auglýsa eignir bæjarins til uppboðs fyr- ir áföllnum skuldum. Þessvegna er fjármálastjórn Jóns Þorlákssonar fyrir 10—12 j an er honum stjómað. Merkið | er í einu afneitun á íslandi, og j þjónusta nazista við erlent vald. | Þessir auðnuleysingjar eru bún- : ir að gera sig föðrulandslausa. ólafur Thors var aldrei hlynntur hinum sönnu ung- mennafélögum. En hann ætti ekki að blanda þeim unglingum sem afneita þjóð sinni saman við eina hina sterkustu mann- bætandi hreyfingu, sem nokk- urntíma hefir gengið yfir landið. j Þá þykir þeim Mbl.-mönnum það furðu sæta, ef við sam- I vinnumenn leggjum liðsyrði þeim mönnum, sem standa að umbótum í Keflavík. Mbl. hygg- ur víst, að samvinnan eigi þangað lítið erindi. En í hinu nýja húsi er hin fyrsta sam- vinnuverzlun i Keflavík. Og að því er snertir útgerðina er Keflavík meiri samvinnubær en sumir halda. Á flestum bátum eru hlutaskipti, en ekki j kaupgreiðsla. Og allar líkur benda til, að samvinna í ýms- um myndum muni verða meg- instoð Keflvíkinga, þegar þeir ganga úr þrældómshúsi íhalds- ins, út í dögun nýrra tíma. J. J. árum eina" skjólið fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. Og í þetta skjól er nú reynt áð flýja. Og því er þá sérstaklega ’aaldið á lofti, að Jón Þorláks- son hafi borgað ríflega af skuldum ríkisins, meira en nokkur annar fjármálaráð- herra á eftir honum. Vegna þess, að fjármála- stjórn J. Þ. sýnist ekki lengur skipta máli, og þar sem hlutað- eigandi maður er látinn, hefir Nýja dagblaðið yfirleitt ekki séð ástæðu til að ræða þetta mál nánar. En þegar tilefni er þrásinnis gefið, er ekki nema eðlilegt, að þetta sé gert. Hver voru þá þessi afrek Jóns Þorlákssonar fyrir 10—12 árum, sem nú eiga að geta rétt- lætt valdatöku Sjálístæðis- flokksins, og það eftir að J. Þ. ei' látinn og annar maður tek- inn við forystu flokksins? Þegar J. Þ. tók við fjármála- stjóm í ársbyrjun 1924, var það hans fyrsta verk að leggja á þjóðina stórkostlega skatta- hækkun, og þá fyrst og fremst verðtollinn. Þessi mikla skatta- hækkun kom til framkvæmda á árinu, án þess að gert hefði verið ráð fyrir henni í 'tekju- dálki fjárlaganna. Hver vai’ svo útkoman, þau 4 ár, sem J. Þ. f ór með völdin ? Árið 1924 var eitthvert allra mesta góð- æri, sem landið hefir orðið að- njótandi. Þá voru útfluttar vörur fyrir 86 milj. kr. og inn- íluttar fyrir 63 milj. kr. Tekj- ur umfram áætlun á þessu ári urðu 8V2 milj. kr. Af þessu fé fór helmingurinn í eyðslu. Hin- um helmingnum var varið til að afborga skuldir. Árið 1925 voru útflu'ttar vörur fyrir 78 milj. kr. og innfluttar fyrir 70 milj. kr. Tekjur umfram áætlun urðu þá 8^4 milJ- kr- Áf þessu var eytt 3 mttj. 400 þús. kr. hinu varið að mestu til afborg- ana. Árið 1926 voru útfluttar vörur fyrir 53 milj, kr. og innfluttar fyrir 57 milj. kr. Tekjur umfram áætl- un urðu það ár 3 milj. 300 þús. kr. öllum þessum umframtekj- um var eytt og meira til, því að tekjuhalli vai’ð á árinu. Árið 1927 voru útfluttar vörur fyrir 68 milj. kr. og innfluttar fyrir 53 milj. kr. Tekjur umfram áætl- un urðu um 1 milj. kr. Þrátt fyrir þessar umframtekjur, varð tekjuhaltt á árinu nokkuð á aðra miljón króna. Þetta eru þá afrekin í fjár- máíastjórn Jóns Þorlákssonar. Skattarnir eru stórkostlega hækkaðir um leið og stjórnin tók við völdum. Tvö fyrstu ár- in reynast allra beztu góðærin, sem dæmi eru til í landinu. Um- setning útfluttra og innfluttra vara er gífurleg og tolltekjur og aðrir skattar velta inn í rík- issjóðinn. Það var ekki mikil fyrirhöfn að veita þessu gífur- lega fé viðtöku. En undir eins og venjulegt árferði kemur aft- ur, byrjar tekjuhallarekstur hjá ríkissjóði. Árin 1926 og 1927 gátu þó síður en svo kall- ast slæm ár. Þeir, sem lesið hafa lofgerðir íhaldsblaðanna um fjármála- stjórn Jóns Þorlákssonar og tekið mark á þeim, gerðu rétt í því, að þessu athuguðu, að lmgleiða með sjálfum sér, hvernig þeim mæta manni myndi hafa gengið að stjóma fjármálum landsins í því ár- ferði, sem nú er og verið hefir undanfarin ár. Það er talsvert annað að fara með fjármálastjórn, þegar út- fluttar eru vörur fyrir tæpar 47 milj. kr. og innfluttar fyrir fæpar 45 milj. kr„ eins og var árið 1935, eða með 86 milj. kr. úflutningi og 63 milj. kr. inn- flutningi eins og var árið 1924. Núverandi ríkisstjóm yrði áreiðanlega ekki í neinum vand- ræðum með að borga niður ríkisskuldirnar, ef hún fengi 81/2 millj. kr. í tekjur fram yfir áætlun, eins og Jón Þorlákssön fékk árið 1925. Skuldaafborgun Jóns Þor- lákssonar var ekkert þrekvirki. Þrekvirkin í fjármálastjóm landsins eru yfirleitt ekki unn- in í góðærinu, þegar allt leikur í lyndi, heldur á erfiðu árunum. Og það getur verið miklu meira þrekvirki að komast hjá því að auka skuldir á kreppuári, held- ur en að borga af skuldum, þegar rílcið veður í peningum. Það var happ fyrir Jón Þor- láksson að fá góðærin 1924 og 1925. En þó að góðærin væri orsök svo að segja alls þess, • sem íhaldið þakkar honum nú, — þá ber hi'tt eigi að síður að viðurkenna, að í fjármálum var hann auðvitað merkastur mað- ur síns flokks. — En það er tómt mál fyrir ihaldið að tala um slíkt nú. — Sjálfstæðis- flokkurinn flýtur ekki á þvílíku tali, með aðra eins „fjármála- spekinga“ í stafni og Magnús ,,dósent“’ eða ólaf Thors, skuld- ugasta mann landsins. Ef ólafur Thórs vill láta taka sig og flokk sinn alvarlega í fjármálum landsins, verður hann að fara öðruvísi að. Hann verður að gera grein fyrir því, hvemig Sjálfstæðisflokkurinn vill afgreiða fjárlögin. Það getur verið góður og gildur sögulegur fróðleikur, að góðær- ið 1924 og 1925 hafi lækkað ríkisskuldimar. En það em engin úrræði i f jármálum ríkis- ins á komandi ámm.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.