Nýja dagblaðið - 25.11.1936, Page 3

Nýja dagblaðið - 25.11.1936, Page 3
N t J A DAGBLADIÐ 3 Fyrsta leiksýning Leikfélags Hafnarfjarðíir NÝJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: Blaðaútgáfan h.f. Ritstjóri pórarinn pórarinsson. Ritstjórnarskrifstofurnar: Iíafn. 16. Símar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa Hafnarstr. 16 Sími 2323. Áskriftargjald kr. 2,00 á mán. í lausasölu 10 aura eint. Prentsmiðjan Edda h.f. Sími 3948. VínnnlöggfjÖS a Islamdi í nýársræðu sinni minntist Iiermann Jónasson forsætisráð- lrerra á þá hættu, sem íslenzku iýðræði stafaði af löglausum vinnudeilum. Bílstj óraverkfallið var þá öllum 1 fersku minni. Jakob og Meyvant höfðu um nokkurra daga skeið haldið uppi stóru verkfalli, stöðvað Gísla Sveinsson og aðra sóma- mexm, sem þurftu erinda sinna til og frá bænum. Alþýðusam- bandið var algerlega á móti þessu verkfalli og að vissu leyti var vinnustöðvuninni beint gegn því, enda gat það engin áhrif haft til að koma viti íyrir þá mörgu heiðarlegu al- þýðuflokksmenn, sem lent höfðu undir handleiðslu naz- ista og kommúnista í þessu máli. Tilefni ráðherrans til þessar- ar ræðu var nægilegt í það sinn. Áður höfðu gefizt önnur tilefni og þá höfðu blöð Fram- sóknarmanna bent á þjóðar- hættuna, sem stafaði af skipu- lagslausum vinnudeilum. Að vísu hafa margir menn airangar hugmyndir um vinnu- löggjöf. Þeir halda að með henni sé hægt að hindra bæði verkföll og verkbönn. En þetta er misskilningur. Vinnudeilur verða fyrir því. En verkbönn og verkföll þau sem fyrir koma, eru þá háð undir skipulegu formi. Verkamenn og vinnu- veitendur byrja ekki deiluna fyrirvaralaust. Löglegum samn- ingum er sagt upp með um- sömdum fyrirvara. Deiluefnxn eru rannsökuð ítarlega og reynt að koma á sáttum. Tími vinnst til að bjarga undan skemmdum vörum og efni, sem verið er að vinna að. Ef ekki er unt að koma á sáttum, þá byrjar ekki vinnuófriðurinu fyr en allar skynsamlegar til- raunir hafa verið gerðar til að komast hjá atvinnustyrjöld- inni. Þegar skipulag verkamanna- samtakanna er orðið sterkt í vel menntu landi, leggja leið- togar verkamannanna mikla stund á að efla vinnufriðinn, og umfram allt að forðast upphlaup og ólæti í sambandi við vinnumál. Aftur á móti eru kommúnistar og nazistar á gagnstæðri skoðun. Þeir vilja allskonar innanlandsófrið í sambandi við verkamál. í Danmörku var skipulagi lcomið á vinnudeilur fyrir ná- Fyrsta leiksýning Leikfélags Iiafnarfjarðar var s. 1. sunnu- dagskvöld. Var það fnimsýn- ing á leikriti eftir Stein Sig- urðsson, er nefnist „Almanna- rómur“. Leikstjórn annaðist Jón Bergsteinn Pétursson. Leikið var fyrir húsfylli í Góðtenxplarahúsinu og við ágætar móttökur áhorfenda. Leikiátið gerist í litlu, ís- lenzku sjávarþorpi, og er 1 5 sýningum. En bygging þess er með þeim hætti, að ógjörla er hægt að vita, hvaða áhrif höf- undur þess hefir æ'tlað því að liafa. Það er ekki nægilega sterkt sem ádeila á almenn- ingsálitið, slúðrið og trúgirn- ina. Það er of rejrfa.rakennt sem lýsing af háttum og eðli íslenzkra þorpsbúa. Einna helzt virðist það vera megnugt að færa fram hið skoplega í fari manna — vera skemmtileikur, en þó skortir heildaráhrif. En um meðferð leikfélagsins á þessu vei’ki má margt gott segja, og er það sýnilegt, að leikkraftarnir eru samboðnir gildismeira leikriti. Ekki koma fram nema þrjár persónur, sem hafa óbrjálaða skynsemi eða sæmilega mann- kosti til að bera. Leikur Gunn- ar Davíðsson dr. Hansen, ald- urhniginn ágætismann og fer það vel úr hendi nema nokkuð skortir á góðan framburð. Sig- rúnu fósturdóttur hans leikur lega 40 árum með samningi milli atvinnurekenda og verka- manna. Og síðan völd Stau- nings tóku að eflast í Dan- mörku hefir hann ekki aðeins haldið vinnulöggjöf landsins í beiðri, heldur einnig nálega alltaf haldið fullkomnum vinnu. friði. Hefir hann af þeim á- stæðum orðið ástsæll bæði af samflokksmönnum og andstæð- ingum. Hér á landi vantar enn öll fyrirmæli um vinnulöggjöf. Þess vegna getur það komið fyrir, að menn eins og Jakob og Meyvant geti fyrirvaralaust eyðilagt atvinnulíf höfuðstað- arins, og gert gys að valdi alþýðusamtakanna, sem annaxs aðilans í verkamálum. Og þess veg-na geta dreggjar naz- ista og kommúnista gert sam- fylkingu í sama verkfallinu, og staðið saman á verði inn við Elliðaár, eða suður í öskjuhlíð, í því skyni að veikja og helzt að eyðileggja núverandi þjóð- skipulag. Engum flokki stendur eins mikil hætta af ábyrgðarlaus- um verkföllum eins og AI- þýðuflokknum, og engir græða á slíkum uppþotum eins og kommúnistar og nazistar. Sennilega verður lið Mey- vaivts og Jakobs ekki látið hafa slíka jólaskemmtun og í fyrra, nema í það eina sinn. J. J. Elín Guðjónsdóttir snotui'lega. Aftur á móti verður Tómás svo smávaxinn í meðfei'ð Jóns Hjartar Jónssonar að til stór- lýta er. En Daníel Bergmann leikur skálkinn og oflátunginn Gunnar rösklega, og virðist þar gæta töluverðrar þjálfunar. Eiríkur Jóhannesson og Vil- borg Helgadóttir leika hjá- í'ænuleg hjón og gera því sæmileg skil. Son þeirra, Þor- lák, sem er úr hófi fram vit- grannur, leikur Sigurður Gísla- son eftirminnilega í 2. þætti. En þarna kom fram á sjón- arsviðið eldri kona, Júlía Krist- jánsdóttir, sem víðar myndi vekja athygli en í Hafnarfirði. Lék hún Þóru vatnsburðar- kerlingu svo vel í fyrri hluta leiks, að mjög minnti á Gunn- þórunni Halldórsdóttur. En henni dapraðist fremur þegar á leið leikinn, og fylgdist ekki svo vel sem skyldi með við- burðum lokaþáttarins, fremur en aðrir leikendur. Af þessari fyrstu leiksýn- ingu Leikfélags Hafnarfjarðar má í-áða það, að þrátt fyrir æsku sína hafi félagið þegar á að skipa leikkröftum, sem gefa sæmilegar vonir um fram- tíð leiklistarinnar í Hafnar- firði. Hugiiux. Norska stjórnin varar víd ólög- legum verkf öllum Verkfallsalda hefir gengið yfir Noreg eftir kosningarnar og var um 10. þ. m. búið að gera 50 verkföll, flest að vísu minniháttar, er meira og minna fóru í bága við gildandi lög og samninga. Hefir noi’ska stjórnin sent út yfirlýsingu, þar sem segir, að bæði hún og flokkur hennar muni leggja áherzlu á það, að gerðir samn- ingar verði haldnir, og ekki verði stoínað til ólögmætra verkfalla. Stæi’sta verkfallið gerðu bakarasveinar í Osló. Kröfðust þeir 10% launahækkunar, sem ekki var veitt, og lögðu því flestir þeirra niður vinnu. Brauðaskortur varð þó ekki í borginni, því húsmæðurnar byrjuðu strax heimabakstur eg þykir mjög líklegt, að verk- fallið muni hafa þau áhrif, að heimabaksturinn verði meiri framvegis og verkfallið verði því vafasamur ávinningur fyr- ii bakarastéttina, jafnvel þó kauphækkun fengist, sem ekki er talið líklegt. Békar fregn Gott lantl í þýðingu eftir Magnús Ásgeirsson og Magnús Magnússon. — Útgefandi: ísafoldar- prentsmiðja h. f. Það eru aðeins sex ár síðan, að frú Pearl Buck hóf að rita bækur, en á þessum árum hefir hún ritað 9 eða 10 bækur, sem hafa sett hana á bekk meðal íremstu skálda. Bækur henn- ar, sem allar eru um Kína og Kínverja, hafa jafnótt og þær komu út verið þýddar á fjölda mála, m. a. á sænsku, — og nú liefir ein þeii’ra, — Gott land — verið þýdd á íslenzku. Frú Buch er fædd og upp- alin, til sautján ára aldurs, í Shanghai í Kína, og nam því kínversku jafnhliða móðurmáli sínu, ensku, og gékk í skóla með fátækum, kínverskum börnum. Enda er uppistaðan i öllum hennar bókum náin kynni af kínversku alþýðufólki. Söguhetjan í „Gott land“, sem er önnur bókin, er frú Buck skrifar, heitir Wang Lung. Hann er fátækur bóndi af alþýðuættum, sem trúir á guð sinn, landið og uppsker- una, og búnast vel. En svo bregst regnið og akrarnir skrælna, uppskera verður eng- in og hungrið sverfur að. En þá tekur Wang Lung sig upp með fjölskyldu sína og heldur „suður á bóginn ... til borgar allsnægtanna". Þar innvinnur bann sér skilding og skilding sem burðarmaður auðmanna, og fyrir þessa aura reynir hann af fremsta megni að seðja hungur fjölskyldu sinnar. En það kemur fyrir ekki. í „borg alisnægtanna“ fellur hungrið í skaut þeiri-a, sem mest vinna! Litlu strákarnir, synir hans, eru farnir að stela — en þá vansæmd þolir Lung ekki og rnælir: „Við megum borða ket, sem við kaupum eða betlum — en ekki það, sem er stolið. Betlarar verðum við að vera, en þjófar erum við ekki . . . Við verðurn að fara aftur heim til landsins míns“. Og það verður úr. Wang Lung kemst aftur heim á jörð sína, byrjar á nýjan leik og fcúnast nú ágætlega. Wang Lung er maður trygg- lyndur, í’áðvandur, skylduhæk- inn og fyrirmyndar faðir, en á mælikvarða okkar Vesturlanda- búa er hann nokkuð viðsjáll í ástamálum, og ágerist það með aldrinum. En kona hans, O-lan, var mesta tryggðartröll, og í uðsveip. Hún hafði fætt manni sínum fimm börn, og umbar alla hans galla. Það er sálarlíf, siðvenjur og lífsbarátta kínverskx'ar alþýðu, sem höfundurinn vill sérstak- lega taka til meðferðar og skýra — og niðurstaðan vei’ð- ur sú: „að oft sé dyggð undir dökkum hárum“. Og ég held að Pearl Buck sé í eðli sínu meiri sálfræðingur og mannþekkjari en skáld. Það var gott að fá „Gott land“ í íslenzkri þýðingu, eins og það er æfinlega gleðiefni, þegar góðir þýðendur þýða góðar bækur. En því miður er allt of oft misheppnað val á bókum til þýðinga. L. V. llÍBlÍÍIJÍÍiÍliflÍll: 20 Slk Pcikkínn' l^oslcir fw&i? / óflttm »Nýja Þvoilahúsíð», símí4898, hefir fullkomnustu þvottavólar, hitaðar með gufu — (ekki með gasi) — þvotturinn guln- ar því ekki við að liggja og lyktar sem útiþurkaður. Þið sem þvoið heima, látið okkur þurka og rulla þvottinn, — Spyrjist fyrir um verð. »Nýja pvottahúsid“, Grettisgötu 46.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.