Nýja dagblaðið - 21.01.1937, Page 1
Enga hú3móður má vanta
Venus-
ræstí duft
Fljótvirkt, drjúgt, rispar ekki.
ID/^Q-IBIL^CilUD
5. ár. Reykjavík, fimmtudaginn 21. janúar 1937. 16. blaS
S1 j s i ð
i MjóÍkurstöðiimi
það slys vildi til laust fyrir kl. 6
í gærmorgun í Mjólkurstöðinni við
Hringbraut, að kælidúnkar í kæli-
klefa stöðvarinnar féllu niður á
tvo menn, sem voru að taka
kassa með mjólkurflöskum út úr
klefanum, þar sem þeir höfðu ver-
ið geymdir yfir nóttina. Mennirn-
ir meiddust báðir alvarlega og
voru samstundis fluttir á Lands-
spítalann. Annar þeirra, Torfi þor-
bjarnarson bílstjóri, fótbrotnaði, en
hinn maðurinn, Sveinn Jónsson,
marðist á brjósti auk þess, sem
eitt eða fleiri rif brotnuðu.
Slysið er talið hafa orsakast
vegna þess, hve kælidúnkamir
voru illa festir, en þeim var kom-
ið fyrir uppi undir lofti klefans
um þrjá metra frá gólfi.
Samvinnan
eykst enn á Akureyrí
AKUREYRI:
Aðalfundur Akureyrardeildar
Kaupfélags Eyfirðinga var hald-
inn 18. þ. m.-.
Deildarstjóri skýrði frá hag
deildarinnar á liðnu ári.
Tala deildarmanna hafði aukizt
um 100 á árinu og er nú 730
Þriðja íkveikjutil-
raun í sama vélbát
VESTMANNAEYJUM:
I íyrrinótt var gerð tilraun til
þess að kveikja í vélbátnum Gunn-
ari Hámundarsyni VE. 271, sem lá
við bryggju í Vestmannaeyjum.
íkveikjan hafði verið lítilfjörleg
og höfðu brannið aðeins tvö borð
í vélarúmi bátsins. Hafði verið
kveikt þar í bátnum, en eldurinn
slokknað af sjálfu sér.
Ikveikja þessi er sú þriðja, sem
reynd hefir verið í þessum bát.
Rannsókn hefir leitt i ljós, að
eigandi bátsins hefir ekki getað
framið íkveikjur þessar og þykir
hann varla hafa getað verið við
þær riðinn, þar eð ekki er sjáan-
legt annað en að hann hefði beðið
mikið tjón ef báturinn hefði far-
izt. FÚ.
Togara-njósrtirnap
í gær var staðfestur í hæstarétti
dómur undirréttar, sem kveðinn
var upp í málinu í maí í vor
yfir Óskari Gunnari Jóhannssyni
fyrir þátttöku í togaranjósnum.
T ryggíngarsamvínna Bátaábyrgfðar*
iélags V estmannaeyja hefir sl. ár kom-
íð raunverulegu íðgjaldí niður í 31
Sparnaðurinn fyrir bátaeigendur í
Eyjum talinn nema 64 púsundum kr.
míðað vlð almenn íðgjöld sem vél-
bátaeigendur eiga nú við að búa
Bátaábyrgðafélag Vcstmannaeyja
hélt aðalfund sinn fyrir nokkru.
— Félag þetta er mjög gamalt
og að ýmsu merkilegt, og stofnað
og starfrækt sem tryggingarsam-
vinnufélag frá fyrstu tíð.
Félagið er upphaflega stofnað
26. janúar 1862 fyrir forgöngu
Bjarna E. Magnússonar, sem þá
var sýslumaður í Eyjum, og
stjórnaði hann félaginu fyrstu 10
árin, en þá fluttist hann norður í
Húnavatnssýslu og bjó á Geita-
skarði til dauðadags. Félagið hét
þá „Skipaábyrgðafélag Vestmanna-
eyja“ og tryggði þá róðrarskip.
Hinn 16. september 1906 var
stofnað sérstök tryggingardeild fyr-
ir vélbáta innan félagsins og á
stofnfundi þeirrar deildar var ósk-
að tryggingar fyrir 14 vélbáta, sem
virtir voru á kr. 80.500,00 samtals.
19. janúar 1908 voru síðan þess-
ar tvær tryggingardeildir félagsins
sameinaðar og hefir félagið síðan
heitið Bátaábyrgðafélag Vest-
mannaeyja. Félagið annast trygg-
ingu á vélbátum, sem skrásettir
eru í Eyjum, bátarnir eru flokk-
aðir til tryggingar og tryggir fé-
lagið báta í A-flokki fyrir 4/s
hluta virðingarverðs, en báta í B-
flokki fyrir % hluta virðingarverðs,
en þann hluta, sem félagið trygg-
ir ekki, má hvergi tryggja. Félagið
tekur 5% í tryggingariðgjald af
þeirri upphæð, sem í tryggingu er,
en síðan endurtryggir félagið hjá
Samóbyrgð íslands ó fiskiskipum
Iiálfa áhættu sína vegna algerðra
skipstapa og björgunarlauna og
fyrir það greiðir félagið 30% af
iðgjöldum þeim, er félagið tekur.
Árið 1935 voru 76 stærri og
smærri vélbótar í tryggingu hjá fé-
laginu og nam tryggingarupphæð-
in kr. 1.357.472,00, en í iðgjöld fékk
félagið greiddar kr. 67.873,60, en
allar tekjur félagsins urðu kr.
109.594,83. í tjónbætur og bjarglaun
greiddi félagið kr. 53.391,60, en af
þeirri upphæð fékkst endurgreitt
frá Samábyrgðinni kr. 17.536,30, en
greiðsla félagsins til Samábyrgðar-
innar, endurtryggingariðgjald, nam
kr. 19.713,39. Skuldlaus eign fé-
lagsins er kr. 299.399,81, og tekju-
afgangur varð kr. 25.037,30.
Árið 1932 var sú regla upp tekin,
að nota meginið af tekjuafgangi
hvers árs til afsláttar á greiddum
iðgjölduin, og greiddi félagið það
ár 20% í „bónus" fyrir árin 1933
og 1934 var greitt 25% í bónus
og nú var samþykkt að endur-
greiða fyrir órið 1935 35% í bónus
og verður þá iðgjaldið endanlega
ekki nema 3%% og getur það vart
talizt hátt. Til samanburðar skal
þess getið, að Sjóvátryggingarfélag
íslands og Samábyrgðin taka 8%
i ársiðgjald af bátum þeim, er þau
félög tryggja.
Á síðasta ári mun sparnaður
Eyjaskeggja af samvinnustarfsemi
þessari því hafa numið 64 þús.
krónum.
þó samþykkti fundurinn að lána
0|
4 lo
bátaeigendum allt að kr. 400,00 á
bát til þess að koma talstöðvum
i bátana, og loks tryggir félagið
talstöðvarnar, sem eru eign Lands-
símans, án sérstaks endurgjalds.
Loks var samþykkt að félagið
bætti öil brot, sem næmu kr. 100,00
að virðingu, en áður þurftu brot
að nema kr. 250,00 til þcss að þau
íengjust bætt.
Auk þess að féiagið er trygging-
arfélag, hefir það styrkt ýmiskon-
ar aðra starfsemi, þannig gaf fé-
lagið 1934 kr. 5000,00 til sundlaug-
arbyggingar í Eyjum, þá styrkir
það Björgunarfélag Vestmarmaeyja
með kr. 3000,00 órlegu framlagi, en
af þeirri upphæð fær það endurgr.
frá Samábyrgðinni kr. 1.500,00,
þó lánaði félagið 1925 allstóra upp-
hæð til Vestmannaeyjahafnar og
nú ó s. 1. sumri lónaði það Vest-
mannaeyjahöfn kr. 30.000,00 upp í
kostnað við hafnaruppfyllingu.
Aulc þess léttir félagið undir með
bótaeigendum, á þann hátt, að það
kaupir víxla af félagsmönnum til
greiðslu ó tryggingargjöldum, en
þó fær enginn að skulda meira en
flðferð Sigfúsar
Sigurhjapfarsonap
til að skapa rétfarmis-
mun milli manna út a£
pólitískum skoðunum
Alþýðuflokkurinn heiir fundið
upp „sína aðferð" til að gera mis-
mun á samborgurum eftir skoðun-
um. í mörg ár hefir hann lileypt
mönnum án tillits til skoðana inn
i verkamannafélögin, en jafnframt
svift alla pólitíska andstæðinga,
þar á meðal Framsóknarmenn og
ihaldsmenn rétti til að vera full-
trúa á Alþýðusambandsþingi.
Enginn skólamaður á íslandi
mun óska eftir að gera meiri rétt-
armismun ó lýðræðisvinum og
fjandmönnum þess, heldur en Sig-
fús Sigurhjartarson hefir horft
upp á og sjálfur starfað að í sín-
um nánasta félagssskap.
eins árs tryggingargjald í senn.
Eitt af vandamálum útgerðar-
innar, er einmitt trygging á bát-
unum, og er það í ýmsum sjávar-
þorpum bæði dýrt og vandkvæð-
um bundið, að fá báta tryggða.
Hefir verið dvalið við starfsemi
íélags þessa, þar eð hjá því er
féngin reynsla fyrir hve ódýrt þetta
getur orðið með góðri samvinnu.
SkipshöfQin af „Tlirym" bjargasí
Tvö skip önnun fórusf á sömu slóðum
LONDON:
Noi-ska skipinu „Venus“ hefir
tekizt að bjarga allri skipshöfn-
inni af norska skipinu „Thrym",
eftir sólarhrings tilraun. Venus
setti út tvo báta ó taug, og lét
þá reka að hinu nauðstadda skipi,
en skipverjar á Thrym renndu sér
niður í bátana og voru bátarnir
þó dregnir til baka ti) „Venus".
Um það leyti, sem mennimir voru
að fara i bátana, stöðvuðust dæl-
ur skipsins og vélar þess, en véla-
menn stóðu þá í sjó upp að mitti.
Venus var ó leiðinni frá Bergen
til Newcastle með 35 farþega þeg-
ar það fór til aðstoðar Thrym.
í ofviðri því, sem varð Thrym
að tjóni, fórst finnskt skip út af
suðurströnd Noregs.
I gær var opinberlega tilkynnt í
þýzkalandi, að eitt af tilrauna-
skipum þýzka flotans hefði farizt
i Eystrasalti í fyrradad með 21
manns áhöfn. Skipið var á leið
til aðstoðar þýzkri stormsveitar-
skútu, sem var í nauðum etödd.
FÚ.
FRÓFSTEINN
ROOSEVELTS
LONDON:
I ræðu, sem Roosevelt flutti, er
hann endurnýjaði embættiseið
sinn, sagði hann m. a. að það
ástand, sem nú ríkti í Bandaríkj-
unum, að tugir miljóna manna
gætu ekki veitt sér hinar einföld-
ustu lífsnauðsynjar, væri óviðun-
andi hneisa íyrir lýðræðisstjóm
Bandaríkjanna. Prófsteinn þess,
hvort um, framför eða afturför
væri að ræða, væri það, hvort að
hinir auðugu bættu við allsnægtir
sínar, eða að hinir allslausu fengju
bætt úr skorti sínum. FÚ.