Nýja dagblaðið - 27.01.1937, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 27.01.1937, Blaðsíða 3
NÝJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: Blaöaútgáfan h.t. Ritstjóri þórarinn pórarinsson. Ritstjómarskrifstofumar: Hafn. 16. Símar4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskriístofa Hafnarstr. 16 Sími 2323. Áskriftargjald kr. 2,00 á mán. í lausasölu 10 aura eint. Prentsmiöjan Edda h.f. Sími 3948. Kveldúlfur Á sunnudaginn var gerðust hér í bænum einstök tíðindi. Einn af framkvæmdastjórum lilutafélagsins „Kveldúlfur“ boðaði til fjölmenns fundar í Gamla Bíó til að ræða um við- skipti félags þessa við bank- ana. Því hefir verið haldið fram opinberlega ómótmælt af hlut- aðeigendum, að féiagið muni nú alls vera skuldugt orðið um hátt á sjöundu miljón króna og að engar 'tryggingar hafi verið settar af þess hálfu. Er það vitað mál nú, að bankamir hafa upp á síðkastið verið famir að ókyrrast út af þess- ari gífurlegu skuldasöfnun og tekið það mál 'til alvarlegi-ar meðferðar. En á áðurnefndum fundi í Gamla Bíó hóf framkvæmda- stjóri Kveldúlfs einskonar gagnsókn gegn bönkum lands- ins í skuldamáli Kveldúlfs. Hann skoraði á alla viðstadda, og sérstaklega stjórnmálaflokk þann, sem hann telst til, að „veita viðnám“ gegn því, að að bankamir „gengju að“ Kveldúlfi. Ekki var þess sér- staklega getið, hvort beita skyldi „handaflinu“ eða ein- hverj.um öðrum ráðum í þessu „viðnámi“ gegn bönkunum. En tveir flokksmenn framkvæmda- stjórans, borgarstjórinn hér í Rvík og einn af bæjarfulltrú- unum, stóðu upp og lýstu yfir því, að þeir vildu taka þátt í „viðnáminu“! Iiér virðis't í sannleika sagt ' vera að hefjast nokkuð nýr þáttur í íslenzkum bankavið- skiptum og næsta íhugunar- verður fyrir bankana. Það er ekki óalgengt fyrirbrigði, að víxlar falli í banka, og sjálf- sagt má í mörgum tilfellum segja, að skuldunauturinn eigi erfitt um vik um skilin og hafi sitt af hverju sér til afsökun- ar, þó treglega gangi. En hing- að til hafa ekki vandamál þess- arar tegundar verið talin heyra undir umræður á almennum fundum. Þetta er í fyrs'ta sinn í þessu landi — og kannske víð- ar — sem skuldunaut dettur það snjallræði í hug, að stefna saman mótmælafundi gegn því, að banki heimti vexti af víxl- um, sem búnir eru að liggja mánuðum saman í afsögn, og vilji fá þessu komið í lag áður en víxilrétturinn fyrnist. Nýja dagblaðið hefir ekki hingað til talið ástæðu til að ræða það sérstaklega, hvernig bönkunum beri að ráða fram Framh. af J. síðu. „Veitl út úr Kveldúi£í“ Ólafur skýrir frá því í ræðu sinni, að Jensen hafi selt um hálfa eign sína (þ. e. hlutabréf) í Kveldúlfi sönum sínum árið 1924 og það sem þá var eftir, hafi hann selt sonum sínum og Kveldúlfi (sbr. Vísi. 1 Mbl. segir aðeins sonum sínum, en það er að líkindum rangt) 1928. Hann viðurkennir, að við eig- endaskiptin hafi „fé verið veitt út úr Kveldúlfi“. Hann segir, að yfir þessu hafi aldrei hvílt nein leynd, hvorki gegn lánar- drottnum eða öðrum. Um verð hlutabréfanna segir hann hins- vegar ekkert annað en að Jen- sen hafi „selt eign sína ákaf- lega. vægu verði“, en til þess að bæta það upp hafi þeir bræður lofað að láta Kvelaúlf greiða honum 25 þús. kr. á ári meðan hann lifði. En fyrst engin leynd hefir á þessu livílt, hvers vegna segir þá ekki Ólafur frá því skýrum orðum, hvaða verð liafi á hlutabréfunum verið? Ólafur segir, að Kveldúlfur hafi verið auðugt félag, þegar bréfin voru seld, og er það sannarlega allteygjanlegt og hált, hvað er „ákaflega vægt verð“ á bréfunum þá. En úr því að þetta er ekki leyndar- mál, vill þá ekki ólafur segja frá því í skýrum 'tölum: Hvað var nafnverð og sölu- verð þeirra bréfa, er Jensen seldi sonum sínum 1924? Hvað var nafnverð og sölu- verð þeirra bréfa, er Jensen seldi sonum sínum 1928? Hvað var nafnverð og sölu- verð þeirra bréfa, er Jensen seldi Kveldúlfi 1928? Ólafur segir, að við eigenda- skiptin hafi fé verið veitt út úr úr skuldamáli Kveldúlfs. Blað- ið hefir talið það í eðli sínu bankamál en ekki opinbert viðfangsefni almennings. Og það hefir talið, að bönkunum yrði, meðan ekki kæmi annað í ljós, að treys'ta til þess, að ganga að lausn þessa máls með fullri einbeittni og eftir eðli- legum reglum. Og yfirleitt hef- ir N. dbl. ekki rætt þetta mál að öðru leyti en tileíni hefir gefizt til í málgögnum Kveld- úlfsmanna og þá eingöngu haldið sig að þeim staðreynd- um.sem opinberlega voru fram- komnar, án mótmæla, svo sem um upphæð heildarskulda Kveldúlfs, hin vaxtalausu 1 án t il framkvæmdastjóranna, hin illræmdu 25 þús. kr. eftirlaun til hins upphaflega aðaleiganda o. s. frv. En með mótmælafundarboð- un sinni og ræðu þeirri, sem í fyrradag og gær hefir verið birt í Mbl. og Vísi (raunar ekki alveg samhljóða í báðum blöðunum!), hefir ólafurThors flutt þetta mál inn á opinber- an vettvang á þann hátt, að ó- hjákvæmilegt er að það verði Kveldúlíi. Þetta verður ekki skilið á annan veg .en þann, að þeir Thorsbræður hafi látið Kveldúlf greiða Jensen bréfin eins og Kveldúlfur greiðir hon- um uppbótina, 25 þús. kr. á ári, meðan hann lifir. Segir Ólafur, að félagið liafi þegar þetta gerðist verið „auðugt félag“ og þeir bræður „öllum fjárhags- lega óháðir“ og „þurftum því engan að spyrja um leyfi“ um þessi mál. Ályktar hann svo út frá þessu á sinn skemmtilega há'tt, að þetta sé samskonar „heiðarleikur“ og „Skynsam- leg“ ráðabreytni og ef þeir bræður hefðu keypt af Jóni Ól- afssyni fyrir sitt eigið fé og spyr: „Myndi þá nokkur mað- ur ákæra Jón Ólafsson fyrir að hafa komið Kveldúlfi í þröng“ ? Látum það bíða í bráð, að Ól- afur gerir ekki mun á sínum eignum (og þeirra bræðra) og Kveldúlfs. En meðal annara orða: Ætla þeir Thorsbræður að erfa Jón ólafsson á sama hátt og’ þeir standa til að erfa föður sinn Jensen? .— Hvað segii' Jón Ólafsson um það? Þó að Ólafur telji að þeim bræðrum hafi verið fullheimilt að fara með eign Kveldúlfs sem sína eign og engan þurft að spyrja um leyfi, er rétt að minna á það, að Kveldúlfur er reikningsskylt fyrirtæki. Og nú skal Ölafur að því spurður: Hvernig var það fé bókfært, sem veitt var út úr Kveldúlfi við eigendaskipti? Var það bókfært sem eign Kveldúlfs áfram á efnahags- reikningi eða var það fært til útgjaida í reikningum félags- ins? Ef það hefir verið bókfært sem eign Kveldúlfs áfram, eru til ■ hlítar rætt og upplýst frammi fyrir allri þjóðinni eft- ir því sem tök eru á og þangað til viðunandi lausn þess er fengin. Og það mun verða gert. Það er rétt, að „eigendur" Kveldúlfs viti það strax, að það er gersamlega vonlaust fyrir þá, að halda því fram, að þeir hafi hliðs'tæða aðstöðu eða rétt tii eftirgjafa eins og þeir mörgu bændur og smáútvegsmenn landsins, sem fengið hafa að- stoð undanfarið samkvæmt kreppulöggjöfinni — og að á slíka staðhæfingu af hendi Ólafs Thors verður litið sem blygðunarlausa ósvífni. I grein þeirri, sem hér birt- íst um þetta mál á öðrum stað í blaðinu, og byggð er á þeim. tilefnum og þeim grundvelli, sem Ólafur Thors hefir sjálfur lagt í ræðu sinni sl. sunnudag, er af hálfu Nýja dágblaðsins hafizt handa um það, að ræða skuldamál Kveldúlfs, rekstur hans og fortíð með þeim meg-. in rökum, er fyrir liggja og það ýtarlega, sem rás viðburðanna ■ gerir nauðsynlegt. þeir Thorsbræður skuldugir fyrir því áfram,nema það hafi verið afskrifað síðan. Og ætti Ólafur þá að skýra frá því,hve- r;ær og með hvaða hætti það hefir verið afskrifao. Ef það hefir verið fært Kveldúlfi til útgjalda í reikn- ingum, hvernig. var það þá tal- ið á skattaframtali Kveldúlfs? Var heimilt að veita lé út úr Kveldúlíi ? Ólafur heldur því fram, að þeir bræður hafi engan þurft að spyrja um leyfi til að veita fé „út úr“ Kveldúlfi, því að þeir hafi mátt fara með fé hans eins og’ þeim sýndist, fé- Iagið hafi verið auðugt, þeir einkaeigendur Kveldúlfs og fjárhagslega sjálfstæðir menn. Svo er nú það. Hann uplýsir þó, að Jensen hafi upphaflega fengið að láni 90 þús. kr. til að stofna Kveldúlf. Víst má telja, að Ólafur hefði tekið það fram, ef Kveldúlfur hefði verið skuldlaus við bankana, þegar fénu var út úr honum vei'tt, ef svo hefði verið. Hefir Kveldúlfur því vafalaust allt af frá upphafi starfað með láns- fé frá bönkunum. Enginn vafi er á því, að það fé, sem Kveld- úlfi var lánað, var fyrirtækinu lánað til útgerðar, en eigi þeim Thorsbræðrum persónu- lega til þess að þeir gæ'tu veitt fé út úr Kveldúlfi. Það hlýtur því að vera misskilningur hjá Ólafi, að þeir bræður hafi eng- an þurft að spyrja um þetta efni. Hinsvegar vekur þessi fullyrðing Ólafs óþægilegan grun um það, að þeir Thors- bræður hafi engan að spurt og einmitt af þeim ástæðum, sem lesa má milli línanna í frásögu Ólafs: að þeim hafí fundizt svo mikið til um ríkidæmi sitt og Kveldúlfs, að þeir hafi þótzt upp yfir það hafnir. En ef til vill er rétt að staldra við og hugsa sér, að mórall Ólafs um þessi mál væri mórall allra ís- lenzkra útgerðarmanna. Sum árin gengur útgerðin vel og út- gerðarmennirnir (eða ú'tgerð- arfélögin) hafa afgang, jafnvel stórgræða. Þeir fá þá skyld- menni sín til að stofna óháð fyrirtæki og „veita fé út úr“ útgerðinni þangað, en heimta uppgjafir fyrir útgerðina á erf- iðari árunum eða gera sig gjaldþrota og erfa svo hin fyr- irtækin, sem fénu var veitt í. Þeir geta ef til vill hælzt um eftir, að þeir hafi fengið ódýrt rekstursfé með „heiðarleik“ og „skynsamlegum tillögum“, en sannarlega ætti það að vera öll- um skiljanlegt, að það er á kostnað heiðarlegs fjármála- lífs og alls almennings í land- inu. Einmitt af því að útgerð- in ber sig mjög misjafnlega frá ári til árs, verður að krefjast þess mjög stranglega, að fé sé ekki „veitt út úr“ henni á góð- ærunum á þann hátt, sem gert var úr Kveldúlfi á tveimur beztu árum útgerðarinnar, 1924 og .1928. En ef það er samt gert, verður að krefjast þess, að fénu sé skilað aftur refja- laust og skilyrðislaust, þegar útgerðin, sem það hefir verið „veitt út úr“, þarf á því að halda. Ólafur ber Kveldúlf saman við útgerðarfyrirtæki, sem hann nafngreinir og segir að fengið hafi uppgjöf á skuldum eða verið rekin með miklu tapi, cg vill réttlæta fjármeðferð Kveldúlfs með því. Þessi fyrir- tæki eru alls ekki sambærileg. Þau hafa aðeins starfað á erf- iðleikaárum fyrir útgerðina, og er ekki kunnugt um, að nokkr- um eyri hafi verið „veitt út úr“ þeim, enda dirfist Ólafur eltki að halda því fram. Þau hafa og staðið í skilum, eins og þau hafa orlsað. Kveldúlfi verður hér ekki fundið það til sakar, að hann hefir tapað á útgerð á síðustu árum, heldur það, að hann vill beita refjum til að komast undan réttmætum skil- um og hyggst að beita ofbeldi til að framfylgja refjunum. Hversu míklu fé kefir verið veitt út úr Kveldúlli ? Næst þykir rétt að athuga, hvaða upplýsingar eru í ræðu Ólafs um það, hvað miklu fé hefir verið veitt út úr Kveld- úlfi. Alþýðublaðið sagði allmargt um það í grein þeirri hér á dögunum, sem Ólafur hefir að miklu leyti sem uppis'töðu í sinni ræðu, og mótmælir Ólaf- ur öllu því, sem hánn þörir og getur. Það sem Ólafur mótmæl- ir ekki, má því sjálfsagt hafa fyrir satt. Ólafur mótmælir raunar því einu um þetta efni, sem Alþýðublaðið segir um að umboðsmenn Kveldúlfs á It- alíu og Spáni hafi verið notaðir sem sogrör við að veita f énu út úr Kveldúlfi, og verða hér ekki í bráð gerðar aðrar athuga- semdir við mótmæli Ölafs en þær, að upplýsing er það, að hann virðist telja Hálfdán Bjarnason og aðra umboðs- menn Kveldúlfs á Ítalíu og Spáni „starfsmenn“ félagsins og telur það félaginu til lofs, að þeir starfsmenn þess sem aðrir, hafi efnast. Um það, hverju veitt hefir verið í Korpúlfsstaði, eru hins- vegar nýjar upplýsingar í ræðu Ólafs, sem benda í þá átt að það hafi verið drjúgum meira en blöðin hafa hingað til nefnt (ca. 800 þús. kr.), enda hefði mátt ráða það af líkum. Hlutabréfin, sem Jensen seldi sonum sínum (og Kveldúlfi) munu hafa verið að nafnverði um ein milljón króna. Ef þau hafa verið seld við nafn- verði, sem nægt er að 'telja „ákaflega vægt verð“ 1924 og 1928, hefir það sem veitt Framh. á 4. síðu.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.