Nýja dagblaðið - 08.04.1937, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 08.04.1937, Blaðsíða 1
KAFFIÐ er ljúfiengt - hressandi KAUPFELAG REYKJAVIKUR. ID/5V3.IBIL\dÐIHÐ 5. ár. Reykjavík, fimmtudaginn 8. apríl 1937. 79. blað Fulltrúar Alþýðuflokksíns í vinnulaganeínd birta rangar frásagnir í Al- þýðubl. um störí neíndarinnar Dómur í málí Jóns Halldórssonar í aukarétti Reykjavíkur var í gær uppkveðinn dómur í málinu gegn Jóni Halldórssyni aðalfé- kirði Landsbankans. Var Jón Halldórsson tíæmdur í 1500 króna sekt fyrir brot gegn 144 gr. hinna alm. liegningarlaga, sem fjallar um vanrækslu og hirðuleysi í embættisfærslu, eða til vara í 50 daga einfalt fangelsi. En hinsvegar var hann algerlega sýknaður af öðrum atriðum á- kærunnar. Verzlunarjöfnuður- ínn óhagstæður um hálía mílljón Samkvæmt bráðabirgðaskýrslum Hagstofunnar nam verðmæti inn- fiuttrar vöru í marzmánuði þ. á. 3 millj. 427 þús. kr., en samtais 3 fyrstu mánuði ársins 7 millj. 595 þús. Á sama tima i fyrra var inn- ílutningurinn 7 millj. 415 þús. kr. Verðmæti útfluttrar vöru í marz- mánuði var 2 millj. 718 þús. kr. Samtals 3 fyrstu mánuði ársins 7 millj. 10 þús. kr., en 8 millj. 723 þús. kr. á sama tíma árið 1936. Verzlunarjöfnuðurinn var þvi óhagstæður um síðustu mánaða- mót um rúml. % milljón króna. Eskífjarðarmálíð Húsbændurnír voru dæmdir í 8 mánaða betrunarhúsvinnu, og bróðir húsbónd- ans í 6 mánaða Sangelsi í gær var í lögrcglurétti kveð- inn upp dómur í Eskifjarðarmál- ínu svokallaða, sem spannst út. af hvarfi Halldóru Bjarnadótt.ur og ýmsu, cr rannsókn á því leiddi í ljós. Dómsniðurstaðan varð sú, að Jón Erlendsson var dæmdur í 8 mánaða betrunarhúsvinnu fyrir brot á 213. grein hegningarlag- nnna, en hún liljóðar um þvingun og nauðung, fyrir áfengissölu og iyrir að aka bifreið ölvaður. Kona hans, Astliildur Guðmundsdóttir, var dæmd í 8 mánaða betrunar- húsvinnu, einnig fyrir brot 213. gr. hegningarlaganna og ógætileg- an bifreiðarakstur. Erlendur, bróð- ir Jóns, var dæmdur til 6 mánaða íangelsisvistar fyrir að bera rang- an vitnisburð fyrir rétti og að aka bifreið án ökuleyfis. það upplýstist fyrir réttinum, að þau hjón, Jón og Ásthildur, hefðu svipt Halldóru frelsi, þvingað Formaður nefndarínnar felur gjörðabókína svo ekkí sé hægt að svara honum með tilvítnunum í hana! í tilefni af mjög villandi grein, scm birtist í Alþýðublaðinu í gær, þar sem fulltrúar Alþýðuflokksins i vinnulagancfndinni telja sig vera að skýra frá störfum nefnd- arinnar, hefir Nýja dagblaðinu borizt eftirfarandi leiðrétting frá Gísla Guðmundssyni alþm. Fyrir nokkrum dögum gat Al- þýðublaðið um frumvörp mín um Félagsdóm og sáttatilraunir í vinnudeilum á þann hátt, að mjög villandi mátti teljast. Meðal ann- ars var þar að sumu leyti rangt skýrt frá störfum nefndai þeirrar, sem ég, ásamt þrem mönnum öðr- um, á sæti í og unnið hefir að undirbúningi þessara mála. Var þar t. d. skýrt svo frá, að við Ragnar Ólafsson hefðum klofið ncfndina og „slitið samvinnu við Alþýðuflokkinn um undirbúning löggjafar um réttindi verklýðsfé- laganna“. Ég bafði búizt viö, að meðnefnd- armenn mínir úr Alþýðuflokkn- um myndu ieiðrétta hin röngu ummæli í blaði sínu. þetta hafa þcir þó ekki gert. í stað þess birta þeir í Alþýðublaðinu i gær plagg' nokkurt, sem blaðið nefnir „greinargerð fyrir störfum nefnd- arinnar" og er þar, því miður, talsvert hallað réttu máli. það er rangt, að Ragnar Ólafs- son bafi einn samið frumvörpin um Félagsdóm og sáttatilraunir í \ innudeilum. það er sömuleiðis rangt, að þessi frumvörp séu „samin upp úr frumvarpi Sjálfstæðismanna" um \ innudeilur. þau eru samin með hliðsjón af löggjöf þriggja Norð- urlanda, Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar, og í þeim eru líka á- lcvæði, sniðin eftir brezkri löggjöf. Við Ragnar Ólafsson höfum tjáð okkur reiðubúna til að vinna í nefndinni í sumar að undirbún- ingi frumvarpa um félaga- og samningsrétt (þar á meðal „rétt- indi verklýðsfélaganna") og um vinnustöðvanir almennt eins og ráð hafði verið gert fyrir í nefnd- inni. Ég ætla, að greinargerð frv. beri það með sér, að nefndin, eða a. m. k. við Ragnar Ólafsson, hafi verið búin að kynna sér þá er- lendu vinnulöggjöf, sem nefndin hcfir aflað sér. Ég skal svo aðeins taka það fram, að mér hefir í gær borizt sönnun, sem í augum flestra mun tala nokkuð skýru máli um það, að mcðnefndarmenn mínir séu ekki fyllilega ánægðir með frá- sögn sína i Alþ.bl. því að fonriað- ur nefndarinnar, br. Guðmundur Guðmnudsson, hefir mót venju, tekið • í sínar vörzlur gerðabók nefndarinnar, og var ekki í gær fáanlegur til að lána mér liana, til þess að ég gæti með tilvitnun í fundargerðirnar leiðrétt hina gölluðu frásögn. / Gísli Guðmundsson. 10 þúsundír Itala sendir tíl Spánar eflir að hlulleysislögm gengu i gíldí LONDON: Imudúnablað eitt birtii í gœr þá frótt, að það hafi fengið áreið- anlega vitneskju iim það, að frétt- ir þær, sem birtar voru í fyrradag um að 10 þúsund ítalskir hermenn hefðu verið settir á land á Spéni 22., 23. og 24. marz, séu sannar. PARÍS: Spánska sendisveitin í London tilkynnir, að henni sé vel kunn- liana til þess að láta eftir fjár- muni, sem hún hafði innnunið sér, og að afsala frídögum sínum. í j essu virtust þau hafa verið sam- taka. ugt um og' að hún gefi fært sönnur á, að dagana 22., 23. og 24. marz hafi 10 þúsund italskir her- menn verið fluttir til Cadiz. — FÚ. Sauðijárpestin breíðíst út Talið er sannað, að borgfirzka fjárpestin sé komin að Laugar- vatni. Einnig eru taldar miklar líkur til þess, að sýkin sé komin á bæ einn austan Blöndu og 'á tvo bæi í Haukadal í Dalasýslu. I.ungu úr lambi frá Hrafnabjörg- Danska ríkisstjórnín ætl- ar að banna verkfall með lög’um Alvínnurekendur höfðu hafnad miðl- unarlillögu sátlasemjara Vinnudeilur hafa staðið yfir í Danmörku, sem ná til 30 þúsund vrkamanna. Við atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu sáttasemjara höfnuðu sáttatillögunum atvinnu- rekendur, sem fóru með atkvæði fyrir atvinnufyrirtæki sem árlegu greiða 295,9 millj. króna í vinnu- laun, en atvinnurekendur sem greiða 199,3 millj. i vinnulaun samþykktu hinsvegar að fallast á þær. Hinsvegar höfðu vcrkamenn samþykkt sáttatillögurnar með 39,453 atkvæðum gegn 21.231 at- kvæðum. þar eð atvinnurekendur þannig hafa hafnað sáttaumleitunum, liafa verkamenn boðað verkfall sem hefjast á næstk. laugardag. Nær það m. a. til prentara allra Kaupmannahafnarblaðanna. Dreyjer sáttasemjari átti í gær viðræður við hinn setta forsætis- ráðherra, fjármálaráðherrann N. P. Hansen, og var að þeim við- ræðum loknum boðað til ráð- herrafundar. Á þeim fundi ákvað danska ríkisstjórnin að leggja fram í þinginu í dag lagafrumvarp þess efnis, að þingið komi í veg fyrir vcrkíall þetta. Bílbao verður að gefast upp, annars verð- ur allt Baskahérað gereyðílagt Stjórnín svarar með gfagnsókn LONDON: Spánskir uppreisnarmenn segj- ast. hafa fundið 900 menn úr liði Basþastjórnarinnar dauða á víg- 'öllunum, eftir orustur undanfar- inna daga, og hafa ennfremur tek- ift mikið af hergögnum herfangi. Mola hershöfðingi hefir krafizt j;ess af Baskastjórninni, að hún láti Billiao af hendi við uppreisn- armeiin tafarlaust, ella muni her- syeitir lians fara um gjörvalt Baskaliéraðið og ger-eyðileggja það. Ilann segir að uppreisnarher- inn liafi nú komizt norður fyrir fiallaliringinn sunnan við Bilbao og liafi fengið aðstöðu til þess að liefja fallbyssuskothríð á Bilbao. Spánska stjórnin hefir gefið fyr- irskipun um að gagnárás skuli hafin á hendur uppreisnarmönn- um á Baskavígstöðvunum. Stjórnarsigrar á Cor- dobavígstöðvunum Stjúrnin telur hersveitum sínum mikinn sigur í grend við Pozo uin á Ilvalfjarðarströnd, sem skoð- unarmaður áleit sýkt, voru ónýtt á leiðinni til Reykjavíkur fyrir misskilning, svo að ekk er að svo stöddu úr því skorið, hvort pestin sé komin þangað. — Nefndin, sem gera á tillögur um vamir gegn pestinni, hefir komið saman ti! fundahalda á ný. Blanco á Cordoba-vigstöðvunum. Sogir hún, að herlið uppreisnar- manna liafi verið króað inni og að þeir liafi lapað 500 mönnum. Uppreisnarmenn viðurkenna að l'onarroya, á Cordobavígstöðvun- um, sé umkringd af liði stjóm- arinnar. Óttast um enskan blaðamann Hin enska deild PEN-klúbbsins liefir sent mótmæli til stjórnar Franco gegn þvi, að enslca hlaða- manninum, Arthur Kessler, skuli eun vera haldið i fangelsi. Undir mótmælaskjalið rituðu m. a. J. B. Priestley, Aldous Huxlcy, Vemon Rartlett og margir aðrir frægir rithöfundar. Arthur Kessler var einn þeirra blaðamanna, er upproisnarmenn tóku til fanga, eftir fall Malaga- borgar. Nú hefir samstarfsmaður hans, sem, einnig hefir verið fangi uppreisnarmanna í Malaga, verið látinn laus, og er hann kominn til Gibraltar. Hann segir frá því, að Kessler hafi verið hafður einn i dimmum klefa og verið bundinn á höndum og fótum og búið við liinn versta kost. Fyrirspurnum um Kessler var lengi ekki svar- að, en loks kom það svar frá upp- reisnarmönnum, að þeir vissu ekki hvar hann væri niður kominn. Kessler var fréttaritari Lundúna- blaðsins Newe Chronicle. — FÚ.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.