Nýja dagblaðið - 08.04.1937, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 08.04.1937, Blaðsíða 3
N ? 3 A D AGBLAÐIÐ 8 NÝJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: Blaðaútgáfan h.f. Ritstjóri: pórarinn pórarinsson. Ritstjórnarskrifstofumar: 'narstr. 16. Simi 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa Hafnarstr. 16. Sími 2323. Áskriftargjald kr. 2,00 á mán. f lausasölu 10 aura aint. Prentsm. Edda h.f. Sími 3948. Víðreísn sjávarútvegsins Dánarfregfn S. 1. laugardag andaðist að heimili sínu Túnsbergi í Húsa- vík Steingrímur Hallgrímsson, afgreiðslumaður hjá Kaupfé- lagi Þingeyinga. Banamein hans var lungnabóJga. Stein- grímur var hátt á sextugs- aldri, en hraustur og hinn full- komnasti starfsmaður. Hann hafði í meir en þrjá'tíu ár gengt allskonar viðskiptastörf- um hjá K. Þ. og notið almenns trausts og vinsælda svo sem þeir einir öðlast, sem bezt eru gerðir. Hið skyndilega fráfall lians mun valda héraðssorg hjá Þingeyingum. Þessa ágæta manns verður nánar getið síð- ar. Þau tæplega þrju ár, sem ráðuneyti Hermanns Jónasson- ar liefir setið við völd, hefir meira verið gert af hálfu hins opinbera til að rétta við hag útgerðarinnar en nokkuru sinni áður. Smáútgerðinni hefii' ver- ið veitt mikilvæg hjálp til skuldaskila. Ríkissjóðui' hefir veitt henni að láni á aðra mill jón króna í því skyni og jafn- ótt og það fé greiðist rennur það í Fiskveiðasjóð og verður þannig áfram útveginum til styrktar. Auk þessarar láns- lijálpar liefir smáútgerðin fyrir atbeina sömu laga fengið næst- um 3 millj. króna eftirgefnar Jijá lánardrottnum sínum. Jafnframt þessu hefir ríkis- sjóður varið um einni milljón króna til nýrra fiskverkunarað- ferða og til markaðsleita. Síld- arverksmiðjur ríkisins liafa jafnframt haft forgöngu um karfavinnsluna. Árangurinn er sá, að hin nýju útflutningsverð- mæti, sem fengizt hafa á þenn- an hátt, námu á síðastl. ári á þriðju millj. króna. Vegna aukinna markaðsörð- ugleika hafa þessar umbótaráð- stafanir þó ekki orðið nægileg- ar til að hjálpa sjávarútvegin- um. Flokksþing Framsóknar- manna tók sjávarú'tvegsmálin því til rækilegrar íhugunar. Samþykktir þess munu móta framkvæmdir í sjávarútvegs- málum á næstu árum, ef Fram- sóknarflokkurinn fer áfram með völd. Það sem flokksþingið lagði áherzlu á, var að koma sjávar- útveginum á fjárhagslegan, traustan grundvöll. Því marki \ildi flokksþingið ná á tvenn- an hátt: Að auka tekjur af sjávarút- veginum með áframhaldandi tilraunum með nýjar verkunar- aðferðir og fisktegun.dir, sem ekki hafa áður verið útflutn- ingsvara, og með auknum markaðsleitum. 1 því sambandi var m. a. tekið fram, að veita þyrfti hagkvæm lán til bygg- mgar hraðfrystiliúsa og kæliút- búnaðar í flutningatæki og koma yrði á reglubundnum ferðum kæliskipia kringum landið. Sérstaka álierzlu lagði flokksþingið á þsið að flytja sjávarafurðir sem mest full- unnar úr landinu til atvinnu- auka og aukningar á verðmæti afurðanna. Að lækka reks) trarkostnað GamaU samverkamaður. sjávarútvegsins með því að ákveða hámarksverð á útgerð- arvörum svo sem kolum, salti, olíu, veiðarfærum o. fl. og koma á samvinnu útgerðar- manna um innkaup þeirra vara. Jafnframt sé fyrirbyggt að lög gjöfin íþyngi mönnum ekki um of með kröfum um mannahald, ieyn't verði að lækka trygg- ingarkostnað vélbáta og athug- að nákvæmlega hvernig smáút- gerðinni verði veittur mestur stuðningur á annan hátt. Enn- fremur sé rækilega athugað, hvort ekki sé hægt að lækka vexti bankanna af útgerðarlán- um. Um rekstrarfyrirkomulag útgerðarinnar var það 'tekið fram að flokkurinn vildi stuðla að aukinni samvinnuútgerð og að „þeir sem vinna að fiskfram leiðslu séu sjálfir þátttakendur í útgerð og eigi beinna hags- muna að gæta um rekstursnið- urstöðuna“. Jafnframt lýsti ílokksþingið sig „algerl'ega mótfallið ríkisútgerð til fisk- veiða“. Vitanlega gerir Framsóknar- flokkurinn sér það ljóst, að all- ar þessar framkvæmdir kosta mikil fjárframlög. Þess vegna lét hann samstarfsflokk sinn vita, að hann væri m. a. fús til þess að verja núv. útflutnings- gjaldi af sjávarafurðum, sem er um 700 þús. kr. á ári, til þessarar s'tarfsemi, en vitan- lega þyrfti þá að sjá ríkissjóði fyrir öðrum tekjustofnum í þess stað. En samstarfsflokk- urinn fékkst ekki til alvarlegra athuguna á því atriði. Framsóknarflokkurinn álítur, að lausn þessara mála sé mjög aðkallandi og hafði því vonast eftir, að hún myndi takast á þessu þingi. Nú virðist sýnt, að svo getui' ekki orðið. Al- þýðuflokkurinn ber fram frum- vörp, sem bera það með sér, að hann vill ekki leysa málið á þessu þingi, þar sem þau gera ráð fyrir því skipulagi togaraútgerðarinnar, sem flokksþing Framsóknarmanna lýsti sig mótfallið, og fara auk þess fram á milljónalántökur erlendis. Framsóknarflokkurinn mun því óhikað leggja stefnu sína í sjávarútvegsmálum undir dóm kjósendanna og milli hennar og stefnu íhaldsins verður kosið. Fáeínar spurníngar tíl hr. alþíngísmanns Jóns Pálmasonar Síðasta kvöldið í útvarpsum- ræðunum um atvinnumálin, sögðuð þér, hr. alþingismaður, meðal annars: „Sjálfstæðisflokkurinn er ekki nema 8 ára gamal1 og hef- ir allan þann tíma verið í minni hluta“. Og þér vilduð sanna með þessu, að þröngur liagur þjóðarinnar væri ekki „Sjálfstæðismönnum“ að kenna og það væri ekki von að þeir hefðu komið fram miklum um bótum, þar sem þeir nefðu all't- af verið í minnihluta. Vegna þessa o. fl. í ræðum yðar, langar mig til að spyrja yður, hr. alþingismaður, eff.ir- farandi suminga: 1. Ef ofanritað er rétt hjá yður, er þá réttmætt hjá blöð- um og forsvarsmönnum „Sjálf- stæðis“flokksins að færa sí og æ til inntekta þeim flokki það sem þeir telja að landsstjórnin hafi gert vel á árunum 1923— 1927? 2. Eða á þetta að skiljast á svipaðan hátt og ef þér hættuð að kalla yður Jón Pálmason,' en kölluðuð yður í þess stað t. d. Jón Akur, að þér þess vegna bæruð þá enga ábyrgð á hinum fyrri Jóni eftir að skím- arathöfnin væri afs'taðin? Vitið þér ekki, hr. alþingis- maður, að hinir svokölluðu „Núverandi sjálfstæðismenn“ hafa ekki aðeins í átta undan- farin ár, heldur síðan Jón Pálmason á Akri man eftir sér, ráðið mestu í þessu landi, — Vegna þess að í þeirra hópi hafa verið flestallir s'tærri at- vmnurekendur og kaupsýslu- menn, sem hafa haft mest allt veltufé þjóðarinnar og vinnu- afl almennings í þjónustu sinni? 4. Haldið þér máske að þessir menn, sem þannig hafa ráðið mestu, oft aðeins fyrir að þeim hefir tekizt að fá mest lánsfé úr stofnunum almenn- ings, hafi verið nokkuð dug- legri eða göfugri menn en al- mennt gerist? Og haldið þér að þess vegna hafi atvinnu- málum þjóðarinnar verið betur borgið í höndum þeirra, en í hörðum vinnuhöndum mann- anna sjálfra. sem aðallega vinna að framleiðslunni ? 5. Getið þér hr. alþingismað- ur ekki verið sammála mér um, að það hefir aðallega ver- ið hjá „Sjálfstæðismönnum", sem hafa tapazt nokkrir tugir milljóna króna af sparifé al- mennings undanfarín 10—20 ár, jafnframt því að þeir á- samt fólki sínu hafa eytt í ó- hófi og sællifnaði utanlands og innan og með óþarfa innflutn- Um stefnu Alþýðuflokksins getur ekki verið kosið að þessu sinni, þar sem vitanlegt er, að hún verður ekki lögð til grund- vallar eftir kosningar, hvort heldur sem vinstri flokkarnir eða íiialdið og bandamenn þess fara þá með völd. ingi sér til ágóða — óhemju miklu af fjármunum þjóðarinn- ar? 6. Og eruð þér ekki sam- J ykkur því, að það hafi aðal- lega verið fólk úr flokki „Sjálfs'tæðismanna“, sem með frekum eyðslulifnaði á kostnað annara og með ósanngjörnum kröfum hafi með fordæmi sínu alið upp óhóf, ráðleysi og ó- skilsemi, sem stefnir einkan- icga atvinnumálunum og þá um leið fjárhag þjóðarinnar í beinan voða? Kári. æskulýðsíns astar til góðra úrbóta, og hefj- ist síðan handa um framkvæmd þeirra. Og á það ber vitanlega að leggja áherzlu fyrst og 'fremst, að þeir unglingar, sem verða slíkrar hjálpar aðnjót- andi, finni að hér er ekki um neina ölmusu eða raunveru- lega atvinnuleysingjahjálp að ræða, • heldur sé reynt að gera þá hæfari starfsmenn við arð- bæra framleiðslu og áhugi þeirra aukinn fyrir því að gera kröfur til sjálfra sín um fram- tak og dugnað, en ekki að treysta á annara hjálp eða for- göngu. Markmiðið sé að verða andlega og efnalega sjálfstæð- ur og sjálfbjarga einstaklingur. í samræmi við þessa stefnu hefir Bjami Bjarnason skóla- stjóri flutt svohljóðandi þings- ályk'tunartillögu í neðri deild: „Neðri deild Alþingis ályktar að fela ríkisstjórninni að láta fram fara, svo fljótt sem við verður komið, ýtarlega rann- sókn á því, á hvem hátt bezt verði ráðið fram úr a’tvinnu- leysi ungra manna í landinu, með það fyrir augum sérstak- lega, að starfskraftar þeirra notist í þágu framleiðslunnar og til aukningar varanlegra verðmæta á annan hátt“. Þess ber að vænta, að Al- þingi taki þessari tillögu vel og árangurinn verði sá, að frá næsta þingi verði afgreidd lög, sem verði varanleg úrlausn í þessu mikla vandamáli æsku- lýðsins. JarðarSör ekkjumtar Guðbjargar Sig- urðardóttur frá Héðínsvík í Suður-Þing- eyjarsýslu fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 9. apríl og hefst með bæn á heimili hennar Garðastræti 45 kl. 10,30 f. hád. — Jarðað verður í Fossvogi. Aðstandendur. Atlmgið! »Nýja Þvoitahúsid», sími 4898, hofir fullkomnuatu þvottavólnr, hitaðar með gufu — (ekki með gasi) — þvotturinn guln- ar því ekki við að liggja og lyktar *em útiþurkaður. Þið Bem þvoið heima, látið okkur þurka og rulla þvottinn, — Spyrjiit fyrir um verð. »Nýja pvottahúsið“, Grettisgötu 46. Atvínnuleysí Eitt mesta mein æskunnar er atvinnuleysið. Fátt hefir skaðlegri áhrif á sálarlíf æsku- mannsins en það, auk þess sem starfshæfni hans fær ekki að þjálfast og njóta sín. Atvinnu- | leysi ungra manna í bæjunum ' er oft meginorsök þeirrar ó- | menningar, sem þar þrífst meðal æskunnar. Fram til seinustu ára hefir þessarar plágu ekki gæ'tt verulega hér á landi, en með , stækkun bæjanna og ofvexti ; þeiri'a í hlutfalli við atvinnu- lífið hefir hún smámsaman auk- izt og nær nú orðið til veru- legs hluta unga fólksins þar. Þörf úrbóta er því orðin meira en nauðsynleg. Ýmsir merkir menn hafa bent á ýms úrræði i þessum málum, en engin nákvæm at- hugun eða vinna hefir veríð á bak við þau. Ekki hefir heldur verið athuguð neitt til hlítar J hvaða úrræðum hafi einkum j verið beitt erlendis til að ráða bót á atvinnuleysi unga fólks- ins, en vitanlega er nauðsyn- legt að hafa það til hliðsjónar. Á Alþingi hefir öðru hvoru , ^sko'tið upp frumvörpum frá í- j Italdsmönnum og sósíalistum , um þessi efni, en flaustursleg- ur undirbúningur þeirra hefir sýnt, að þau eru meira borin fram til þess að veiða atkvæði fyrir hlutaðeigandi flokka, en að athuguðu máli. Hin eðlilega lausn þess máls virðist sú, að hið opinbera láti athuga það í ækilega hvaða leiðir séu líkleg-

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.