Nýja dagblaðið - 08.04.1937, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 08.04.1937, Blaðsíða 4
REYKJAVlK, 8. APRÍL 1937. NYIA DAGBLAÐIÐ 5. ÁRGANGUR — 79. BLAÐ |8aml« BIA| Morð í háskólanum Ófiðjafnanlega spenn- andi leynilögreglu- mynd, sem gerist í amerískum stúdentabæ Aðalhlutverkin leika: Arline Judge, Kent Taylor og Wendy Barríe. _______« UIINELU BTUlfÚlÍ Maður og kona Sýning- í kvöld kl. S Aðg.m. seldir eftir kl. 1 í dag. Sími 3191 Lækkað verd! ENGELS tapaði báðnm skákunum í fyrrakvöld var haldin síðasta skáksýningin, sem L. Engels tók ■l’átt í áður ,en hann fór utan. Tefldar voru 2 samráðaskákir og \oru 3 menn um hvora gegn Erigels. Á öðru borðinu tefldu þeir As- inundur Ásgeirsson, Árni Snævar og ■ Kristinn .Túlíusson, cn á hinu Egge.rt Gilfe.r,. Baldur Möller og Stéingrímur Guðmundsson. Lcikar loru þannig- að Engels tapaði luíð- uni skákunum, enda or þetta ein- hvcr sú mesta raun, sem hægt er að leggja fyrir nokkurn skák- mann'.' AonAll Veðurútlit í Reykjavík og ná- grenni: Allhvass á norðaustan. Úrkomulaúst að mestu. Næturlæknir í nótt Páll Sigurðs- son, Hávallagötu 15. Sími 4959. NæturvörSur er í I.yfjabúðinni Iðunn og Reykjavíkur apóteki. Útvarpað í dag: kl. 10.00 Veður- fregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 19,20 þingfréttir. 19.30 Auglýsingar. 19.55 Fréttir. 20.00 Útvarp frá Alþingi. Afli í net er nú að glæðast aftur. Var dágóður afli á marga báta í tyrradag. Sjómenn telja fisk vera að ganga á Grunnið. — FÚ. Skipafréttir. Esja er í Reykja- vík. Lyra fer kl. 7 í kvöld. ísland og Drottningin eru í Kaupmanna- höfn. — Gullfoss er á leið til Vest- mannaeyja frá Leith. Goðafoss var væntanlegur frá útlöndum i nótt. Brúarfoss kom að vestan og norð- an í gær. Dettifoss er á leið til Hutl frá Vestm.eyjum. Lagarfoss ei á leið til Leith frá Kaupmanna- höfn. Selfoss kom frá útlöndum í íyrrakvöld. Höfnin. í gær kom kolaskipið Ingerto, Lyra fór til Keflavíkur og kom aftur í gærkvöldi. Gyllir kom af veiðum með 120 föt lifrar. Gestir í bænum. Magnús Jónsson bóndi á Sveinsstöðum, Sverrir Gíslason bóndi í Hvammi og Jón Konráðsson bóndi í Bæ. Rangæingafélagið heldui fund í Oddfellow-húsinu annað kvöld kl. Sy2. Til skemmtunar verður: Skuggamyndir frá Spáni, einsöng- ur og danz til kl. 1. Háskólaíyrirlestrar á ensku. Mr. G. Turville-Petre flytur í kvöld kl. | 8 fyrirlestur i háskólanum um ! ,.the King’s English to-day“. Stjórn íþróttasambands íslands hefir falið íþróttafélagi Reykjavík- ur að sjá um einmenniskeppni i fimleikum fyrir árið 1937. Keppn- in mim fara fram í byrjun maí os vorður þá keppt um bikar þann er í. S. í. gaf árið 1927 til ein- menniskeppni i fimleikum. Bikar- iim þarf að vinnn þrisvar í röð eða fmm sin'num alls. Jón Jó- hannesson í. R. er nú handhafi hikarsins og hefir liann unnið liann í 2 síðnslu skiptin. Jíiin Slórkosllegfur eldsvoði 20 000 manns heimilisvilltír LONDON: I gær varð ógurlegur eldsvoði í Manila á Filippseyjum og eru 20 þúsund manna hoimilisvilltir af völdum eldsins, en tjónið er metið á 200.000 dollara. — FÚ. Jón leggja allt kapp á að vinna liann nú og þar með ti) eignar. þátttökubeiðni sendist til stjórnar Í.R. fyrir 25. þ. m. — Öllum fé- lögum innan í. S. í. er heimil þátttaka. Itl.-A.-kvartetUnn syngur í Gamla Bíó kl. 7,15 annað kvöld. Tímarit iðnaðarmanna, 1. hefti 10. árgangs. Efni ritsins er: Iðn- aðarmannafélagið 70 ára, Drápa til Iðnaðarmannaíélagsins í Reykja- vík, Minni Iðnaðarmannafélags- ins eftir Einar Erlendsson, Matthí- as Matthíasson, eftir Ársæl Árna- son, lielgi Guðmundsson, eftir Á. Á., Frá Iðnaðarmannafélagi Akra- ness, eftir Jóhann B. Guðnason, Frá störfum sambandsstjórnar, Skinnaverksmiðjan Iðunn á Akur- evri og fleira. Ægir, 3. blað 30. árg., ei nýkom- inn út. Efni ritsins er: Um þorskalýsi, eftir dr. þórð þor- hjömsson, Aðalfundur Fiskifélags íslands, Rækjuverksmiðjan á Isa- firði, Áhrif flyðruveiðanna á flyðrustofninn, Eiga íslenzkir sjó- menn að falla óbættir? Hvert erá- !ii skipulagsnefndar atvinnuveg- anna í sjávarútvegsmálum? — Skuldaskilasjóður vélbátaeigenda, Fiskafli á öllu landinu, Útflutn- ingur sjávarafurða, Niðursoðinn fiskur, Nóvemberfundurinn í London, Fiskveiðar Kanadamanna og 1'leira. Veðrið kl. 5 í gær: Anstan- og r.orðaustan átt nm alit land. Snjókoma á Vestfjörðuin með 2— í stign l'rosli, en þoka og dálítil rigniiig á Norðurlandi og Austur- !: ndi. Sunnanlands sumstaðar 5 (i : 1 igii liiti. Síldarsala Norðmanna EINKASKEYTI: Norðmenn eru í þann veginn að selja mestan hluta af Íslandssíld sinni frá því í sumar, til Svíþjóð- ar, fyrir 10 kr. tUnnuna. — FÚ. Ásíglíngf og skipslrönd LONDON: Tvö skip rákust á í niða-þoku í gærmorgun í sundinu milli Ir- iands og Bretlands. Annað þeirra, I.airdmore, var á leiðinm frá Dub- lin til Glasgow, en hitt skipið hét Taranaki og var frá Nýja Sjá- landi. Lairdsmore sökk á 14 mín- útum og fórst skipstjórinn og I kyndari, en 33 mönnum af skips- I höfninni, ásamt farþegum, var bjargað yfir í Taranaki. í skip- inu, sem sökk, voru m a. 300 uautgripir. Slys þetta vildi til að- eins 5 mílur undan landi. Annað skip, einnig frá Nýja Sjálandi, strandaði í gænnprgun í þokunni við Ross of Mull, en er ekki talið í hættu. þá strandaði ítalskt skip snemma í morgun við Isle of Wight við sunnanvert England. ! Skipshöfnin fór í bátana, og mættu . björgunarbátar þeim og fylgdu ti! iands. — FÚ. Nfja Bié Dóllir íippreásnar- mannsíns (The Littlest Rebel) Hrífandi araerlsk kvik- mynd frá Foxfólaginu undrabarnið Shirley Temple ásamt John Boles og Karen Morley. Sýnd í kvöld kl. 6 og 9. Barnasýning kl. 6 Aðgöngumiðar frá kl. 4. Blik, 1. tbl., gefið út, af mál- fundafélagi gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum, hefir blaðinu borizt. Efni þess eru ýmsar rit- gerðii', kvæði og þýdd saga. Bæjarsijórn Akureyrar sam- I þykkti á fundi sínum 6. þ. m. i virkjun Laxár og beindi málinu • 1 i 1 Alþingis og rikisstjórnar. Gert I er rnð fyrir að afla þurfi lánsfjár I i i nemi allt að 1500.000 kr. - FÚ. | Fyrsta spunavélin, sem fluzt hef- ir til Vestm.evja er nú tekin til i siarfa. Vélina smíðaði Jón Gests- 1 snn, Villingaholti í Árnessýslu og er hún sú 58., sem hann hefir 1 smíðað. Vélina á Haraldur Sig- niðsson og fleiri. Vélin spinmir 10 kg. af lopa á dag. — FÚ. Ibkb 9g sala Lítill sumarbústaður, ódýr, með cldavél, til sölu og settur Upp livar sem óskað er, í nágrenni hæjarins: — Afgr. ldaðsins vísar á. Nýkomið úrval af vorblússum, hvítum og mislitum, verð frá 8 til 20 kr. Einnig nokkur stykki af fallegum vorkjólum. Crepe de cine hálsklútar á 3.75 stk. Sokkabanda- helti á fermingartelpu og efni í fermingarkjóla nýkomið. Sauma- stofan U ppsölum Aðalstræti 18. Sími 2744. Erlendur logarafloli á leið tíl íslands EINKASKEYTI: Óvenjumikið hefir kveðið að v.ciðum útlendra togara undan ströndum Norður-Noregs upp á siðkastið og hafa þeir aflað mjög vel, (únkanlega þýzkir togarar. þossi togárafloti mun nú leggja af stað til íslands og stunda þar fiskiveiðar. — FÚ. UPPREISNARMENN 55 ofan í leðurtösku, lokaði fyrir íitvarpið, kæfði eld- inn á þann einfalda hátt að kasta yfir hann fullri vatnsfötu — hann hafði litla trú á brunatrygging- 'á arfélögum; þau skyldu aldrei fitna á iðgjöldunum hans — og skröngíaðist af stað út í myrkrið. Stundarkorn leið og svo heyrðus't stunurnar í „Lizzie“. Jerry var kominn af stað. * % * * — Ég heiti Hartsgill — Gerald Hartsgill, sagði komumaður. Ég er vinur James Stevensons. Jimmy-------. Fallega stúlkan þreif í handlegg hans. — Eigið þér við Jimmy Stevenson minn? spurðí hún áköf. Hartsgill tók eftir dökku baugunum undir augum hennar. Þegar hann leit á hana roðnaði hún. — Ef þér eruð vinur þess Stevenson, sem venju- lega bjó í Half Moon Street 299B, þá býð ég yður velkominn eins og engil í dularklæðum! — Ég er að vissu leyti dulbúinn, sagði Jerry Hartsgill, en þegar hann sá, að stúlkan var alveg á nálum, þá leysti hann frá skjóðunni. Ég á heima i Northumberland, í hæðunum skammt frá Alnwick. Fyrir nokkrum dögum kom bezti vinur minn — sá bezti, sem nokkur getur átt — kom til að dvelja hjá mér. Það var Jimmy Stevenson — Stevenson yðai, eins og þér kölluðuð hann, þótt ég vilji halda, að ég eigi líka dálítið í honum. Ég og þessi James Stevenson vorum saman í skóla í Repington. Við vorum í sama rugby-flokknum. Hann þagnaði snögg- vast áður en líann hélt áfram. Jimmy var mjög dul- arfullur. Ég býst við, að þér vitið, að bann var í leyniþjónustunni? spurði hann. — Auðvi’tað! Það er ég líka. Ó, haldið þér áfram! IJartsgill reyndi að láta ekki bera á undrun sinni og hélt á fram. — Jimmy var mjög dularfullur, endurtók hann. Hann vai' auðsjáanlega norðurfrá í einhverjum er- indum — víst heldur viðbjóðslegum erindum. Fyrst spurði hann mig, hvort ég þekkti nokkurn Rússa þai' í grenndinni. Það vildi nú svo til, að ég vissi af ein- um; ég hafði heyrt að einn byggi á stað, sem heitir Skelt Castle. — Björninn! kallaði hún æst. Fór Jimmy þangað? — Já, svaraði Hartsgill seinlega. Hann fór þang- að og hefir ekki komið aftur. I gærkveldi datt mér í hug að fara til lögreglunnar. En þá opnaði ég af tilviljun útvarpið. Ég heyrði skeyfcið yðar og ákvað að fara til London. Mér virðist, að ég hafi gert hið rétta. — Ó, já, það er satt. Þér gerðuð það! Hún neri saman höndunum í örvæntingu, en þá var hringt á dyrnar. Mary Manners lauk upp hurðinni, leit á gestinn og kallaði upp yfir sig: Hérna er hann! Það er Jimmy! Jerry Hartsgill teygði sig fram. En nú hafði gest- urinn tekið ofan hattinn. — Ég hei'ti Van Loan, sagði hann. Phih'ps Van Loan. Mér þykir það leitt ef ég----------. — Ó, bíðið svolítið — aðeins augnablik. Báðir mennirnir, sem ekkj vissu sitt rjúkandi ráð, sáu hana hníga upp að kommóðu og gráta eins og hjarta hennar væri að bresta. Eftir andartak, eða svo, þerraði hún augun með vasaklút sinum, stóð upp og brosti til komumanns. — Það voru vonbrigðin, sagði hún. Ég er svo að segja trúlofuð Jimmy Stevenson, sem nú er í mikilli hæ'ttu, að ég óttast, og- ég hélt að þér væruð hann. Vilduð þér fyrirgefa mér? Ég heiti Manners — Mary Manners. Maðurinn, sem var svo áberandi líkur Stevenson, að Jerryi togaði í neðri vörina í mestu vandræðum, hnéygði sig. Ég kom vegna þess, að hr. Stevenson er ef til vill i hættu, ungfrú Manners, mælti hann. En það sem ég æ'tla að segja er mjög áríðandi------------. — Þetta er hr. Gerald Hartsgill. Hann er bezti vinur Stevenson, og það má algerlega treysta hon- um. Hinn skemmtilegi, ungi Ameríkumaður brosti yndislega. — Það gleður mig að kynnas't yður, hr. Hartsgill, og ég öfunda yður af vináttu yðar við Stevensön. Það er maður, sem vert er að þekkja! En nú skal ég skýra ykkur frá. Ilann sagði frá ráðagerð brezku leynistarfseminn- ar og amerísku stjórnarinnar — nefnilega notfæra sér, hvað þeir Stevenson væru líkir og láta þá taka upp hvors annars nafn. „Ég var aldrei mjög hrifinn

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.