Nýja dagblaðið - 21.05.1937, Blaðsíða 1
Kosaingaskrifstofa
F r amsóknar f lokks-
ins er opin kl. 9-12
f. h. og 1-10 e. h.
Sírnar 1029 og 1529
EWsEUMDIÐ
5. ár. Reykjavík, föstudaginn 21. maí 1937. 113. blað
Frá bœjarstjérnar-
fundi í gær
Bæjarstjórnarlundur var haldinn
.síðdegis í gær. par gerðist ekkert
merkilegt frekar en venjulega. Síð-
an fjárhagsáætlunin var afgreidd
liefir engu markverðu máli verið
F álmíð og drátturínn um framkvæmd
hitaveitunnar er rétt myndj Gróðursetning
af vínnubrögðum íhaldsíns
erlendra trjátegunda
I útvarpserindi, er Árni G. Ey-
hreyft í bæjarstjórninni. Devfð
og áhugaleysi fulltrúa aðalflokk-
anna, sem þar eiga sæti, getul’
t'kki komið greinilegar fram en í
"1-ví sinnvileysi fyrir málum Revk-
javikurbæjar, sem einkennt hefir
fundi hæjarstjórnarinnar í vetur.
I gær urðu mestar tunræður um
tillögú frá Jóni Axel um að unnið
skyldi við borunina. úr Reykjum
dag og nótt. íhaldinu fannst lík-
legt að tillagan væri framkomin
\egna kosninganna og vilsaði
henni til bæjarráðs.
þá bar Ólafur Friðriksson fram
tillögu um að fela bæjarráði að
athuga, hvort ekki væri rétt að
nota eignarnámsheimiidina á
Graíarvogi. Að gömlum vana lagði
borgarstjóri til að tillögunni yrði
vísað til bæjarráðs. Urðu út af
þessu töluvert kýmilegar umræð-
ur, því Ólafur sýndi fram á, að
tillaga sín fæli einungis í sér að
bæjarráð athugaði málið og það
væri það sem borgarstjórinn vildi
líka með því að vísa henni til
bæjarráðs. En borgarstjóri sat fast-
ur við sinn keip og íhaldið sam-
þykkti tillögu borgarstjóra.
þá fór fram seinni umræða um
1-reytingar þæ r á lokunartíma
sölubúða, sem kaupmenn og verzl-
unarmenn hafa orðið ásáttir um
og er í því fólgin að búðum skuli
lokað kl. 6, nema á föstudögum,
þá skulu búðir opnar til kl. 8. Yf-
ii sumarið skulu búðir lokaðar kl.
1 ú laugardögum. Breytingar
þessar nú þó ekki til mjólkurbúða.
Bæjarstjórn samþykkti þessa
breytingu á lokunartímanum.
Kosningahugur í Jóni
Axel. — Guðrún Jónas-
son og Guðm. Oddsson
vilja e k k i ólöglega
verzlun með brauðvör-
ur og sœlgæti
í sambandi við þetta mál bað
Guðrún Jónasson að séð yrði um
að ekki yrði verzlað ólöglega með
sælgæti eftir lokunartíma, og Guð-
mundur Oddsson bað bæjarráðið
að hlutast til um það, að brauð-
vörur yrðu ekki seldar frá veit-
ingastöðum eftir lokunartíma eins
og nú væri gert.
þar með var áhugamálum bæj-
arfulltrúanna á fundinum í gær
lokið.
Það lætur reynslulausan unglíng nýkomínn frá skólaborðínu hafa
méð höndum rannsókn og undirbúníng þess míkílsverða fyrírtækis
Það sem parl að gera, er að Sá valínn ítalskan sér-
Sræðíngf um jarðhitavírkjun, til pess að rannsaka, með
hverju móti pessu máli verður á hagkvæmastan hátt
hrint í Sramkvæmc
það voru ekki verkfræðingar,
sem fyrstir beittust fyrir notkun
jarðhitans hér á landi.
Bóndi upp í Borgarfirði og ann-
ar bóndi í Mosfellssveit riðu þar
jafnsnemma á vaðið, þeir Erlendur
•Guðnason á Sturlu-Reykjum og
Stefán B. Jónsson á Reykjum, báð-
ir mjög kunnir að hugkvæmni.
þegar Sigurjón á Álafossi leitaði
ráða verkfræðinga um sína hita-
veitu, voru þeir margir á einu
máli um það, að hún yrði til-
gangslaus, og einn hinn færasti
þeirra, Jón heitinn þorláksson,
taldi að vatnið mundi kólna niður
í 12 stig.
Fyrsti stjórnmálamaðurinn, sem
skildi nytsemi jarðhitans, var Jón-
as Jónsson. Fyrsta frumvarp hans
á Alþingi, frumvarpið um sund-
liöllina, byggðist á þessum skiln-
ingi. Síðan hefir hann látið virkja
jarðhitann á margvíslegan hátt í
unglingaskólunum og víðar. J. J.
keypti Reykjatorfuna í Ölfusi með
samtals hundrað jarðhitaupp-
sprettum, handa ríkinu, fyrir brot
af því verði, sem nú mundi boðið
fyrir þessar jarðir, og allt gerði
hann þetta við harða andstöðu og
hæðiyrði íhaldsins.
En Jón þorláksson vaknaði til
skilnings á jarðhitanum, barði
ekki höfðinu til lengdar við stein-
inn, svo sem flokksmönnum hans
er svo gjarnt, og tók að undirbúa
athugun á stórfelldri hitaveitu til
Reykjavíkur.
Hitt virðist komið á daginn, að
hitaveitumálið hafi ekki verið upp
tekið með nægilegri fyrirhyggju.
Er liér um margfalt milljónafyrir-
tæki að ræða, og því skylt að fá
til ráða hina hæfustu sérfræðinga,
sem völ er á.
Nú er það alkunnugt, að ítalir
slanda fremstir allra þjóða um
jarðhitavirkjun. þurfti því að
sjálfsögðu að kveðja þá til.
Við höfum sjálfir fullkomlega
bóklærða rafmagnsfræðinga, og
suma hina myndarlegustu menn.
Allt um það var þó talið sjálfsagt
að leita reyndra rafmagnsfræðinga
í Noregi og þýzkalandi, þegar
virkja skyldi Sogið. Vita allir að
þetta var rétt ráðið.
Hversvegna ekki að fara eins að
um enn stærra, enn mikilsverðara
og- enn vandasamara framkvæmda-
mál — hitaveituna?
Mundi það ekki hafa verið
byggilegra að ráðfæra sig við þá
verkfróða menn, sem unnið hafa
að jarðborunum suður á Ítalíu,
áður en lagt var í hinar kostnað-
arsömu boranir að Reykjum? —
Mundu þeir ekki hafa getað farið
nærri um það, hve mikið mundi
hægt að auka vatnsmegnið, miðað
við vatnsmagn það, sem sjálfkrafa
brýzt upp á yfirborðið, eða við
það, sem nokkrar fyrstu holurnar
hættu við af heitu vatni?
Hefði ekki verið ráðlegra að fá
þessa erlendu menn til þess að
rannsaka hér allar aðstæður?
Leikmenn vita að jarðhitavatn
er haldið efnum, sem ýmist éta í
sundur allar algengar vatnsleiðslu-
pípur eða þrengja þær og fylla
hrennisteinskendimi efnum.
Leikmenn vita ennfremur að ör-
uggasta úrræðið um hitaveitur, er
að leiða vatn úr stöðuvötnum eða
ám í heita hveri til upphitunar og
þaðan á notkunarstaðinn.
Slík aðstaða mun vera fyrir
hendi hér, og það ekki aðeins fyr-
ir Reykjavík heldur og einnig
fyrir Hafnarfjörð.
En það er, að leiða vatn úr
Kleifarvatni upp í hinn mikla
Krísuvíkurhver og þaðan um
Haínarljörð til Reykjavikur.
þrátt fyrir hinar áralöngu bor-
anir á Reykjum, mun enn ekki
fenginn af nægilega heitu vatni
NEMA HELMINGURINN af þvi
sem talið erað nægi Reykjavík,
eins og hún er nú.
A Reykjavík ekki að halda á-
fram að stækka?
Eiga byggingar þær, sem reistar
verða í Reykjavík í framtíðinni,
ekki að eiga kost jarðhitans til
upphitunar?
Alþýðuflokksmaður hefir bent á
gufuhverinn í Innstadal í Henglin-
um.
En er auðvelt að nota gufu til
iiitaveitu um langan veg?
Og er það ekki þeim mun erfið-
ara, þegar leiða þarf gufuna ofan
í móti?
í nánd við Innstadal er engin á
og ekkert vatn, sem hitað yrði upp
við orku gufuhversins og síðan
leitt hingað til bæjarins.
Síðan hinn nýi öflugi jarðbor
kom til sögunnar á Reykjum, kvað
vatnsmegnið hafa aukizt mjög lít-
ið, enda gengur illa vinna með
honum, hvort sem það liggur í
tækinu sjálfu eða hinu, að menn
kunni ekki með það að fara.
Vísir segir nýlega í fyrirsögn:
„Nægilegt vatn til að hægt sé að
byrja framkvæmdir, íæst bráð-
lega“. .
„Mamma kemur bráðum", er
stundum sagt við börn.
En mundi það styrkja trú Reyk-
víkinga á aðalfyrirsögn Vísis í
þetta sama skipti, að „fram-
kvæmd hitaveltunnar velti á því
að Sjálfstæðismenn fari með
völdin", að siðan þeir fengu hinn
nýja, dýra jarðbor, þá má heita
að þeir séu hættir að hafa niður
úr jarðskorpunni, og þá sjaldan
sem þeim tekst það, þá er árang-
ur sára lítill.
„Nægilegt vatn til að byrja fram-
kvæmdir", segir Vísir.
þó eru. þeir ekki búnir að fá
heitt vatn nema handa hálfum
hænum eins og hann er í dag!
Hitaveitan er ekkert leikfang í-
baldsins.
Hún á ekki að verða neitt kák.
Jarðhitinn er eitt af okkar dá-
ramlegustu náttúrugæðum.
Við skulum njóta aðstoðar
reyndustu sérfræðinga um það,
hvernig við eigum að standa að
því að notfæra okkur þessi nátt-
úruauðæfi.
Við höfum ekki ráð á að draga
það lengur.
Suðurlandsbrautin nýja um
Krísuvík léttir undir ef við eigum
ekki annars úrkosta en að snúa
okkur að Kleifarvatni og Krísu-
víkurhver, til þess að geta hitað
allan bæinn og öll þau híbýli,
sem hér verða reist um langa
framtíð.
Reykir verða vísast ekki annað
en varasjóður, sem til verður tek-
ið þegar Kleifarvatnsleiðsluna þrýt-
ur. Guðbrandur Magnússon.
lands flutti í vetur, setti hann
fram þá hugmynd, a ð reynt yrði
í stórum stíl að gróðursetja hér
erlendar trjáplöntur, sérstaklega
harrtegundir, inni í gömlum skóg-
arrjóðrum, sem friðaðir eru. Taldi
hann líklegt, að mjög góður á-
rangur næðist af slíkri gróður-
setningu og benti á það máli sínu
til sönnunar, að grenitré, sem
fyrir löngu síðan hefðu v.erið gróð-
ursett í Hallormsstaðaskógi, hefðu
náð góðum vexti, t. d. væri þar
eitt G metra hátt tré. Á þingvöll-
uin og í þrastalundi hefir þessi
aðferð einnig gefizt vel.
Nú hefir Skógræktarfélag ís-
lands, fyrir atbeina Áma, hafizt
banda í þessu efni. Verða í vor
gróðursettar 20 þús. erlendar trjá-
plöntur, og leggur skógrækt ríkis-
ins til helminginn, en 10 þús. er
gjöf frá norskum skógræktarfé-
lögum og fylgdu þeim verkfæri
til gróðursetningarinnar.
Svo er til ætlazt að mikið af
þessum plöntum verði sett niður
með hjálp og aðstoð bama úr
efstu bekkjum barnaskólanna hér
í hænum og á ísafirði og Akuiv
eyri. Fyrir þau getur gróðursetn-
ingin verið bæði starf og leikur,
og vakið þau til umhugsunar um
það, sem annars færi fyrir ofan
garð og neðan hjá þeim og skap-
að þeim hugðarefni og áhugamál.
A gróðursetningunni var byrj-
að suður í Fossvogi í fyrradag
og haldið áfram við Rauðavatn í
gær og í dag. Eftir helgina er
fyrirhugað að gróðursetja á þing-
völlum og á Laugarvatni. f dag
starfar Ungmennafélag Skeiða-
manna að gróðursetningu í þrasta-
lundi, en félagar úr U. M. F. Vel-
vakandi munu halda því verki á-
fram á sunnudag. Til Akureyrar
og ísafjarðar er verið að senda
talsvert af plöntum einmitt þessa
tíagana. — þeir, sem að þessu
standa, vonast til þess að þetta
verði aðeins byrjun á áframhald-
andi starfi, og að unnt verði að
Framh. á 4. síðu.
Þnr nýir
frambjóðendur
Auk þeirra frambjóðenda, sem
skýrt var frá í blaðinu í gær, er
Árni Jakobsson frambjóðandi
Bændaflokksins í Suður-þingeyjar-
sýslu, en utan flokka bjóða sig
fram Gunnlaugur Br. Jónsson í
Vestmannaeyjum og Jón Sívertsen
í Dalasýslu.
Eru frambjóðendur þá alls 149.