Nýja dagblaðið


Nýja dagblaðið - 24.06.1937, Qupperneq 2

Nýja dagblaðið - 24.06.1937, Qupperneq 2
2 N Ý J A DAGBLAÐIÐ Þrastalundur La^garvatn FERÐIR ALLA DAGA ÚR REYKJAVÍK KL. 10. — FRA LAUGARVATNI KL. 6. — FRÁ ÞRASTALUNDI KL. 7. BIFREIÐASTÖÐÍSLANDS Símil540 þrjár línur Arðnr til blnthafa. Aðalfundur H.f. Eimskipafélags íslands 19. júní sam þykkti að greiða 4 af hundraði 1 arð fyrir árið 1936 Aðalskrifstofa vor í Reykjavík og afgreiðslumenn fé- lagsins úti um land, greiga arðinn gegn afhendingu arðmiða. H.f. Eímskípafélag Islands. Kjötverzlanír Seljum hreinsaðar kindagarnir. Garnastödin, Reykjavík. Sími 4241. Til hrúðargjala: Postulíns matar- og kaffistell. — Keramik te-, kaffi-, ávaxtastell, og ótal margt fleira. Krístall handunninn, mikið úrval. K. Eínarsson & Björnsson Bankastrætí 11. Kc nnslu-kvíkmyndír Þann 28. þ. m. kl. 9—11 f. h. sýndi dr. Daudert og félagi hans, G. Sthiefel, kennslukvik- myndir og sýningarvélar í kvik- myndasal Austurbæjarskólans. Voru þar saman komnir kenn- arar víðsvegar að af landinu. Dr. Daudert er einn af þeim, íj sem vann að stofnun miðstöðv- ar fyrir kennslukvikmyndir til afnota í skólum — hærri sem lægri — um allt Þýzkaland. Nú er dr. Daudert og félagi hans | á vegum áðurgreindrar kenslu- í kvikmynda-miðstöðvar að taka . . kvikmyndir af landslagi, at- j vinnuháttum o. fl. hér á landi. I sambandi við sýningarnar tók dr. Daudert fram eftirfar- andi: 1. Kennslukvikmyndir eru nú aðeins teknar á svokallaða mjó- film (16 mm). 2. Mjófilman er ekki eldfim. Þess vegna getur hver hand- laginn kennari sýnt hana, án þess að til þess þurfi sérstaka sýningarklefa. 8. Mjófilman er ódýr. 4. Nú eru svo að segja allar kennslufilmur í Þýzkalandi þöglar. Ætlast er til þess, að kennarinn skýri það, sem þurfa þykir. Verður kennslan um leið persónulegri. 5. Flestar kennslufilmur fyr- ir barnaskóla eru ekki lengri en það, að sýningin tekur ca. 15 mínútur. Hinn hluti kennslu- stundarinnar er ætlast til að notaður verði til undirbúnings og umtals um það, sem sýnt er. 6. Hverri kennslufilmu fylgir smápési, sem skýrir í stórum dráttum frá efni myndarinnar. 7. Ætlast er til þess, að kennslukvikmyndirnar verði sýndar í hverri kennslustofu, en ekki í sérstökum sýningar- sölum, nema um hátíðleg tæki- færi sé að ræða, foreldrafundi, Framh. á 4. síðu. Það leynlr sér ekki að Savon de Paris fer vel með hörundið. Háryotn A.Y.R. Eau de Portugal Eau de Cologne Eau de Quinine Bay Rhum ísvatn. Reynið það og sannfæríst um gæðim. Smekklegar umbúðir. Sanngjarnt verð. ASengisverzlun ríkí sins. Útbreíðíð Nýja dagblaðíð Nazisiarnr í Dansig Efiir Nic. Blædel Nýlega samþykkt löggjafar- þingið í Danzig með 47 atkv. gegn 20, að framlengja til ársins 1941 heimildarlög, sem gáfu stjórninni víðtækt vald. Þar með er lokið einum þætti í sögu Danzigborgar og nýr hlýtur að hefjast, og jafnframt er hún raunverulega orðinn hluti af Þýzkalandi. Með 102. grein Versalasamn- ingsins var Danzig ásamt land- svæði umhverfis gerð að frí ríki undir vernd Þjóðabanda- iagsins og í tollsambandi við Pólland. Samkvæmt hinu nýja stjórnskipulagi var löggjafar- þingi komið þar á laggirnar, á- samt ráði, sem þingið kaus til óákveðins tíma, og sinnti það venjulegum stjómarstörfum. Forseti þessa ráðs heitir Greiser. Breytingar á þessu skipu- lagi geta því aðeins orðið, að tveir þriðju hlutar þingmanna samþykki þær. Við þingkosningarnar 1930 fengu þjóðernisjafnaðarmenn 17 af hverju hundraði þing- manna, en í maí 1933, fáum mánuðum eftir sigra Hitlers í Þýzkalandi, hlutu svo margir nazistar kosningu, að þeir náðu meirahluta í þinginu. 1 apríl 1935 voru enn kosningar, og þær sögulegar vegna þess, að ráðherrar annars ríkis, Göring og Goebbels, tóku virkan þátt í kosningabaráttunni. Af naz- istanna hálfu var allt kapp lagt á það að ná uú þeim tveim þriðju hlutum, sem þurftu til þess að ná fullum tökum á stjóm borgarinnar. Þetta mis- tókst, enda þótt þingmannatala þeirra ykist nokkuð. Eftir þetta gekk all't í þófi. Næsta þýðingarmikla skref- ið, sem var stigið, var þegar forsetinn, Greiser, notfærði sér heimildarlög frá 1933 til að af- nema fundafrelsi, leysa upp flokka, er skaðlegir töldust fyrir öryggi ríkisins, og koma upp leynilegri ríkislögreglu. Raunverulega voru þar með brotin stjórnskipunarlög Dap- zigborgar, og eftir þetta starf- aði lögreglan og ríkisráðið að því, að útrýma öllum öðrum ílokkum, en flokki þjóðernis- jafnaðarmanna. I október þetta ár var jafnaðarmanna- ílokkurinn, sem við kosning- arnar 1935 hafði hlo'tið 38,000 atkvæði, leystur upp og margir foringjanna handteknir, „vegna þeirra eigin öryggis" og jafn- framt byrjaði lögreglan að hreinsa til innan borgaralegu flokkanna. Síðast í október var fyrsti leiðtogi þýzka þjóðflokks- ins fangelsaður. í byrjun árs- ins 1937 tók lögreglan til fanga forystumann kaþólska mið- flokksins. í miðjum febrúar voru birt fyrirmæli þar, sem tilskipað var, „að sérhver þingmaður, sem ekki gerði skyldu sína, skyldi missa um- boð sitt“. Þessi tilskipun var notuð til þess að koma fleiri nazistum inn í þingið og fylla í skörðin, sem handtökurnar mynduðu í þingmannahópinn. Og þar, sem með dugnaði var gengið að verkinu, nálguðust nazistarnir fljótlega þá þing- mannatölu, sem þeir þurftu að ná. Prentfrelsið var bráðlega af- numið. I marz í vetur var Danziger Volkzeitung, blað ka- þólskra manna, bannað. Að lokum vantaði aðeins 2— 3 atkvæði og þá kom síðasta útspilið: Þrír þingmenn þýzka þjóðflokksins gáfust upp, þreyttir og bugaðir eftir ára- langa baráttu, og voru skráðir sem varaliðsmenn flokks þjóð- ernisjafnaðarmanna í Danzig. Þar með var sigurinn feng- inn. BIOI3KT Komandí tímar Kvikmyndin „Komandi tím- ar“ hefir það tvennt til síns ágætis, að hún er samin eftir sögu enska skáldsins H. G. Wells og myndatökunni er stjórnað af A. Korda. Báðir þessir menn eru í fremstu röð hvor á sínu sviði. Myndin „Komandi tímar“ er látin hefjast 1940 og gerast næstu 100 ár. Hún sýnir ógur- lega heimsstyrjöld, sem geisar í 30 ár og alla þá eyðileggingu, sem hún veldur. Fólkið fer aft- ur að lifa í hellrum og klæðast skinnum eins og frumþjóðirnar gerðu. Meðal þessa fólks brýzt til valda grimmur einræðis- sinni, sem tekst að stjórna um stund og halda öllu í sama eymdarástandinu. En honum er brátt kollvarpað af frjálslynd- um mönnum, sem koma „aust- an að“, og flytja með sér menningu og frið. Þá byrja framfarir á ný. Fólkið verður aftur hraust og býr í glerborg- Framh. á 4. síðu.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.