Nýja dagblaðið - 24.06.1937, Side 3

Nýja dagblaðið - 24.06.1937, Side 3
N Ý J A DAGBLAÐIÐ 8 Iðnaðarframleiðslan á siðastliðnu ári Úr skýrslu Landsbankans Skýrsla Landsbankans fyrir árið 1936 er nýlega komin út. Er þar m. a. yfirlit um afkomu atvinnuveganna á árinu. F’er hér á eftir yfirlitið um iðnað- inn: „Húsabyggingar voru álíka miklar og árið áður. í Reykja- vík voru byggð 107 (90)* í- búðarhús, 10 vinnustofu- og verksmiðjuhús, 44 gripa- og geymsluhús o. þvl. og 5 opin- ' berar byggingar og samkomu- hús, eða alls 166 (144) hús fyrir samtals 43/4 (43/4) millj. kr. í húsum þessum voru 279 (220) íbúðir. Á Akureyri voru byggð 17 hús fyrir samtals [ um 300,000 kr. (400,000 kr.). Á ísafirði var byggt fyrir 76 þús. kr. (176,000 kr.), en auk þess var byrjað á byggingu rafmagnsstöðvar, sem mun 1 kosta 700—800 þús. kr. Á árinu hafa smjörlíkisverk- 1 smiðjurnar 7 (7) framleitt 1395 (1373) tonn af smjörlíki. ‘ Ullarverksmiðjumar 3 (3) unnu úr 177 (168) tonnum af ull. Stærstu mjólkurbúin 5 (4) unnu úr 9154 (5990) tonnum af mjólk. Niðursuðuverksmiðj- urnar 4 (2) suðu niður 41 (37) tonn af kjöti, 25 (11) tonn af *) Svigatölurnar eru frá árinu áður (1935). fiski, 41 (53) tunnur af síld, 258 (379) tonn af mjólk og 100,000 dósir af rækjum. í garnastöð Sambands íslenzkra samvinnufélaga voru hreinsað- ar 290 (295) þúsund garnir. Gæruverksmiðjan áfullaði 115 (103) þúsund gærur. Fjórar (3) sútanir sútuðu 15000 (8000) gærur og um 2200 (1200) önnur skinn. Ölgerðin Egill Skallagríms- son framleiddi 2696 (3286) hl. af öli, gosdrykkjaverksmiðj- urnar 4 (3) 2595 (2472) hl. af gosdrykkjum og í 8 (8) verk- smiðjum voru framleiddir 318 (359) hl. af saft. Sjóklæðagerð Islands framleidi 33400 (33700) stk. sjóklæði og regnkápur og Vinnufa’tagerðin 64000 (58300) flíkur. Kaffibætisgerðimar 4 (4) framleiddu 240 (239) tonn af kaffibæti. I 6 (5) verk- smiðjum voru framleidd 504 (405) tonn af sápu og í 2 verksmiðjum 23 (24) tonn af kertum. í 8 (5) verksmiðjum voru framleidd 46 (36) tonn af skóáburði, fægiáburði og fægi- legi, í 4 (3) verksmiðjum 75 (26) tonn af þvottadufti og í 6 (4) verksmiðjum 40 (21) tonn af bökunarefni. I 4 (3) verksmiðjum voru framleidd 96 (85) tonn af súkkulaði, í 5 (4) verksmiðjum 28 (28) NÝJA DAGBLAÐH) Útgeíandi: Blaðaútgáfan h.f. Ritstjóri: þórarinn þórarinsson. Ritstj órnarskrif stof urnar: Hafnarstr. 16. Sími 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa Haínarstr. 16. Sími 2323. Áskriftargjald kr. 2,00 á mán. í lausasölu 10 aura eánt. Prentsm. Edda h.f. Sími 3948. Dómur Strandamanna Fyrir seinustu kosningar leyndu íhaldsmenn aðnámann- crði af Hermanni Jónassyni og aftra honum frá framboði með því að láta ljúgvitni bera það fyrir rétti, að hann hefði haft sér það til gamans og dægra- styttingar að brjóta þau lög, sem hann var settur til að gæta. Almenningur lét þó ekki blekkjast af þessum rétt- arframburði ljúgvitnanna, kollumálið varð þvert á móti til að efla veg og vinsældir Her- manns og íhaldið hlaut ævar- andi skömm af málinu. íslenzka íhaldið hefir jafnan verið lengi að draga réttar af- leiðingar af óförum sínum. Það hefir haldið áfram að berja höfðinu við steininn og beita sömu herbrögðunum, enda þótt þau væru búin fyxir löngu að hljóta fullkomna vanþökk meg- inhluta þjóðarinnar. í þessu máli hvarflaði íhaldið heldur ekki frá þeirri venju. Það hugðist í þessum kosningum að leggja Hermann Jónasson á sama bragðinu og því hafði svo gersamlega misheppnazt áður. Nú var að vísu ekki teflt fram hinum lægstu smámenn- um íhaldsins, heldur var sjálf- ur foringinn sendur fram á víg- völlinn og látinn bera fram bláköld ósannindi, sem áttu að fella forsætisráðherrann. Ó- sannindi flokksformannsins voru auglýst í blöðum, útvarpi, fregnmiðum og í gegnum sím- ann var náð sambandi við alla nndirróðursmenn íhaldsins ú'ti á landi og þeim fyrirskipað að breiða út ósannindin. Þegar Morgunblaðið birti frásögn af Nesoddafundinum, var Ólafur látinn segja þar helmingi meira um þetta mál en hann raunverulega sagði. Tveim dögum fyrir kosningar skoraði Ólafur síðan forsætisráðherr- ann á hólm norður á Hólma- vík. Sá fundur átti að setja smiðshöggið á verkið og tryggja Pálma Einarssyni þingsæ'tið í Strandasýslu! Á sjálfan kjördaginn var aukaútgáfa af Morgunblaðinu að seinustu látin dreifa því út um bæinn, að forsætisráðherr- snn hefði orðið svo hræddur við Hólmavíkurfundinn, að hann hefði brjálast upp í Út- varpssal, fleygt Ólafi Thors eins og taðköggli í gólfið og æpt: Ég get verið 10 sinnum verri en nokkur annar! Með Hólmavíkurfundinum vísaði Ólafur Thors málinu undir dóm Strandamanna. Fyr- ir hann átti það að vera mjög hagstætt, því í seinustu kosn- ingum höfðu ihaldsflokkarnir þar 140 atkv. meirahluta. For- sæ'tisráðherrann átti því ekki góðs að vænta, ef hann hefði staðið höllum fæti í málinu. Morgunblaðsmenn hér í Rvík voru líka eftir frásögn mál- gagns þeirra af Hólmavíkur- fundinum alveg vissir um úr- slitin. Hermann var fallinn. Ljúgvitnamálið síðara hafði sigrað. Til sönnunar fyrir þessu þóttust þeir líka hafa það, að forsætisráðherrann liefði látið þau orð falla í sím- tali úr kjördæminu, að hann stæði mjög tæpt!*) Nú er dómur Strandamanna í málinu kunnur. Ólafur hefir fengið þann dóm, sem hann bað um, en nokkuð á aðra leið, en hann óskaði eftir. Málstaður hans hefir verið dæmdur hinn deyjandi og vonlausi málstaður Ijúgvitnisins og fylgi hans í *) Eftir að úrslitin voru kunn scgja Morgunblaðsmenn að for- sætisráðherrann hafi sagt þessi orð til að láta þau leka einhv.ers- staðar í gegnum símann, geta borizt þaðan til heildsalana og vina þeirra í Reykjavík og skapað í bili lijá þeim tálvonir, sem gerðu vonbrigðin enn meiri eftir á! sýslunni minnkað um helming. Málstaður forsætisráðh. hefir unnið einn glæsilegasta siguri)nn í kosningunum. Hann hefir nú orðið tvöfalt fylgi á við íhaldið, en var í 140 atkv. minnihluta áður. Hann hefir gert betur en að bæta við sig öliu fylgi Tryggva Þórhallssonar í sein- ustu kosningum. Þannig svöruðu Stranda- menn ljúgvitnaframburði Ólafs Thors og áskorun hans um að fella Hermann Jónasson frá þingsetu. Þeir svöruðu með því að fylkja sér enn fastar um þann mann, sem beita átti þess- um lúalegu vopnum, og for- dæma á þann hátt hin svívirði- legu baráttumeðul flokksfor- ingja íhaldsins. Þessi er heldur ekki aðeins dómur Strandamanna, heldur allra hugsandi kjósenda lands- ins yfirlei'tt. Það hlýtur að vera með nokk- uð blandinni ánægju, sem í- haldsmenn taka ofan fyrir flokksformanni sínum þessa dagana og tæplega með vax- p.ndi trausti á baráttumeðulum hans og forystu. Það má líka fullyrða, að í engum flokki, sem nokkra virðingu hefir fyrir heiðarleika og siðgæði, myndi þeim manni haldast uppi að vera áfram í foringjasæti, sem reyndur væri að þvílíkri fram- komu. tonn af brjóstsykri, í 6 (5) verksmiðjum 13,2 (9) tonn af karamellum, í 4 (3) verk- smiðjum 12,8 (9,5 tonn af konfekti og í 4 (3) verksmiðj- um 65 (44) tonn af ávaxta- sul'tu. Þrjár kexverksmiðjur framleiddu 300 (236) tonn af kexi. I einni (1) verksmiðju voru framleiddir 23 (14,5) hl. af hárvatni og í 3 (3) verk- smiðjum 4,6 (3,9) tonn af feg- urðarmeðulum. í Kassagerð Reykjavíkur voru smíðaðir 90700 (39500) kassar. Stáltunnugerðin smíð- aði 25500 (15200) tunnur og Tunnuverksmiðja Akureyrar 26000 (19600) tunnur. Belgja- gerðin framleiddi 5200 (5000) belgi. Hampiðjan framleiddi 120 tonn af garni. ísaga fram- leiddi 94 (83) tonn af Acety- lengasi og 12900 (10800) m3 af súrefni. Tvær (2) skóverk- smiðjur smíðuðu 56400 (44400) pör af skóm. Tvær (2) veiðar- færaverksmiðjur framleiddu 2100 (5400) tylftir af fiski- línum og 6Ú2 (6) millj. öngul- tauma. í 7 (9) verksmiðjum voru framleidd 3170 (4852) tonn af fiskimjöli. Verðið á fiskimjöli var mun lægra en árið áður. Var verðið á sólþurrkuðu fiski- .mjöli fyrst á árinu 190 kr. tonnið, en féll síðan og komst um mitt árið niður í 170 kr. tonnið. Síðan hækkaði það aft- ur og var í árslok um 180 kr. tonnið. Mun meðalverð á seldu mjöli hafa verið um 180 kr. tonnið. Tíu (10) síldarverk- smiðjur störfuðu að síldar- bræðslu á árinu. Nam fram- leiðsla þeirra um 15200 (6500) tonnum af síldarlýsi á um 5,6 millj. kr. og 1480 (6700) tonn um af síldarmjöli á um 2,8 millj. kr. Síldarlýsið var allmik- ið hærra en árið áður. Var það í ársbyrjun rúmlega 380 kr. tonnið og var allmikið af framleiðslunni selt fyrirfram fyrir það verð. Síðan lækkaði þó verðið nokkuð og var um sumarið 360—370 kr. tonnið. Síðast á árinu hækkaði verðið aftur allverulega, en þá var öll framleiðslan seld. Síldarmjölið var heldur lægra en árið áður, en fór þó hækkandi. Mun það að meðaltali hafa selzt á um 190 kr. tonnið. Sjö verksmiðj- ur framleiddu um 1580 (347) tonn af karfalýsi og um 5900 (1063) tonn af karfamjöli. Var karfalýsið yfirleitt um 5 kr. hærra en síldarlýsið, en verð karfamjölsins álíka hátt og síldarmjölsins. Á árinu var og íramlei'tt nokkuð karfalifrar- lýsi. Er verð þess mörgum sinnum hærra en karfabúklýs- isins. Á hvalstöðina í Tálkna- firði veiddust 85 hvalir. Fram- leiddi hún úr þeim 574 (122) tonn af hvallýsi og auk þess 404 tonn af kjöti og rengi. X a n p 1 d i | Inguim Blöndal | I Meðan á kosningabaráttunni i stóð lézt hér í bænum öldruð heiðurskuna vinsæl af mörgum Reykvíkingum. Það var frú Ingunn Blöndal. i Hún var fædd að Steinnesi í , Ilúnavatnssýslu 10. maí 1852, dóttir þeirra Jóns prófasts Jónssonar og Elínar Einars- dóttur frá Skógum undir Eyja- fjöllum. Var hún í föðurætt komin af hinni kunnu Bóls’tað- arhlíðarætt, en í móðurætt af síra Jóni Steingrímssyni. Frú Ingunn fluttist snemma til systur sinnar, að Bæ í Króksfirði, einu mesta höfuð- bóli í einni hinni fegurstu byggð, og á sögulegu tímabili, þar sem uppi voru samtímis einmitt úr þessari sömu sveit þrjú góðskáldin og hvert öðru nafnkunnara, Jón Thoroddsen, Matthías og Gestur Pálsson. — Gestur og Ingunn voru jafn- aldrar, en steinsnar milli Bæj- ar og Mýrartungu, þar sem Gestur hafði alist upp. Var ná- in vinátta með þeim jafnöldr- unum og gagnkvæmir dáleikar. Frú Ingunn giftist Sigvalda Blöndal gestgjafa á Sauðár- króki, og bjó þar til 1898, er þau fluttust til Reykjavíkur, en manninn missti Ingunn 1901. Frú Ingunn var fríðleiks og gæða kona, vinsæl og dáð, af öllum er kynni höfðu af henni, og ef til vill fremur fyrir það ondurskyn, sem manni fannst maður jafnan verða var við af kynnunum við hið skarpgáfaða snilldarskáld, sem þessi kona hafði vísast haft mikið gildi fyrir. Frú Ingunn andaðist 10. júní, en var til moldar borin laugar- daginn 19. þ. m. Hún var 85 ára að aldri, er hún lézt. G. M. Skaftafellssýsla Fastar áætlunarferðir að líirkjubæjarklaustri. Frá Rvík alla þriðjudagsmorgna kl. 8. Farið alla leiðina sama daginn. Frá Kbk. alla föstudaga til Reykjavíkur. Afgreiðslu annast Bifreiða- stöð íslands, sími 1540.

x

Nýja dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.