Nýja dagblaðið - 24.06.1937, Síða 4
REYKJAVÍK, 24. JtJNl 1937.
5. ÁRGANGUR — 143. BLAÐ
HHHGamla BíóBBHH
Morðið í
náttúrugrípa-
saínínu
Framúrskarandi apenn
andi amerísk leynilög-
reglumynd.
Aðalhlutverkin leika:
Edna May Oliver
og
Robert Armstrong.
Tvær aukamyndir;
Joe Louis
aigrar
Max Baer
og Carnera
1 hnefaleik.
Síðasta sinn
Böm fá ekki aðgang.
Komandi tímar
Framh. af 2. síðu.
um og nýtur alls þess bez'ta,
sem vísindin gefa. En þeim er
þetta ekki nóg. Ungur maður
og stúlka sjást síðast þjóta út
í geiminn í háloftsvél í rann- I
sóknarferð til tunglsins. Feður !
þeirra horfa áhyggjufullir á
eftir þeim. Mun fólki loks tak-
ast að sigra alheiminn og sýna
þannig yfirburð sinn yfir öði-- j
um lifandi verum? „Komandi
tímar" svara að vísu ekki þess- 1
ari æfagömlu spumingu, en
myndin er nægilega frumleg og
vel tekin til þess að henni sé
veitt góð athygli.
Anná>ll
Næturlæknir er i nótt Eyþói'
Gunnarsson, Laugaveg 98, sími
2111.
Dagskrá útvarpsins: Kl. 10,00
Vcðurfr. 12,00 Hádegisútvarp. 15,00
Veðurfr. 19,10 Veðurfr. 19,20 Lesin
dagskrá næstu viku. 19,30 Hljóm-
plötur: Létt lög. 19,55 Augl. 20,00
Fréttir. 20,30 Frá útlöndum. 20,55
Einleikur á píanó (Emil Tliorodd-
sen). 21,20 Útvarpshljómsveitin
leikur (til kl. 22).
Nýlega lézt að heimili sín.u, Ár-
móti á Akranesi, Guðrúnu Jóns-
dóttir frá Ferstiklu á Hvalíjarðar-
:1 rönd, 73 ára að aldri.
Ferðafélag íslands fer skemmti-
iör í Dyrfjöll og Dyradal og líka á
Hengil næstk. sunnudag. Ekið í
bílum austur yfir Mosfeilisheiði
niður með Heiðabæ og suður með
þingvallavatni að Nesjavöllum.
Frá Nesjavöllum er ráðgert að
fara i tveim hópum. Annar hópur-
inn gengur í Dyradal og á Dyrfjöll
og norður með Hengli i Marardal
og til Kolviðarhóls. I-Iinn hópurinn
fer upp að hverunum austan í
Henglinum og þaðan gengið á
liæstan Hengil. þá farið niður i
Innstadal að stóra gufuhvernum,
og suður dalinn um Sleggjubeins- (
skarð að Kolviðarhól. Báðir hóp-
árnir mætast að Kolviðarhóli og
fara þaðan í bílum tii Reykja-
víkur.
Rangæingafélayið í Reykjavík
og Ungmennafélag Hvolbrepps,
cfna til samkomu í Krappa hjá
Árgilsstöðum í Hvoilireppi, næstk.
sunnudag 27. júní. Samkoman
hefst kl. 1 síðd., og byrjar með
guðsþjónustu. Til skemmtunar:
Ræður, söngur, dans. Veitingar á
staðnum. Aðg. kostar 1 kr. fyrir
fullorðna, 25 au. fyrir börn. Far-
miðar seldir á B.S.R. til kl. 8 á
laugardagskvöld. Lagt af stað kl.
8 á sunnudagsmorgun, stundvísl. j
Ldstasafn Einars Jónssonar er 1
Helldsalarnir j
í felum
- !
Ýmsir bílar heildverzlana og'
kaupmanna hér í bænum sjást '
um þessar mundir talsvert sér- |
kennilega útlítandi. Fyrir kosn- ’
ingarnar var á þeim mörgum j
letrað stórum stöfum nafn
hlutaðeigandi heildverzlunar
eða kaupmanns. Nú hefir verið
málað yfir nafnið á mörgum og
aðrar málaðar algerlega að
nýju og ekkert nafn verið sett
á þær ennþá.
Ástæðan er auðskilin: Á kjör-
dag var þessum bílum dreift
út um allt land til að smala
íhaldskjósendum og skoðana- ,
lausum kjósendum á kjörstað.
En vegna verðskuldaðra óvin- j
sælda * heildsalanna þar þótti
ekki heppilegt að láta nöfn stór-
kaupmanna sjást á bílum.
Það er ekki í fyrsta sinn,
sem íhaldið hefir reynt að leyna
innræti sínu og tilgangi með því
að mála eða „breiða yfir nafn
og númer“. Þær aðferðir eru
frá fornu farj kunnar þeim
inanni, sem nú er formaður
íhaldsflokksins.
Kennslu-kvikmyndir
Framh. af 2. síðu.
barnaskemmtanir o. þ. u. I.
Kennslufilmunni er ætlað að
vera almennt kennslutæki í öll- !
um skólum, en ekki venjuleg j
bíósýning.
8. Til þess að sýna mjófilm- j
urnar hefir kennslulcvikmynda- j
miðstöðin látið gera einfaldar !
og ódýrar sýningarvélar. Al-
gengasta tegundin kostar ca.
450 ríkismörk. Sýningarvélinni,
ásamt því, sem henni þarf að
fylgja, er komið fyrir í liagan-
lega gerðum kassa. Er því
mjög fjótlegt að sýna kvik-
myndimar hvar og hvenær,
sem henta þykir.
Sýning þessi var athyglis-
verð og lærdómsrík fyrir kenn-
arana. Dr. Daudert lofaðist til
þess að sýna kvikmyndir og
meðferð sýningarvéla í septem-
ber í haust áður en hann og fé-
lagi hans fara heimleiðis. Á
meðan að á fulltrúaþingi og
uppeldismálaþinginu stendur
verða 3 sýningarvélar til sýnis 1
í Austurbæjarskólanum. Þeir,
sem kynnu að vilja sjá þær, !
snúi sér til Gísla Jónasonar ^
yfirkennara. Síðar mun mál
þetta verða rætt nánar á full- 1
trúaþinginu.
niult jári oo koiii
Móttaka daglega frá kl. 8—12 og 1—6 í porti
voru víð Naitastöðina.
Dagiegar útborganír og hæsta verð.
þennan tnánuð opið sunnudaga,
ju'iðjudaga og löstudaga kl. 1—3.
Okeypis á sunnudögum.
Compensatíon Trade Co. h.f.
Sími 3464. Tryggvagötu 28.
■Bi Nýja Bló gHHl
Komandí tímar
Stórfengleg ensk kvik-
mynd, samkvæmt hinni
heimsfrægu sögu
,Things to come'.
eftir enska skáldið
H. Qt. Wells.
Aðalhlutverkin leika:
Raymond Massey
Ann Todd o. fl.
Myndin er ,tekni«ktl
listaverk, sem vakið
hefir undrun og aðdá-
un um allau heim.
aðeins Loftur.
Tvær kosningavísur
Þessi vísa er sögð hafa verið
gerð fyrir framan Morgun-
blaðsgluggann, þegar talningu
atkvæða var lokið í Dalasýslu:
Eignazt hafa gallagrip,
sem gagn ei vinna kunni,
mennirnir, sem „móðurskip“
mynduðu’ úr „doríunni".
Fyrir kosningarnar var eftir.
farandi vísa gerð á Austfjörð-
um:
í eina sæng við „sjálfstæðið“
er svikahjörðin stokkin.
Nú kýs enginn íhaldið
eða „Bændaflokkinn".
KONAN 1 FRUMSKÓGINUM
(Framhald)
um við nokkur ár í Malajaeyjunum, á Ceylon og í
Egiftalandi. Síðustu tólf ár höfum við dvalið í
Afríku, og ég þori að fullyrða, að við erum sér-
fræðingar í því að taka ljósmyndir og kvikmyndir
af hinni viltu náttúru. Við höfum líka ágæt tæki,
sem eru athuguð og endurbætt í hvert sinn, er við
komum til Bandaríkjanna.
Ég spurði, hvort þau hjónin lifðu eii.s einföldu
lífi og umhverfið gæfi tilefni til.
— Nei, svaraði hún. Jafnvel í eyðimörkinni og
frumskóginum lifum við eftir amerískum siðvenj-
um. Það er sagt, að Englendingar klæðist ávalt í
smóking, þótt þeir ma'tist einir sér í Indlandi eða
Afríku, hundruð mílna frá mannabyggðum. Það
gera þeir til þess að „halda sér við“. Við hjónin
tökum það ekki svo hátíðlega, en við skiptum ávalt
um föt. Hann er í kakifötum, en ég í skraddara-
saumaðri dragt, ef svalt er í veðri, annars í skraut-
legum silkislopp, með smekklegu sniði, bláum,
rauðum eða rauðgulum; og hár mitt er ávalt vel
hirt.
Við eigum reglulegt heimili í Afríku, ofurlítinn
búgarð, sem liggur við norður-landamæri brezku
Austur-Afrílcu, skammt frá Abyssiníu. Við köllum
hann Lake Paradise. Og sá s’taður finnst mér hinn
yndislegasti í heimi. — Okkur líður einnig ágæt-
lega á ferðum okkar. — Og eftir að hafa sýnt mér
mynd af tjaldinu, þar sem þau matast, heldur frú-
in áfram:
— Við breiðum ávalt dúk á reglulegt borð og
notum munndúka. Brauðið okkar bökum við sjálf.
Höfum hænsni og mikið af niðursoðnum matvælum:
grænmeti, ávöxtum og yfirleitt af öllu því, er í
dósum fæst. Enda borðum við ágætan miðdegis-
verð á hverjum degi. Við höfum alltaf innfæddan
matsvein. Ég kenni honum eins vel matreiðslu og
unnt er, en verð, þrátt fyrir það, að gefa starfi
hans nánar gætur, auk þess, sem ég verð sjálf að
vinna ýmislegt að matreiðslunni. Svertingjarnir
skilja aldrei siði okkar og háttu. Matsveinn, sem ég
hafði haít í fjögur ár, gat aldrei búið út máltíð
einn saman, hvað þá að breiða rétt dúk á borð.
— Þið hafið alltaf nóg að starfa? spyr ég.
— Já. — Maðurinn minn Ijósmyndar og fram-
kallar allar myndir sjálfur. Ég fer með skotvopn,
en þar eð aðaltilgangur okkar er að ljósmynda,
beiti ég þeim aðeins, þegar hætta er á ferðum eða
okkur vantar kjöt til matar.
— Og þér eruð aldrei hræddar?
-— Ju-ú, það kemur fyrir, svarar Osa Johnson.
Ég hefi oft verið hrædd um líf mannsins míns,
þegar villidýr t. d. allt í einu tekur stefnu í áttina
til hans. En ég hefi riffilinn ávalt tilbúinn ....
— OG EFhann „klikkaði“?
— Það hefi raldrei komið fyrir. Kvikmyndatöku-
áhöld okkar, myndavélar og rifflar, er athugað
mjög nákvæmlega hér heima. Einnig reynum við
sjálf hvern riffil og hvert áhald, áður en við tök-
um það með í leiðangra okkar. — Það krefst mik-
illar þolinmæði að ná góðum dýramyndum. Fyrst
leitum við þeirra staða, þar sem dýrin helzt halda
sig. Þá gefum við gaum að háfctum þeirra og leitum
síðan veiði- og drykkjarstaða þeirra. Loks er að
finna stað, þar sem við hjónin getum dvalið ásamt
hinum innfæddu burðarmönnum, og maðurinn minn
getur komið fyrir áhöldum sínum, án þess að dýr-
in veiti því athygli. Við verðum að gæta þess, að
vindinn leggi frá dýrunum, því að annars verða þau
okkar vör og flýja tafarlaust. Aðeins undirbúning-
urinn getur þannig tekið marga daga, jafnvel vikur
og mánuði.
Það er erfitt og hættulegt að ljósmynda fíla. Það
hefir oft komið fyrir, að fílar hafa uppgötvað
fylgsni okkar og þo'tið beint í áttina að því. Þá
hefir okkur engin lífsvon virzt vera framundan —
en við lifum samt enn. — Mannaþefur hefir eng-
in áhrif á fíla, og þeir eru ekki vitund hræddir við
flugvélar eða vélahljóð. Það er vafalaust vegna þess,
að þeim finnst þeir sjálfir vera svo voldugir, að
ekkert muni geta ráðið niðurlögum þeirra. Eftir
því, sem tímar liðu, fékk ég mikla æfingu í að fara
með skotvopn. En það er ekki nóg að hafa örugga
hönd og óskeikult auga. Maður verður einnig að
vita, h v a r á að hitta dýrin. Ef maður skýtur á
fíla upp á von og óvon, svo að kúlan aðeins særir
en drepur ekki, væri líf manns lítilsvirði.
Gíraffarnir eru með erfiðustu dýrum að ljós-
mynda. Þessi stóru dýr með hið hlálega útlit, eru
svo stygg og vör um sig, að það er nær ógerningur
að komast í nálægð þeirra til myndatöku.
Það er auðveldara að ná samkomulagi við inn-
fæddu íbúana, þó að sumir þeirra hafi mikinn ótta
af ljósmyndavélinni. Litlu, skrítnu dvergamir í
Kongo, Pygmæarnir, vildu helzt alltaf láta
vera að ljósmynda sig, þegar þeir fóru að venjast
okkur. Þó að ég sé ekki hávaxin, þá gnæfði ég yfir
þá. Enda er þorri karlmannanna aðeins 120 cm. á
hæð, og þeir vega, til jafnaðar 30 kílógrömm, en
konurnar eru enn smávaxnari. — Þetta dvergvaxna
fólk var afar hugfangið af okkur, eða þó öllu fram-
ar af tóbakinu og saltinu, sem við gáfum þvi. Saltið
át það eins og hvert annað lostæt-i, Ég hafði í fór-