Nýja dagblaðið - 18.07.1937, Qupperneq 4
REYKJAVÍK, 18. JÚLl 1937.
NYJA DAGBLAÐIÐ 5. ÁRGANGUR — 164. BLAÐ
BHHMSamla BióiH—I
sýnir í kvöld
kl. 7 og 9
»Rose Maríe«
Gullfalleg og hrifandi aöng-
mynd í 11 þáttum, gerð
eftir samnefndum söngleik.
Myndin er tekin í fögru
og atórfenglegu fjallalands-
lagi í Kanada.
Aðalhiutverkið leika:
ieanette Mac Donald
og Nelson Eddy.
Alþýðusýning kl. 41/,.
BEN HUR
Verkfall.
Framh. af 1. síðu.
semjari ríkisins í vinnudeilum,
öem ótilkvaddur hafði boðizt til 1
að ganga í málið, tæki málið í !
í-inar hendur.
Jafnframt var stjórn Vinnuveit- j
endafélagsins gefið umboð til þess |
að semja við stjórn Dagsbrúnar
um kaupgjaldsmál þetta.
Eimreiðin, april—júní-hefti, er
komið út. Hún flytur kvæði eftir
Jakobínu Johnson og Gísla H. Er-
lendsson og smásögur eftir Krist-
mann Guðmundsson og Bjartmar
Guðmundsson frá Sandi. Jóhann
Hjaliason skrifar ýmislegt um
vcrmennsku á 19. öld og er þar
1 ýst útbúnaði báta og veiðarfær-
nm, verbúðum og aðbúnaði í
þeim, skrínum og fleiru. Stefán
Einarsson ritar þætti af Einari
Kvaran. Auk þess eru nokkraraðr-
ar greinar og sumar alllangar,
ritsjá og framhaldssaga.
Tíu bátar í Keflavík eru nú að
luiast á reknetaveiðar fyrir Norð-
urlandi. — FÚ.
Annáll
Veðurútlit í Reykjavík og ná-
grenni: Vaxandi austanátt og dá-
iítil rigning.
Næturlæknir er í nótt Gísli Páls-
son, Laugaveg 15, sími 2474, en á
uðfaranótt þriðjudags Halldór
Stefánsson, Ránargötu 12, sími
2234.
Sunuudagslæknir er Halldór
Stefánsson, Ránarg. 12, S. 2234.
Næturvörður er þessa viku í Ing-
ólfs- og Laugavegs apótekum.
Útvarpað í dag: kl. 10,00 Veður-
fregnir. 12,15 Hádegisútvarp. 12,15
Messa í Dómkirkjunni (Sr. Friðr.
Hallgrímsson. 14,00 Messa í Hafn-
arfjarðarkirkju (sr. Garðar þor-
steinsson — sr. þorsteinn Björns-
son i Árnesi prédikar). 15,30 Mið-
negistónleikar frá Hótel Borg.
(stjórnandi Bernh. Monslins). 17,40
Útvarp til útlanda (24,52 m.). 19,10
Illjómplötur: Létt klassisk lög.
19,55 Aauglýsingar. 20,00 Fréttir.
20,30 Leikrit: „Við þjóðveginn’1,
oftir Kotzeboe (Friðfinnur Guð-
jónsson, Alfreð Andrésson, Anna
Guðmundsdóttir). 21,15 Hljómplöt-
ur: Píanó-konsert í F-dúr, eftir
Gershwin. 21,40 Einsöngur (Her-
mann Guðmundsson). 22,00 Dans-
lög (til kl. 24).
Trúlofun sína opinberuðu í gær
itngfrú Constanse Jakobsen frá
Ilaugasundi í Noregi og Pétur
Hoffmann fiskkaupmaður.
Minningarsjóður Valgerðar sál.
Jónsdóttur biskupsfrúar. Nánustu
vandamenn Valgerðar sálugu Jóns-
dóttur biskupsfrúar hafa afhent
Thorvaldsensfélaginu í Reykjavík
minningarsjóð með hennar nafni
til fullra umráða. Búizt er við að
a næstu árum verði hægt að veita
úr sjóðnum til styrktar fátækum,
sjúkum konum í Reykjavík.
Thoivaldsensfélagið í Rvík selur
ininningarspjöld til ágóða fyrir
sjóðinn, fást þau daglega frá 10—
12 og 1—2i/2 á Bazar félagsins í
Austurstræti 4.
Bifreiðaferðir milli Önundar-
fjarðar og Dýrafjarðar hófust um
síðustu helgi. Var þá mokað all-
miklum snjó af veginum, svo að
aðeins er skafl beggja megin
vegarins á háfjallinu, nokkurra
metra hár. —. FÚ.
Frá Genéve á Þíngvöll
Framh. af 1. síðu.
— Astæðan er nú kannske frem-
ur sú að við erum svo fámennir
að mönnum hér finnst hlægilegt
að hugsa um vígbúnað.
— Já, kannske gerir famennið
yklcur vitrari. En annars er hlut-
fallslegt fámenni enginn sjálf-
sagður varnargarður við heimsk-
unni. því skylduð þið ekki geta
komið ykkur upp einum kafbát og
2—3 vígflugdrekum? þið væruð
auðvitað eftir sem áður jafn van-
húnir gagnvart hverju herveldi,
fem vildi gleypa ykkur, en raun-
verulega ekkert verr settir en ým-
is smáríki, þar sem örfáar milljón-
ir eru að sligast undir tilgangs-
lausri hervæðingu frá hvirfli til
ilja. — Nei, fyrir tveimur árum
í iðan var ég í Genéva, og bar þá,
eins og allir aðrir, beztu von í
brjósti um mátt og nytsemi þjóða-
bandalagsins. Nú er svo komið, að
mér virðist að fulltrúum þess væri
nær að flytja sig hingað á þing-
völl, og reyna í auðmýkt að nema
af ykkur undirstöðuat.riði hins
sanna friðarvilja, og taka sér til
fyrirmyndar kjark ykkar og heil-
brigða skynsemi, sem hafnar al-
gerlega hverju tilboði um að
ganga í hinn vitfirrta tilbeiðslu-
danz fyrir framan líkneski her-
guðsins.
— Okkur verður eítirsjá að svo
góðum gesti, eða niunduð þér hafa
bug á að koma aftur til fslands?
— Já, ég hefi ekki getað haft
hér líkt því nógu langa viðstöðu.
Eg kom hingað vegna þess að ég
hafði fengið nokkur kynni af fs-
lendingasögum, og fullkomna að-
dáun á þeim. En nú þegar ég fer
dáist ég bæði að söguöldinni og
nútímanum.
Búnaðarsamband Skagfirðinga
hefir auglýst eftir héraðsráðunaut,
or taki til starfa um næstu ára-
mót.
aðeins Loífur.
Listsýnfngin
Framh. af 3. síðu.
Meðan Ríkarður sagði mér
þetta gengum við fram og aftur
um stofurnar. í frems'tu stof-
unni eru eingöngu málverk eft-
ir Ásgrím Jónsson. Þau eru sól-
björt og Ijós og sérstaka at-
liygli mína vakti mynd af
Heklu úr Þjórsárdal.
I næstu stofu eru myndir
Júlíönu Sveinsdóttur og Jóns
Þorleifssonar. Má af þeim |
nefna Við Þingvallava'tn eftir
Jón og sjálfsmynd Júlíönu.
1 þriðju stofunni eru mál- j
verk Gunnlaugs Scheving,
Gunnlaugs Blöndal, ein öræfa-
mynd eftir Guðmund Einars-
son og þar er Snorri Arinbjam-
ar með þægilegar bátamyndir.
Modell Gunnlaugs Blöndal eru
glæsileg og málverk af ungri
stúlku er sérstaklega aðlað-
andi, líkaminn er fagur og blár
kjóllinn fer yndislega. Af mál-
| verkum Gunnlaugs Schevings
má nefna í haganum.
I í 4. stofunni eru myndir J
j Sveins Þórarinssonar, af þeim |
tók ég sérstaklega eftir lands-
lagsmynd úr Kelduhverfi og
myndir Finns Jónssonar. Þar
sitja skarfarnir hans Finns
þrír saman á kletti og úti í
homi er málv'erk af litlum at-
burði frá sildveiðistöðvum, þar
sitja ungir góðvinir saman á
síldartunnum og kyssast.
í fimmtu stofunni er marg-
býli og eiga þar málverk Jó-
hann Briem, Karen Agnete Þór-
arinsson, Grethe-Linck-Sche-
ving, Svafar Guðnason og Þor-
valdur Skúlason. Af þeim má
sérstaklega nefna Við lækinn
eftir Jóhann Briem, Spilakonur
eftir frú Þórarinsson og Konu
með kö'tt eftir frú Grethe
Linck-Scheving. Myndir Svav-
ars eru skrítin nýtízku mál-
verk, enda er hann enn óþrosk-
aður. Þorvaldur Skúlason mál-
ar einig í nýjum stíl, en miklu
þroskaðri.
hbbí Nýja bió mam
Kósakka-
höíðíngínn
Tarass Bulka
Frönak itórmynd Bam-
kvæmt samnefndri
sögu eftir rússneska
skáldsnillinginn M.
Gogal, gerð undir
stjórn rússneska leik-
stjórans Alexanders
Granowsky.
Aðalhlutverkin leika:
Harry Baur
Danielle Darricux
o. il.
Börn fá ekki aðgttng.
Sýnd i kvöld kl 5, 7 og 9
I Lækkað verð kl. 5
í innstu og sjöttu stofunni
eru málverk Jóns Stefánsonar
og mörg glæsileg, en hvað
mesta athygli veitti ég mynd af
karlmanni með hamar og meitil.
I-Iöggmyndir Ríkarðar Jóns-
sonar eru 9 alls, allt andlits-
myndir. Eru þær dreifðar um
þrjár stofur og veitti ég sér-
staka eftirtekt brjóstlíkneski
af formfagurri ísl. stúlku í
fremstu stofunni, og verka-
manni í næstu stofu, mjög
svipmikil og athyglisverð
mynd.
Þannig kom þetta mér fyrir
sjónir.
Allir þeir, sem unna list og
meta menninguna einhvers-
ættu að skoða þessa sýningu í
Miðbæjarskólanum. Með því
gera menn tvennt í einu. Þeir
veita sjálfum sér skemmtilega
stund og þeir styrkja list, sem
á frekar erfitt uppdráttar, og
hjálpa til að skapa menningar-
leg verðmæti.
ÖRLAGAFJÖTRAR. 4
ur meðal þeirra við borðið, gagnvart hinum illmann-
lega Pe'te. Kit gekk rakleitt að borðinu, laut að Far-
fax og mælti fast en rólega.
— Hættu þessu, Farfax. Langar þig til að lenda í
Seattle alveg peningalaus?
Farfax virtist ekki heyra aðvörun Kits. Hann
hafði á hendi þrjá ása, kóng og fimm. Hann henti
tveirn síðari spilunum og fékk upp tvo gosa. Hann
var of góður spilamaður til að þess að svipbrigði
sæust í andliti hans við þetta mikla happ. Nú var
byrjað að veðja. Seðlar, silfur og gull hrúguðust í
borðið. Svo fóru menn að týna tölunni. Að síðustu
voru þeir eftir Pe'te og Farfax. Þeir voru alvarlegir
á svip. Farfax hækkaði boðið. Pete ýgldi sig illilega
og hækkaði aftur. Farfax hafði enn nokkra seðla
fyrir framan sig, aðeins nóg til þess að „mæta"
Pete. Hann kastaði því öllu í borðið og æpti fölur
og æs'tur:
— Ég ætla að sjá spilin þín!
Pete breiddi úr spilum sínum á borðið og brosti
makindalega. Hann hafði fjóra kónga.
Farfax var steini lostinn. Hann virtist ekki sjá
neitt annað en peningahrúguna, sem Pete var að
skara til sín. Allt í einu virtist Farfax koma til
sjálfs sín. Hann laut fram yfir borðið, greip um
hendurnar á Pete og hvessti augun á hann.
— Svikari, — falsspilari, æpti hann. Hvar náðir
þú í spaðakóng ? Ég lagði hann niður e f t i r að þú
hafðir lagt niður þín spil. Slepptu peningunum eða
ég skal sannarlega . . .
Kit sá hvað verða vildi. Pete stökk á fætur, sleit
sig af Farfax, sparn við borðinu og greip eldsnöggt
til skammbyssunnar við belti sér. Það heyrðust tvö
skot, og síðan tryllingslegt óp. Kit stóð fremstur
manna öðru megin við hið umvelta borð með rjúk-
andi skammbyssu. Hinu megin stóð Pete. Vopn hans
lá á þilfarinu, en hann hafði gripið vinstri hendi um
öxlina, þar sem skotið úr byssu Kits hafði farið í
gegn. Bak við Pete stóðu tveir félagar hans. Þeir
voru að draga slcammbyssurnar úr beltum sér til að
jafna sakirnar við Kit Carew. Farfax hljóp að öðr-
um þeirra um leið og hann kallaði aðvörunarröddu.
— Gáðu að þér, Kit!
En rétt í þessu heyrðist há og hvell hringing, og
eitthvað hvítt og ógurlegt blasti við örfáa faðma
frá hópnum. Svo kom kippurinn. K1 o n d y k e
B e 11 e hafði rekið stefnið inn í nokkur þúsund
smálestir af borgarís.
II. KAFLI.
Upp á líf og dauða.
Eftir áreksturinn varð skyndilega dauðaþögn.
Fólkið starði skelfingu lostið á hið afar stóra ísbjarg
er valdið hafði áreksturínn. Vélin hafði stöðvast og
skipið hallaðist á hliðina. Undir framþiljum heyrðist
sterkur niður, er sjórinn fossaði inn í brotið stefni
skipsins. Það var eins og allir vöknuðu af dvala.
Fólkið þusti út að borðstokknum og féll hvað um
annað. Skipið seig ört og jafnt niður að framan.
Bátar voru engir eða björgunarbelti. Allir urðu að
bjarga sér af eigin rammleik.
Farfax stóð við hlið Kits. Andlit hans var náfölt,
og það fór um hann skjálfti er hann sá konur og
börn steypast niður í hið græna ískalda haf. Allt er
laust var og flotið ga't, var komið fyrir borð og
flaut í kjölfar ísbjargsins. Skipstjórinn stóð á fram-
þiljum í vatni upp að knjám. Hann veifaði til þeirra
félaga og kallaði:
— Ut með ykkur.
— Hvar erum við staddir?
— I sundinu, kallaði skipstjóri, flýtið ykkur, það
er að sökkva.
Það brast í þilfarinu og hallinn snöggjókst. Farfax
kastaði sér útbyrðis. Kit ætlaði að fylgja dæmi hans,
en mundi allt í einu ef'tir Gyp. Hann kallaði á hund-
inn og er hann hafði hent honum útbyrðis, fleygði
hann sér á eftir, á sömu stundu og Klondyke
B e 11 e tók síðustu dýfuna.
ísinn var horfinn í þokuna, en sjórinn var
þakinn allskonar rekaldi. Kit þreif í hurð, er
flaut nálægt honum, kom hundinum upp á hana,
hélt svo sjálfur í annan enda hennar og synti með
fótunum. Kuldinn var geigvænlegur og þokan vam-
aði honum þess að sjá nokkuð frá sér.
— Kit, Kit, heyrði hann kallað.
Hann sneri sér í þá átt er hljóðið kom úr, og fljót-
lega sá hann Farfax á sundi.
— Kit, heyrðu. Ég sá pólstjörnuna rétt núna. Ef
við erum í sundinu, þá er okkur að bera frá landi.