Nýja dagblaðið - 21.07.1937, Blaðsíða 1
Geríst kaupendur
Nýja dagblaðsins
strax í dag!
ID/\Q»IBIi\OIHÐ
5. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 21. júlí 1937. 166. blað
Reykvíkíngar búa síg undír bæja-
keppnina
Iþróttamennírnir setja ný met í 400 metra hlaupí og
kúluvarpi í gær og í Syrradag.
Nýr mjólkuríðníræð-
íngur
Meðal farþeganna, er komu meö
Lyru 12. þ. m., var Sveinn Tryggva-
son. Hefir hann nýlega lokið fulln-
aðarprófi í mjólkuriðnaði við
Statens Mejeriskole í Jtrándheimi
og hlaut þar góða einkunn. Alls
u hann fjögurra ára mjólkuriðn-
aðarnám að baki. Stundaði hann
það fyrst í tvö ár hér á landi, hið
fyrra við Mjólkursamlag Borgfirð-
inga, en siðara árið hjá Mjólkur-
ramlagi Kaupfélags Eyfirðinga.
Síðan livarf hann til Noregs og
var þar v.ið námið i tvö ár.
það er ástæða til þess að gleðj-
ast yfir hverjum nýjum Islend-
ingi, er fullnumar sig í þessari
grein, þar sem mörg mjólkurbú-
anna liafa á undanförnum árum
orðið að sækja kunnáttumenn til
nágrannalandanna og gera það
enn.
I gær og í fyrradag fór fram hér
í Reykjavík íþróttakeppni til und-
irbúnings væntanlegrar bæja-
keppni, sem hefst áður en langt
um líður og Reykvíkingar og Vest-
mannaeyingar heyja. Bæjakeppn-
inni verður þannig háttað, að tveir
menn taka í henni þátt af hvorra
hálfu og fór þessi undirbúningur
fram til að ákvarða hverjir skyldu
lil þess verða valdir fyrir Reyk-
víkinga hönd.
Á mánudaginn var keppt í 400
metra hlaupi og voru þátttakend-
urnir tveir. Náðu þeir báðir betri
tima heldur en gamla íslandsmet-
inu. Sveinn Ingvarsson úr K. R.
vann skeiðið á 52,8 sek. og Ólafur
Guðmundsson úr K. R. á 53,8 sek.
Gamla metið var 54,1 sek.
í sleggjukasti náði beztum
árangri Garðar S. Gíslason úr K.
R. og kastaði hann 25,58 metra.
óskar Sæmundsson úr K. R. kast-
aði 23,86 metra og Georg L. Sveins-
son úr K. R. kastaði 23,35 metra.
í 5000 metra hlaupi varð fyrstur
Sverrir Jóhannesson úr K. R. á 17
mín. 8 sek., annar Magnús Guð-
björnsson úr K. R. á 17 mín 34,4
sek. og þriðji Jón II. Jónsson úr
K. R. á 17 mín. 47 sek.
I kringlukasti kepptu tveir og
kastaði Garðar S. Gislason 32,79
metra og Ágúst Kristjánsson úr [
Ármanni 29,43 m.
þessi undirbúningskeppni hélt
svo áfram í gær og var þá fyrst
keppt i 1500 m. hlaupi og náði bezt
árangri Sverrir Jóhannesson úr K.
R., hann hl-jóp vegalengdina á 4
mín. 43,6 sek. Sigurjón Ársælsson
úr Ármanni var 4 mín. 34,5 sek.
og Einar S. Guðmundsson úr K.
R. 4 mín. 42,7 sek.
Næst var keppt í kúluvarpi og
setti Kristján Vattnes nýtt met.
Kastaði hann kúlunni 13,43 metra,
en fyrra metið, sem hann setti
sjálfur 17. júní. í fyrra, var 13,12
metra.
íþróttamennirnir frá Skáni, sem
ætla að keppa við íslendinga að
afstaðinni bæjakeppninn, koma með
Drottningunni og íþróttamennirnir
frá Vestmannaeyjum, sem verða
12—14, koma sömuleiðis með
Drottningunni og ná hingað senni-
iega á sunnudag.
Vega- og brúagerðír í sumar
Lagningu vegar yfír Holtavörðuheiði
verður lokið að sumri.
Fréttaritari Nýja dagblaðsins hef-
ir leitað upplýsinga hjá vegamála-
stjóra um nýbyggingar vega og
irrúa á þessu sumri. Á fjárlögum
þessa árs voru 1,67 millj. króna
veittar til þessara nýbygginga og
viðhalds eldri vegum, en sam-
kvæmt upplýsingum þeim, er
vegamálastjóri gaf, fer sú fjárveit-
ing fram úr áætlun, þar eð kostn-
aðurinn við vegaviðhaldið er meiri
en gert var ráð fyrir. Er viðhalds-
kostnaðurinn orðinn meiri en áður
var og- stafar það af því, að þjóð-
vegirnir Iengjast stöðugt og eru nú
4400 km. og bættist þar af víð nær
1000 km. árið 1936, en bilfærir þjóð-
vegir eru 3200 km. þá er umferðin
að haustinu orðin mun meiri en á
undanförnum árum og stöðugt er
verið að taka í notkun þyngri og
þyngri bíla og meira og meira af
þungum bílum, og veldur hvort-
lyeggja auknum viðhaldskostnaði.
Auk þess var sérstök fjárupphæð
veitt til brúargerðar á Grímsá í
Bórgarfirði hjá Fossatúni og nýs
vegar um Andakíl. Var þetta gert
lil að bæta aðstöðu til mjólkur-
fiutninga í lilutaðeigandi sveitum
með tilliti til sauðfjárplágunnar.
Til nýbygginga á að verja yfir
300 þús. kr., er lagðar verða í um
50 vegargerðir víðsvegar um land.
Er stærstu fjárhæðinni varið til
vegargerðar á Holtavörðuheiði og
cr ætlunin að veginum verði lokið
i Hrútafirði næsta ár og hefst þa
væntanleg lagning nýs vegar yfir
Vatnsskarð 1939.
í Krísuvíkurveginum er unnið
bæði austan frá og Hafnarfjarðar-
megin, og verður varið til þess 85
þús. króna.
Bílfært er nú orðið að Reykja-
hlið í Mývatnssveit og er unnið í
veginum austan við Reykjahlíð og
er það braut sú, sem fyrirhugað er
að liggi til væntanlegrar brúar 4
Jökulsá hjá Grímsstöðum á Fjöll-
um. þegar leið þessi er orðin fær
kemst Austurland í miklu beinna
vegarsamband en verið hefir, þar
eð krókurinn. niður á Húsavík og
út í Axarfjörð tekst af og leiðin
styttist um ca. 80—90 km.
Fullgerður er nú nýr vegur að
Geysi og haldið nokkuð áfram
Sogsvegi. Er gert ráð fyrir, að er
fram liða .stundir komi vegur frá
norðurenda Miðfells sunnan
Barmahlíðar til Laugarvatns í stað
gamla vegarins um Hrafnagjá yfir
Lyngdalsheiði.
í nágrenni bæjarins er unnið í
I-Iafnarfjarðarvegi og Suðurlands-
braut og malbikaðir og steyptir
vegarkaflar þar.
Starfað hefir verið að ruðningu
vegar úr Hvítárnesi áleiðis norður
Kjöl og hefir þeim vegarbótum ver-
ið hraðað vegna þvergirðingar
milli jökla þar, sem ætluð er til
varnar gegn útbreiðslu borgfirzku
f.jái’sýkinnar. Á sá vegur að liggja
ofan að Mælifellsá í Skagafirði,
þegar brúaðar hafa verið Blanda,
Jökulkvísl og Svartá.
Að Kjósarvegi hefir verið unnið
í sumar og lagður vegui yfir Ár-
túnsmela á Kjalarnesi og verður
þá komin samfelld lögð braut að
Hvammi við Hvalfjörð.
Að sýsluvegum er unnið með
meira móti. Er framlag ríkisjóðs
til þeirra alls 130 þús. gegn fram-
iagi frá hlutaðeigandi héruðum.
Nýjar brýr verða gerðar í sumar
fyrir nær 160 þús. króna. Eru hin-
ar stærstu á Fjarðará í Seyðisfirði,
en þar á að byggja steinsteypta
brú í stað gamallar og fúinnar
timburbrúar, sem ekki þoldi l.engur
umferð, og hin áðurnefnda brú -4
Grímsá hjá Fossatúni. Lokið er
Framh. á 4. síðu.
Italski ví sindama ðurínn
Marconi lézt í gær.
LONDON:
í gærmorgun andaðist i Róm af
lijartaslagi hinn frægi vísinda- og
uppfinningamaður, Gugliclmo Mar-
coni. Ilann var sextíu og þriggja
ára að aldri, fæddur 25. apríl, 1874
í Bologna á Ítalíu. Faðir hans var
ítalskur, en móðir hans írsk.
Menntun sína hlaut hann á Ítalíu,
og tuttugu og eins árs að aldri,
cða árið 1895 fór hann að gera til-
raunir með að senda . þráðlaus
skeyti, það ár tókst honum að
senda skeyti meira en mílu vegar,
og ári síðar fór hann til Englands,
þar sem hann hélt, tilraunum sín-
um áfram, og þar tók hann út
cinkaleyfi að uppfinningu sinni.
Italska stjórnin bauð honum heim
að ári liðnu, og setti upp loft-
skeytastöð fyrir flotann. Hafði
Marconi þá tekizt að senda þráð-
laus skeyti tólf mílna veg.
Árið 1897 var myndað í London
íyrsta ritsimafélagið, og var það
upphaf hins fræga Marconi félags.
Nytsemi þess kom brátt í ljós við
strandgæzlu og björgunarstarfsemi.
A næsta ári tókst að senda þráð-
laus skeyti yfir Ermarsund frá
F.nglandi til Frakklands, og
skömmu síðar i allt að því hundr-
að og tuttugu kilómetra fjarlægð,
Var nú tekið að nota þessa upp-
götvun í bi’czka flotanum.
Ár frá ári jókst notkun ritsím-
ans og 12. desember 1901 var í
fyrsta skipti sent þráðlaust slceyti
vestur um Atlantshaf. Síðan hefir
Marconi fullkomnað uppfinningar
sínar, sem kunnugt er, svo að nú
standa allar álfur heims í þráð-
lausu sambandi liver við aðra.
Marconi hlaut Nobclsverðlaun
fyrir eðlisfræði árið 1909, og fjölda
annara viðurkenningarmerkja fyr-
ir starf sitt í þágu vísindanna.
Konungur Ítalíu skipaði hann til
öldungaráðsins árið 1909.
Útvarpið er byggt á uppfinning-
mn Marconis. Marconi félagið hóf
útsendingar á tónlist 23. febrúar
1920, en reglubundnar útvarpssend-
ingar hófust ekki fyr cn ári siðar,
og. árið 1922 byrjaði brezka út-
varpsfélagið starfsemi sína. FU.
Síldarsöltttii
Síðan í fyrrakvöld hafa komið
i: skip til Siglufjarðar vestan af
llúnaflóa með góða veiði. f gær-
morgun var saltað í þrem söltun-
arstöðvum. Síldin er er mjög mis-
jöín að gæðum. Afar mikil síld er
nú sögð í Húnaflóa alla leið inn í
Hrútafjörð. Mörg skip höfðu feng-
ið góða veiði. Veiðivcður var gott
i Flóanum i gæmiorgun.
Síldarstöðin í Hólmavík hefir
fengið tunnur og er nú tilbúin að
taka við síld. Nokkrar aðkomu-
stúlkur bíða vinnu, en að öðru
leyti verður unnið að mestu leyti
af heimafólki á staðnum. í gœr
komu eftirtöld síldveiðiskip þang-
;,ð og eru að leggja þar á land til
söltunar:
Hrefna frá Akranesi með um 650
tunnur, I-Iannes lóðs og Sæfari frá
Vestmannaeyjum báðir með um 600
tunnur, Svanur frá Akranesi með
250 tunnur og Sjöfn og Sæfari frá
Akranesi með um 200 tunnur i salt,
cn höfðu einnig síld til bræðslu.
Síldaraflinn.
Til viðbótar því, sem frá var
skýrt hér í blaðinu í gær, um afla
síldveiðiskipanna, fylgir hér á eftir
; kýrsla um síldarafla vélbáta, sem
eru tveir eða þrír um sömu nót, og
hann talinn í málum, og miðað
er við 17. júlí.
Mótorbátar (2 um nót);
Anna og Stathav, Akureyri, 1188.
Draupnir og Veiga, Sigluf./Vestm.,
1164. Eggert og Ingólfur, Garði/
' Sandg., 2581. Erlingur I. og Erling-
| ur II., Vestm., 2877. Erlingur og
1 Villi, Sigluf., 1939. Fornólfur og
[ Aldan, Seyðisf., 1720. Freyja og
| Hilmir, Vestm., 1224. Fylkir og
Gyllir, Norðf., 1360. Gullþór og Sæ-
þór, Seyðisf., 607. Hafþór og Rán,
Akranesi, 2136. Hannes lóðs og
Herjólfur, Vestm., 349. Heimir og
Úðafoss, Akranesi, 1000. Lagarfoss
og Frigg, Vestm., 1879. Magni og
jJráinn, Neskaupst., 1786. Muninn
og Ægir, Sandgerði/Gerðum, 1899.
Ófeigur II. og Óðinn, Vestm., 937.
Óðinn og Víðir, Garði, 1405. Reyn-
ir og Víðir, Eskif., 1239. Skúli fó-
geti og Einar þveræingur, Ólafsf.,
947. Sæfari og Sjöfn, Akranesi,
1529. þór og Christiane, Ólafsf.,
940.
Mótorbátar (3 um nót):
Egill, þorgeir goði og Kristján
X., Ólafsf., 542. Hannes Hafstein,
Björgvin og Baldvin þorvaldsson,
Dalvík, 526. Ingólfur, Gunnar Páls
og Nói, Dalvík, 306. Jón Stefáns-
son, Bjarmi og Búi, Dalvík, 489.
Kári, Gullfoss og Bragi, Ólafsf., 673.
Karl, Svanur II. og Gideon, Hrís-
cy, 366. Sverrir, þorsteinn þor-
valdsson og Einir, Hrísey/Eskif.,
j S83.
er að hefjasl.
Er þetta fyrsta síld, sem kemur
til Hólmavíkur á þessu ári og
veiddist hún öll úti fyrir Stein-
grímsfirði í gærmorgun. Var þá
gott veiðiveður, en nú er byrjað að
hvessa og er eklri veiðiveður.
Fjöldi síldveiðiskipa eru nú úti
fyrir Steingrímsfirði og sjást mörg
þeirra frá Hólmavík. Tunnuskip
affermir nú í Hólmavík.
Vélskipið Pilot saltaði í Djúpu-
vík i fyrrinótt 177 tunnur. Síldina
veiddi skipið út af Reylcjarfirði.
Töluverð síld hefir sést vestan til
i Húnaflóa. Tryggvi gamli kom
1000 mál í fyrradag frá Langanesi,
og Ilermóður var í gær að leggja
á land 4000 mál. Síldina veiddi
hann út af Kálfhamarsvík. Veiði-
veður var talið gott á Húnaflóa í
gær.
10.000 síldartunnur, tómar og með
salti, cru komnar til Söltunarfé-
| lags Ólafsfjarðar, en ekki Bryggju-
félags Ólafsfjarðar, sem fyr var
. sagt. FÚ.