Nýja dagblaðið - 11.08.1937, Page 3

Nýja dagblaðið - 11.08.1937, Page 3
N Y J A DAGBLAÐIÐ 8 NÝJA DAGBLAÐIÐ Útgefitndi: Blaðaútgófan h.f. Ritstjóri: pórarinn pórarinsson. Ritstjórnarskrifstofumar: Hafnarstr. 16. Simi 2353. Aígr. og auglýsingaskrifstofa Hafnarstr, 16. Sími 2323. Áskriftargjald kr. 2,00 A mán. í lausasölu 10 aura eánt. Prentsm. Edda h.f. Sími :mf>, Hvað segír Vísír ná? Vísir tetrið var mjög kampa- kátur út af því í fyrradag að kaupfél. hér í bænum gæti ekki lækkað kolaverðið. Spann blað- snepillinn um það langan lopa, að samvinnumenn væru sí og æ að klifa á háu verði hjá kaup- mönnum, en þegar tii kæmi gætu kaupfélögin engu um þok- að. Allt tal um það að almenn- ingur eigi fremur að vera í samfélagi en að verzla við kaupmenn, væri því fleipur eitt út í loftið. Það er enginn efi á því, að með þessari grAn um kaupfé- lagið og kolaverðið hafa þeir Vísispiltar þózt vinna vel fyrir mat sínum hjá heildsölunum þann daginn. Þarna þóttust þeir áreiðanlega hafa lagt þær staðreyndir á borðið, sem ó- mögulegt væri að hrófla við. En það er hætt við að þeim hafi brugðið í brún blessuðum, þegar þeir opnuðu augun í gær- morgun og fengu þá frétt með morgunkaffinu — og það meira að segja á fremstu síðu i Morg- unblaðinu sínu — að Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis væri búið að lækka kolaverðið um tj --8 krónur á hverju tonni, og að Kaupfélag Eyfirðinga hefir auglýst kol með svipuðu verði, og þó heldur lægra en kaupfé- lagið hér! Ef gert væri ráð fyrir, að hver félagsmaður í kaupfélag- inu notaði l/2 tonn af kolum á 'mánuði, þá sparar félagið með- limum sínum 18—24 þús. krón- ur í koiakaupum einum á tveim mánuðum. Þetta hafa þeir upp úr því, að hafa sjálfir félags- skap um innkaup sín, en verzla ekki við kaupmennina, sem gefa út Vísi og Morgunblaðið. Þeir hafa vafalaust þózt viss. ir í sinni sök Vísispiltarnir í fyrradag. Það er ekki að efa, að þeir í einfeldni sinni trúi af heilum huga á mátt og vilja hinnar „frjálsu samkeppni“ Iiúsbændanna til að selja ódýrt. En hvað ætli þeir segi á morgun um kolaverðið og kaup- f élagið ? Morgunblaðíð og síldín En ritstjórar Mbl. höfðu líka sínar áhyggjur í gær, áhyggjur út af því, að „síldin ætlar nú að gefa í þjóðarbúið meiri peninga en nokkru sinni áður, sennilega um 24—25 milljónir króna*. Sýningarhús fyrir listamenn Listsýning Bandalags ísl. hstamanna var lokið síðastl. miðvikudag, vegna þess að barnaskólinn fékkst ekki til lengri tíma. Munu því færri en vildu hafa notið þess að sjá sýninguna, sökum þess hve rnargir eru fjarverandi yfir sumartímann; en einmitt eftir að fer að hausta og fólkið kem- ur í bæinn, er í raun og veru hvergi húsrúm fáanlegt til sýn- inga. Þetta sýnir oss hve bagalegt er fyrir listamennina, að hafa ekki aðgang að neinu sýningarhúsi, til að láta sem flesta njóta listarinnar og koma verkum sínum á fram- færi, Þetta verður tilfinnan- legra með ári hverju, eftir því sem stétt listamanna vex. Þar við bætist, að húsakynni þau (aðallega skólahús) sem notuð hafa verið til sýninga hér, hafa frá listrænu sjónar- miði verið algerlega ófullnægj- andi. Þar sem að þessi hús eru byggð til allt annara hluta, vantar oft nægar fjarlægðir, og cíanljós; þess vegna hafa mörg hinna stórbrotnari lista- \ erka aldrei getað notið sín hér á sýningum, svo að margur áhorfandi hefir ekki getað gert sér í hugarlund listgildi þeirra. Tilraunir þær sem gerðar hafa verið í þá átt, að koma upp sýningarhúsi, hafa enn ekki borið nægan árangur, svo að mál er til komið að enn bet- ur sé hafizt handa í þessu efni; og væri æskilegt að almenn- ingur fylgdist með í því, og leggi lið sitt til framgangs málinu. Sýningarhús, sem nægja myndi fyrst um sinn handa ísl. listamönnum, myndi ekki þurfa að verða svo dýrt, sem margir ætla. Og því er þess að vænta, að framkvæmd þess gæti orðið all- bráðlega. íslenzk myndlist er nú komin á það stig, að frambærileg er livar sem er, og því meiri nauð- syn á samboðnu sýningarhúsi, einnig gagnvart útlendum ferðamönnum, sem nú streyma til landsins á hverju sumri. Aðalgagnið af slíku húsi yrði i vitanlega það að styðja at- vinnu listamanna, auka sölu og i verð verkanna, og einnig það að auka þekkingu alþjóðar á ís- lenzkri menningu. Ennfremur a.ð styrkja listræna þróun , sjálfra listamanna með bættum I efnahag. X. í Mál það, sem hér er rætt, er ! það menningarmál, sem allir j íistavinir ættu að styðja að. Er illt til þess að vita, hversu löng og erfið ganga margra hstamanna vorra er. Islenzka þjóðin á tiltölulega fjölmarga ; listhneigða menn, miðað við . fólksfjölda, sem, því miður, ^iga við tiltölulega miklu meiri fjárhagsörðugleika að etja, en Hstamenn annara þjóða. Allur stuðningur til þroskunar ís- lenzkri list er eitt af því bezta, sem þjóðin leggur til menning- armála sinna og eykur stórlega hróður lands og þjóðar út á við. R i t s t j. Maður skyldi nú halda, að ílestir væru þannig gerðir, að þeir gleddust yfir því, að horf- komu síldveiðanna. En Mbl. er engin gleði í hug út af þessum tíðindum. Því að það þykist hafa sannfrétt, að Framsókn- arflokkurinn og Alþýðuflokk- urinn séu nú „í óða önn að undirbúa framhaldandi stjórn- arsamvinnu". Og það er sýni- lega á nálum út af því að sfld- araflinn muni draga úr þeim öi'ðugleikum, sem slík stjórn annars hefði haft við að stríða. Og' þó verður ekkí annað sagt en að stjórnarandstaðan hafi haft nóga óviðráðanlega erfiðleika niðurrifsbaráttu sinni til stuðnings á undanförn- um árum: Hrun Spánarmark- aðai’ns, aflabrest á tveim vetr- arvertíðum og einni síldarver- tíð, vetrarharðindi í stórum hluta landsns, veðurskaða og óáran í búfé landsmanna. Allt þetta hefir þeim lagst til liðs, sem byggja pólitík sína á því, að kenna stjórninni um allt, sem miður fer. Þeir ættu svo sem ekki að þurfa að sjá blóð- ugum augunum eftir því, þó forsjónin gefi „stjórninni“ eina sæmilega síldarvertíð! í öngum sínum reyna þeir Mbl.-menn nú að telja fólki trú um, að J. J. hafi einhverntíma sagt, að Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn gætu ekki i myndað stjóm nema því aðeins ; að mikil síld veiddist og gæfi I eyðslueyri í ríkissjóðinn. Þetta hefir J. J. auðvitað aldrei sagt. Það hefir enginn sagt nema Mbl. sjálft. En J. J. sagði, að eðlilegt væri að fresta ákvörðun um framkvæmdir og aðrar ráðstafanir af hálfu rík- isins á næsta ári, þangað til nánar væri vitað um afkomu þessa árs og þá ekki sízt síld- veiðina. Enginn heilvita maður neit- ar því í alvöru, að það háfi verið réttilega mælt. j En hitt er í mjög góðu sam- ! ræmi við íhalds-„moral“ síðustu þriggja ára, að Morgunblaðið hafi áhyggjur af síldinni. Útbreiðið Nýja dagbl.! Hannes Jónsson lóðs Hannes Jónsson — Hannes lóðs — eins og hann var jafn- an kallaður í daglegu tali, and- aðist í sjúkrahúsinu í Vest- manna eyjum 31. júlí s. 1. nær 85 ára að aldri (fæddur 21. nóv. 1852) eftir nokkurra vikna allþunga legu. Þar með er hniginn að velli einn hinn virðulegasti og þróttmesti fulltrúi gömlu sjó- mannastéttarinnar frá tímum opnu skipanna. Hannes mun hafa verið fulla hálfa öld hafnsögumaður í Vestm.eyjum, enda talínn elzti starfandi hafnsögumaður í heimi. Formaður var hann á opnum skipum í 40 ár, — hvorttveggja með þeirri snilld og ágætum, að aldrei varð neitt að mönnum eða skipum hjá honum. Var það þó ekki af því að deiglega væri sóttur sjórinn, því árum, eða öllu held- ur áratugum saman, var fyrst spurt um það, ef viðsjált var sjóveður, hvort Hannes væri farinn að ,,kalla“. Væri það ekki datt naumast nokkrum í hug að hreyfa sig. Og ósjald- an var úrskurður hans um það, hvort fært væri milli lands og eyja, látinn gilda, meðan kaup- staðarferðir voru tíðar til Eyja. Aflamaður einn hinn mesti var hann á blómaskeiði æfinn- ar, sérstaklega á færi, enda var hann því veiðarfæri vanastur. Snilldar stjórnari —„því betri sem verra var“, — segir gam- all háseti hans og siglingamað- ui mikill. Formannshæfilekum hans og forsjá er ef til vill best 'ýst með því er hann sagði eitt sínn sjálfur við mig, — en það var þetta: „Þegar róið er í viðsjálu sjó- veðri gerir maður auðvitað ráð fyrir auðveldustu leiðinni heim aftur, en hitt er jafn sjálfsagt, að hafa alltaf bak við eyrað eitt til tvö ráð til þess að komast í land, þó fyrsta leiðin lokist.“ En betur kunni hann því að hlýtt væri semingslaust. fyrir- skipunum hans og datt víst fá- um annað í hug, enda var hann virtur og elskaður af hásetum sínum. Lengst af var hann með Gi- deon, eitt stærsta vertíðarskip- ið í Vestm.eyjum — og þó víð- ar væri leitað — með 18-20 manna áhöfn, — en aldrei heyrðist að nein misklíð væri á Gideon. Hannes mun, eins og flestir jafnaldrar hans, hafa verið al- inn upp við harðrétti nokkurt og fátækt og litla menntun, en var náttúrugreindur vel og minnugur og las allmikið á síð- ustu árum. Norðurlandamálin talaði hann orðið og jafnvel ensku, svo að honum dugði í starfi sínu. Og ekki sá harð- réttið á líkamsburðum hans, bví stálhraustur mátti hann kallast fram á síðustu mánuði, að undanteknum handaskjálfta nokkrum, sem hann fekk í æsku, af afarháskalegu hrapi við fuglaveiði í Bjamarey. Síðasta skipið mun hann hafa fært til hafnar 24. marz þessa árs. Glaður og reifur var hann alla æfi eins og unglingur og lirókur alls fagnaðar í félags- slcap, en þó hófsemdarmaður um alla hluti og bindindissinn- aður mörg síðustu ár. Hannes var kvongaður Mar- gréti Brynjólfsdóttur frá Norð- urgarði hér, hinni skörulegustu konu. Bjuggu þau lengi mynd- arbúi í Miðhúsum. Af börnum þeirra (sem voru þrjú, auk fósturbarna) er ekki á lífi nema Jórunn húsfreyja í Vesturhús- um, kona Magnúsar Guðmunds- sonar, og dvaldi hann hjá þeim síðustu árin, eftir að hann missti konu sína. Nú hittum við ekki gamla „drenginn“ lengur, með glens og leiki niðri á bryggju, eða lieyrum hvella rödd hans af stjórnpalli úti á höfn..---- Farðu vel gamla, gunnreifa sjóhetja! — Ég veit að ég get einskis betra óskað þér, en að bú fáir að sigla nýjum Gideon í blásandi byr urn sólglitrandi höf annara hnatta, og megir vísa bátskeljum okkar Eyjabúa glaður í góða höfn, jafnóðum og við leggjum í síðasta sinni á „Leiðina“ ókunnu. Gamall kunningi. Yegna jarðarfarar Jóns Ólalssonar bankastjóra verda skriistolur vorar iokaðar í dag. Gjaldeyris- og innflutningsneind. r 5 herbergjs, afar sólrík íbúð með öllum þægindum á ágeetum stað, er til leigu 1. okt. Tilboð leggist inn til Nýja dagbl- fyrir föstudaga- kvöld, merkt „Sólrík“. Ibúð

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.