Nýja dagblaðið - 25.08.1937, Blaðsíða 3
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
8
NÝJA DAGBLAÐIÐ
Útgefandi: BlaBaútgáfan h.f.
Ritstjóri:
pórarinn pórarinsson.
Ritstjómarskrifstofumar:
Hafnarstr. 16. Sími 2353.
Afgr. og auglýsingaskrifstofa
Hafnarstr. 16. Sími 2323.
Áskriftargjald kr. 2,00 á mán.
í lausasölu 10 aura oint.
Prentsm. Edda h.f.
Simi 3948.
Ekkí fínnur MbL
„kærunaÍÉ
Mbl. hefir víst þótzt færa les-
endum sínum fréttir í gær. Það
var enn um „kæruna“ á varð-
skipið Ægir. En fréttirnar voru
nú samt ekki aðrar en þær, að
skipstjórinn á brezka togaran-
um, er segist hafa orðið fyrir
skotum frá Ægi, utan landhelg-
innar, hafi áður verið sæmdur
Fálkaorðunni og heiti Edward^
Little.
Það mun vera rétt að maður
þessi hafi verið sæmdur Fálka-
orðunni, vegna aðstoðar við
fiskibáta frá Vestmannaeyjum.
Sá, er mest mun hafa unnið að
því, að þessum brezka togara-
skipstjóra var sýnd sú sæmd,
var Georg nokkur, þar í Eyj-
um, er Mbl.-menn kannast við
og landhelgisnjósnir sönnuðust
á, Það var Ásgeir Ásgeirsson,
sem þá var forsætisráðherra,
er sæmdi Edward Little Fálka-
crðunni, eftir tillögum frá Vest-
mannaeyjum. Má vel vera að
það hafi verið á rökum byggt
að sýna skipstjóra þessum
sæmd.
En hvað „kærunni“ á Ægi
viðvíkúr, reynir Mbl. enn að
sannfæra lesendur sína um það,
að hún sé á ferðinni. Þess-
vegna birtir það þýðingu á frá-
sögn enska blaðsins „News
Chronicle“ um þetta mál. En
það fer enn fyrir Mbl. eins og
íyrri daginn, engin kæra er
nefnd í blaðinu. Ekkert liggur
fyrir enn í þessu máli annað en
það, að skipstjórinn fær þing-
mann sinn til að koma málinu á
framfæri. Þingmaðurinn verð-
ur við þessari beiðni skipstjór-
ans og segist ætla að flytja fyr-
irspurn til utanríkismálaráð-
herrans í þinginu um þennan
atburð o'g greinir frá því,
hvernig skipstjórinn segi frá
honum. Hann gerir ekki frá-
sögn skipstjórans að sínum
crðum, heldur flytur hana ó-
breytta til hins rétta aðila,
ráðherrans. Hvort fyrirspurn
þessi er komin fram enn, hefir
okkert heyrzt um, því síður
hvernig utanríkismálaráðherr-
ann muni taka henni, ef hún
kemur fram. Utanríkismála-
ráðuneytið hér hefir enga til-
kynningu fengið um neina
kæru eða fyrirspurp út af þess-
um atburði.
Það er því von að Mbl. sé
orðið órótt út af því, að geta
ekki sannað að ,kæran“ sé kom-
in fram, eða er það orðið hrætt
um, að ísl. ríkisstjórninni ber-
W
Verzlun Islendínga
Eftir Jónas Þorbergsson
Verzlun
sem atvinnuvegur
Almennt mun hafa verið lit-
ið svo á, að verzlun væri og
hlyti að verða einn af atvinnu-
vegum Islendinga. Ef til vill
verður talin vandfundin skil-
greining á því, hvað telja beri
til atvinnuvega þjóðarinnar og
hvað til annara starfa þeirra,
er leiða af atvinnuvegum
hennar og athafnalífí. Tví-
mælalaust er þó, að til atvinnu-
vega teljast þær starfsgreinir,
er lúta að beinni framleiðslu
aukinna verðmæta eins og
landbúnað, fiskveiðar og iðnað.
Aftur á móti verður það dreg-
ið í efa, hvort samgöngur, til
dæmis að taka siglingar, geti
talist þjóðaratvinnuvegur.Sama
máli gegnir um fræðslustörf,
embættisstörf og hverskonar
sýslun. Öll þessi störf veita ein-
staklingum þjóðarinnar at-
vinnu. En þau eru kostuð af
henni sjálfri og miða til þess
eins, að gera framleiðsluverð-
mætin arðbær til lífsuppeldis
og þroskunar þjóðinni.
Verzlunin, eða dreifing og
skipting framleiðsluverðmæt-
anna, er í raun réttri ekki arð-
bær þjóðaratvinnuvegur, held-
ur aðeins einn liður í hinum
almennu nauðsynjastörfum, ná-
skyld samgöngum. Enda eru
samgöngurnar í meginefnum
bundnar við vöruflutninga.
Báðar þessar tegundir athafna
miða til þess, að koma til leið-
ar auknu nothæfi hinna raun-
verulegu framleiðsluverðmæta.
Þá fyrst gerist verzlun
þjóðaratvinnuvegur, þegar um
er að ræða vörumiðlun og
gjaldmiðlun landa á milli.
Koma þá til greina lönd þau,
er liggja á alþjóðaleiðum og
stunda vörukaup og vöruflutn-
inga frá einu landi til annars.
Má í þessu efni benda á Hansa-
kaupstaðina þýzku, sem urðu
sjálfstæð ríki, eins og Ham-
ist aldrei þessi margauglýsta
,,kæra“ á Ægi?
Það er ekkert nýtt að erlend-
ir togaraskipstjórar, og þá ekki
sízt þeir, sem gerzt hafa brot-
legir við íslenzk Iandhelgislög,
séu mjög óánægðir út af gæzl-
unni. Þeir hafa hvað eftir ann-
að reynt að koma umkvörtun-
um sínum á framfæri við yfir-
völd sín. En. það er skilningur
og virðing valdhafanna þar
heima, fyrir lögum og rétti
annara þjóða, sem slík ásókn
á ísl. réttarfar hefir jafnan
strandað á. Hvort svo reynist
í þessu máli,, skal ósagt látið,
en skipstjóri, er áður hefir
gerzt brotlegor við ísl. land-
helgislög, stendur höllum fæti
í gagnrýni sinni. Það mun síð-
ar koma £ Ijós, hverjar undir-
tektir hann fær hjá brezkum
yfirvöldum, eða hvort málstað-
ur hans á aðeins viíni í her-
búðum Morganblaðsnaanna.
j borg og Lybeck, og höfðu það
að meginatvinnu, að kaupa
vörur og flytja á eigin skip-
um til annara þjóða. Bretar
eru mikil verzlunarþjóð og yf-
irleitt allar þær þjóðir, sem
oiga yfir nýlendum að ráða og
eru, hnattstöðu sinnar vegna,
á þjóðaleiðum, hvort heldur
sem þær liggja um höf eða
meginlönd.
ísland hefir ekki því láni að
fagna að geta komið til greina
sem milliliður eða miðstöð í
alþjóðaviðskiptum. Um flug-
samgöngur er ekki að ræða í
þessu sambandi, ímeð því að
þær eru enn, og um óyfir-
sjáanlegan tima, einvörðungu
bundnar við fólks- og póst-
ílutninga. — Verzlun Islend-
inga er edngöngu bundin við
þarfir þjóðarinnar sjálfrar og
kostuð af henni að öllu leyti.
Hún lýtur eingöngu að því, að
koma framleiðsluvörum lands-
manna í verð á erlendum og
innlendum markaði, flytja til
landsins nauðsynjavörur og
dreifa þeim meðal landsmanna.
Af þessu leiðir að verzlunin
fellur í flokk þeirra nauðsynja-
starfa, sem miða til þess að
gera framleiðsluverðmætin hag-
nýt og arðbær. Hún er að því
leyti algerlega hliðstæð störf-
um þeim, er miða til þess að
balda uppi samgöngum þjóð-
arinnar. Verkamaðurinn uppi á
Holtavörðuheiði, sem vinnur að
því, að opna leiðir um landið
og verzlunarmaðurinn, sem
vinnur að því að ráðstafa
verðmætum þangað, sem þeirra
er mest þörf, eru algerlega
hliðstæðir liðsmenn í þessum
nauðsyn j astörf um,
Það almenna álit, sem minst
var á í upphafi þessa kafla, að
verzlunina, út af fyrir sig, beri
að skoða sem arðbæran þjóð-
aratvinnuveg , er því byggt á
misskilningi. Hún er ein af
þeim starfsgreinum, sem leiða
af framleiðslustörfunum og
sem miða til þess að auka nota-
gildi þegaii- framleiddra verð-
mæta. Um leið er hún ein af
þeim starfsgreinum, sem miða
til þess að auka \elgengni
þjóðarinnar og gera henni fært
að lifa menningarlífi.
Ég liefi í þfíssum framan-
skráðu línum leitast við að
draga markalínu milli þess,
sem með réttu verður kallað-
ur atvinnuvegur (framleiðsla
verðmæta) og hins, sem verð-
ur talin atvinnugrein. Og við
þá skilgreiningu fellur verzlun-
in ótvíræðlega í hinn síðari
flokk. Ber þá næst að athuga
hvers eðlis þessi atvinnugrein
er í raun réttri og hversu beri
að haga henni svo að til mestr-
ar hagsemdar horfi fyrir ein-
staklinga og þjóðina alla.
V erzlunarhætlir
Þrír hættir verzlunar eru nú
uppi meðal svonefndra menn-
ingarþjóða og Islendinga þeirra
Fru
Svava Bjarnadóttír Herzfeld
verður jarðsungín irá Dómkirkjunm í
Reykjavík, Simmtudaginn 26. ágnst. At-
höinin hefst með húskveðju að Galtafelli
Laufásveg, kl. 1 e h.
Hans A. Herzfeld
Sesselja og Bjarni Jónsson, Galtafelli.
á meðal. Elztur þessara hátta
er verzlun kaupmanna, þar sem
einstakir menn reka viðskipti
sem atvinnu til einkahagsmuna
og á eigin ábyrgð eftir því,
sem kallað er. — Annar hátt-
ur verzlunar og yngri eru sam-
vinnufélög landsmanna, þar sem
verzlunin er rekin í umboði al-
mennings í félögum og með
hagsmuni félagsmanna fyrir
augum. — Þriðji háttur verzl-
unar og yngstur eru ríkiseinka-
sölur á tilteknum vöruflokk-
um.
Elzti verzlunarháttur Islend-
inga var sá, er farmenn sigldu
skipum sínum milli landa og
fluttu með sér varning er þeir
létu falan við skipsfjöl, ellegar
þeir gerðust farandsalar og
sátu hér á landi vetrarlangt.
Vöruskiptaverzlun milli lands-
manna innan lands mun hafa
tíðkast mjög frá ómuna tíð.
Farkaupmenn tíðkuðust fram á
daga þeirra manna, sem nú lifa.
Kaupmenn, sem voru kallaðir
„spekulantar“ sigldu skipum
sínum, sem jafnframt voru
sölubúðir, og ráku verzlun á
höfnum úti yfir sumarkauptíð-
ina. Vöruskiptaverzlunin mun
nú að mestu eða öllu horfin
úr landinu.
Þegar verzlunin hér á landi
var gefin frjáls til allra þegna
Danakonungs á ofanverðri 13.
öld, tóku við hinir svonefndu
selstöðukaupmenn, sem voru
flestir búsettir í Kaupmanna-
höfn, en höfðu umboðsmenn,
til þess að standa fyrir verzl-
un sinni hér á landi. Þessir
menn voru arftakar einokun-
arinnar og héldu háttum henn-
ar um viðskipti sín við lands-
menn. Mátti því telja að þjóð-
in byggi áfram við hina sömu
verzlunaráþján, og svo var
enn, er verzlunin loks var gef-
in frjáls, laust eftir miðja
næstliðna öld. En um þær
mundir og þó nokkru fyr, tek-
ur að brydda á tilraunum
landsmanna til að hafa áhrif
á verzlunarkjörin. Hin fyrsta
viðleitni voru samtök bænda
að slá sér saman um sölu fram-
leiðsluvara sinna. Næsta sporið
voru verzlunarhlutafélögin og
var Gránufélagið, undir for-
stöðu Tryggva Gunnarssonar,
þeirra merkast. Þessi félags-
samtök öll liðu að vísu undir
lok. En þau höfðu brotið hið
fyrsta skarð í múrinn og opn-
að leið fyrir pöntunarfélögin
og kaupfélögin, sem urðu hin
fyrsta sigursæla tilraun, að
hnekkja selstöðuverzlunum
Dana og stofna til innlendrav
verzlunar*). Við hlið kaupfé-
laganna risu síðan upp íslenzk-
ir kaupmenn, einkum eftir að
bankastarfsemi hófst hér á
landi á ofanverðri öldinni.
Urðu danskir selstöðukaup-
menn smám saman að láta und-
an síga. Þó var það ekki fyr
en á allra seinustu árum, að
síðustu leifar þeirra illræmdu
verzlana hurfu úr landinu.
Þessi aldahvörf í verslunar-
háttum hér á landi eru einn
merkasti þátturinn í sögu
iandsins, enda þótt honum hafi
sjaldan verið gaumur gefinn.
Stjórnarfarsbaráttan frá þessu
tímabili varð þjóðinni einkum
hugstæð. En hinn mikli foringi
stjórnfrelsisbaráttunnar, Jón
Sigurðsson, skildi glögglega
hvaða tíðindi voru hér að ger-
ast og hvað við lá um að sókn
yrði hafin af hálfu landsmanna
í verzlunarefnum. Jón Sigurðs-
son ritar í Ný félagsrit 1872
grein „Um verzlun og verzlun-
arsamtök“. Er þar í skörpum
dráttum brugðið upp ógleym-
anlegri mynd af hinu hörmu-
lega niðurlægingarástandi
landsmanna. Og brýningar
Jóng Sigurðssonar eru sárar
og líða seint úr minni þeirra
er lesa grein þessa.
Hér hefir í fáum orðum verið
rakin forsaga þeirra verzlunar-
hátta, sem nú eru uppi í land-
inu. Verður af henni auðveld-
ara að skilja þann höfuðmun
um stefnur, sem nú eru ríkj-
andi og þann ágreining, sem
sífellt er uppi um þao, hversu
haga beri háttum þessai’a mála
og hver sé „réttur“ þeirra að-
ila, sem þar eiga hlut að máli.
(Meira)
I
*) pað er íurðuleg ónákvæmni
um sögulegar heimildir, sem kem-
ur fram í grein Mbl. 4. júlí síðastl.,
• að islenzkir kaupmenn hafi eink-
j um lyft því grettistaki, að gera
I verzlunina innlenda. Slíkri höfuð-
| villu getur ekki orðið svarað í
| þessari grein, en mun verða svar-
' að í sérstöku máli. J. p.
K a a p I
aðeins Loilur.