Nýja dagblaðið - 28.08.1937, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 28.08.1937, Blaðsíða 3
N Ý J A DAGBL AÐIÐ 8 W Verzlun Islendinga Ellir Jónas Þorbergsson NÝJA DAGBLAÐH) Útgefandi: BlaOaútgáfan h.f. Ritstjóri: pórarinn þörarinsson. Ritstjómarskrifstofumar: Hafnaretr. 16. Sími 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa Hafnarstr. 16. Sími 2323. Áskriftargjald kr. 2,00 á mán. í lausasölu 10 aura eint Prentsm. Edda h.í. Sími 3948. Tollarnír Hér í blaðinu hefir í tveim- ur greinum, annari um vörutoll og hinni um verðtoll, verið sýnt fram á það, að síðastliðið ár nam vörutollurinn 240.000 kr. minna en að meðaltali 12 síð- ustu ár og verðtollurinn um 500.000 kr. lægri upphæð en hann nam að meðaltali á sama tíma, eða samtals báðir þessir tollar nær 750.000 kr. minni en undanfarin 12 ár. En ef miðað er við árið 1925, þá rámu tollarnir 2.793.000 kr. lægri upphæð síðastliðið ár. Á þessu ári mun líta út fyrir svipaðar niðurstöður. Jafnframt hefir verið sýnt fram á það með óyggjandi töl- um, að þessi gífurlega lækkun ríkissjóðsteknanna stafar af mjög minnkuðum innflutningi á allskonar tollavarningi. Inn- flutningur þeiiTa vara, sem mestan gáfu tollinn áður hefir verið stórkostlega minnkaður. "Ýmist eru þessar vörur ekki til á markaðinum hér eða þær eru framleiddar innanlands. Jafn- framt hefir svo innflutningur á ýmsum nauðsynlegum vörum, einkum vörum til framleiðslu, vélum og hráefni, aukizt, en af þeim varningi er sáralítill eða enginn tollur greiddur. Eigi ekki að skera stórlega niður ■framlög ríkissjóðs til verklegra framkvæmda og til stuðnings atvinnuvegunum, eða safnast fyrir skuldir hjá ríkissjóði, þarf að mæta þessari áfram- haldandi lækkun innflutnings- gjaldanna með tekjuauka til ríkissjóðs. Þetta hefir verið gert undanfarin ár og verið af andstæðingunum kölluð stór- kostleg skatta- og tollahækkun, enda þótt sýnt hafi verið fram á, að heildarbyrði landsmanna ti» þarfa ríkissjóðs hefir ekki verið aukin. En þrátt fyrir það sem gert hefir veríð til þess að bæta úr tekjuþörf ríkissjóðs hefir það sýnt sig, að lækkun eldri tollanna er svo ör og svo miklu meiri en menn höfðu fyrirfram gert ráð fyrir, að ennþá þarf nýjar ráðstafanir til tekjuauka fyrir ríkissjóð, ef ekki á að lækka framlög hans til þjóðþrifamála. Þetta verða menn að gera sér ljóst og jafnframt, að með því er ekki sagt að auka þurfi heildarbyrði skattgreiðendanna. Við þær breytingar sem gera þarf á skatta- og tollalöggjöfmni, ber að sjálfsögðu að athuga það mjög gaumgæfilega, hvort sumt af þeim varningi, sem „Rétiur saeytandans^ Ég hefi hér að framan sýnt fram á það, að verzlun Islend- inga, út af fyrir sig, getur ekki talizt þjóðaratvinnuvegur, held- ur ein af þeim starfsgreinum, sem miða til þess að gera framleiðsluverðmætin nothæf, auka menningarháttu í lífi þjóðarinnar og þar með farsæld hennar. Nú mun því verða haldið fram, að harla miklu skifti fyr- ir hagsmuni þjóðarinnar, hvernig verzlunin sé af hendi leyst, og er það rétt. En svo er og um öll störf þjóðarinnar. — Því mun verða haldið fram, að á engu velti jafnmikið um iiagsmuni þjóðarinnar eins og viðskiptum hennar víð aðrar þjóðir, hvort heldur um sölu eða. kaup sé að ræða, og að verzlunarrekendur séu því öll- um öðrum framar sú stétt manna, sem haldi í hendi sinni hagsmunalegri líftaug þjóðar- innar. Þessum röksemdum og þeim líkum hefir alloft verið haldið fram í umræðum um þessi mál og er því ástæða til þess, að líta á þær nokkru nánar. Er því þá fyrst til að svara, að Is- lendingar eru svo fámenn þjóð og framleiðslumagn þeirra svo lítið, að þeir munu ekki, um ó- yfirsjáanlegan tíma, geta vænst þess, að ráða neinu um verðlag á heimsmarkaðinum almennc. Hið eina, sem þeir eiga að geta áorkað, er að friamleiðslu- vörur þeirra standi á sporði samskonar vörum annara þjóða um gæði og umbúnað. En sú hlið málsins er fyrst og fremst í höndum framleiðendanna og á þeirra valdi, eftir því sem reynslan bendir til. Kemur þar að vísu til greina mikilsvert samstarf við verzlunarstétt landsins, sem fer með sölu varanna og leitar fyrir sér um markaði. Sa.rna máli gegnir og um innkaup vara, að þjóðin er áður hefir verið fluttur inn og gefið miklar tolltekjur til ríkis- sjóðs, en nú er framleidur hér innanlands, getur ekki borið íramleiðslutoll og þannig vegið eitthvað upp af tekjutapi rík- irsjóðs. Að sjálfsögðu verður bá þess að gæta, að ætla iðnað- inum eftir sem áður hæfilega tollvernd. Þá er og hætt við að ekki verði hjá komizt að færa eitthvað af þeim tolli sem iðn- aðarvarningur innfluttur hefir gefið, yfir á þær vörur, sem enn eru innfluttar, þrátt fyrir höft og aukinn iðnað í landinu. Eitt er a. m. k. áreiðanlegt: Tollalöggjöfinni verður að breyta í samræmi við þær öru breytingar, sem orðið hafa í innflutningsverzlun okkar og greinilega. voru sýndar hér í blaðinu 20. ágúst s. 1., með tölum úr Hagtíðindunum. neydd til að kaupa þær því verði, sem þær eru á heims- markaðinum. Reyndar mun hafa verið uppi það álit, að ýmsir kaupmenn og fésýslu- menn byggju yfir einskonar töfrum og hefðu ráð undir hverju rifi, til þess að snuða r.áungann fyrir handan hafið, og draga þannig auð í þjóðar- búið. Sú skoðun getur í fyrsta lagi ekki átt rétt á sér, sem æskileg hlið á viðskiptasið- fræði. Og í öðru lagi kemur slíkt því síður til greina, sem viðskiptamál þjóðanna verða meir háð opinberri íhlutun og ráðstöfunum öflugra verzlun- arsamtaka almennings í ýms- um löndum. Þegar á allt er litið, mun flest bera að sama, brunni um það, að vöruvöndun og hóf- samlega og heiðarlega rekin viðskipti utan lands og innan er það eina, sem í þessum efn- um horfir til mestrar hagsæld- ar fyrir þjóðina og er til þess fallið, að auka álit hennar og farsæld í sambúð við aðrar þjóðir. Fátt er því jafn háska- legt þjóðinni eins og hindrun- arlaus og eftirlitslaus verzlun- arrekstur þeirra manna, sem reka verzlun einungis með eig- in hag fyrir augum og álíta verzlunarbrögð og verzlunar- hnykki hið eftirsóknarverðasta í þessari atvinnugrein. Ég hefi í framanskráðum greinarköflum leitazt við að færa rök fyrir eftirtöldum staðreyndum: 1. Vegna hnattstöðu lands- ins og af öðrum ástæðum, geta Islendingar ekki vænst þess, að verða að liði í alheimsviðskipt- um þannig, að þeir annist vörumiðlun og gjaldmiðlun ann- ara þjóða í milli. Verzlun get- ur því ekki orðið þjóðarat- vinnuvegur, sem með þeim liætti dragi aukin verðmæti inn í landið. 2. Verzlunin er ein grein þeirra nauðsynjastaría, sem miða til þess að gera fram- leiðsluverðmætin hagnýt og auka á þann hátt farsæld og menningu þjóðarinnar. 3. Verzlunin er að öllu leyti kostuð af þjóðinni sjálfri. Og kostnaðurinn er borinn uppi af neytendunum í landinu. Sérhver eyrír, sem gengur til verzlun- arkostnaðar eða verzlunar- hagnaðar kaupsýslumanna, er greiddur úr vasa almennings í landinu, hvort heldur hagnað- urinn kemur til viðbótar inn- kaupsverði aðfluttra vara, ell- egar til frádráttar söluverði útfluttra vara. Af þessum ástæðum verður það höfuðatriði í þessu sam- bandi, hvort verzlunarhættir þeir, sem þjóðin aðhyllist, tryggja hagsmuni almennings í landinu, eftir því sem verða má, ellegar þeir miða til þess, að efla hagsmuni, óhóflega fjáröflun og fjáreyðslu ein- stakra manna. Það verður sem sé ekki komizt hjá því að gera þá kröfu til allra verzlunarrek- enda, hverju nafni sem þeir ncfnast, að þeir reki verzlun sína eins og umboðsstarf fyrir almenning. Enginn skilningur á þessu starfi og engin breytni á þeim vettvangi, sem ekki full- r.ægir þessari höfuðkröfu, á rétt á sér, né á að líðast, né getur liðist, þar sem menning- arþjóð hugsar rökvíst og rétti- iega um hag sinn og siðgæðis- lega virðingu. Svo er til ætlazt, að verzlun- arsamtök framleiðenda og neyt- enda í landinu beri í skipun rínni skilyrði til þess, að full- nægja þessari höfuðkröfu. Meg- in tilgangur samtalcanna er að tryggja mönnum sannvirði út- fluttra og innfluttra vara, efla félagsþroska og víðsýni þátt- takenda sinna. Þessa hina sömu kröfu verð- ur að gera um þær ráðstafanir, sem að opinberri tilhlutun eru gerðar í verzlunarefnum. Meg- in tilgangur þeirra á að vera sá, að koma í veg fyrir vöru- þurð, verzlunarokur eða aðrar þær meinsemdir í viðskiptum, sem horfa til tjóns fyrir þjóð- ina. Og enn verður að. gera þessa hina sömu kröfu til kaup- mannsins. Ætli hann sér og taki fégróða umfram það, sem nemur réttum kostnaði, að tryggðum sæmilegum launum og skynsamlegri áhættutrygg- 'ngu, þá á verzlun hans ekki rétt á sér við hliðina á þeim verzlunarháttum, sem tryggja það að viðskiptin séu rekin í umboði almennings og með hagsmuni hans fyrir augum. „Réttur neytandans" verður því sá, að hagsmunir hans séu ávalt tryggðir, ef ekki með hófsamlegum og réttlátum verzlunarrekstri kaupmanna, þá með samtökum neytendanna sjálfra, skipulagningu og opin- berri íhlutun. Greinarlok Að lokum getum við horfið til baka til upphafs þessa máls eg tilefnis þessa gi-einaflokks, — ýfinga Mbl. gegn Sambandi íslenzkra samvinnufélaga og aðdróttunum þess um hlut- dræga úthlutun innflutnings- leyfa. Eg hefi þegar sýnt fram á, að innflutningsaukning S. I. S. árið 1936 átti sér eðlilegar orsakir. Ég hefi ennfremur í undangengnu máli gert grein- armun á verzlunarháttunum og sýnt fram á, að samvinnu- verzlun landsmanna er hið eina verzlunarform, sem ótvíræðlega fullnægir því sjálfsagða skil- yrði að verzlimin sé rekin í umboði almennings og með hag hans fyrir augum. Hitt er að vísu órannsakað mál, að hve miklu leytí verzl- anir kaupmanna kunna að full- nægja þessari höfuðkröfu. í eðli þeirra og formi liggur ekki snefill af tryggingu fyrir slíku. Þær eru algerlega háðar umráð- um og geðþótta einstakra manna, sem ætla má að hugsi íyrst og fremst um sinn eigin hag, og sem eru þar að auki, eins og áður var sagt, háðir arfgengum skoðunarhætti alda- gamallar kaupmannastéttar um einkaréttindi stéttarinar til verzlunarreksturs og fjárgróða á þeim vettvangi. Kaupmenn eru eflaust misjafnlega gerðir eins og aðrir menn og hafa mismunandi viðhorf gagnvart viðskiptamönnum sínum og öll- um almenningi. En margvísleg- ar ástæður þurka. þann mismun út í reyndinni. Hinn ráðandi straumur hrífur alla með sér. Pá kaupmaður, sem hygðist að taka sig út úr, og reka verzlun eftir sínum háttum, myndi von bráðar lúta í lægra haldi og verða eftir skilinn eins og botn- fall í farvegi tímans. Erum við þá komin inn á hina háskalegu villukenningu kaupmanna um varnir samkeppninnar gegn Öfgum og áníðslu í verðlagi og viðskiptum. Við Islendingar höfum nægilega reynslu um ]/að, að kaupmenn eru þefvísir um hætti hver annars og koma sér saman um að hækka verðlagið eftir því sem ástæð- ur framast leyfa. Aðrir hafa bein s.amtök sín á milli, eins og til dæmis að taka olíukaup- menn og kolakaupmenn. Sam- keppnin snýst því ávalt á móti sínum eigin kenningum. Hring- ar kreppur eru ávöxtur hennar. Fyr lætur hún brenna fram- leiðsluvörurnar eða varpa þeim ’ djúp sjávarins, til þess að halda uppi okurverði sínu, heldur en að lúta hinu marg- lofaða jafnvægislögmáli fram- boðs og eftirspurnar, sem mál- gögn hennar hefir sífelt á tak- teinum, tiþþess að breiða töfra- grímu yfir svip aldagamalla og úreltra skipulagshátta. Af öllu þessu leiðir, að ekk- ert má ráða innflutningstak- mörkunum til neytenda félag- anna annað en hin almenna knýjandi nauðsyn á verzlunar- takmörkunum. Atvinnuréttindi kaupmanna geta ekki og mega ekki koma hér til greina. Það er of dýr „luxus“ fyrir þessa fátæku þjóð, að hefta bjarg- i áðasamtök almennings, til þess eins að geta veitt sér auð- uga kaupmannastétt, sem geti borizt mikið á hið ytra, meðan í höndum hennar eyðast og fara forgörðum afgangsaurar Ijláfátækra bænda og verka- manna. „Réttur neytendanna" til sjálfsvarnar í verzlunarefnum oi því ótvíræður. En réttur þeirra nær lengra. Neytend- urnir eiga kröfurétt á hendur Alþingi og landstjórn um það, að þeim sé, að opinberri til- hlutun, búin vernd gegn tak- markalausu verzlunarokri í skjóli óhjákvæmilegra verzlun- artakmarkana.. Ég hefi litið yfir sviðið, þar sem við íslendingar heyjum skipulagsbaráttu okkar í verzl- unarefnum. Átökin eru að vísu ekki stórfelldur þáttur í átök- um mannkynsins og sókn til farsællegri hátta. En á bak við hana vakir hið ævarandi afl réttlætisins. Hinn ungi tími, sem vex í hverju morgunsári, l'ylkir liði sínu til atlögu gegn Framh. á 4. síðu

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.