Nýja dagblaðið - 28.08.1937, Blaðsíða 4
REYKJAVlK, 28. ÁGÚST 1937
5. ÁRGANGUR — 198. BLAÐ
NYIA DAGBLAÐIÐ
MIHHiGamla BlóHWHi
„Blóð og
gull"
Grollfalleg og hrífandi
mynd, um gullæðið í
Kaliforníu, á öldinni
sem leið,
Aðalhlutverkið leika:
Edward Amold,
Binníe Barnes og
Lee Tracy.
Böm fá ekki aCgang.
Annáll
Næturlœknir er í nótt Kjartan
ólal'sson, Lækjargötu ÖB, sími
?614. — Næturvörður er í lyfjabúð-
úini Iðunn og Reykjavíkurapóteki.
Dagskrá átvarpsins: Kl. 10,00
Veðurfr. 12,00 Hádegisútvarp. 15,00
Veðurfr. 19,10 Veðurfr. 19,20 Út-
varpstríóið leikur. 19,55 Auglýs-
■ngar. 20,00 Fréttir. 20,30 Erindi:
pjóðhátíð Vestmannaeyja (Ámi
Guðmundsson kennari). 21,00
Hljómplötur: Gleðilög. 21,30 Út-
varpshljómsveitin leikur. 22,00
Danslög (til kl. 24).
Messa í Lauganesskóla á morg-
un kl. 2. Séra Garðar Svafarsson
predikar.
Oullioss var væntanlegur hingað
til Reykjavíkur árla í morgun og
nunu íslenzku skátamir, sem fóru
á Jamboree í Bloemendaal í Hol-
landi hafa komið með honum. Jón
Oddgeir Jónsson skátaforingi mun
þó dveljast ytra eitthvað lengur og
kynna sér hjálp i viðlögum og
annað, er varðar starf við slysa-
varnir á landi. Tveir piltar, Kjart-
an Guðbrandsson og Björn Jónsson,
urðu eftir við svifflugnám í pýzka-
landi.
Ferðafélag íslands hefir ákveðið
að efna til samkeppni um uppkast
að merki fyrir fél^igið. Er skorað
á hagleiks- og listamenn að senda
iélagsstjórninni tillögur sínar um
gerð merkisins fyrir 1. okt. n. k.
— Skulu þær sendar í merktu um-
slagi en nafn höfundar í samL
merktu og iokuðu umslagi. Fyrir
1 ezta uppkastið heitir félagið kr.
50,00 í verðlaun, en kr. 25,00 fyrir
það næstbezta.
Bifreið hlekkist á. Seint í fyrra-
kvöld kom bifreiðin R 797 niður
Laugaveg, en er hún kom móts
við Ás, bilaði stýrisumbúnaðurinn
og missti bifreiðarstjórinn vald á
bifreiðinni. Rakst hún á síma-
staur og brotnaði framrúðan og
fleiri skemmdír urðu. Tveir piltar,
sem í bifreiðinni voru, sluppu ó-
meiddir, og vildi til, að bifreiðin
var ekki á hraðri ferð, er atburð
þennan bar að.
Barnaleikvöllurian við Grettis-
götu. það var lærdómsríkt fyrir þá
sem vildu kynnast aðbúnaði
íhaldsins að hinni yngstu æsku í
borg sinni, að sjá barnaleikvöllinn
við Grettisgötu, þegar rigningunni
stytti upp í fyrradag. Hann flaut
allur í vatni, þar stóðu stórar
ijarnir af óhreinu vatni, sem börn-
in ösluðu í upp í kálfa.
Háseti af skipinu Signhild, er lá
úti á höfn í Siglufirði aðfaranóít
föstudags, var á leið til skipsins
um kl. 1 í litlum báti, er snörp
vindkviða skall á bátnum og
hvolfdi honum. Veður var hvasst
og sjór úfinn. Hásetinn, Ólafur
þórðarson úr Rvík, er vel syntur
rg reyndi hann að rétta bátinn við.
Er það tókst ekki sneri hann á
sundi til lands, en dapraðist skjót.t
sundið. Skipverjar á línuveiða-
skipinu Venus, sem var að leggj-
ast að bryggju SRP heyrðu köll
Ólafs og tókst þeim að bjarga hon-
um á síðustu stundu. Ólafi leið
'i el í fyrradag eftir, atvikum. FÚ.
S.l. þriðjud. syntu yfir Hrútafjörð
frá Gilsstöðum til Borðeyrar Bald-
'ir Pálsson 27 ára, Ásta Snæbjöms-
son 20 ára og Hulda Pétursdóttir
10 ára, öll frá Borðeyri. Vegalengd-
in er um 1100 metrar og synti
J-Iulda hana á 23. mín. og var um
0 mín. á undan hinum. Sjávarhiti
var 8 stig. Ekki er kunnugt um að
áður hafi verið synt yfir fjörðinn.
GóS fjármálastjóm, góðs vlti.
þ'að mun venjan, þegar menn
áætla kostnað við skemmtanir eða
skemmtiferðalög, að heldur vilji
c-yðast meira en áætlað hefir ver-
:ð. Tvær undantekningar veit ég
Síldaríregnir
SIGLUFIRÐI:
Mikil síld var í gæiTnorgun í
þistilfirði og þar þá sæmilegt
veiðiveður, en v.ernsnaði er vestar
dró. -Fengu skip þar stór köst. Tvö
skip, er komu til Siglufjarðar í
gærmorgun höfðu fengið þar svo
stór köst, að nætur þeirra rifnuðu.
1 fyrrinótt og í gærmorgun hvessti
þa af austri og gerði því nær ófært
veiðiveður um tíma. Veður fer nú
fcatnandi úti fyrir Norðurlandi og
sjó lægir.
Um hádegi í gær biðu 19 skip
löndunar í Siglufirði með um 17
þús. mál og munu þau öll komaht
að til löndunar í nótt og í dag.
Veiðiskip Kveldúlfs eru nú á
miðunum Norðanlands að leita
síldar. Er sjó heldur að lægja.
Hafa skipin fengið lítil köst. þó
iiefir Otur fengið 11—1200 mál
úti fyrir Norðausturlandi og Snorri
goði var væntanlegur til Hjalteyr-
ar í gækvöldi með 1700 mál, er
hann veiddi á austanverðu veiði-
svæðinu.
þó um í þessum efnum, og hefir
Siysavarnafélag íslands verið lát-
ið njóta góðs af sparseminni í
bæði skiptin. — í fyrra skiptið var
það þegar stýrimannaskólapiltar
liéldu sína árlega jólaskemmtun s.
1. vetur, að afgangs urðu kr. 50,00
írá áœtluðum kostnaði, sem svo
törgöngumenn skemmtunarinnar
íærðu Slysavamafélaginu að gjöf
nokkru síðar. — Hitt skiptið var
Þegar rafmagnsdeild Vélstjóraskól-
ans í Reykjavík fór að afloknu
prófi i skemmtiferðalag og sparaði
kr. 14,00 frá áætluðum kostnaði
við ferðina. Einnig þá upphæð
íærðu forgöngumennirnir -Slysa-
varnafélagínu að gjöf. — Fyrir
báðar þessar gjafir þakka ég gef-
endunum kærlega, ekki aðeins fyr-
ir peningana, heldur eifinig og ekki
siður fyrir þann velvildarhug, sem
felst bak við gjafimar. Ég vil
jafnframt óska þessum ungu
mönnum til hamingju með ný-
byrjað lífsstarf og vona að hin
góða fjármálastjóm þeirra á gleði-
stundum skólaáranna, verði þeim
leiðarljós í framtíðinni.
Jón E. Bergsveinsson.
Færeyskar bókmenntír
Framh. af 2. síðu.
að aldri, en hefir þó skrifað
mikið af smásögum og auk
þess stærri sögur, Lognbrá og
Fastatökur. Rithöfundarhæfi-
leikar hans eru ótvíræðir,
stíllinn er hreinn og næmar
lýsingar hans á færeysku fólki
og færeyskri náttúru. Við hann
eru tengdar vonir, sem allar
líkur benda til að rætist. Eini
Færeyingurinn er ritar á
dönsku, er William Heinesen.
Eftir hann var sorgarleikurinn
Ranafelli, sem sýndur var hér
Reykjavík veturinn 1932.
J. Dahl prófestur hefir ritað
mjög glögga færeyska mál-
fræði og fleira hefir hann innt
af höndum í þágu bókmennt-
anna. Jakob Jakobsen ritaði
sögu Nolseyjar-Páls.
Það er mjög að vonum, að
smásagnagerðin hefir, auk hins
bundna máls, orðið veigamestur
þáttur í færeyskum skáldskap.
Meðal jafn famennrar þjóðar
og Færeyingar eru, er það
miklum annmörkum bundið, að
skrifa og gefa út langar skáld-
sögur, ekki sízt þegar hver ein-
asti maður skilur dönsku og á
auðvelt með að afla sér
danskra bóka. En blöðin og al-
veg sérstaklega tímaritið Varð-
in hafa getað gefið skáldunum
gott tækifæri til þess að koma
því á framfæri, er bezt hefir
verið ritað í smásagnaformi
eða ljóðum.
Hér hefir þeirra verið getið,
sem lagt hafa drýgstan skerf
til hinna nýju færeysku bók-
mennta. Þær bókmenntir eru
að vísu ekki mjög miklar að
vöxtum, en þó mjög álitlegar,
sé þess gætt, að hér á hlut að
máli þjóð, sem í dag telur að-
eins 26 þúsundir manna og
stundum hefir ekki verið nema
um 5000 sálir, þjóð, sem nýlega
hefir eignazt sitt eigið ritmál
og á við fremur örðug kjör að
búa, að minnsta kosti í bili.
J. H.
Serenade
Hrífandi fögur ame-
rísk ■öngrakvikmynd
frá COLUMBIA film.
Aðalhlutverkið leikur
og syngur hin heimg-
fræga göngkona:
Grace Moore
og hinn fagri og karl-
mannlegi
Gary Grant.
Serenade er tvímæla-
laust b e z t a söngva-
mynd sem gerð hefir
verið í Ameríku til
þessa dags.
íbúð 3—4 herbergja
með öllum þægindum
óskast sem fyrst
Uppl. I síma 1080.
aðeins Loitur.
Verzlun íslendtnga
Framh. af 3. síðu.
hrömandi múrum hins alda-
gamla skipulags, sem viður-
kennir aðeins nokkum hluta
mannkynsins rétthæfan til auðs
og allsnægta meðan allur þorri
manna á að vera dæmdur til
þess, að svelta þar sem grimmd
mannanna og miskunarleysi
r.áttúruaflanna skilja þá eftir
i slóðinni.
Reykjavík, 27. ágúst 1987.
Jónas Þorbergsson.
ÖRLAGAFJÖTRAR 28
an sal, þar sem fjöldi sjúklinga fékk að koma sam-
an, stutta stund úr deginum.
1 fyrstu var Kit dvölin þar nær óbærileg, fyrst
sökum andúðar og síðar meðaumkvunar með þess-
um vesalingum. Sumir æptu og orguðu. Aðrir
skríktu og böbluðu óskiljanlegt mál. Enn aðrir
störðu á hann þögulir og hræðilegir. Sumir þeir er
tóku eftir því, að hann var gestur þéirra á meðal,
komu til hans og kröfsuðu í hann með höndunum,
en stukku svo í burtu, er hann færði sig undan
snerting þeira.
Kit óskaði sér af öllu hjarta burt úr þessum fé-
lagsskap, og honum vai'ð það fullvel ljóst, að löng
dvöl á þessum stað og undir þvílíkum kringumstæð-
um, hlyti að gera hann að vitfirringi.
Bak við hinar dapurlegu hugsanir, er orsökuðust
af dvöl hans þarna, — risu stórar og geigvænlegar
hugsanir. Það var hatur Kits og hefndarþorsti
gagnvart hinum samvizkulausu þorpurum, er höfðu
leikið hann svo grátt. En hvernig kæmi hann hefnd
sinni fram. Það var úr vöndu að ráða. Svo var hann
einnig kvíðafullur út af tilhugsuninni um hvað orð-
ið hefði af Gyp. Þessum eina trygga vini, er hann
átti í heiminum.
Það kom einstöku sinnum fyrir að Kit hélt að
hann fengi ekki staðist þessa martröð lengur.
Hann var farinn að tala upphátt, aUskonar sam-
hengislausa vitleysu, — og honum fannst að dauð-
inn sjálfur væri betri en þessi tilvera. Hann var
. stirður og sár undan spennitreyjunni, og klefinn var
svo rambyggður, að það virtist ekki á nokkurs færi
að komast út úr honum. Kit settist niður á rúmið
sitt og fór að reyna að brjóta heiiann um ástand
sitt og möguleika til burtkomu.
Hann fann enn til lítilsháttar verkjar í öxlinni,
þar sem hann hafði verið særður, — og það gaf
honum umhugsunarefni. Hann athugaði umgjörðina
um rúm sitt og hló við með ánægjusvip. Svo tók
hann til að berja öxlinni; við eitt homið á rúmstólp-
unum. Hann fann lítið eitt til, en það skipti engu
máli. Hann vissi að sárið mundi opnast, og eftir
litla stund var kominn rauður blóðflekkur út í gegn
um spennitreyjuna á öxl hans. Það var bjalla í ein-
um veggnum og nann hringdi henni. Augnabliki síð-
ar sést andlit við grindurnar í hurðinni.
— Ég meiddi mig í öxlinni, mælti Kit við vörðinn.
Hann starði á blóðblettinn á öxl hans og flýtti sér svo
á brott. Litlu síðar kom Dr. Crispin ásam tveimur
aðstoðai-mönnum með sáraumbúðir. Kit sat krafkyr
meðan þeir klæddu hann úr treyjunni. Svo stöðvaði
læknirinn blóðrásina og batt um sárið. Að því loknu
ætluðu verðimir að færa Kit í treyjuna aftur, en
hann stökk á fætur, hristi þá af sér og hljóp að
dyrunum. Hann snéri sér að þeim og hreyfði hand-
leggina til þess að fá liðleik í hina stirðu og sáru
vöðva.
— Þið verðið að klæða hann í treyjuna aftur,
mælti Crispin. Hann er hættulegur.
Annar varðanna greip til hljóðpípu við belti sér,
en Kit stökk á hann og þreif hana af honum.
— Hættið þið þessu, mælti Kit rólega. Þið verðið að
fá það inn í hausinn á ykkur að ég ætla ekk að láta
klæða mig í þetta aftur. Ég hefi sagt ykkur það
áður, að ég er með fullu viti, og þið hafið ekkert að
óttast. En ef þið ætlið að hleypa á mig fjölda
manna til þess að taka mig með valdi, þá lofa ég
ykkur því, að það skal enginn ykkar verða fær um
að segja frá þeim endalokum, því ég ætla að ryðja
ykkur úr vegi, áður en hinir koma. Svo ræður þú
læknir góður, hvern kostinn þú tekur.
Crispin hopaði á hæli fyrir hinum einráðna svip
og hiklausu orðum Kits. Hann trúði því fastlega að
Kit væri til alls trúandi, og áleit því að réttara væri
að fara að öllu með hægð og gætni.
— Það er ástæðulaust að færa þig í spennitreyj-
una, ef að þú hegðar þér almennilega, — stamaði
hann.
Kit hló kuldalega og færði sig frá dyrunum. Cris-
pin og verðirnir fóru, og lokuðu á eftir sér.
Fótatak þeirra heyrðist fjarlægjast eftir göngun-
um.
Kit beið ekki boðanna. Hann þreif fötin úr rúm-
inu og athugaði rúmstæðið. Bríkumar vom greypt-
ar vandlega inn í gaflana, og um allt mjög sterklega
búið. Hann þóttist sjá, að gæti hann losað aðra
rúmbríkina, mætti nota hana sem vogstöng til þess